Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Blaðsíða 12
KNUTS SKUJENIEKS NÍU NÆTUR ÓÐINS Hrafn A. Harðarson þýddi / níu nætur, í níu nætur hangi ég svarblár. Yfir höfði mér brakar Heimstréð, eilífur Askur Yggdrasils. í níu nætur lemur vindurinn tréð, og hvít leiftur hýða það og slá, og gamall hjörtur bítur greinar þess og órmar naga ræturnar. í níu nætur, í níu nætur beygi ég og kvel sjálfan mig Hrafninn Huginn á hægri hönd Hrafninn Muninn á vinstri. Og stormurinn hvín í myrku trénu. Annar hrafninn geymir hugsunina í sarpnum hinn hefur gætur á minninu. í níu nætur, í níu nætur með skelfilegum gnístandi tönnum. Sjálfur hef ég hert spjót mitt, sært það með eigin orðum, sjálfur hef ég stungið mig því, í níu nætur, í níu nætur. Sjálfur hef ég snúið reipið og hnýtt snöruna - og himinninn og jörðin ólga sem tjara í níu nætur. í níu nætur mun ég að þrútna og spá. Og spjótið mun losna og reipið slitna. Væta tungu mína með visku. Lesa rúnir, særa, spá, græða, brenna skaðlegt kukl og gala magnaða galdra. Hvort býr í Miðgarði maður sem getur neytt sjálfan sig á spjótið og í snöruna? Og þú, sem rennur hland og mykja í æðum, getur þú sært þig sem Óðinn sjálfan sig, í níu nætur, í níu nætur? Getur þú þjáðst svo vegna viskunnar, rotnað svo fyrir Ijóðið og endurfæðst? Þannig barðist guðinn í níu nætur, uns reipið varð þunnt sem strá, og myrkrinu og óvissunni létti. Og Yggdrasill rétti úr stofninum. Höfundurinn, f. 1936 í Riga, er skóld í Lettlandi. BEN OKRI AFRÍSK ELEGÍA Við erum kraftaverkin sem guð gerði til að bragða á bitrum ávöxtum Tímans. Við erum dýrmæt. Og dag einn munu þjáningar okkar breytast í undur jarðar. Til eru hlutir sem brenna mig núna og verða gullnir þegar ég er sæll. Sérðu leyndardóm sársauka okkar? Að við skulum þola fátækt og geta samt sungið og dreymt sæta drauma og að við bölvum aldrei loftinu þegar það er hlýtt né ávextinum þegar hann bragðast vel né birtunni sem blítt sindrar á vatni? Við blessum hluti jafnvel í kvöl okkar. Við blessum þá í þögn. Þessvegna er tónlist okkar svo ljúf. Hún fær loftið til að muna. Dularkraftar eru að verki sem aðeins Tíminn fær kallað fram. Ég hef líka heyrt hina dauðu syngja. Og þeir segja mér allir að þetta líf sé gott þeir segja mér að lifa því varlega með eldi, og ætíð með von. Hér er undur og það er undrun í öliu sem hið ósýnilega hrærir. Hafið er fullt af söng. Himinninn er ekki óvinur. Örlögin eru vinur okkar. Höfundurinn er skóld fró Nígeríu, f. 1959, en býr í London. TRYGGVI V. LÍNDAL SREBRENIZA Meyfagurt nafn skoðar andhverfu sína er hálfrotin jarðeplin lyftast undan vetri; búkar í stuttermabolum, samanreimaðir strigaskór... Samlægur sannleikur: Vegurinn milli fómara og fórnarlamba. HRAÐBRAUT SILUNGA Utan heitrar hraðbrautar rennilegra silunga skundar rykfrakkaskúrkur, framhjá héluðum grágæsum sem bíta frosnar rætur einsog steinrunnar risaeðlur innan vemdarmarka borgar; treystandi á samhjálpina. Silungarnir stansa við gönguljósavaðið, sjá skuggalegu þústina sem gaumgæfir bliknandi mannsandlitin þeirra er hverfa inn í sig sjálf; myndandi skammvinn tengsl. Höfundur er skóld og þjóðfélagsfræðingur. RÓSIN EFTIR BJÖRGU FINNSDÓTTUR ÞETTA VAR þriðja vikan sem hann var settur í að þrífa klósettin. Allir sjúkling- arnir voru skikkaðir í einhver morg- unverk, einn var settur í skúringar, annar í að bóna, þurrka af og þvi um líkt, en venjan var að hafa verkaskipti hveija viku. En nú var hann skikkaður í mesta skítverk- ið af öllu, þriðju vikuna í röð. Hann var sann- færður um að það viðgengist stéttaskipting á áfengishælinu, því nýi sjúklingurinn, hún Steinunn, hún var bara sett í að þurrka af, en hún var líka hóteleigandi, ekkja eftir Ingólf á Hótel Túndru og Hótel Túndra var flottasta hótel á landinu, eina hótelið sem gat státað af því að vera fimm stjörnu hótel. Ingólfur og Viggó höfðu verið samtímis í Þjónaskólanum. Viggó hafði dreymt um að reka fínasta hótel á landinu, eftir að hann lauk þjóninum, en um sama leyti var hótelið á Lauffirði, þaðan sem Viggó var, til sölu og enn í dag rak hann Hótel Lauffjörð. „Má bjóða þér konfekt?" Hann hrökk upp frá þessum endurminningum sínum. Steinunn var komin með stóran konfektkassa upp að klósettskálinni sem hann var að þrífa. „Já, þakka þér fyrir, kannski að ég þiggi einn mola.“ Steinunn hélt enn þá konfektkassanum upp að klósettskálinni og sagði: „Af því að þú ert nú þjónn, Viggó, þá langar mig að biðja þig að bjóða hinum sjúklingunum konfektmola úr þessari öskju.“ Þegar hann hafði lokið morgunverkinu sínu, bauð hann úr konfektkassanum. „Nei, en þú sætur,“ sagði Ellen, einn sjúklinganna. „Nei, þetta er ekki frá mér,“ sagði hann. „Hveijum þá?“ sagði hún. „Nú, en frá millanum," sagði hann, „hún bað mig að bjóða ykkur af þessu, af því að ég er þjónn, heldurðu að hún sé hrifín af mér, Ellen?“ Hann gat borið allt undir Ellen, því hún og Viggó voru trúnaðarvinir. „Já, þetta gæti verið tákn um að hún sé hrifín af þér, að hún sé ekki einungis að biðja þig að gera þetta af því að þú sért þjónn.“ „Heldur þú kannski að ég eigi von um að giftast henni og reka Hótel Túndru?" Viggó mundi eftir Steinunni, þegar hún og Ingólfur voru að byija að draga sig saman. Það voru að verða þijátíu ár síðan. Þá voru þeir báðir í Þjónaskólanum og nú var Ingólfur dáinn og Steinunn ekkja. Nei, hún mundi aldrei líta á hann, fyrst þessir djöflar þurftu að niðurlægja hann með því að hafa hann í þessu „skítajobbi", viku eftir viku. Og þegar átti að setja hann fjórðu vikuna í röð í það sama, kvartaði hann. Starfsstúlkan sagði bara: „Þetta starf er ekki á neinn hátt öðru starfi hér ómerkilegra, og ekki orð um þetta meir!“ Þrátt fyrir þennan ósigur kom Steinunn til hans einn morg- uninn, þegar hann var að störfum og laut niður að klósettskálinni og bauð honum enskan bijóstsykur og bað hann jafnframt að bjóða hinum. „Þarna sérðu,“ sagði Ellen „hún er hrifin af þér, hún er alltaf að sýna það.“ „Hvernig get ég verið viss um það?“ sagði Viggó. „0, hún á eftir að fullvissa þig um það, sannaðu til, Viggó minn.“ Nú var að byija hans sjötta vika á drykkju- mannahælinu, en sú þriðja hjá Steinunni og enn var hann í klósettvinnunni. í dag var mánudagur og í dag skyldi hann útskrifast. „Þegar þú ert búinn að borða morgunmatinn og þrífa klósettin, ert þú útskrifaður lagsmað- ur,“ sagði Örn læknir við Viggó. Velmettur af morgunmatnum fór Viggó að venju á kló- settin til starfa, og viti menn, oní fyrstu kló- settskálinni blasti við honum afskorið blóm „rós“. Yndisleg rauð rós. Höfundur hefur gefió út bók, „I sólskinsskapi, 1987". Hefur unnið við barnakennslu. ABENDING í kafla úr bók Ágústs Böðvarssonar um sögu Landmælinga íslands, sem birtist í Lesbók 7. des. sl., gæti misskilist að frásögn- in af mælingum á Öræfajökli er ekki eftir Ágúst, heldur er hún úr skýrslu Johans Peter Koeh. Einnig leiðréttist, að Ágúst Böðvarsson er eldri en hermt var; hann er yfír nírætt. T2 LESBÓK MORGUNBLAÐStNS ~ MENNING/klSTIR 14. DESEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.