Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Blaðsíða 11
Á FJÖLGAR JÓNIR Á ÁRI AMGÖNGUTÆKI, reiðhjól, strætisvagnar, en fáir einkabílar á götu í Peking. Að neðan: Þetta amgöngutæki, burðarstóll yfirstéttarinnar, heyrir til fortíðinni. Yfirstéttin hefur snúið sér að bíl- um eins og Mercedes Benz, en ferðamönnum býðst að láta flytja sig í burðarstólnum. IREINARHÖFUNDURINN ásamt vfgalegum hers- öfðingja. Hann er að vísu úr leir og er á verði við Ming-grafhvelfingarnar. vel að vera vel skóaður og í góðu formi. Við klifið upp er óhjákvæmilegt að hugleiða hvernig í ósköpunum menn gátu flutt þessa risasteina upp á hæðir og fjallstinda. Ein- mana úlfaldi stóð innan um fólksfjöldann. Hægt var að setjast á bak og láta taka af sér mynd fyrir lágt gjald. - Fyrir þá sem vilja líkjast Marco Polo eða hvað? Oftast er ferðin til Shisanling sameinuð ferð að múrnum en grafirnar eru 50 km norðvestur af Peking. Langskemmtilegust er gangan að gröfunum eftir vegi með steinlíkn- eskjum sem standa á verði og fögrum tijám til beggja hliða. Tólf líkneskjanna eru af dýrum og síðan taka við tólf styttur hershöfð- ingja og ráðherra með virðulegan höfuðbún- að. Þrettán af hinum sextán Ming keisurum eru grafnir hér en aðeins ein gröf hefur ver- ið grafin upp, Dingling. Var hún grafin upp á árunum 1956-58. Dingling er gröf Wan Li keisara (1573-1620). Gífurlegur fjöldi dýrgripa var grafinn með keisaranum og hafa sumir þeirra verið fluttir á söfn í Peking og eftirlíkingum komið fyrir í þeirra stað. Margar sögur tengjast þessum stað, m.a. er sagt að þegar keisari Yong Le var grafinn hafi sextán hjákonur hans verið kviksettar með líki hans. Við alla þá ferðamannastaði sem blaða- maður heimsótti stóðu raðir af söluborðum með margskonar minjagripum og ávöxtum, fyrir utan drykki og aðrar veitingar. Fyrir utan innganginn á einum þeirra bakaði kona nokkur risapönnukökur, kryddaði, setti eitt- hvað steikt inn í og vafði upp. Ef hún hefði ekki sett græna steinselju inn i líka hefði sennilega verið óhætt að fá sér eina. Yonghegong - Lama muslerió Eitt alfegursta musteri Pekingborgar og kostar aðgangur 50 krónur. Reykelsi eru brennd fyrir framan musterin sem eru alls fimm í beinni röð og stendur hið minnsta fremst en hið stærsta síðast. Hvert þeirra geymir undraverð líkneski og er hvert must- MATUR er mannsins megin og það er afrek út af fyrir sig að framleiða mat handa öilum þessum mannfjölda. Auk þess er kínverskur matur geysilega fjölbreyttur og góður. Efri myndin: Matreiðsla á veitingahúsi í Peking. Að neðan: Hin fræga Pekingönd með öllu tilheyrandi. erið öðru tilkomumeira. Níu ára gamall sonur þeirrar kínversku fylgdist vandlega með því sem fram fór. Brenndi síðan reykelsi, fleygði smámynt að fótum líkneskis Búdda framtíð- arinnar, lagði lófana saman og hreyfði hend- urnar upp og niður eins og hann sá aðra gera. Eftir á spurðum við hann hvers hann hefði beðið Búdda. „Um reiðhjól!" svaraði hann og brosti út að eyrum. Móðir hans er nú samt ekki á að hann fái reiðhjól fyrr en hann verður 12 ára. Til þess er umferðin of geigvænleg. I innsta musterinu stendur gylltur, 18 metra hár Maitreya Búdda. Gerður úr ilm- andi sandalviði frá Tíbet. Þegar reykelsisilm- inn leggur að vitum manns á þessum undra- verða stað er líkt því að maður sé staddur í öðrum heimi. í þessum draumagörðum er yndislegt að reika en fyrir utan standa einar 20-30 rútur og hin helga kyrrð er í sífellu rofin af kliðandi ferðamannastraum. Sann- gjarnt gjald var að þeim ferðamannastöðum sem blaðamaður heimsótti. Á flestum þeirra gilti þó sú regla að útlendingar greiddu marg- falt hærra verð en innfæddir. Fengu útlend- ingarnir í staðinn fallegan aðgangsmiða sem gaman er að varðveita sem minjagrip. Hvergi varð blaðamaður var við betl. Með því alskemmtilegasta sem hægt er að taka sér fyrir hendur er að fara á sýningu loftfimleikamanna. Þar voru líka töframenn, eftirhermur og hvers kyns kúnstir hafðar i frammi. 2000 ára hefð er fyrir þessum fim- leikabrögðum í Kína. Frábært ráð til þess að gleyma bæði stað og stund og öllum hvers- dagslegum áhyggjum. Pekingandar-veitingahús Þar sem verðlag hótelsins var í samræmi við það álit margra Asíubúa að Vestur- landabúar séu gullfuglar sem beri að plokka - sem sé svimandi hátt - snæddum við oft- ast á litlum veitingastöðum hér og þar í nágrenninu eða inni í bænum fyrir margfalt lægra verð. (Dæmi: Einn bjór á hótelinu kostaði 250 krónur, bjór í kjörbúðinni 32 krónur. Inni í bænum voru tvö kíló af ferskj- um á sama verði og hálft kíló í nágrenni hótelsins eða á um það bil 40 krónur.) Að vísu var hreinlæti á ódýru stöðunum ekki eins og best verður á kosið eða munnþurrkur á hveiju strái þannig að þeir sem geta ekki án slíks verið verða að sitja heima. Blaðamaður hélt sig við hina gullvægu reglu að drekka aldrei ósoðið vatn og borða aldrei hrátt grænmeti og kenndi sér einskis meins. Grænt te eða jasmin te eru ágætis- drykkir, kínverskur bjór á heimsmælikvarða og kínverskur matur meðal hins besta sem hægt er að bjóða nokkrum manni. Sjálfsagt er að venja sig við að nota pijóna - allur matur er brytjaður niður í litla bita hvort sem er - og að sötra súpu eða gefa frá sér rop- hljóð þykir sjálfsagt og merki þess að manni líki maturinn. Að kvöldi eru veitingastaðir víða skreyttir „jólaljósum“ og setur það skemmtilegan svip á borgina. Minnisstæð er máltíð á „Pekingöndinni". Nokkur veitinga- hús bera þetta nafn en við fundum þessa „önd“ í aðeins tíu mínútna fjarlægð frá hótel- inu. Er ekki að orðlengja það en fyrir fyrir- fram ákveðna upphæð fengum við ótal for- rétti - meðal annars ljúffenga skjaldböku- súpu - og að lokum kom öndin sjálf. Skart- aði höfuð hennar á stærðar fati fullu af and- arsteik. Veija gestir bitunum inn í þunnar pönnukökur með sósu. Gómsætari rétt er vart hægt að hugsa sér. Varast þarf þó að borða of mikið af forréttunum því þá reynist lítið rúm fýrir öndina! Hrísgijón eru aðalfæð- an í Suður- og Mið-Kína en núðlur og brauð- snúðar (sem kjöt er sett inn í) í hinu kaldara norðri. Dæmi um vaxandi þjónustu við neyt- endur á þessum áratug er að nútímaverk- smiðja í Guandong (áður Canton) framleiðir hálfa milljón hrísgijóna-hraðsuðupotta á ári með tækjum frá Bandaríkjunum. Lífsafkoma Unga kínverska konan fær um 26.000 krónur í laun á mánuði - ef fyrirtækið geng- ur vel fær hún bónus, á síðasta ári var bónus- inn 8.000 krónur. Vinnutími er frá kl. 8 til 6.30 en hádegishlé frá 12 til 2 eða 3 eftir árstíma. Húsaleiga er 5.000 krónur á mán- uði og fyrir rafmagn og gas borgar hún 200 krónur. Matur kostar allt að 2.000 krónum á mánuði. Kvaðst hún geta keypt allan mat í borg sinni - ævinlega ferska ávexti og grænmeti, kjúklinga, fisk og kjöt. Barneign- arfrí er 6 mánuðir á fullum launum. Kvaðst hún fara á eftirlaun 60 ára en erfiðisvinnu- menn 50-55 ára og fá 90% af launum. Margt eftirlaunafólk má sjá á gönguferðum í lysti- görðum, margir iðka þar líka líkamsæfingar eða stíga dans. Margt fagurra listmuna er á boðstólum - en svipaðir hlutir eru á misjöfnu verði og borgar sig að kanna verð á hinum ýmsu stöð- um. Ekki er til siðs að prútta um verð nema þá á útimörkuðum. Þar sem leiðin er löng til og frá Kína fyrir flesta er skynsamlegt að halda sig við litla og létta hluti - silki- klúta, boli úr silki eða bómull (silkið er ódýr- ara en bolirnir), matarpijóna, lítil Búddalík- neski, lakkvöru eða skarpgripi. Þá fást silki- efni, handunnir dúkar af öllum stærðum og gerðum og þannig mætti lengi telja. Kínveij- ar eru hrifnir af bolum með enskum áletrun- um og þykir skrítið þegar ferðamenn vilja þá sem eru með kínversku letri. Sumir sækj- ast eftir veggspjöldum með Maó, aðrir kaupa lófastórar bækur sem kosta nánast ekkert en alþýða manna sést lesa hér og þar. Fjalla þær um allt milli himins og jarðar, gjarnan gamlar þjóðsagnir. Á flugvellinum i Peking Meðan beðið var eftir brottför vélar JAL til Tókýó virti blaðamaður fyrir sér fólkið. Bergmál var mikið. Gjallandi kínverskan, glumdi í sífellu og tróðu þeir útlendingar sem höðfu eyrnatappa til umráða þeim alsælir í eyrun. Tvær litlar stúlkur skoppuðu til og frá. Önnur þeirra kínversk í hvítum blúndu- kjól, hin með ljósar Línu Langsokk fléttur í bol og stuttbuxum. Voru báðar dálítið feimn- ar. Gengu í einhvers konar hringi, vógu salt á stólbökum og dauðlangaði greinilega að finna upp á einhveiju sniðugu. Þegar blaða- maður gekk að útgöngudyrunum sá hann hvar sú kínverska rétti ijóshærðu stúlkunni bleika ferskju. Brostu báðar út að eyrum. Með þessa mynd í huga sér sveif höfundur burt á vængjum risafuglsins í átt til enn eins framandi lands. Framhald siðar. Höfundurinn býr í Ástralíu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. APRÍL 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.