Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Page 16
Vandi listarinnar
Póstmódernisminn i marxisku Ijósi
ljósi á heiminn sem við lifum í, veruleikann.
Það jákvæða við naflaskoðunina er að fræð-
in hafa tekið sínar eigin hugmyndir og niður-
stöður til gagnrýninnar skoðunar og skapað
nýja sýn og nýjar hugmyndir á þann hátt.
Gott dæmi um þetta er strúktúralisminn sem
hugsaði allt upp á nýtt út frá lögmálum tungu-
málsins, hann skoðaði heiminn eins og hann
væri tungumál og kannski var það nauðsyn-
legt á þeim tíma.“
Heimur bókmenntaíræðinga er þá kannski
jafnlítili og starfsbróðir þinn og landi, David
Lodge, lýsti í kunnri skáidsögu sinni, Lítill
heimufl
„Já, við lifum í mjög litlum heimi og hann
er heldur ekki svo ýkja mikilvægur. Sértu
vinstrisinnaður menningarfræðingur - efnis-
hyggjumaður - þá ertu að minnsta kosti
meðvitaður um að menningin skiptir ekki svo
miklu máli, að hún er ekki aðalatriðið. Sértu
hins vegar rótlaus meðlimur hins síðborgara-
lega samfélags gætirðu þurft á menningunni,
eða fræðunum, að halda til að komast af, til
að búa til þinn eigin heim, smáheim. í bók
sinni var Lodge held ég að fjalla um þessa
týndu borgarastétt sem heldur að menningin
sé miðjan."
En hvað með bókmenntimar sjálfar, eða list-
ina, á listin ekki í ákveðinni kreppu líka? Hver
er staða listarinnar á póstmódemískum tíma?
„Vandinn sem steðjar að listinni nú er að
hún er ekki lengur jafngagnrýnin og áður. í
módernismanum reyndi listin að vera eins
konar gagnrýni; listamenn voru óþægir, bóh-
emískir, uppreisnargjamir og gagnrýnir. En
í póstmódemismanum hefur listin verið gerð
að hluta af samfélaginu sem hún á að gagn-
rýna og skortir því nauðsynlega fjarlægð. List-
in er með öðram orðum orðin hluti af markaðn-
um, hún er á markaðstorginu miðju og væri
að grafa undan sjálfri sér ef hún réðist á
kerfið sem stjórnaði honum. List sem Iiggur
á yfirborði ríkjandi valdakerfis og lýtur því -
hvort sem það er í airæðisríki eða annars stað-
ar - á enga möguleika á að vera gagnrýnin."
Ný bók kom út eftir Eagleton í Englandi
daginn áður en hann kom til íslands og heitir
hún The Illusions of Postmodernism. Bókin
er gagnrýni á póstmódernismann eða öllu
heldur hugmyndir sem vinstrimenn hafa til-
einkað sér síðastliðna áratugi svo sem um fjöl-
ræði; í bókinni andæfir Eagleton gagnrýni sem
komið hefur fram á alræðishugmyndina og á
stofnanir og frumsögur eins og marxismann.
„Bókin er gagnrýni á póstmódernismann
frá sósíalísku sjónarhorni. Að því leyti er hún
ólík margri annarri gagnrýni sem sett hefur
verið fram á þessa stefnu. Menn hafa aðallega
verið að gagnrýna hana út frá almennri skyn-
semi sem er öllu íhaldssamara sjónarhom.
Þessi bók er held ég að reyna að gera eitt-
hvað nýtt með því að sækja að póstmódernis-
manum frá vinstri. En hún gerir það meðvituð
um að marxisminn og sósíalisminn eiga í mik-
illi kreppu núna, meðvituð um að það er ekki
lengur hægt að taka þeim sem gefnum. Sem
lifandi pólitísk stefna er marxisminn ekki leng-
ur til en það er ekki þar með sagt að ekki
sé hægt að nota aðferðir hans og hugmyndir
í gagnrýnum tilgangi.“
Freeóiskrif og skáldskapur
Eagleton hefur skrifað fjöida fræðirita en
hann hefur jafnframt fengist nokkuð við að
semja. Ein skáldsaga hefur birst eftir hann
og hann er höfundur fjögurra leikrita. „Ég
er ósammála þeirri aðgreiningu sem gerð er
á milli fræðiskrifa og skáldskapar. Skilin þarna
á milli eru alltaf að verða óljósari; skáldskapur-
inn er að verða fræðilegri og fræðiskrifin
skáldlegri. Þetta er þróun sem hófst með
módernismanum. Bókmenntirnar fóru að taka
forsendur sínar til gagngerrar athugunar sjálf-
ar og urðu í þeim skilningi fræðilegar en hjá
fræðimönnunum var þetta spurning um að
geta lýst brotakenndum heimi á betri hátt og
því var gripið til meðala skáldskaparins. Sjálf-
um finnst mér munurinn á þessu tvennu afar
lítill. Mér þykir þó sérstaklega skemmtilegt
að skrifa fyrir leikhús því að þar er höfundur-
inn í allt annarri stöðu en í fræðunum eða
skáldsögunni; hann er ekki aðalatriðið í Ieik-
húsinu heldur einn af stórum hópi. Fræðimað-
urinn getur því lært ýmislegt af því að vinna
fyrir leikhús, til dæmis um samvinnu."
Og þar með var Terry Eagleton rokinn af
stað að undirbúa sig fyrir seinni fyrirlesturinn
sem hann hélt við Háskólann. í honum fjall-
aði hann um vanda póstmódernismans af sömu
leikni og rökvísi og hann útskýrði stöðu bók-
menntafræðinnar í þeim fyrri. Eagleton er
þjálfaður fyrirlesari og skreytir mál sitt með
skemmtilegum líkingum og tengingum. Það
er mikill fengur í því að fá í heimsókn mann
sem stendur jafnframarlega á sínu sviði og
Eagleton og væri óskandi að það gerðist oftar.
Morgunblaðið/Golli
„LIST sem liggur á yfirborði ríkjandi valdakerfis og lýtur því - hvort sem það er í alræðisríki eða annars staðar - á enga möguleika á
að vera gagnrýnin," segir Terry Eagleton, bókmenntafræðingur.
Á MÆRUNUM
Terry Eagleton er einn kunnasti bókmenntgfræóing-
ur samtímans. Eagleton, sem er prófessor vió
Oxford-háskóla, var í stuttri heimsókn hér á landi
um síóustu helgi og hélt tvo opinbera fyrirlestra
þar sem hann fjallaói um þróun bókmenntafræóinn-
ar síðustu áratugi og vanda póstmódernismans.
ÞROSTUR HELGASON hitti Eagleton að máli og
spurði hann um þá kreppu sem virðist nú steðja
að bæði bókmenntunum og bókmenntafræðunum.
TERRY Eagleton (f. 1943) er
hæglátur maður í viðkynningu
og alvömgefinn þótt ekki sé
langt \ svolítið gráglettinn hú-
mor. Ég hitti hann í Odda þar
sem hann kemur inn úr hrá-
kaldri haustrigningunni, klædd-
ur svörtum frakka og með
hattkúf á höfðinu. Hann hefur eytt deginum
í að skoða Þingvelli: „Það var kannski svolítið
grátt yfir að líta í þessu veðri en afar áhuga-
vert,“ segir hann og gjóar augunum út um
gluggann. Hann er eilítið argur í skapi;
kannski vegna veðursins, kannski vegna þess
að þessa stundina vill hann helst tala um eitt-
hvað annað en bókmenntafræði: „í gær fór
ég að skoða Geysi. Em þetta ekki þessit venju-
legu staðir sem fólk fer á. Ég hefði viljað sjá
ummerki hlaupsins." Það hýmar samt fljótlega
yfir honum þegar við snúum okkur að viðtals-
efninu sem em fræðin á mærunum.
„Jú, það hafa orðið miklar breytingar á bók-
menntafræðinni og raunar öllum sviðum hug-
vísinda á síðustu ámm og áratugum. Okkar
gamli þekkingargmndvöllur hefur verið að leys-
ast upp og skilin milli greina hafa máðst út
að miklu leyti. Mikið af því áhugaverðasta sem
er að gerast í hugvísindunum nú á sér stað á
mæmnum milli greina. Ég held það sé ekki
til neitt nafn á þessari nýju mæragrein; hún
gæti hugsanlega heitið bókmenntafræði en
aðrir myndu vilja kalla hana menningarfræði
sem hefur einmitt unnið einhvers staðar á
mörkum heimspeki, bókmenntafræði og féiags-
fræði.
Það má því segja að við hugvísindamenn
séum í eins konar kreppu; við erum eins og
eá milli vita og sjáum ekki vel hvert stefnir.
Þessi kreppa kemur til af ákveðnum samfé-
lagslegum breytingum sem eru að sumu leyti
pólitískar en tengjast líka breyttu hlutverki
menningarinnar. Það er farið að tala um menn-
ingariðnað en þegar menningin hættir að þjóna
hinum æðri gildum og verður að markaðsvöru
þá breytast allar forsendur fyrir hugmyndum
okkar um hana og það skellur á kreppa í
hugvísindunum. Þetta ástand á rætur sínar
að rekja til sjöunda áratugarins."
Lílill heimur
Eagleton segir að þessi kreppa endurspegl-
ist meðal annars í því að bókmenntafræðingar
starfi í eins konar tómarúmi þar sem erfitt
er að festa hendur á viðfangsefninu. „Bók-
menntafræðin hefur kannski aldrei átt sitt
eigið viðfangsefni heldur alltaf verið að fást
við spumingar sem aðrar greinar hafa gefist
upp á eða misst áhugann á. Þessi síðustu ár
hefur nokkrum svona afgangsspurningum
verið varpað inn í þetta tómarúm þar sem
bókmenntafræðin hefur glímt við þær. Upp á
síðkastið hefur hún verið að fást við mennin-
garpólitískar spurningar. Ef félagsfræðin, eða
stjómmálafræðin, hefði spurt róttækari og
dýpri spurninga en hún hefur gert þá ættum
við bókmenntafræðingar ef til vill ekki í þess-
ari kreppu núna.“
En lýsir þessi kreppa sér ekki líka í því að
bókmenntafræðin hefur einkum verið að fjalla
um sig sjálfa undanfarin ár? Er hún ekki lok-
uð inni í eigin heimi?
„Jú, hún hefur verið svolítið narkísk og
þess vegna lokast en ég held að þetta hafi
bæði sínar vondu og góðu hliðar. Það er auð-
vitað slæmt að bókmenntafræðin skuli vera í
sífelldri naflaskoðun í stað þess að vera virk
í umfjöllun og gagnrýni á umhverfi sitt. Þann-
ig koma fræðin á vissan hátt í stað lífsins eða
veruleikans. Þegar þú getur ekki höndlað lífið
lengur, þegar þú getur ekki ráðið við það sem
er að gerast í Iífinu þá beinirðu oft kröftunum
eitthvert annað. Og eitt af því sem þú getur
gert er að stunda fræðin. Þessi sífellda sjálfs-
skoðun fræðanna getur gert þau að sérheimi,
lokuðum sérheimi, en um leið eru þau að
bregðast meginhlutverki sínu sem er að varpa
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 1996