Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Blaðsíða 5
EINN af fjölmörgum kvaðröntum á Hveðn. Þessi var úr látúni, tiltölulega Iftill og létt- ur og mátti því nota hann á ferðalögum. Menn vita aldrei með vissu hvaða niðurstöður eða kenningar það eru sem koma til með að skipta mestu máli þegar til lengri tíma er litið. Hitt ber þó að ítreka að heimsmynd Brahes var fráhvarf frá gömlu jarðmiðju- kenningunni og hún átti talsverðu fylgi að fagna meðal stjörnufræðinga langt fram eft- ir sautjándu öldinni. Hún hefur því án efa átt verulegan þátt í að ryðja brautina fyrir sólmiðjukenninguna í hinum lærða heimi. Guóbrandur biskup og hnattstaóa Hóla Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup var tvímælalaust sá íslendingur á sextándu öld sem best var að sér í stjörnufræði og öðrum stærðfræðilegum lærdómslistum. Til dæmis segir Arngrímur lærði frá því í minningarriti sínu um Guðbrand að biskup hafí verið hneigður til slíkra fræða og að hann hafi sjálfur séð hjá honum bækur eftir þekkta stærðfræðinga og stjörnufræðinga eins og Georg Peurbach, Erasmus Reinhold, Peter stjömuathugunarstöðvar Úraníuborg og Stjömuborg. Þar hannaði hann og lét smíða mikinn fjölda mælitækja sem voru mun ná- kvæmari en áður hafði þekkst, og fram- kvæmdi með þeim mælingar á öllum hugsan- legum stjamfræðilegum fyrirbæmm. Á þess- um tíma var sjónaukinn ekki enn kominn til sögunnar svo að allar stjörnuathuganir fóm fram með berum augum. Niðurstöðumar og lýsingar á mælitækjum gaf Brahe út á bókum sem prentaðar vom í prentsmiðju er hann lét koma upp á eynni, og pappírinn í bækurnar var búinn til á staðnum. Sér til aðstoðar við stjarnmælingar hafði hann að jafnaði nokkra fasta starfsmenn sem og ýmsa lærlinga er síðar urðu margir hveijir þekktir stjörnufræð- ingar, biskupar, prestar og kennarar. Oddur Einarsson var til dæmis í læri hjá Brahe í skamman tíma og í veðurdagbók stjömu- meistarans er getið um komu Odds til Hveðn- ar 2. mars 1585 en ekki er vitað hversu lengi hann dvaldist á eynni í það skiptið. í dagbók- inni er einnig getið um aðra heimsókn Odds dagana 12. til 16. apríl 1589 en hann var þá í Danmörku til að taka biskupsvígslu sem fram fór 25. mars, þótt ekki fengi hann kon- ungsbréf fyrr en 7. apríl. Þessar dagsetning- ar er rétt að hafa í huga hér á eftir þegar rætt verður um íslenska kvaðrantinn á Hveðn. Svo mikið orð fór af Brahe og því sem fram fór á Hveðn að oft var mjög gestkvæmt á eynni. í hópi gesta voru bæði fátækir náms- menn og auðugir aðalsmenn, jafnt leikir sem lærðir. Vitað er með vissu að tveir aðrir Is- lendingar en Oddur heimsóttu Brahe á eyna, en því miður er ekkert um þá vitað persónu- lega annað en það að þeir eru kallaðir stúd- entar í veðurdagbókinni og komu til stuttrar dvalar er hófst 10. apríl 1592. Brahe átti alla tíð mikil bréfaskipti við menn, bæði um stjamfræðileg sem og um veraldleg efni og hafa mörg bréfanna komið út á prenti. ís- land eða Islendingar koma ekki við sögu í þeim bréfum sem varðveist hafa, nema hvað minnst er á Odd í einu þeirra (bréfi Konráðs nokkurs frá Bergen til Brahes 23. október 1594). Það þýðir meðal annars að bréf þau sem talið er að hafi farið milli Guðbrands og Brahes eru löngu týnd. Hins veg- ing stendur enn og gengur undir nafninu Sívalitum. Þrátt fyrir talsverða hrakninga eftir brott- förina frá Hveðn tókst Brahe að gefa út nokkur mikilvæg rit um rannsóknir sínar á eynni, en á endanum hafnaði hann í Prag með fjölskyldu sína og allt sitt hafurtask. Þar gekk hann í þjónustu Rúdólfs annars sem keisaralegur stærðfræðingur, en aðstaða og allur aðbúnaður var til muna verri en hann átti að venjast á Hveðn. í Prag tók hann þó þátt í einu frægasta vísindasamstarfi allra tíma. Hér er átt við hið stormasama sam- starf hans við Jóhannes Kepler þar sem Brahe var fyrst og fremst í hlutverki mælimeistar- ans en Kepler í hlutverki kenningasmiðsins. Sú samvinna tók snöggan enda 24. október 1601, en þann dag dó Brahe úr veikindum er sennilega stöfuðu af sprunginni þvag- blöðru og kvikasilfurseitrun. Stjömumeistar- inn mikli var allur, 54 ára að aldri. Frá sjónar- hóli nútímans eru hinar nákvæmu mælingar Brahes á göngu himintungla á hvelfingunni tvímælalaust merkasta framlag hans til vís- indanna. Kepler notaði þær í reikningunum er leiddu til lögmálanna þriggja sem við hann em kennd og gefa nær fullkomna lýsingu á hreyfingu reikistjarnanna um sólina. Það kom svo síðar í hlut Newtons að útskýra niðurstöð- ur Keplers með lögmálum sínum um kraft- verkun og þyngdarafl. Brahe skipar einnig stóran sess í vísinda- sögunni sem sá maður er fyrstur sýndi fram á það með beinum athugunum að sjálfur Aristóteles hafði rangt fyrir sér í veigamiklum atriðum. Áður hefur verið getið um athugan- ir hans á nýju stjörnunni árið 1572 og rann- sóknir hans á halastjörnum sýndu ótvírætt að þessi fyrirbæri voru mun lengra í burtu frá jörðinni en tunglið og gátu því alls ekki verið skammvinn ljósfyrirbæri í loft- hjúpnum eins og Aristóteles hafði áður haldið fram og menn trúað í blindni öldum saman. Brahe leyfði sér einnig að benda á það að töflur um hreyfingu himintungla, sem reiknaðar voru á grundvelli j arðmiðj ukenningarinn- ar, voru oft mjög ónákvæmar. Það er því nokkuð Ijóst að líta má á Brahe sem upp- reisnarmann gegn viðhorf- STJÖRNUBORG. HINN frægi himinhnöttur Brahes sem eyðilagðist í brunanum mikla í Kaup- mannahöfn árið 1728. ICHNOGKAPHIA STELLÆBVRGI. ÚRANÍUBORG ásamt skrúðgarði Brahes. ORTHOGKAPHIA STELLÆBVRGI EXTRA AKCEM VRANJ/E SITI. ar má færa nokkur rök fyrir því að þeir hafi raun- verulega skrifast á eða haft einhver önnur samskipti og verður fjallað nánar um það síðar. Brahe starfaði af full- um krafti á Hveðn allt til ársins 1597 en þá hrökklaðist hann úr tendi eftir nokkurra ára deilur við Kristján fjórða sem tekið hafði við völdum 1588. Hinn nýi konungur hafði talsverðan áhuga á stjörnufræði en þeir Brahe áttu ekki skap saman. Meðal annars er talið að frægð stjörnumeistarans hafí farið mjög fyr- ir bijóstið á konungi enda kastaði hún frekar ljóma á Friðrik föður hans en hann sjálfan. Áð auki var Brahe bæði skapmikill og hroka- fullur og átti erfitt með að vera konungi hlýð- inn og undirgefinn. Eitt leiddi af öðru og svo fór að Brahe yfirgaf Hveðn fyrir fullt og allt. Hann tók með sér flest það sem ekki var naglfast, þar á meðal öll smærri mæli- tæki, en sendi síðar eftir eftir þeim stærri. Að nokkrum árum liðnum lét konungur hins vegar rífa Úraníuborg og Stjörnuborg og seldi mestan hluta efnisins, en afganginn notaði hann í bústað fyrir frillu sína Karenu Andersdóttur. Hann gerðist þó ekki algjör- lega fráhverfur stjörnufræði og löngu síðar reisti hann sjálfur nýja og glæsilega stjörnu- athugunarstöð í Kaupmannahöfn. Sú bygg- er um og sem slíkur ruddi hann brautina fyrir aðra, meðal annars menn eins og Kepler og Galíleo. Sjálfur taldi Brahe hins vegar að kórónan á ævistarfi sínu væri heimsmynd sú er við hann kennd. Brahe var mikill aðdáandi Kóperníkusar en þrátt fyrir ítarleg- ar tilraunir tókst honum aldrei að sjá hina minnstu hliðrun á stöðu fastastjarnanna. Slík hliðrun er óhjákvæmileg ef það er jörðin sem snýst um sólina en ekki öfugt. Það sem Brahe vissi náttúrulega ekki var að fastastjörnurnar eru svo langt í burtu og hliðrun þeirra þar af leiðandi svo lítil að hún er ekki mælanleg nema með aðstoð góðra sjónauka. Slík tæki voru ekki til á dögum Brahes og hann dró því ranglega þá ályktun af mælingum sínum að jörðin væri í miðju alheimsins. Eftir mikl- ar vangaveltur setti hann að lokum fram heimsmynd þar sem jörðin er í miðju fasta- stjörnuhvelsins og um hana snúast bæði tungl og sól. Þetta var þó ekki gamla góða jarð- miðjukenningin endurborin því að hjá Brahe eru allar reikistjörnurnar á hringlaga braut- um um sólina en ekki jörðina. Heimsmynd þessa, sem er náttúrulega röng, taldi Brahe vera merkasta framlag sitt til þekkingarinn- ar. Hér er um að ræða mjög gott dæmi um það sem oft gerist í vísindarannsóknum: Apian og Oronce Finé, og að í bókunum hafi mátt sjá ýmsar skriflegar athugasemdir og viðbætur biskups. Þá getur Arngrímur þess einnig að Guðbrandur hafi búið til himin- hnött þar sem tekið var tillit til hnattstöðu íslands. Hnöttinn gaf hann Jóhanni Bockholt höfuðsmanni á Bessastöðum meðan vinskap- ur var enn þeirra í milli. Einnig mun Guð- brandur hafa byijað á smíði jarðlíkans sem honum auðnaðist þó ekki að ljúka vegna annríkis og krankleika á seinni árum. í Brevis commentarivs frá 1593 hafði Arn- grímur áður sagt frá ákvörðun Guðbrands á breidd Hóla. Mælingin gaf niðurstöðuna 65 44’ sem er mjög nærri réttu lagi. Guðbrand- ur notaði niðurstöðu sína meðal annars í út- reikningum á göngu sólar norðanlands er hann birti árið 1597 í rímbókinni Calendarium en sú bók mun vera fyrsta almanakið með stjarnfræðilegum útreikningum sem miðaðir eru við íslenskar aðstæður. í Crymogæa frá 1609 getur Arngrímur um tilraun Guðbrands til að mæla lengd Hóla í tengslum við tunglmyrkva. Sú mæling var ekki eins nákvæm og hin fyrri, enda voru lengdarmælingar lengi vel mun erfíðari en breiddarmælingar. Ástæðan er sú að til að finna breiddina þarf fyrst og fremst góðan hornamæli, til dæmis kvaðrant eða sextant. Til að ákvarða lengdina þarf hins vegar mjög nákvæmar klukkur eða nákvæmar skrár yfir myrkva eða önnur fyrirbæri er tengjast göngu reikistjama og tungla þeirra. Á dögum Guðbrands voru hvorki til nægjanlega ná- kvæmar klukkur né skrár og það var ekki fyrr en löngu síðar sem lengdarmælingar urðu jafnáreiðanlegar og breiddarmælingar. Á hinu fræga íslandskorti Guðbrands, sem stungið var í eir árið 1585, eru Hólar sýndir með breiddina 66 55° sem er rúmlega einni gráðu of norðarlega. Það er því ljóst að hin nákvæma mæling biskups á breidd staðarins var gerð eftir áð hann lét kortið af hendi til Anders Sörensens Vedels, hins kunna sagna- ritara Dana, sem kom því áfram til útgefand- ans Abrahams Ortelíusar. Sennilegast er að mælingin hafi verið framkvæmd eftir 1584. Nánari tímasetning er ekki möguleg nema hvað ljóst er að hún er framkvæmd fyrir útkomu Brevis commentarivs árið 1593. Svo nákvæm var mæling Guðbrands að á þeim tíma var aðeins til að jafna breiddar- mælingum samtímamannsins Tychos Brahes. N.E. Nörlund telur í kaflanum um Guðbrand í hinni merku kortasögu sinni, Islands Kort- lægning, að þetta eitt bendi eindregið til þess að biskup hafi verið í einhveijum tengsl- um við meistarann og jafnvel skrifast á við hann. Engir aðrir en Brahe og lærisveinar hans hafi haft nægjanlega góð tæki og að- ferðir til að framkvæma svo nákvæmar mælingar. Þetta er í fullu samræmi við það sem ýmsir aðrir sagnaritarar hafa haldið fram en eins og áður sagði hafa þó engin hinna meintu bréfa varðveist og Arngrímur lærði getur hvergi um slík samskipti í ritum sínum sem út af fyrir sig er athyglisvert. Hins vegar styður það tilgátuna að Brahe var vel kunn- ugt um breiddarmælingu Guðbrands og getur hennar í skrá sinni yfir hnattstöðu helstu staða á norðurhveli. Því miður er ekki hægt að dagsetja skrána þar eð hún var ekki prent- uð fyrr en árið 1640 í annarri útgáfu bókar- innar Astronomia Danica eftir Christian Sör- ensen Longomontanus, helsta lærisvein og aðstoðarmann Brahes. Því er ekki ljóst hvort Brahe hefur fengið upplýsingarnar beint frá Guðbrandi sjálfum eða hvort Oddur Einarsson hefur fært honum fréttirnar eða sent með einhveijum hætti. I þessu sambandi er einnig rétt að minna á að Anders Sörensen Vedel, sá er Guðbrandur sendi kort sitt árið 1584, var einn af bestu vinum Brahes þótt ekki legði hann sérstaklega stund á stjörnufræði. Og þá er komið að því að segja frá ís- lenska kvaðrantinum á Hveðn. í mælidagbók- um Brahes fyrir dagana 24. og 26. apríl 1589 er getið um ákvörðun á hádegishæð sólar með nýjum kvaðranti sem kenndur er við ísland. Einnig er frá því sagt að hann hafi verið notaður til að mæla hágönguhæð stjörnunnar Spíku 23. apríl. Þessa tækis er hvergi annars staðar getið í mælidagbókun- um eða öðrum verkum Brahes og bendir það til þess að það hafi aðeins verið notað þessa tilteknu daga eins og um skoðun eða reynslu- notkun hafi verið að ræða. Af skráðum mæliniðurstöðum má ráða að nákvæmni kvaðrantsins hefur numið einni bogmínútu. Nú vaknar eðlilega sú spurning hvaða mælitæki þetta hafi verið og hvers vegna það var kennt við ísland. í því sambandi er rétt að minna á að Oddur Einarsson var einmitt staddur i heimsókn á Hveðn um svipað leyti og kvaðranturinn var notaður til mælinga. Er ekki hugsanlegt og jafnvel sennilegt að LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTTR 14. DESEMSER 1996 S

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.