Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Síða 14
WILLI MÚNZENBERG OG SÖGUFALSANIR Á 20. ÖLD. - 6. OG SÍÐASTI HLUTI. ÞJÓÐVERJAR hafa hernumið París. Nú var Múnzenberg búinn að máia sig út í horn og engar undankomuleiðir reyndust færar. Eftir ^ j dvöl f kyrrsetningarbúðum var áhrifamesti útsendari Staiíns dreginn út í skóg. AROÐURSMEISTARINN ENDAÐI í SNÖRUNNI . EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSON Þjóðverjar nóðu Múnzenberg í Frakklandi og þó var hann líklega ó leió til Sviss. Hann hvarf inn í skóg með tveim mönnum og fannst síðar dauður undir tré, með snöru um hólsinn. Munzenberg var falið af yfírmönnum sín- um í Moskvu að vinna að stofnun nýrrar Alþýðufylk- ingar meðal land- flótta • kommúnista og vinstri manna frá Þýskalandi, síðan átti þessi fylking að tengj- ast þeirri frönsku og spænsku. Miinzenberg náði á þennan hátt tengslum við vinstri menn sem ekki töldust Stalínistar. Tengsl hans við gamla njósnanetið héldust að minnsta kosti að nafninu til. Bn hann gat markað að vald hans á því apparati sem hann hafði komið upp fór dvínandi. Nú var unnið að samfloti með öflum sem höfðu áður verið hundsuð og hrakyrt og menningarfélög voru ekki lengur skilyrðislaust sett undir yfirstjórn hans. Willi og Barbette voru kvödd til Moskvu í ,október 1936. Willi var fræddur um það sem trúnaðarmál, skömmu eftir komuna þangað, að Radek hefði verið handtekinn. Radek var Stalín allt of hættulegur sem samstarfsmaður Leníns og tengiliður við Hitlers-Þýskaland. Hann vissi of mikið og gat orðið hættulegur. Munzenberg var kvaddur fyrir „Alþjóðlegu eftirlitsnefndina" sem hafði það hlutverk að áminna þá sem sýndu einhver frávik og voru hallir undir skoðanir sem flokka mátti til aga- brota og óhlýðni við kórrétta stefnu. Nefndin gerðist aðgangsharðari og Willi sá fyrir sér örlög Radeks. Munzenberg tók þá það ráð að bjarga sér á spænsku borgarastyijöldinni sem hófst 18. júní 1936. Stalín hafði lýst yfir stuðningi við lýðveldisstjórnina í Madrid. En aðstoð Sovét- ríkjanna var ekki opinber aðstoð. Og það var einn maður sem gat hulið stefnu Stalín sem aðstoð hlutlausra aðila, með því að nota félaga- samtök og menningarfélög um allan heim sem frumkvöðla að aðstoð við lýðveldisstjórnina. Þetta var útspil Múnzenbergs og það dugði honum til þess að komast aftur til Parísar, þar sem hann hófst handa við að virkja öll sam- bönd sín til að „hjálpa Spáni". Hann stóð að söfnun fjár til stríðsrekstursins og söfnun sjálf- boðaliða. Stalín gaf Hitler ekkert færi á sér með því að stuðla að sigri iýðveldisstjómarinn- ar, sem hefði getað þýtt upplausn allrar sam- tengingar við Þriðja ríkið. Liðssveitir lýðveldis- ins vora sundraðar í afstöðu sinni og börðust innbyrðis ef því var að skipta og hreinir Stalín- ■' istar notuðu hvert tækifæri til þess að útrýma pólitískum andstæðingum á vinstri vængnum. Stalín takmarkaði alla aðstoð við lýðveldis- stjómina eftir að hann hafði komist yfir gull- birgðir Spánverja, sem vora gífurlegar. Allar raddir um hinn tragíska hrylling á Spáni voru þaggaðar niður. Reynt var að halda upþi myndinni af frelsiselskandi sósíalistum í bar- áttunni við svartan fasisma. Lýsingar Orwells voru ekki birtar í vinstri pressunni á Eng- landi. Það varð að halda við „samúð heimsins með Spáni“ og í skjóli þess var pyntingum, morðum og aftökum í stóram stíl haldið áfram. Eftir að Komintem var lagt niður og sov- éska leyniþjónustan tók við verkefnum þeirrar stofnunar, síðar KGB, var Munzenberg „at- vinnulaus". Leyniþjónustan annaðist nú stríðs- reksturinn á Spáni þ.e. skipulag og aðgerðir sjálfboðaliðssveitanna. Terrorinn hófst fyrir alvöru þar með. Þessum vef morða, svika, lyga og fals ásamt styijaldarrekstri lauk Ioks 28. marz 1939. Sidustw misserin í maí og júní 1937 var svo komið fyrir Willi Munzenberg að „spænski skjöldurinn“ sem hafði verið vörn hans síðustu mánuðina eftir komuna frá Moskvu dugði ekki lengur. Hann reyndi að afla sér tryggingar — líftrygg- ingar með aðstoð flóttamanna alþýðufylking- arinnar, en sú stofnun gufaði upp með nánari tengslum Stalíns og Hitlers og þýska alþýðu- fylkingin lauk ævi sinni með því að reka stofn- anda sinn Willi Munzenberg. „Front popula- ire“ á Frakklandi var að gefa upp öndina um svipað leyti. Sovéska leyniþjónustan reyndi hvað hún gat til þess að lokka Munzenberg til Moskvu. „Vinir“ Munzenberg voru sendir til hans og fullvissuðu hann um að hann hefði ekkert að óttast í Moskvu. 1938 stofnaði hann til út- gáfu tímaritsins „Die Zukunft" það átti að verða framtíð hans. Stefnan var fyrst í stað að ritið yrði vettvangur þýskra vinstrimanna. Meðal höfunda vora Arthur Koestler og Mann- bræður. Síðari heftin mörkuðust af and-alræð- isstefnu. Þetta var mjög vandað tímarit, ætlað intelligensíunni. Sovéska leyniþjónustan gerð- ist nú ágengari. Miklir sjóðir sem Komintern átti voru skráðir á nafn Willis í bönkum víða í Evrópu, sendimaður kom og krafðist skila, ella yrði einn vina Múnzenbergs líflátinn í Moskvu. Willi tjáði sendimanni að hann myndi afhenda sjóðina ef þessi vinur sinn yrði látinn laus. Við það sat. Stór-frétt birtist í öllum heimsblöðunum seint í ágúst. Griðasáttmáli hafði verið undir- ritaður milli Þýskalands og Sovétríkjanna 23. ágúst 1939. Og 1. september réðust Þjóðveij- ar inn í Pólland. Fregnin um griðasáttmálann hafði Iamandi áhrif á Vesturlönd. Hitler hafði tryggt sér bakhjarl í styijöldinni. Samninga- makkið undanfarin ár var nú auglýst. Þýski herinn vann meginhluta Póllands á rúmum hálfum mánuði og 17. september réð- ust sovéskar hersveitir inn í Pólland og hirtu það sem Hitler hafði skammtað þeim. Örvænt- ingin innan frönsku stjórnarinnar nálgaðist algjöra uppgjöf, en úrtölumenn létu í minni pokann. Daladier forsætisráðherra Frakklands taldi stöðuna vonlitla, Frakkland gat ekki stað- ið gegn Sovétríkjunum og Þýskalandi samein- uðu. I einhverju ofboði sendi hann tilmæli til stjórnar Bandaríkjanna um að smíða þegar 10.000 orastuflugvélar fyrir Frakka, trygging fyrir greiðslu gat verið veðsetning Frakklands eða sala Versala. Roosevelt forseti taldi að útilokað væri að ögra bandarískum einangrun- arsinnum á svo afgerandi hátt, (Monroe-kenn- ingin), (sbr. Gordon Wright: France in Modern Time. Norton 1995.) í nýju hefti af Die Zukunft var Stalín gagn- rýndur, en á fremur mildan hátt. Munzenberg vissi nú að eina von hans var að nálgast Vest- urveldin. Hann hélt matarveislur fyrir starfs- menn leyniþjónustu bandamanna vikulega og þar gerði hann þeim ljósa grein fyrir tengslum nasista og Sovétríkjanna frá upphafi. Þeir hlustuðu sem þrumu lostnir. Munzenberg íhugaði að leita öryggis í ríkj- um Bandamanna og jafnvel sem starfsmaður leyniþjónustu Englands eða Bandaríkjanna, en þar var hængur. Hann hafði sjálfur ástund- að að koma þar til starfa dyggum kommúnist- um sem njósnurum sínum og Stalíns fyrr á árum, svo sú leið var útilokuð. Eftir að Þjóð- veijar hófu Blitz-stríð á franskri grund, var öllum íjóðveijum skipað að mæta í kyrsetn- ingarbúðir. Barbette og Willi dvöldu í slíkum búðum, en eftir ósigur Frakka var hópnum skipt upp og þau aðskilin. Múnzenberg og Barbette mæltu sér mót í Suður-Frakklandi. Það dró að endalokum. Svo virðist sem Múnzenberg hafi ráðgert að halda til Sviss. Svo fór að Mtinzenberg og fleirum var fyrirskip- að að halda út úr búðunum í átt til annarra búða eftir uppgjöf Frakka 21. júní 1940. Það síðasta sem vitað er um ferðir Mtinzenberg er að hann hafi horfið inn í skóg með tveimur mönnum. í október um haustið fannst Willi Mtinzenberg undir tré, með snöru um hálsinn. Þetta urðu endalokin. Kenningar eru um sjálfmorð, myrtur af nasistum eða myrtur af launmorðingjum Stalíns, sem er talið líklegast. Terrorisminn, lullkomnun kerf is sameignar og félagshyggju Willi Mtinzenberg tengdist Lenín og lenín- ismanum 1921 og starfaði alla sína tíð að fullkomnun kerfis marx-lenínismans. Enginn hefur unnið þeirri stefnu betur, með snjöllum áróðri, innrætingu og samsömun flugumanna, njósnara, inn í lykilstofnanir borgaralegra lýð- ræðisríkja. Net hans náði vítt um hinn vest- ræna heim. Og tilgangurinn var að vinna að endanlegum sigri sósíalískrar hugmyndafræði og valdakefis sem var sniðið að þeim hug- myndum, kommúnismanum. Forsenda hugmyndafræði þessa valdakerfis vora kenningar Rousseaus sem staðhæfðu að vitað væri hvað væri manninum fyrir bestu: „Þú álítur að þú viljir hafna þessum lögum, óskir ekki eftir þeim, en við fullvissum þig um að þú óskir þeirra. Ef þú dirfist að hafna þeim, munum við skjóta þig sem refsingu fyr- ir að óska þess ekki sem þú vilt,“ — Joseph de Maistre: Æuvres completes 1-107. Lyon- Paris 1884-87 — endurprent). Þessi afstaða gerir terrorinn nauðsynlegan. Thomas Mann útlistar þessa afstöðu í sam- tali Settembrinis og Naphta, húmanistans og Jesúítans í Töfrafjallinu. Naphta: „Okkar tímar eru ekki tímar einstaklingsins, þroski einstaklingsins er óþarfur á vorum tímum. Tímarnir þarfnast þessa ekki. Samtíminn krefst og stefnir að og mun skapa terror.“ Töfrafjallið kom út 1924. Stephan Koch skrifar í Double Lives: „Ef litið er á atburðarásina og manndrápin í Ráð- stjórnarríkjunum, þá er eðlilegt að spyija, hvers vegna öll þessi manndráp? Sú spurning byggist á undrun þeirra sem líta atburðina, valdabaráttuna, sök og sekt og pólitíska bar- áttu frá sjónarhorni húmanisma og siðferðis- kenninga kristninnar, en það er það sjónar- horn, sem „hugmyndafræðingar“, ideologar þessarar aldar hafa barist harðast gegn og kasta þar með öllu borgarlegu og kristnu sið- ferði ásamt öllum húmanisma á ruslahauga sögunnar. Sovét-kerfið þarfnaðist fangelsan- anna, pyntinganna og dauða algjörlega dyggra þegna sovétskipulagsins, „saklauss" fólks — því að án terrors yrði þetta fólk aldrei hrætt. Grunnur hins sovéska samfélags var óttinn. Lenín krafðist algjörs tillitsleysis, og kerfið hans var frá byijun byggt á terrorisma, ótta, njósnum og alræðisvaldi. Stalín var kjörinn arftaki, auk þess haldinn nauðsynlegum sa- disma, ofsóknarbijálæði og hefndarþorsta. Þeir sem hlustuðu með gagnrýnum huga á ræður og ákærur aðalsaksóknara Vyshniskys í réttarhöldunum í Moskvu 1936-38 skildu að allt hans tal var lygi. Margir, ef til vill meirihluti þeirra, sem hlustuðu, trúðu eða hálftrúðu því sem fram fór. En þeir sem voru haldnir hugmyndafræðunum höfðu verið lög- hlýðnir borgarar Sovétríkjanna og til að vera það áfram urðu þeir að trúa og ala með sér nýja tegund uppgjafar sem var meira en hlýðni og kórrétt hegðun. Löghlýðnir borgarar sovétkerfisins voru grunaðir um að ala með sér „sjálfstætt mat“, og eitthvað í átt við „frjálsa hugsun“. Það varð að uppræta allt slíkt, algjörrar uppgjafar og útþurrkunar „einkaskoðana, einkahugsun- ar“ var krafist. Maðurinn varð að afneita sjálfsverund sinni. Nú gekk ekki lengur að Galieó játaði sig sekan og allar kenningar andstæðar kerfinu alrangar og tautaði síðan „prove se move“ — en samt hreyfist hún. Terrorinn afnam hvíslið sem enginn heyrði, þess var krafist að lygin væri líka þögul. Því voru hundruð þúsunda, milljónir Galilea leidd- ir til aftöku eða skotnir í hnakkann í fangelsi- skjöllurum um öll Sovétríkin, vegna þess að þeir voru granaðir um að sjá, það sem var sýnilegt, þeir gætu hugsað „prove se move“. Lygin varð að vera hafin yfir allan sannleika, koma í stað sannleika. Réttarhöldin voru nýj- ung, ekki sem þáttur í sögu skipulagðra réttar- morða heldur í merkingarsögu orða og hug- taka. Lygin var síðasta hálmstráið, en það dugði kerfinu og var þess brýnasta nauðsyn." Höfundur er rithöfundur. 14 1ESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.