Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1997, Blaðsíða 6
GÖRAN Tunström MorgunblaAið/Þorkell FURÐULEGT AÐ MAÐUR SKULI YFIRLEITT GETA SKRIFAÐ Nýjasta skáldsaga sænslca rithöfundarins, Görans Tunström, heitir Ljómi ííslenskri þýöingu Þórarins Eldjáms sem kemur út í dag. Bókin er sérstök að því leyti aó hún fjgllar um íslenska feóga og gerist aó stærstum hluta hér á landi. ÞRÖSTUR HELGASON fékk að heyra söguna á bak við verkið er hann hitti höfundinn aó máli en haldin verður kynning á bókum hans í Norræna húsinu í dag kl. 16. STÆÐAN fyrir því að ég Askrifa um Islendinga - ja, það er auðvitað stórfurðu- legt að þið skuluð búa hér á hjara veraldar. íslending- ar eru líka skemmtilega skrýtnir. Og svo segið þið sögur." tlar vöflur á Göran Tunström þegar ég spyr hann hvers vegna hann skrifi um íslendinga. Hann segist raunar ekki vera viss um að íslendingar muni allir líta svo á að sagan fjalli um þá. „Sagan fjallar kannski fyrst og fremst um fólk í litlu samfélagi." Frægasta rödd íslands Sagan er lögð Pétri Halldórssyni í munn sem er sonur frægustu raddar íslands; faðir hans les nefnilega fiskifréttirnar í Útvarpið og leggur mikla áherslu á beitingu raddarinn- ar og útfærslu fréttanna. Hann fær til dæmis þá bráðsnjöllu hugmynd að flytja ljóð í lok hvers fréttatíma sem tengist á einhvern hátt sjávarútvegnum. Útvarpsstjórinn er ánægður með hugmyndina en þegar Halldór tekur upp á því að semja ljóðin sjálfur renna á hann tvær grímur; þegar hann svo flytur frumsamd- ar klámvísur er hann lagður inn á geðdeild. Móður Péturs hafði aðeins notið við í skamma stund eftir að hann fæddist en hún var sellóleikari. Hún er þó alltaf nærri, er eins og innbyggð í alla orðræðu þeirra feðga. Tunström segir að kveikjan að sögunni hafi verið atvik sem átti sér stað í raun og veru fyrir tólf eða þrettán árum hér í Reykja- vík. „Strákur að nafni Ýmir spyrnir óvart bolta inn í garð franska sendiráðsins hér í bænum. Sendiherrann kemur út í garð, tekur boltann traustataki og segir að þar með sé hann orðinn eign franska ríkisins. Þegar ég heyrði þessa sögu fyrir tólf árum sá ég strax að hún ætti eftir að koma mér að góðum notum, hún gæti hæglega orðið kveikjan að einhveiju miklu meira. Og það varð úr." I skáldsögunni er það Pétur sem verður til að spyrna boltanum sínum inn í garð sendi- ráðsins og þegar sendiherrann neitar að láta hann af hendi kastar Pétur hnefafylli af síld í áttina til hans. Vill ekki betur til en svo að ein þeirra lendir í andlitinu á dóttur sendiherr- ans, Juliette. Mörgum árum síðar er Pétur orðinn markaðsfulltrúi íslensks sjávarútvegs í París. Einn daginn er hann ávarpaður af fallegri dökkleitri stúlku í strætisvagni. Er þar komin stúlkan sem varð fyrir síldinni um árið. Samband f öour eg sonar Tunström hefur fjallað um samband föður og sonar áður í bókum sínum. „Ég missti föð- ur minn þegar ég var tólf ára. Tólf ára er maður hvorki barn né fullorðinn og því hefur verið erfitt að fjalla um þennan missi á beinan hátt. En allt sem ég hef skrifað hefur á ein- hvern hátt verið markað þessum atburði, frá- fall foreldris hefur verið eins og undirliggj- andi þema í bókum mínum, einnig söknuður- inn og sorgin. Ljómi átti að verða gamansaga. Bróðir minn féll hins vegar frá þegar ég var hálfnað- ur með söguna og þá vöknuðu aftur hjá mér þessar tilvistarlegu spurningar um lífið og dauðann. Þær fengu því meira rými í bókinni en ég ætlaði upphaflega. Það var nokkuð liðið síðan ég gaf út síð- ustu skáldsögu, Þjóðfinn árið 1986, og fólk var farið að tala um að þögnin hefði yfir- gnæft orðin mín. En það fór fram hjá því sama fólki að ég skrifaði tvær bækur með sjálfsævisögulegum þáttum á milli þessara bóka. Það gerist auðvitað öðru hverju að höf- undar finna ekki orð til að setja niður á blað og það er í raun ekkert skrýtið. Ég hafði skrif- að fjóra þykka doðranta nánast í einum rikk og hafði bara ekkert meira að segja í bili. Það er miklu furðulegra að maður skuli yfirleitt geta skrifað." Tónlistarkemplex Tunström hlaut Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs fyrir skáldsögu sína Jólaóratórían árið 1984. Er þetta kunnasta bók Tunströms og hefur verið þýdd á átján tungumál, þar á meðal íslensku. „Ef við myndum líkja Jólaórat- óríunni við sinfóníu myndi Ljómi vera eins og kammertónlist. Það eru ekki svo margar manneskjur í henni, ekki eins margar raddir. Bókin átti reyndar að vera einfaldari í sniðum en hún varð á endanum. En þótt þessar sögur séu kannski ólíkar um margt eiga þær ýmislegt sameiginlegt. I báðum bókunum er fjallað um þemað sem ég nefndi áðan, missinn, söknuðinn, sorgina, um það að allir tengjast hver öðrum á einhvern hátt. Nútíminn fjallar kannski um einsemdina og þá er þetta eins konar viðlag við það þema. Annars er maður alltaf að skrifa sömu bók- ina. Maður fær ekki svo margar hugmyndir." Tónlist skipar stóran sess í verkum Tunströms og segir hann það stafa af komplex sem hann burðist með. „Eg er sá eini í minni fjölskyldu sem spila ekki á neitt hljóðfæri. Eg hef þurft að taka á þessu í bókum mínum; ég hlusta á tónlist og skrifa um hana. Kannski er hún líka hluti af byggingu verka minna. Ég skrifa hins vegar aldrei bók frá upphafi til enda. Ég vinn í stuttum lotum, skrifa stutt- an texta sem síðan kallar á svar. Hljómur textans skiptir miklu máli; ég skrifa þannig að ég geti lesið textann upphátt." Ravnverulegir islendingar? Tunström hafði komið til íslands tvisvar sinnum áður en hann skrifaði Ljóma og dvalið í skamman tíma. Bókin vitnar hins vegar um góða þekkingu á högum lands og lýðs. „Ég á marga góða íslenska vini sem hafa leiðbeint mér um hina ýmsu hluti; þar hefur Þórarinn Eldjárn ekki síst verið hjálplegur. Ég ræddi líka við mikið af fólki hér og las mér til um Iandið. Annars stenst ekki allt sem stendur í bókinni, sumt hefur orðið til í höfði mínu." Tunström segist ekki hafa notast við ís- lenskar bókmenntir að ráði við samningu bók- arinnar. „Sumir myndu kannski ætla að ég hefði sótt einhver áhrif í íslendinga sögurnar en svo er ekki enda voru þær eyðilegðar fyrir manni í skóla, bókmenntagreining skólanna skemmir frekar bókmenntir fyrir manni en að auka áhuga manns á þeim. Og vel á minnst. Það eru engar raunveruleg- ar persónur í Ljóma, engin persónanna er byggð á raunverulegum íslendingi." ERLENDAR BÆKUR HUMANISMI - SKÓLASTÍK OG EVRÓPSK SAMEINING R.W.Southern: Scholastic Humanism andtheUnificationofEurope.Volume I - Foundations. Blackwell 1995. Höfundurinn er meðlimur Bresku akademíunnar og hefur hlotið ótal viðurkenningar og heið- urstitla fjölmargra háskóla. Hann starf- aði við Oxford-háskóla frá 1969-81. Bók hans „The Making of the Middle Ages" kom út 1953 og þar með varð hann kunnur sem einn meðal fremstu höfunda um miðaldasögu og menningu. Síðan rak hver bókin aðra. „Scholastic Humanism ... " er fyrsti hluti þriggja rita, og verður hvert rit sjálfstætt, að því leyti að höfundur tek- ur fyrir til umfjöllunar grundvöll skóla- spekinnar í fyrsta bindinu, þá einstakl- inga og þær aðstæður sem mótuðu fyrstu tilraunir til samhæfingar guð- fræði, heimspeki og laga á frumlegum evrópskum grundvelli. Annað bindið er lærdómssaga hinna fjölmörgu skóla- spekinga, sem unnu áfram að frekari rannsóknum guðfræðilegra hugtaka, og áhrifa þeirra á þær valdastofnanir og veraldlega valdsmenn, sem sáu nauðsyn þess að samhæfa kristnar kenningar og menningu veraldlegri nauðsyn og flétta enn frekar saman lög Guðs og manna. í þriðja bindinu koma til þær tilraunir sem gerðar voru til þess að fullmóta heillegt jarðlegt og guðfræði- legt heimskerfi, sem skyldi spanna alla Evrópu. Þegar slíkar tilraunir eru gerð- ar koma allajafna fram frávik og sér- stæðar andstæður úr heildarhyggjunni, mismunandi skilningur og deilur um útleggingar. Nýjar uppgötvanir á sviði raunvísinda þeirra tíma og um miðja 14. öld hrikalegur mannfellir, pólitískar breytingar og efnahagslegt hrun sem fylgdi mannfellinum á 14. öld stangað- ist á við þær kenningar skólaspekinnar, sem stefndu að heildarhyggju og höfðu guðlega forsjón að leiðarljósi. Alhæfing- ar um hina endanlegu lausn strönduðu á óvissuþætti atburðarásar mannheima. Tími skólaspekinnar var engu að síður andlega frjór tími og þá var lagður sá menningarlegi grundvöllur og þá tendr- aðist sá skilningur aftur, sem hafði mótað rómverska lagagerð, við nýjar og breyttar aðstæður og þá var grund- völlurinn lagður að menningarlegri sameiningu Evrópu. Líklega hefur áhrifamesti þátturinn í þeirri samtvinn- un verið latínan, sem var alþjóðamál þeirra tíma og langt fram á næstu aldir. í þessu fyrsta bindi segir höfundur sögu þeirra tilrauna sem hófust í upp- hafí 12. aldar við skólana í París og Bologna til mótunar, að safna saman allri þeirri þekkingu fyrri alda og þeim opinberunum sem myndu gera mönnum fært að ástunda réttar siðareglur í mennskum samskiptum. Þekkingin átti að tryggja mönnum rétt mat á náttúru og umhverfi og fullkomna vilja guðs að svo miklu leyti sem það var gjörlegt „föllnu mannkyni". Þrátt fyrir erfða- syndina álitu klerkar og guðfræðingar þessa tímabils að með öflun allrar þekk- ingar yrði mönnum gert mögulegt að láta að vilja Guðs og vinna þannig að blessun í endanlegum ákvörðunarstað hvers og eins, dýrð himnaríkis. Því fer víðs fjarri að rannsóknir á umhverfi og náttúru hafí verið afskiptar á þessu tímabili. Tímabilið frá 1050 til miðbiks 14. aldar var efnahagslegt gró- skutímabil i sögu Evrópu, aukin land- búnaðarframleiðsla og tækninýjungar ásamt rannsóknum á margvíslegum náttúrulegum fyrirbrigðum að þeirrar tíðar hætti, sem stundaðar voru jafn- hliða guðfræðinni. Umhverfi mannsins og náttúran gjörvöll var sköpun Guðs og því var öll fræðsluöflun um náttúr- una engu síður Guði þóknanleg en guð- fræðin sjálf. „Vísindalegar rannsóknir" í þeirrar tíðar merkingu voru engu síð- ur stundaðar af skólaspekingum en yfir- skilvitleg fræði, er m.a. niðurstaða höf- undar. S,GLAUGUR BRYNLEIFSSON 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.