Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1997, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Ásdís
TVÖ af verkum norrænu nornanna á sýningunni í Norræna húsinu.
Norrænar nornir
Hörður Áskelsson leikur
á orgelió í Kópavogskirkju
Þýskt og
franskt
barokk
HÖRÐUR Áskelsson, organisti Hallgríms-
kirkju, heldur orgeltónleika í Kópavogskirkju
sunnudagskvöld ki. 21. Tónleikamir eru haldn-
ir í tilefni af nýju pípuorgeli sem þar hefur
verið sett upp. Nýja
orgelið var vígt í síð-
asta mánuði og er 31
rödd, smíðað af
Bruhn & Sen í Dan-
mörku.
Á tónleikunum
leikur Hörður prelúd-
íur, svítur, sálmafor-
leiki og fantasíur eft-
ir Nikolaus Bruhns,
Louis-Nicolas Cle-
rambault, J.S. Bach,
Camille Saint-Saens
og Louis Coperin.
Tónleikarnir eru
þriðju tónleikamir í
röð átta tónleika sem
haldnir em í Kópa-
vogskirkju fram til vors, annað hvert sunnu-
dagskvöld. Ýmist er leikið á orgelið eða önnur
hljóðfæri. Á næstu tónleikum leika organist-
amir Kjartan Siguijónsson, Lenka Mateova
og Haukur Guðlaugsson; Guðrún Birgisdóttir
og Martial Nardeau á flautur, Kristinn Árna-
son og Einar Kristján Einarsson á gítar og
einnig syngja óperusöngkonumar Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Ingibjörg Marteinsdóttir.
Kór Kópavogskirkju syngur með undir stjóm
Amars Falkners.
Aðgangskort á átta tónleikana kosta 2.000
krónur en aðgangeyrir á einstaka tónleika er
kr. 500. Miðar em seldir við innganginn.
ELLEFU leirlistakonur frá Danmörku,
Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð
sýna verk sín í Norræna húsinu en sýn-
ing þeirra verður opnuð í dag kl. 15.
Sýningin er farandsýning og var fyrst
opnuð í júní síðastliðinn í Borreby Gall-
eri við Skælskor í Danmörku.
Hugmyndin að sýningunni kviknaði
er þrjár leirlistakonur frá Danmörku
áttu leið um Island 1994 á ferð frá Banda-
ríkjunum. Þær hittu íslenskar leirlista-
konur og þá kom upp sú hugmynd að
efna til sýningar á leirlist þar sem kour
eingöngu sýndu verk sín, svo sem „nor-
rænn nornahringur". Borreby Galleri
þótti hugmyndin góð og tók að sér að
annast undirbúning og hafa sambönd við
önnur listasöfn á Norðurlöndum.
Listakonurnar sem eiga verk á sýn-
ingunni eru frá Islandi Guðný Magnús-
dóttir og Kogga, Kolbrún Björgólfsdótt-
ir, frá Finnlandi koma Karin Widnas-
Weckström og Nina Karpov, frá Noregi
koma Marit Tingleff, Tove-Lise Rokke
Olsen og Unni Johnsen, frá Svíþjóð
koma Kristin Andreassen og frá Dan-
mörku Betty Engholm, Nina Hole og
Birgit Krogh. Allar þessar listakonur
eiga að baki margar sýningar og njóta
mikils álits innan leirlistarinnar á Norð-
urlöndum.
Sýningin í Norræna húsinu verður
opin daglega kl. 14-19 og henni lýkur
16. mars.
Hörður
Áskelsson
Bera Nordal setur upp sína síóustu sýningu í Listasqfni íslands
HVER EINASTA SÝNING
ER MÉR MJÖG MIKILVÆG
Morgunblaðið/Þorkell
BERA Nordal, safnstjóri Listasafns íslands, undirbýr
síðustu sýninguna undir sinni stjórn.
„ÞETTA er mín síðasta sýning hjá Lista-
safni íslands. Við opnum hana á laugardags-
kvöld og eftir helgina fer ég að pakka sam-
an og klára mín mál/ sagði Bera Nordal
safnstjóri Listasafns Islands, en hún lætur
af því starfi um mánaðamótin og fer í byij-
un apríl til Málmeyjar, þar sem hún tekur
formlega við stjórn Listasafns Málmeyjar
1. maí. Sýningin, sem opnuð verður í Lista-
safninu í kvöld, nefnist „Ný aðföng 1994 -
1996.“
Bera sagði, að eins og nafnið benti til
væru á sýningunni verk úr nýjum myndkaup-
um síðustu þriggja ára og væri sérstök
áherzla lögð á verk, sem keypt voru á síð-
asta ári. Einnig eru til sýnis verk, sem safn-
inu hafa verið gefin. Á sýningunni eru 31
verk eftir 24 íslenzka listamenn og einnig
verk 5 erlendra listamanna. Bera sagði þessa
sýningu þó aðeins hluta þeirra verka, sem
keypt hafa verið, en að jafnaði keypti Lista-
safn íslands 40 - 50 verk að ári. „Það er
aldrei hægt að sýna allt, þegar svona sýning
er sett upp, en við höfum reynt að búa til
eins heilsteypta sýningu og hægt er með svo
mörgum og ólíkum listamönnum,“ sagði
Bera.
Hún sagði það ánægjulegt, að safnið
væri alltaf að fá góðar gjafir, bæði frá lista-
mönnum og einstaklingum. „Fólki finnst það
skipta máli, að hér séu til góð verk og lista-
menn láta sig líka varða, hvaða verk þeirra
eru í eigu safnsins og að þau séu gott úrval
frá þeirra listamannsferli."
Björn Bjarnason menntamálaráðherra
opnar sýninguna á laugardagskvöld. Þar
flytur Bera Nordal ávarp og Tríó Ólafs
Stephensen leikur.
A sýningunni eru 31 verk eftir íslenska
listamenn. Þeir eru: Anna Líndal, Brynhildur
Þorgeirsdóttir, Daníel Magnússon, Eggert
Pétursson, Guðmunda Andrésdóttir, Guðjón
Ketilsson, Guðrún Einarsdóttir, Guðrún
Gunnarsdóttir, Halldór Ásgeirsson, Hannes
Lárusson, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn
Friðfinnsson, Húbert Nói, Ingólfur Arnars-
son, Jón Axel Björnsson, Jón Öskar, Magnús
Pálsson, Ólöf Nordal, Steingrímur Eyfjörð
Kristmundsson, Þorvaldur Þorsteinsson,
Hallgrímur Helgason, Níels Hafsteinsson,
Sigurður Örlygsson og Kristján Guðmunds-
son.
Einnig eru á sýningunni verk eftir nokkra
heimsþekkta erlenda listamenn, þá Carl
André, Ola Billgren, Hamish Fulton, Vincent
Shine og Marianna Uutinen.
Þrátt fyrir að á sýningunni sé aðeins sýnt
úrval aðfanga safnsins á síðustu árum þá
spannar hún nánast allt litróf íslenskrar
myndlistar, allt frá abstraktmyndum Guð-
mundu Andrésdóttur 8f. 1922) til formtil-
rauna yngri myndlistarmanna eins
og Hrafnkels Sigurðssonar (f.
1969).
Viðfangsefni og efniviður eru
einnig afar fjölbreyttur. Á sýning-
unni gefur að líta hvíta hrafna og
bláa önd, hversdagslíf Akureyringa
og ævintýri Grimm, beitilyng og
hraunstrá og neftóbak og líndúka.
Efnistök eru líka ótrúlega margvís-
leg: logsoðið, hraun, plastað gijót,
steypt gips, útsaumaðir dúkar og
svo mætti áfram telja.
Bera sagði töluverð umskipti
framundan hjá sér. Ekki aðeins
væri hún að skipta um vinnustað,
heldur og að fara til starfa í öðru
landi. Reyndar þekkti hún útaf
fyrir sig vel til þar, en hluta af
sínu námi stundaði hún í Svíþjóð.
Hún hefði einnig átt mikið sam-
starf við fólk þar sem annars staðar á
Norðurlöndum og þau sambönd myndu koma
henni áfram til góða.
„Þetta er mjög spennandi, mikil ögrun sem
ég mun mæta meþ þeirri reynslu, sem ég
hef fengið hér heima,“sagði Bera.
Hún segist miða upphaf starfs síns hjá
Listasafni íslands við flutninginn í eigið
húsnæði og fyrstu sýninguna, Aldarspegil -
sýnishom af myndlistareign safnsins, sem
opnuð var í lok janúar 1988, þegar safnið
vígt. Síðan hefur hver sýningin rekið aðra,
fimm á ári að meðaltali. Þegar hún er spurð,
hvað henni finnist bera hæst í safnstjóratíð
hennar, byijar hún að telja upp sýningar og
listamenn, hættir svo og segir hlæjandi; „Eg
yrði bara óstöðvandi." Svo bætir hún við:
„I raun og veru skipta allar sýningarnar
máli. Hver einasta sýning er mér mjög mikil-
væg.“
MENNING/
LISTIR
í NÆSTU VIKU
Ásmundarsafn - Sigtúni
Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar
Kjarvalsstaðir - Flókagötu
Vatnslitamyndir Barböru Westman og sýn. á nýjum
verkum eftir Jacques Monroy, einnig Sýn. á verkum
eftir Kjarval til 11. maí.
Listasafn íslands - Fríkirkjuvegi 7
Sýn. Ný aðföng.
Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaðastræti 74
Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím til loka
maímánaðar.
Gallerí Önnur hæð - Laugavegi 37
Sýn. á verkum Eyborgar Guðmundsd. á miðvd. út
mars.
Mokka - Skólavörðustíg
Magnea Ásmundsdóttir sýnir.
Gerðuberg - Gerðubergi 3-5
Sýn. á eldri verkum Finnboga Péturss. til 30. mars.
Sjónarhóll - Hverfisgötu 12
Sýn. á nýjum verkum Finnboga Péturss. til 2. mars.
Galleríkeðjan - Sýnirými
Sýningar í febrúar: Gallerí Sýnibox: Þóroddur
Bjarnason. Gallerí Barmur: Sigríður Ólafsdóttir,
berandi er Edda Andrésdóttir. Gallerí Hlust
(551-4348): Surprís. Gallerí Tré: Margrét Blöndal.
Gerðarsafn - Hamraborg 4 Kóp.
Ásdís Sigurþórsd., Helgi Gíslason og Sólveig Helga
Jónasdóttir sýna til 2. mars.
Listhús 39 - Strandgötu 39, Hf.
Jón Bergmann Kjartansson sýnir til 11. mars.
Hafnarborg - Strandgötu 34 Hf.
Kjartan Ólason sýnir til 10. mars og einnig sam-
sýn. til 9. mars.
Gallerí Sævars Karls - Bankastræti 9
Sigurborg Stefánsdóttir sýnir.
Gallerí Listakot - Laugavegi 70
Jóhanna Sveinsdóttir sýnir til 1. marz.
Listasafn Sigurjóns - Laugarnestanga 70
Skólasýn. á völdum verkum Siguijóns.
Norræna húsið - við Hringbraut
Leirlistarsýn. eftir 11 leirlistarkonur til 16. mars
og Lena Cronqvist sýnir til 12. mars.
Listasafn ASI
Sýning á verkum Gunnars Kr. Jónassonar til 2.
mars.
Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b
Sjónþing Bjama H. Þórarinss. og Guðmundar O.
Magnúss. Ennfremur sýna Níels Hafstein, Hjörtur
Guðmundsson og Svava Skúladóttir til 9. mars.
Listþjónustan - Hverfisgötu 105
Bjöm Bimir sýnir til 2. mars.
Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8
Kristján Guðmundsson sýnir til 23. mars.
Undir pari - Smiðjustíg 3
Sýn. „Gagnrýni" til 1. mars.
Gallerí Stöðlakot - Bókhlöðustíg 6
Kristín Geirsd. svnir til 2. mars.
Þjóðmiiyasafn Islands - Hringbraut
Sýn. „Nútíð við fortíð“ til 23. febr. og sýn. „Fyrrum
átti ég falleg gull“
Gallerí Fold - við Rauðarárstíg
Olivur við Leyst sýnir til 2. mars.
Hallgrímskirkja - Skólavörðuholti
Veggteppi úr fórum Iistasafns Hallgrímskirkju
Listasetrið KirlquhvoII - Akranesi
Sýn. „Úr landslagi í afstrakt“ til 23. febr.
Slunkaríki - Isafirði
Einar Garibaldi Eiríksson sýnir til 9. mars
Laugardagur 22. febrúar
Samk. Björk í Gerðubergi kl. 14 og á Flúðum kl.
21. Myrkir músíkdagar; Lifandi raftónleikar á Gauk
á Stöng kl. 17.
Sunnudagur 23. febrúar
Afmælistónl. Kammermúsíkklúbbsins í Bústaða-
kirkju kl. 20.30. Guðrún Jónsdóttir og Ólafur V.
Albertsson með tónl. í Hafnarborg kl. 20.30. Tón-
listarsk. Borgarfj. með tónl. í Borgameskirkju kl.
14. Tónsmiðurinn Hermes í Möguleikhúsinu kl. 14.
Karlakv. út í vorið með tónl. í Hveragerðiskirkju
kl. 16. Hörður Áskelsson leikur í Kópavogskirkju
þýskt og franskt barokk kl. 21.
Mánudagur 24. febrúar
Ingveldur Ýr Jónsd. á tónl. í Listasafni Kóp. kl.
20.30.
Þriðjudagur 25. febrúar Sænskur tónlistarhópur
„Ensemble Villancico“ í Norræna húsinu kl. 20.30.
Miðvikudagur 26. febrúar Sænskur tónlistarhópur
2Bi8ftjnble Villancico“ í Hafnarfjarðarkirkju kl.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið Litli Kláus og stóri Kláus sun. 23.
febr. Villiöndin lau. 22. febr., lau. Leitt hún skyldi
vera skækja lau. 22. febr., fim., lau. Þrek og tár
sun. 23. febr. Kennarar óskast. fim. 27. febr., fös.
í hvítu myrkri sun. 23. febr.
Borgarleikhúsið Trúðaskólinn sun. 23. febr.
BarPar fös. 28. febr., lau. Dómínó lau. 22. febr.,
þri., mið., fös., lau. Fagra veröld lau. 22. febr.,
fös. Konur skelfa sun. 23. febr., fim., lau. La Cab-
ina sun. 23. febr., fim., lau. Frátekið borð lau. 22.
febr., lau. Krókar & kimar, ævintýraferð um leik-
húsgeymsluna frá 13-18 alla daga og til kl. 22
sýningardaga.
íslenska óperan Káta ekkjan lau. 22. febr., sun.,
fös., lau.
Loftkastalinn Áfram Latibær sun. 23. febr. Á
sama tíma að ári sun. 23. febr., fös. Sirkus Skara
skrípó lau. 22. febr.
Höfðaborgin Glæpur og Glæpur lau. 22. febr.,
sun., mið., fös.
Hermóður og Háðvör Birtingur fös. 28. febr., lau.
Skemmtihúsið Ormstunga sun. 23. febr.
Verslunarskólinn Saturday Night Fever lau. 22.
febr., mán., mið.
Kaffileikhúsið íslenskt kvöld lau. 22. febr., fös.
Norræna húsið Totem leikhúsið sýnir Rapunzel-
ævintýraleikhús án orða sun. 23. febr. kl. 14.
Möguleikhúsið Snillingar í Snotraskógi lau. 1.
mars.
Leikbrúðuland Hvað er á seyði? alla sun. fram
ávor.
Leikfélag Akureyrar Undir berum himni lau. 1.
mars. Kossar og kúlissur lau. 22. febr., fös.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að
birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist
bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar:
Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103
Rvík. Myndsendir: 5691181.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 1997