Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Blaðsíða 16
„VONDI KARLINN" KRISTINN Kristinn Sigmundsson syngur mikió í París þessi misserin og nú í vor er þaó Wagner. ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR spurói Kristin um óperung og ýmislegt sem fylgir lífi söngvarans hógværa. EG ER ýmist vondi karlinn, skrítni karlinn eða pabbinn," segir Kristinn Sigmundsson söngvari þegar ég þrengi að honum með spurningum og borðinu milli okkar á frönsku kaffihúsi. Þar er ekki miðað við stórvaxna Wagnersöngvara, eins og Kristinn er orðinn. Wagnersöngvari, það er að segja, þótt hann vilji ekki viðurkenna það nema að hluta, með Rínargull, Meistara- söngvara og Tannhauser að baki og Lohengr- in framundan. „Ég syng áfram ítölsku óperurnar, Verdi og Rossini, og svo Mozart og allt mögulegt," segir hann í varnarskyni og mikið rétt: það er skjalfest að hann túlkar Bartoló í Brúð- kaupi Fígarós eftir Mozart í Bastillunni i París í haust, síðan Gremín í Évgení Ónegin eftir Tjækovskí eftir áramótin og svo rann- sóknardómarann í Don Carlos eftir Verdi haustið 1998. Hann hlakkar mikið til þess, enda verður samstarfsfólkið frábært. Nú er Kristinn í hlutverki Klingsors í svanasöng Wagners, Parsifal, og næst verður það Hin- rik konungur í Lohengrin í maí. Bastillan er orðin aðalvinnustaður Kristins og París hefur verið honum góð. „Ég kann vel við mig hérna, þetta er fal- leg borg með gömlum húsum og mikilli sögu," segir Kristinn. Hann er fagurkeri og heldur upp á Flórens, „hún er eitt allsherjar lista- safn". Annars hefur honum fundist gott að anda í Amsterdam, „afslappað og hvíld frá þýska strangleikanum. En París heillar mig meira og meira." Kristinn gengur oft um gömlu hverfin á eyjunum í Signu og veltir fyrir sér lífinu á liðnum tíma. Svo sest hann inn á eitt af þessum óteljandi kaffihúsum og les í reyf- ara. í þetta sinn slengdi hann bók eftir Jef- frey Archer á borðið en fékk ekki tóm til að opna hana. Því maður sem er bókaður fjógur ár fram í tímann, alltaf á ferðinni, hefur frá ýmsu að segja, hvað sem líður hógværð og rólyndi sem einkennir hann. Nútimalegur sengskratti Kristinn hefur fengið góða dóma fyrir sönginn í Parsifal og segir hlutverk Klings- ors nokkuð snúið og allt öðruvísi skrifað en tónlistin í fyrsta og þriðja þætti. Það minni um sumt á nútímatónlist, með erfiðum takti og skrítnum tónbilum. Þetta eigi að lýsa perónu Klingsors, mannsins sem var úthýst 1 með þeim afleiðingum að hann gekk græðgi og svikum á vald. Hann verður fulltrúi skratt- ans í þessari dulrænu og trúarlegu óperu. Kristni finnst margt í sínum köflum í Parsif- al minna á Strauss, hann hafi tekið upp þenn- an síðasta þráð Wagners. Sumir söngvaranna í Parsifal eru gamlir kunningjar Kristins, Thomas Moser sem fer með titilhlutverkið, söng með honum í Útskúf- un Fásts í París og hljómsveitarstjórinn þekkti, Armin Jordan, hefur unnið með Kristni í tví- gang í Genf. Bassinn Jan Hendrik Rootering söng Filip í konsertuppfærlsu á Don Carlosi á íslandi fyrir nokkrum árum. Góður kunn- ingsskapur tekst að sögn Kristins í óperunni og stöku sinnum verður úr honum vinátta. „En fólk er svo mikið á þeytingi í þessu, tíminn leyfir sjaldnast meira en klapp á öxl. Það er góður andi í óperunni, ég man ekki eftir öðru. Enda lenda þeir fljótt úti í kuldanum sem eru Kristinn Sigmundsson í hlutverki Klingsors í Parsifal eftir Wagner. Kathryn Harries er í hlutverki Kundry., með stæla, ég man svo sem eftir nokkrum." Nýlega sá ég aftur í sjónvarpi myndina „Meeting Venus" þar sem Glenn Close leikur sópransöngkonu sem á í ástarsambandi við stjórnandann. Ætli það sé mikið um svona sögur í alvöru? Kristinn segir alltaf eitthvað um skrautlega karaktera, en í þessari mynd sé safnað saman afbrýðisömum hommum, prímadonnum, einráðum stjórnanda, dópist- um, skapbræði, taugaveiklun, veislum og ein- manaleik. Ljósmyndari mætir nú linsum hlaðinn, heyrir þetta síðasta og vill vita hvort ekki sé erfitt að vera svona langdvölum burtu frá fjölskyldunni. Kristinn segir það venjast svo- lítið, þetta sé sjómannslíf og hann fari nú alltaf öðru hvoru heim. Meðan smellt er af sé ég að eiginlega er söngvarinn svolítið sjó- mannslegur með skegg og á skyrtunni. Nú eru tveir mánuðir síðan hann kom til Parísar og hann fer ekki heim fyrr en í maílok. „Ég hiakka svo tii sumarsins á íslandi að ég get varla beðið," segir hann, sestur aftur, búinn að sitja fyrir eins og tískusýningardama. „Ég verð að taka hlé yfir sumarið, tveir mánuðir í friði, það er nauðsynlegt, og svo þarf ég að gera eitthvað við flugurnar sem ég hnýti á kvöldin." Morgunblaóið/Þórdís Ágústsdóttir Kristinn Sigmundsson syngur í París um þessar mundir. Frekar sengleifcir en djass Það kemur ekki á óvart að bókaormurinn Kristinn sé veiðimaður líka, heimakær þótt hann sé sjaldan á sínum stað. Þegar hann er ekki að æfa, máta búninga eða á sviðinu, finnst honum best að sitja uppi í sófa með tónlist á fóni. „Alls konar músík," segir hann aðspurður, „klassík auðvitað en oft djass, ég hef gaman af honum." Kannski þig langi til að syngja djass, reyni ég að snara barítoninn. Hann segist svosem hafa hugsað um það, en hiki við að ganga lengra. „Þetta er sérfag sem þarf að leggja mikla vinnu í," segir hann, „og ég er ekki viss um að mín rödd passi endilega. Frekar væru það söngleikir, Porgy og Bess og svo- leiðis músík. Það gæti verið gaman." Nú er nóg komið af léttúð og tími til að spyrja um óskadrauminn. Kristinn fær sér sopa úr risastóru glasi og segist bara vera svo nálægt honum. Hann geti ekki hugsað sér tilveruna miklu betri. „Nú hef ég nóg að gera og get valið úr hlutverkum þótt ekki borgi sig að neita oft. Ég vinn með framúr- skarandi fólki, stjórnendum eins og Jordan og söngvurum eins og Samuel Remey. Ég held kannski ekki áfram á þessum dampi mörg ár, einfaldlega af því það er þreytandi að vera svona á ferðinni meðan eiginkona og synir eru í Kópavoginum. Ef heilsan verð- ur í lagi get ég haldið áfram fram yfir sex- tugt, fimmtán ár enn að minnsta kosti. En ætli ég sjái ekki til. Nú er ég ánægður, það er nóg í bili." Þó lifir hann ekki beinlínis í augnablikinu, söngvarinn, segist vinna fram í tímann, und- irbúa sig vel og alllöngu fyrirfram, það sé lykilatriði til að geta slakað á. Til dæmis takist hann á við Gurnemanz í Parsifal 1999 í Köln, þetta sé eitt mesta þrekvirki sem söngvari vinni. Síðan standi til að setja upp Hringinn allan í París 2002 og þar hafi hann verið beðinn að syngja Óðin. Talae tungum, svikid, höggvió Þessi misserin syngur Kristinn talsvert í Dresden og Munchen auk Parísar og hann verður í Covent Garden í Lundúnum að ári. „Já," segir hann íbygginn, „þar verð ég í Seldu bruðinni eftir Smetana og syng á tékk- nesku. Ég hef áður gert þetta og verð að játa að það er rosalega erfitt að læra hlut- verk á tungumálum sem maður kann ekki. Ég hef sungið á rússnesku líka og hafði í þessum tilfellum heimamann mér til aðstoð- ar." Svo syngur hann vitaskuld á þýsku, frönsku og ítölsku og stöku sinnum á ensku. Honum finnst best að byrja á tónlistinni ári eða hálfu fyrirfram og læra hana vel áður en lagst er í textann. „Sagan rekur lestina, til að dýpka skilning á hlutverkinu og auðvelda túlkunina. Strax á fyrstu æfingu þarf maður að hafa heil- steypta mynd af hlutverkinu og hún þéttist svo smám saman þær fimm, sex vikur sem venjulega er æft." Kristinn fékk meðal ann- ars lof fyrir magnaða túlkun á Klingsor í Bastillunni, þar tekst honum með ágætum að þjást, svíkja og höggva. „Ég er mjög fær í því," segir hann og brosir sennilega bak við skeggið, „allir sjá í gegnum það ef tilfinn- ingin er ekki fyrir hendi." Forsjáll maður, Kristinn, hugsa ég, en hann segist vera ógurlega óskipulagður. „Ég hef engan fastan vinnutíma, en geri þó alltaf eitthvað á hverjum degi. Auðvitað er tíminn stundum naumur og þá þarf að búa sér til stundatöflu, en nú er ég svo lánsamur að syngja hlutverk sem ég kann. Þetta er mikið orðið að vana, þótt stöku sinnum sé manni komið óþægilega á óvart. Leikstjóri eða hljómsveitarstjóri biður kannski um hluti sem manni líkar ekki og úrslitin fara þá eftir atvikum. Sá frekari ræður stundum en oftar hinn sem hefur á réttara að standa. Af þvi honum vor hafnaö Við tölum um Parsifal, óperuna miklu með vísunum í heimspeki og trúarbrögð og þrjú skáldverk. Kristinn kveðst í raun ekki ná til botns í sögunni, en segir hana samt og út- skýrir hvernig túlkunarleiðirnar geti verið margar og mismunandi. „Stundum er upp- færslan uppfull af táknum en nú var raun- sæisleiðin valin. Leit að æðri gildum lýkur með útskúfun og þjáningin er sameiginleg helgum mönnum og illvirkjum. Klingsor snýst á sveif með hinu illa af því honum er hafnað. Hann var of mannlegur og tókst skíriífið illa. Regla hins heilaga kaleiks þolir slíkt ekki og Klingsor vill eyða henni. Hann hreppir annan helgidóm reglunn- ar, spjót Amfortas og konungurinn hlýtur síðusár sem ekki grær. Klingsor þarf nú að eignast kaleikinn, táknið um blóð Krists. En Parsifal nær af honum spjótinu, gerir kross- mark fyrir framan hann og Klingsor lyppast niður. Veldi hans fellur í duftið." 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. APRÍL1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.