Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Blaðsíða 2
DAGUR
BÓKARINNAR
ALÞJÓÐLEGUR dagur
bóka og höfundarréttar
verður haldinn hátíðlegur
í annað sinn miðvikudag-
inn 23. apríl næstkom-
andi, á 95 ára afmælis-
degi Halldórs Laxness.
Það er að tilstuðlan
UNESCO sem þessi dagur er tileinkaður
bókinni og réttindum og hagsmunum þeirra
sem eru höfundar að hvers konar hugverk-
um um allan heim, en hér á landi hefur
Bókasamband íslands annast undirbúning
fyrir daginn og verða ýmsar uppákomur á
dagskrá.
Maraþonuppleslur
á Kjarvalsstödum
Fjölmargir höfundar barna-, unglinga og
fullorðinsbóka munu lesa úr verkum sín-
um fyrir gesti á Kjarvalsstöðum
og stendur lesturinn frá kl. 15
til 22.
Lesið verður fyrir böm
og unglinga milli 15 og
17 en kl. 18 hefst dag-
skrá fyrir fullorðna á því
að Helga Bachmann,
leikkona, Ies ljóð Hall-
dórs Laxness sem eins
og áður segir verður 95
ára þennan dag. Síðan
munu rithöfundar lesa úr
verkum sínum en lesturinn
brotinn upp stöku sinnum
með tónlistarflutningi Gunnars
Kvaran, sellóleikara, og flautuleikar-
anna Björns Davíðs Kristjánssonar og Mar-
íu Cederbergs.
Kaffistofa Kjarvalsstaða verður opin og
mun upplesturinn einnig heyrast þangað inn
í gegn um hátalarakerfi hússins. Margir
höfundar munu hafa með sér bækur sínar
og verða þær seldar á góðu verði í tilefni
dagsins.
Laxness ■ islenskri
myndlist og fleira
Bókasöfn um allt land munu standa fyr-
ir ýmsum uppákomum í tilefni dagsins. I
Þjóðarbókhlöðunni verður til að mynda opn-
uð sýning á vegum Landsbókasafns og
Vöku-Helgafells sem nefnist Laxness í ís-
lenskri myndlist. Fjöldi listamanna mun þar
sýna verk sem eru túlkanir þeirra á verkum
Laxness.
Opnuð verður sýning í Ráðhúsi Reykja-
víkur í tilefni af 100 ára afmæli Félags
bókagerðarmanna og haldið verður málþing
um nýja útgáfuhætti í Þjóðleikhúsinu á
vegum MIDAS-NETS, sem stendur
fyrir INFO-2000 áætluninni.
Verður þar einkum rætt um
nýja möguleika til útgáfu í
^ margmiðlunarformi.
Bókahringur og
ávarp dagsins
Mál og menning og
j Rás 2 standa fyrir svo-
kölluðum bókahring
sem hefst þennan dag.
Þar getur fólk gefið
bækur sem það hefur
ekki not fyrir lengur. Mál
og menning stillir þeim upp
í bókabúð sinni og selur en allur
ágóði rennur til Kvennaathvarfsins.
Ávarp dagsins skrifar að þessu sinni
Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur, og
verður það birt í öllum dagblöðum landsins
og á Rás 1 Ríkisútvarpsins.
MEÐAL dagskrárliða á degi bókarinnar er maraþonupplestur rithöfunda á Kjarvaisstöð-
um sem stendur frá kl. 15 til 22. Fyrst lesa barnabókahöfundar úr verkum sínum en
síðan lesa höfundar úr bókum fyrir fullorðna. Á myndinni eru þeir Finnur Kristjánsson
og Andri Ingason niðursokknir í lestur í bókabílnum.
MENNING/
LISTIR
í NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Ásmundarsafn - Sigtúni
Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar
Kjarvalsstaðir - Flókagötu
Sýn. verkum eftir Larry Bell, einnig sýn. á
verkum eftir Kjarval til 11. maí.
Sýn. Hallsteins Sigurðssonar til 5. maí.
ASÍ - Ásmundarsalur - Freyjugötu 41
Aðalsteinn Svanur Sigfússon til 4. maí.
Listasafn Islands - Fríkirkjuvegi 7
Sýn. Ný aðföng til 20. apríl.
Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaðast. 74
Sýning á úrvaii vatnslitamynda eftir Ásgrím
til loka maímánaðar.
MÍR-salurinn, Vatnsstíg 10
Arlen Kashkúrevits sýnir til 4. maí.
Gallerí Hornið
Ivar Brynjólfsson með ljósmyndasýningu.
Skruggusteinn - Hamraborg 20a
Rannveig Jónsdóttir sýnir til 25. apríl.
Mokka - Skólavörðustíg
Maður með mönnum: Þijátíu sjálfboðaliðar á
aldrinum milli tvítugs og sextugs sýna.
Gerðuberg - Gerðubergi 3-5
Magnús Tómass. sýn. til 25. maí.
Sjónarhóll - Hverfisgötu 12
Magnús Tómasson sýnir til 27. apríl.
20m2 - Vesturgötu lOa
Guðrún Hjartardóttir sýn. til 26. apríl.
Galleríkeðjan - Sýnirými
Sýningar í apríl: Gallerí sýnibox: Morten Kilde-
væld Larsen. Gallerí Barmur: Stefán Jóns-
sonm, berandi er Yean Fee Quay. Gallerí Hlust:
Flutt verk eftir Halldór Björn Runólfsson.
Gallerí Smiðar og skart - Skólavörðust. 16a
Irena Jensen sýnir til 28. apríl.
Gerðarsafn - Hamraborg 4 Kóp.
Sveinn Björnsson, Helga Egilsdóttir og Gréta
Mjöll Bjarnadóttir sýn. til 27. apríl.
Listhús 39 - Strandgötu 39, Hf.
Sýn. Einars Unnsteinssonar til 27. apríl.
Hafnarborg - Strandgötu 34 Hf.
Jón Thor Gislason sýn. í Sverrissal til 28. apríl.
I kaffístofu sýn. Barbara Vogler til 28. apríl.
Sparistellið. Tólf listamenn sýna postulín til
19. maí.
Gallerí Sævars Karls - Bankastræti 9
Sesselja Björnsdóttir sýnir.
Listasafn Siguijóns - Laugamestanga 70
Skólasýn. á völdum verkum Siguijóns.
Hlaðvarpinn - Vesturgötu 3
Ragnhildur Stefánsdóttir sýn. til 20. apríl.
Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b
Sólveig Eggertsdóttir sýn. til 27. apríl.
Guðrún Einarsdóttir sýn. til 27. apríl.
Norræna húsið - við Hringbraut.
Norskir myndlistarmenn til 11. maí.
Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8
Þorvaldur Þorsteinsson sýn. til 27. apríl.
Gallerí Stöðlakot - Bókhlöðustíg 6
Sigríður Ásgeirsdóttir sýnir til 4. maí.
Gallerí Fold - við Rauðarárstíg
Daði Guðbjörnsson sýn. til 27. apríl. Klaus
Kretzer sýn. ljósmyndir í kynningarhorni.
Eden Hveragerði
Hannes Scheving sýn til. 21. apríl.
Sunnudagur 20. apríl.
Gerðuberg: Beethoven. tónl. Sigurðar Hall-
dórssonar, sellól., Daníels Þorsteinssonar,
píanól. kl. 17.
Listasafn Kópavogs: Judith Gans og Jónas
Ingimundarson halda tónl. kl. 20.30.
Þriðjudagur 22. apríl.
íslenska óperan. Léttsveit Kvennakórs Reykja-
víkur tónl. kl. 20.
Fimmtudagur 24. apríl.
Langholtskirkja: Skagfirska söngsveitin í Rvik
tónl. kl. 17.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Fiðlarinn á þakinu lau. 19. og mið. 23. aprfl.
Köttur á heitu Blikkþaki, fim. 24. apríl.
Villiöndin sun. 20., fös. 25. apríl.
Litli Kláus og Stóri Kláus, sun. 20., þrið. 22.
apríl.
Leitt hún skyldi vera skækja sun. 20., fös.
25. aprfl.
Listaverkið frums. 23. aprfl.
Borgarleikhúsið
Konur skelfa sun. 20., fim. 24. apríl.
Völundarhús lau. 19., fös. 25. apríl.
BarPar lau. 19., fös. 25. apríl.
Dómínó sun. 20., fim. 24. apríl.
Krókar & kimar, ævintýraferð um leikhús-
geymsluna frá 13-18 alla daga og til kl. 22
sýningardaga.
Islcnska óperan
Káta ekkjan lau. 19. aprfl.
Loftkastalinn
Áfram Latibær sun. 20. apríl.
Á sama tíma að ári lau. 19. aprfl.
Skemmtihúsið
Ormstunga sun. 20. apríl.
Kaffileikhúsið
Vinnukonurnar lau. 19., fös. 25. aprfl.
Listaklúbbur Lcikhúskjallarans
„The Importance of being Oscar" mán. 21.
Menningarmiöstððin Gerðubergi
Frátekið borð iau. 19.
Leikfélag Akureyrar
Vefarinn mikli frá Kasmír lau. 19., mið. 23
og fös. 25. apríl.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eft-
ir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa
borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum
merktar: Morgunblaðið, Menning/listir,
Kringlunni 1,103 Rvik. Myndsendir: 5691181.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. APRÍL1997