Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1997, Blaðsíða 9
(1) NÚ ER full tylftin, Valgerður mín. Kolteikning við Fjallkirkjuna eftir Gunnar Gunnarsson. ( 2) ÞAÐ FER að gutla í strokknum, og þetta hljóð flytur öryggi um allan bæinn, en ég tek
mér lítinn hrísvönd og sópa álútur gólfin. Kolteikning við Fjallkirkjuna. (Mynd 3) ÚR MYNDROÐ við Egils sögu.
Fjallkirkjumyndir
Gunnars þóttufalla
vel að sögunni og
kváðust gamlir Fljóts-
dælingar þekkjapar
ýmsar persónur.
mannaskálanum árið 1950. Á þeirri sýningu
voru m.a. hinar þekktu teikningar hans við
Pjallkirkjuna. Lítið mun hafa verið fjallað
um þessa sýningu, enda féllu myndir Gunn-
ars lítt í kramið hjá þeim einstrengingslegu
rýnendum sem þá höfðu náð tökum á flestum
fjölmiðlum.
Gunnar sagði undirrituðum að sér hefði
komið á óvart að ýmsir hefðu talað um
rammíslenskan svip á myndum hans, en hann
var að sjálfsögðu danskmenntaður málari og
átti sterkar rætur í danskri myndlistarhefð.
Til þess var tekið hvað persónur hans í Fjall-
kirkjumyndunum féllu vel að sögunni og
sögðust gamlir Fljótsdælingar þekkja ýmsar
persónur sögunnar af myndunum. Þetta er
reyndar skiljanlegt þegar þess er gætt, að
Gunnar flutti með foreldrum sínum til lands-
ins árið 1939, 25 ára gamall, fullþroskaður
listamaður. Fyrstu árin bjó fjölskyldan á
Skriðuklaustri í Fljótsdal og þar kynntist
Gunnar mörgum sveitungum sínum. Það
skýrir að sjálfsögðu svipmót persónanna í
Fjallkirkjumyndum hans.
Gunnar kvæntist eftirlifandi konu sinni
Signýju Sveinsdóttur frá Þykkvabæ í Álfta-
veri. Þau eignuðust þtjú börn, Franzicku,
Gunnar og Katrínu Selju.
Árið 1950 byggðu þau Signý og Gunnar
hús í Mosfellssveit sem þau nefndu Ás. Þar
er nú sveitakráin Áslákur og keramikverk-
stæði með meiru.
Mósaik úr
islenskum steinum
í fyrrnefndu viðtali kvaðst Gunnar hafa
málað að meðaltali 12 myndir á ári auk teikn-
inganna. Sér hefði haldist illa á myndunum.
Sumar hefðu verið málaðar eftir pöntun en
aðrar selst vítt um landið. Gunnar gerði nokk-
uð af mósaíkmyndum úr íslenskum steinum
sem hann tíndi í vegarköntum sveitarinnar
og í Esjuhlíðum. Honum taldist til að litbrigð-
in í þessum steinum væru á milli 40 og 50
talsins og spönnuðu því víðan skala. Gunnar
kvað tilgang sinn með steinasöfnuninni í
upphafi hafa verið þann að gera stærri
mósaíkverk, en vinnan við að höggva niður
steinana hefði reynst svo mikil og tímafrek
að hann hefði eingöngu gert smærri myndir.
Gunnar sagði að samvinnu iðnaðarmanna og
listamanna vantaði í þessu samhengi sem og
mörgum öðrum og benti á góða samvinnu
þessara aðila í Mexíkó sem skilað hefði frá-
bærum árangri sem frægt væri.
í margnefndu viðtali var Gunnar spurður
hvað hefði verið þess valdandi að erlend for-
lög hefðu sóst eftir honum til myndskreyt-
inga. Hann kvaðst ekki í vafa um að teikning-
arnar í Fjallkirkjunni hefðu orðið til að vekja
þann áhuga. Síðan hefði hvað leitt af öðru.
Því miður hafa íslendingar ekki fengið að
njóta þessara myndskreytinga nema að mjög
litlu leyti og er það miður. Það er hinsvegar
löngu tímabært að íslenskir listfræðingar
geri verkum hans skil, bókaskreytingunum
sem öðrum. Reykjavíkurborg eignaðist hús
Gunnars rithöfundar Gunnarssonar við
Dyngjuveg.
Húsið hefur verið notað sem gestavinnu-
stofa fyrir erlenda listamenn og er í umsjá
forstöðumanns Kjarvalsstaða.
Einhver hefði nú haldið að ástæða hefði
verið til að varðveita húsið eins og skáldið
skildi við það, en þar á veggjum voru myndir
eftir Gunnar yngra þegar faðir hans var ofar
moldu og nokkur ár eftir það. Það hefði verið
við hæfi að halda minningu þeirra feðga á
lofti með slíkri varðveislu enda var með ólík-
indum hve verk þeirra féllu vel saman. Sam-
band þeirra feðga var mjög náið og ekki er
líklegt að rithöfundurinn hefði kosið annan
en son sinn til að myndskreyta sögur sínar,
svo vel sem honum tókst til.
Eins og alþjóð er kunnugt kom til álita á
sínum tíma að veita Gunnari Gunnarssyni
Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Annar risi í
ÚTSÝNI yfir Hamborg. Olfumálverk á léreft.
bókmenntaheimi okkar íslendinga hlaut verð-
launin verðskuldað.
í tilefni 50 ára afmælis sögu Gunnars um
Borgarættina kom hún út í viðhafnarútgáfu
í Danmörku og var að sjálfsögðu mynd-
skreytt af syni skáldsins. Danir hrifust mjög
af myndskreytingunum og sagði einn þeirra
sem um útgáfuna skrifuðu eitthvað á þessa
leið: „Nú fær eggið verðlaunin sem hænan
átti að fá“ og átti þar að sjálfsögðu við
Nóbelsverðlaunin.
Ekki væri úr vegi að opinberir aðilar eignuð-
ust Fjallkirkjumyndir Gunnars yngra. Það
væri við hæfi að þær prýddu einhveija opin-
bera stofnun þar sem almenningi gæfist kost-
ur að njóta þeirra og kemur Þjóðarbókhlaðan
í hugann eða önnur opinber og aðgengileg
stofnun.
íslensk myndlist
Árið 1943 gaf framkvæmdamaðurinn og
listunnandinn Kristján Friðriksson, sem
kenndur var við Últíma út bók sem hann
nefndi íslensk myndlist - 20 listmálarar. Þar
er Gunnars getið í hópi annarra góðra lista-
manna og þar segir:
Að lokum ber að nefna Gunnar Gunnars-
son, ungan íslenskan málara, sem er nú bú-
settur í heimalandi sínu, en hafði áður alið
mestan aldur sinn í Danmörku og hefur þvi
lítt komið við sögu hér heima til þessa.
Er hann talinn vera vel menntaður og
stefnufastur listamaður og má því vænta þess,
að hann muni leggja góðan skerf til íslenskra
lista.
Með þessari grein er leitast við að vekja
athygli á góðum listamanni sem lengi hefur
legið óbættur hjá garði. Það er full ástæða
fyrir listfræðinga eða listsagnfræðinga að
kanna feril hans, ekki síst myndskreytingar
í fjölmargar bækur hérlendis og erlendis.
Vonandi má vænta þess, þó seinna verði,
að út komi óhlutdræg saga íslenskrar mynd-
listar og þá má ekki gleyma að geta Gunnars
Gunnarssonar listmálara.
Höfundurinn er myndlistarmaður og kennari.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 1997 9