Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Blaðsíða 4
4 FLESTIR íslendingar kannast sennilega við hinn snjalla danska stjörnufræðing og endurreisnar- mann, Tycho Brahe, manninn sem missti nefið í einvígi og gekk eftir það með gervinef úr góðmálmum. Sumir vita kannski líka að Brahe (1546-1601) er einn mesti og stórbrotnasti vísindamaður sem Norðurlönd hafa eignast, og að í vísindasög- unni er hann jafnan nefndur í sömu andr- ánni og þeir Nikulás Kóperníkus (1473- 1543), Jóhannes Kepler (1571-1630) og Gal- íleó Galílei (1564-1642). Þessir snillingar unnu, hver á sinn hátt, mikil afrek í vísind- um, og að auki má segja að þeir hafi átt hvað mestan þátt í að leggja grunninn að verkum Isaks Newtons (1642-1727), manns- ins sem mótaði heimsmyndina er við hann er kennd og eðlisvísindin hvíldu á allt fram á þessa öld. Um alla þessa menn má lesa í hinu að- gengilega riti Þorsteins Vilhjálmssonar, Heimsmynd á hverfanda hveli, en hér er hins vegar ætlunin að segja aðeins nánar frá Bra- he og þá einkum vissum þáttum er snerta ísland og íslendinga sérstaklega. Tilefnið er að í desember eru liðin 450 ár frá fæðingu Brahes og því gefst tækifæri til að minna á nokkrur forvitnileg atriði honum tengd sem sum hver virðast jafnvel hafa fallið í gleymsku hér á landi. Af hálfu íslendinga koma aðallega við sögu biskuparnir Guðbrandur Þorláksson (1541/42-1627) og Oddur Einarsson (1559- 1630). Meðal annars verður rætt um meint bréfaskipti Guðbrands og Brahes, mælingu Guðbrands á hnattstöðu Hóla, íslenska kvaðr- antinn sem getið er um í mælidagbókum Brahes, heimsóknir Odds til eyjarinnar Hveðnar og íslandslýsinguna sem honum hefur verið eignuð. Þá verður lítillega minnst á hið þekkta verk Keplers, Somnium, þar sem ísland kemur skemmtilega við sögu. Að lok- um verður svo gluggað í Hina miklu drauma- bók en hluti þeirrar bókar er sagður vera verk Brahes. En fyrst nokkur orð um meistar- ann sjálfan og verk hans. Stiörnumeistarinn mikli ó Hveðn Tyge Brahe var af gamalli og valdamik- illi danskri aðalsætt. í latneskum ritum sínum kallaði hann sig jafnan Tycho og undir því nafni hefur hann lengi verið þekktur um heim allan. Hann fæddist 14. desember 1546 í Knudstrup á Skáni sem á þeim tíma til- heyrði Danaveldi. Ættingjum sinum til mikill- ar armæðu valdi hann snemma að fara ótroðnar slóðir og eftir háskólanám í Kaup- mannahöfn og Leipzig leitaði hann sér frek- ari þekkingar í stjörnufræði og öðrum lær- dómslistum við mörg helstu fræðasetur í Mið-Evrópu. Heim kom hann árið 1570, hlað- inn reynslu og þekkingu en nefstýfður. Næstu árin dvaldist Brahe í Danmörku við stjammælingar og tilraunir í gullgerðarlist sem hann hafði mikinn áhuga á eins og svo margir aðrir á þeim tíma. En í nóvember árið 1572 varð atburður er olli þáttaskilum í lífí hans og gerði það að verkum að stjömu- fræði varð upp frá því hans helsta viðfangs- TYCHO Brahe fertugur að aldri, TYCHO BRAHE OG ÍSLENDINGAR efni. Kvöld eitt kom hann nefnilega auga á nýja bjarta stjörnu á hvelfingunni á stað þar sem engin stjama hafði áður verið. Stjarnan dofnaði smám saman og hvarf að lokum eft- ir marga mánuði. Brahe tókst að sýna fram á það með mælingum að hún var mun lengra í burtu frá jörðinni en tunglið og færðist ekki úr stað miðað við fastastjömur. Þannig varð hann fyrstur manna til þess að afsanna hina fomu kenningu Aristotelesar um óbreyt- anlegt kristalshvel fastastjarnanna. Fyrir þetta varð hann frægur um allan hinn lærða heim og öðlaðist fljótlega eftir það sess sem fremsti stjörnumeistari síns tíma. Stjaman, sem við vitum nú að var í flokki svokallaðra EFTIR EINAR H. GUÐMUNDSSON Nú eru liðin 450 ár frá fæðingu danska stjörnufræð- ingsins Tycho Brahe, sem er einn merkasti vísinda- maður Norðurlanda og gjarnan nefndur með braut- ryðjendum eins og Kóperníkusi og Galíleo Galílei. Hér er rakin saga hans og samskipti við íslenska biskupa, Guðbrand Þorláksson og Odd Einarsson. sprengistjarna, hefur og alla tíð verið kennd við Tycho. Einn af þeim mönnum sem Brahe heillaði með afrekum sínum var Friðrik annar Dana- konungur. Sú aðdáun leiddi til þess að árið 1576 gerði konungur Brahe að lénsherra á hinni fögru eyju Hveðn á Eyrarsundi og veitti honum árlegar tekjur til uppihalds, reksturs og rannsókna sem samsvöruðu um einu pró- senti af fjárlögum danska ríkisins. Þetta var að sjálfsögðu gífurlegt fé og hvorki fyrr né síðar hefur nokkur einstaklingur eða stofnun fengið hlutfallslega jafnmikið f|ármagn til vísindarannsókna. Á Hveðn reisti Brahe hinar glæsilegu 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. DESEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.