Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Blaðsíða 3
LESBÖK MOISCI \BI AI)SI\S - MI WIM./I IS I Ill 49. TÖLUBLAÐ - 71. ÁRGANGUR EFNI Til þessa hefur verið talið að Evrópa hafi ekki verið byggð mönnum í neinn óratima, en nú hafa fundizt steingerð mannabein á Spáni, sem benda til milljón ára. Þar að auki hafa fundizt „nýleg“ listaverk, hella- málverk sem eru aðeins 30 þúsund ára gömul, en samt elzta list sem um er vitað. götu. Leikritið gerist í borgarastyrjöld í ónefndu landi. Tveir vegmóðir göngumenn leita leiða til þess að bjarga lífi sínu við óblíðar aðstæður. Fyrirheitna landið þar sem frelsið ríkir er takmark þeirra en leið- in er ekki greið. Undir berum himni er barmafullt af tilvísunum í tónlistar-, lista- og menningarsögu Vesturlanda. Ljóðið kemur alltaf til baka - ef það er gott segir Andrés Björnsson fyrrum útvarpssljóri í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur, en geislaplata með ljóðalestri Andrésar er komin út. Um það sígilda í ljóðinu segir hann: Sumt er þó sígilt, ég veit ekki hvers vegna sum Jjóð verða það, ég kann ekki að skýra hvað þau hafa við sig, það er ósýni- legt og óáþreifanlegt, en eitthvað er það. Hvað sjálfan mig snertir veit ég þó að ég legg verulega mikið upp úr efnistökum. Tycho Brahe hinn heimskunni, danski stjörnufræðingur, fæddist fyrir 45o árum. Nú hefur Einar H. Guðmundsson, prófessor i stjarneðl- isfræði, kynnt sér feril Brahes og fundið heimildir um samskipti hans við tvo ís- lenzka biskupa, Guðbrand Þorláksson og Odd Einarsson. Jólaverkefni Leikfélags Akureyrar er eftir bandaríska Bosníumanninn Steve Tesich og verður sýnt á nýju leiksviði félagsins, Renniverk- stæðinu í Gránufélagshúsunum við Strand- Svanavatnið er ástsælasti ballett allra tíma segir Súsanna Svavars- dóttir, sem hreifst af sérstæðri sýningu í London. Þar voru svanahlutverkin öll samin fyrir karlmenn. Súsanna segist sérstaklega hafa beðið spennt eftir því hvernig færi með dans „litlu svan- anna“, sem í látleysi sínu er alltaf eftirminnilegur. Lausnin var heillandi og full af glettni. Forsíóumyndina tók Kristjón Kristjónsson af Þróni Karlssyni og Arnari Jónssyni í hlutverkum göngumóóu feróalanganna í jólaverkefni Leikfélags Akureyrar. r KRISTJAN KARLSSON EITT JÁ Eitt já hékk í þögninni óbreytt og öllu var lokið eitt já ein þögn eitt algrænt blað sem er einstöku sinnum eftir af öllu lauf- skrúði tijánna fram eftir vetri er horfið einn dag eitt stakt já og óvið- komandi árstíð og spumingu nægir mér nægir mér ást mín. DAGAR TUNGUNNAR RABB ADEGI íslenzkrar tungu síðla í nóvember vorum við minnt á að standa vörð um móðurmálið og ekkert er nema gott um það að segja. Við höfum sagt það hér á þessu blaði, að hver einasti dagur sé dagur íslenzkrartungu. En góð- ur ásetningur dugar ekki alltaf; sífellt er eitthvað að sleppa í gegn, sem hefði þurft að laga eða breyta. Það eru ekki endilega „fjólur“ sem svo eru nefndar og er þá átt við margskonar málleysur og ambögur. Hitt er algengara að hugsunin í skrifuðum texta sé ómarkviss og ruglingsleg. Ef til vill er hvert orð út af fyrir sig óaðfínnan- legt, en heildin slíkur grautur að lesandinn verður að lesa tvisvar eða þrisvar til að komast að meiningunni. Samt sem áður eru blöðin í framför frá því sem áður var. Ég hef gluggað í ísa- fold og Þjóðólf og reyndar líka Tímann og Morgunblaðið frá fyrstu áratugum þessara blaða. Einstaka menn hafa alltaf skrifað vel og þegar ég tek svo til orða, þá meina ég ekki endilega að þeir hafi skrifað skáldlegan texta, heldur hitt, að þeir skrifuðu meitlaðan, ljósan og vel skilj- anlegan texta með fjölbreytilegum orða- forða. En það er blekking ef menn vilja halda því fram að blöðin um síðustu alda- mót eða á fyrriparti aldarinnar hafi yfir- höfuð verið betur skrifuð en nútíma blöð og tímarit. Úr fortíðinni er auðvelt að finna neikvæð dæmi, bæði um „fjólur" og graut- arhugsun. Það er líka blekking þegar menn ímynda sér að betri íslenzka hafi verið töluð fyrr á öldinni, einkum í sveitum. Mér hefur virzt að sumir menntamenn hafi verið hallir undir þá hugmynd og jafnvel að menn trúi því að einhverskonar gullaldar- mál hafi verið talað í sumum landshlutum og þá einna helzt á afskekktum stöðum. Ég þekki gerst til í uppsveitum á Suður- landi og var þar heimilisfastur fram á þrítugsaldurinn. Málfarið þar var hvorki betra né verra en annarsstaðar. Aðeins örfáir menn kunnu og æfðu þá íþrótt að halda ræður við Öll hugsanleg tækifæri og gátu gert það mjög vel. Hjá sumum þeirra eins og Siguijóni í Raftholti í Holt- um var þetta náðargáfa sem aðeins fáum er gefin. En það var líka jafn algengt og nú að heyra menn mæla þvoglulega og illa; hreint ekki betur en suma þá sem teknir eru tali í sjónvarpinu eða útvarpinu og eru illskiljanlegir. Hjá eldra fólki vott- aði víða fyrir flámæli, sem nú er úr sög- unni. Alltaf hefur einhver hluti alþingismanna verið framúrskarandi vel máli farinn, en ég hygg að áheyrilegir ræðumenn séu ekki síður á Alþingi nú en áður. Frá eldhús- dagsumræðum fyrir margt löngu er minnisstætt hvað Einar Olgeirsson gat verið flóðmælskur án þess þó að erfitt væri að skilja hann. Eysteinn Jónsson var afar skýr og góður ræðumaður, en Jónas frá Hriflu að sama skapi óáheyrilegur; hann þótti samt skrifa gott og myndríkt mál. Kannski geri ég einhverjum rangt til, en ég man að minnsta kosti ekki eftir neinum ræðuskörungi á Alþingi frá 1940-70 sem jafnazt gæti á við Jón Bald- vin Hannibalsson. Og raunar eru nokkrir á þingi núna, sem geta veitt honum harða samkeppni. Gamall málvöndunarmaður sem ég kynntist í æsku sagði að í sínu ungdæmi hefði verið afar algengt að menn gátu ekki rætt saman um einföldustu hluti án þess að tvinna saman blótsyrði. „Það var mikið tuðað og bölvað“, sagði hann og ennfremur: „A hveijum bæ voru vel kunn- ar persónur úr Skugga-Sveini, Gvendur smali og Grasa-Gudda. Matthías Jochums- son þekkti alveg sitt fólk og kunni tungu- takið, þetta sífellda tuldur og tuð“. Ekki kann ég skil á því hvernig menn tala til sjós nú á dögum, en til lands er líklega minna gert af því að bölva í hverri setningu á sama hátt og áður var. En það er eftirtektarvert að komin eru til skjal- anna ný blótsyrði; það heyrir maður hjá yngra fólkinu. Að sjálfsögðu eru það amer- ísk blótsyrði, annaðhvort væri nú. Nú hreyta ungir drengir út úr sér „sjitt“ ef þeim mislíkar og eitt og annað finnst þeim algert „búllsjitt". Það er kannski ekkert lakara en tönnlast sífellt á ýmsum nöfnum myrkrahöfðingjans, eða jafnvel að slá nöfnum hans saman í „djöss’asskota“ eins og stundum heyrðist og er ugglaust ekki úr sögunni. Öllu undarlegra þykir mér þó þegar Jesús Kristur er orðinn að blótsyrði eða ígildi þess. Einnig þar taka menn amerískt orðfæri til fyrirmyndar, því Kanar hrópa upp yfir sig „Dsjísús!" eða „Kræst!“ ef þeir eru steinhissa, eða mislíkar verulega. Og þegar alveg gengur fram af þeim kem- ur í einni bunu „Djísúskræst!" Nú heyrist fólk sem alizt hefur upp við ástkæra yl- hýra málið á íslandi nota þessi orð til áherzlu; stundum raunar sem hrein blóts- yrði og sjálfsagt þykir að bera þau fram á ameríska vísu. Ekki er ég að mæla með djöfsa og Satan og öllu því kyni, en það er næstum því skárra að heyra þá nefnda af vondum tilefnum en að fara svona með frelsarann. Annað er það í málfari sem menn hafa lært í Ameríku; einkum þeir ungu menn sem spjalla óformlega á einhveijum út- varpsrásum og kynna plötur. Það mætti nefna bunumál. Þegar kynning hefst er líkt og skrúfað hafi verið frá krana; bunan stendur út úr blessuðum drengjunum og í þetta starf þarf aðallega stór og góð lungu til þess að þurfa ekki að draga and- ann meðan bunan gengur. Ég bið forláts á samlíkingunni, en þegar ég heyri þessar hviður úr útvarpinu, rifjast ævinlega upp fyrir mér þegar hundarnir á bæjunum ruku upp með gelti. Þarmeð er ekki sagt að íslenzkt mál sé ekki gott nema það sé talað hægt og sett- lega. Raunar getur eitthvað slíkt orðið að hreinni tilgerð. En flestir hafa sem betur fer tilfinningu fyrir mátulegum hraða í mæltu máli; sá hraði má einfaldlega ekki verða að slíkri æðibunu, að stiklað sé á orðum og setningum á hundavaði. Enskan virðist henta betur en íslenzkan fyrir mjög hraðan talsmáta og þaðan hafa þeir fyrir- myndina sem tileinka sér bunumál. Þetta bunumál verða íþróttafréttamenn að nota af illri nauðsyn; aðrir þurfa þess í raun- inni ekki. Ónauðsynlegt bunumál heyrist stund- um hjá ungum og hressum mönnum á Stöð 2 og á Bylgjunni. Einhversstaðar las ég að gamalt fólk skildi þá alls ekki. Lík- lega finnst þeim að bættur sé skaðinn og að sízt af öllu þurfi að miða við gaml- ingjana, sem hlusta lítið á þessar rásir hvort sem er. Yfirleitt talar eldri kynslóðin hægar og betur yfirvegað, en slíkur hægagangur þykir ekki boðlegur hjá þeim sem eru með á nótunum og vita hvernig þetta er útfært í Ameríku. Jafnvel þótt menn komi nokk- urnveginn út úr sér orðunum, virðist sá sem talar bunumál vera ákaflega spenntur á taugum og útvarp sem byggir á þessu ýtir fremur undir streitu og vanlíðan, sem nóg er af fyrir. Það verður að segja ríkisútvarpinu til hróss, að þar tala margir svo til fyrirmynd- ar má telja. Hinar „ítarlegu þagnir" í ríkis- útvarpinu eru kannski fornaldarlegar, en þesskonar blær á flutningi stuðlar að ró- semi og verður kannski til þess að betur sé hægt að melta það sem sagt er. Hlust- andinn hefur á tilfinningunni að þar séu hugsandi menn að tala við viti borið fólk. GÍSLl SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. DESEMBER 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.