Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Blaðsíða 14
UPPHAFIÐ VIÐ ÓSA BLÖNDU NÝTT íslenskt leikrit, Hús Hillebrandts eftir Rggnar Arn- alds, verður frumsýnt á Blönduósi 23. apríl næstkom- andi. JON SIGURÐSSON hitti höfundinn að máli. LEiKARAR, leikstjóri og höfundur fyrir framan Hillebrandtshúsið. LEIKRITIÐ fjallar um landnemana á Blönduósi, frum- herjana sem hófu verslunarrekstur við ósa Blöndu fyr- ir rúmum hundrað og tuttugu árum. Um er að ræða sögulegt leik- rit því atburðir eru sannsögu- legir en efnið er lítillega fært til í tíma og rúmi. Um tildrög þessa verks sagði Ragnar Arnalds, að fé- lagar úr leikfélagi Blönduóss hefðu komið að máli við sig fyrir um það bil ári og farið þess á leit við sig að skrifa leikrit sem tengdist Blönduósi á einhvern hátt. Bón þessi var meðal annars byggð á því að Blönduós átti á sl. ári 120 ára verslunarafmæli. Ragnar sagði að hann hefði ekki tekið þeim félögum ólíklega og nið- urstaðan hefði orðið sú að skrifa leikverk um landnem- ana á Blönduósi, þá Thomas Thomsen og Friðrik Hille- brandt. Vióskipti og ásl Um sögusvið þessa leik- verks segir Ragnar Arnalds. Morgunblaóió/Jón Sigurósson RAGNAR Arnalds fhúsi Hillebrandts á Blönduósi. „í kjölfar^ þess að minnst var 1.000 ára afmælis íslandsbyggðar og landið fékk stjórnarskrá var eins og þjóðin vaknaði af aldalöngum svefni og þá fyrst fara íslending- ar að nýta sér verslunarfrelsið fyrir alvöru. Einmitt á þessum árum er gerð stórmerkileg tilraun til uppbyggingar samvinnureksturs með svonefndri Félagsverslun við Húnaflóa. En á þessum tíma komu einnig fram sjálf- stæðir íslenskir kaupmenn og einn af þeim var Thomas Thomsen sem fyrstur hóf versl- un á Blönduósi. Friðrik Hillebrandt var aftur á móti fulltrúi dönsku „kúgaranna" á Skaga- strönd sem öldum saman höfðu rekið verslun í Húnavatnssýslum. En leikurinn er ekki aðeins baráttusaga þessara tveggja kaupmanna sem báðir hlutu undarleg örlög og dóu ungir. Leikurinn er jafnframt ástarsaga Þórdísar á Vindhæli sem fékk óslökkvandi ást á manni er var helmingi yngri en hún sjálf og lagði allt í sölurnar til að hreppa hann. Ragnar sagði að Jón Torfason sagnfræð- ingur frá Torfalæk hefði veitt sér ómetan- legar upplýsingar en grunnheimildin á bak við þetta verk er frásöguþáttur Magnúsar Björnssonar fræðimanns frá Syðra-Hóli um Þórdísi frá Vindhæli. Margar þjóðþekktar persónur koma fyrir í leikritinu. Fyrir utan þá sem fyrr eru nefndir má nefna Ásgeir Einarsson þingmann frá Þingeyrum, þann er upphafínu réð með því að leggja fram frumvarp um löggildingu verslunarstaðar á Blönduósi. Einnig má nefna Einar H. Kvar- an, Valtý Guðmundsson, Árna Pálsson pró- fessor og Sverri steinsmið, þann er byggði Þingeyrakirkju, og Benedikt Blöndal sýslu- mann. „Þegar skrifað er sögulegt leikrit," sagði Ragnar Arnalds, verður að hafa í huga, að við vitum ekkert hvað fólkið var að hugsa eða hvað það sagði eða hvernig atburðirnir nákvæmlega gerðust. Það eru ákaflega litl- ar heimildir til um hvað gerðist í raun og veru og dauði Thomsens er hulinn miklu myrkri. Það glötuðust öll opinber gögn um dauða hans." Ragnar Arnalds sagði að hann hefði ver- ið ákaflega heppinn með leikstjóra, en Sig- rún Valbergsdóttir hefur verið fengin til að leikstýra þessu verki. „Leikfélag Blöndu- óss býr yfir kraftmiklu liði reyndra og óreyndra leikara og ég var þá ekkert að hika við að hafa margar persónur í leikrit- inu," sagði Ragnar, en hlutverkin eru 25. Ragnar bætti því við, að „leikverki lýkur ekki fyrr en það er komið á fjalirnar, þá fyrst sést útkoman." Leikril i Þjóóleikhúsinu Hús Hillebrandt er þriðja leikrit sem sýnt er eftir Ragnar Arnalds. Hin fyrri eru Sveitasinfonía og Uppreisn á ísafirði. Ragn- ar Arnalds sagði að hann ætti nokkur leik- rit í handriti sem ekki hafa verið sýnd og upplýsti að Þjóðleikhúsið hefði keypt af honum leikrit sem væntanlega yrði sýnt á næsta leikári Þjóðleikhússins. RITSKOÐUN SJONVARPSSTOÐVA OG VANDI HEIMILDARMYNDAGERÐARMANNA NORRÆNA kvikmynda- hátíðin í Rúðuborg var nú haldin í tíunda sinn og í tilefni afmælisins var ákveðið að hafa há- tíðina veglegri en venju- lega með því að bjóða tæplega tuttugu kvik- myndagerðarkonum frá öllum Norðurlöndun- um og Eystrasaltslöndunum á hátíðina til að taka þátt í hringborðsumræðum laugardaginn 15. mars. Konurnar auk tuttugu annarra kvenna áttu allar myndir á hátíðinni, flestar heimildarmyndir, en einnig stuttmyndir og leiknar kvikmyndir. Guðný Halldórsdóttir og Kristín Pálsdóttir voru fulltrúar íslands við hringborðið en myndir íslensku kvennanna á dagskránni voru Kristnihald undir jökli eftir Guðnýju, Svo á jörðu sem á himni eftir Krist- ínu Jóhannesdóttur og stuttmyndirnar Ævin- týri á okkar tímum eftir Ingu Lisu Middleton, Tvær litlar stelpur lenda í stríði eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur og Hlaupár Önnu Th. Rögnvaldsdóttur. Þessar myndir bættust við þann fjölda mynda sem árlega er sýndur í Rúðuborg. Hringborðsumræðurnar fóru fram í Mel- ville, gömlu kvikmyndahúsi í miðbænum, en stjórnandi þeirra var Claire Clouzot, blaða- maður og kvikmyndagagnrýnandi á ríkisút- varpsstöðinni France Culture. Claire hefur lagt sig fram við að setja sig inn í kvik- myndagerð Norðurlandanna nokkuð sem ekki var hægt að segja um kollega hennar TÆPLEGA tuttugu kvikmyndageróarkonum frá Noróurlöndunum og Eystrasaltslöndunum var boóió til hringborósumræóna á Norrænu kvikmyndahátíó- inni í Rúðuborg. MARGRÉT ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR fylgdist með umræðunum. frá Cahiers de cinéma sem kom til Rúðu- borgar í þeim tilgangi einum að hitta Pirjo Honkasalo sem greinilega stóð upp úr hópn- um í huga Frakkanna. Fjórir franskir heim- ildarmyndagerðarmenn, Jean-Michel Carré, René Vauthier, Simone Vannier og Dom- inique Cabrera tóku þátt í umræðunum, sem snerust í fyrst lotu um tengsl leikinna mynda og heimildarmynda. í síðari hlutanum var fjallað um framleiðslu, fjármögnun og dreif- ingu heimildarmynda og samskipti kvik- myndagerðarmanna við sjónvarpsstöðvar. Ifyrri hlutanum, fyrir kaffihlé, barst talið að muninum sem er á því að vinna með leikurum eða með fólk sem kemur fram í eigin persónu. Vangaveltur voru um sið- ferðilegar skyldur kvikmyndamanns sem fær aðgang að lífi venjulegs fólks og það hvernig hann getur myndað það án þess að ráðskast með viðkomandi eða valda þeim skaða. Mairie-Louise Ekman, Marianne Ahrne og Christina Olofsson frá Svíþjóð töluðu allar um ábyrgðartilfinningu sem Pirjo Honkasalo deildi að vissu leyti með þeim um leið og hún játaði að það gæti stundum verið þreytandi að þurfa stöðugt að sýna auðmýkt. Susanna Bier frá Dan- mörku sagði að mestu máli skipti að bera virðingu fyrir viðfangsefninu um leið og hún lýsti því yfir að henni þætti þægilegra að gera leiknar myndir þar sem auðveldara væri að hafa fullkomna stjórn á hlutunum. Dominique Cabrera var ekki alveg sammála þeim og fannst þær gera of lítið úr fram- lagi þess sem verið væri að mynda. „Sá sem samþykkir að láta gera um sig heimildar- mynd getur h'ka verið knúinn áfram aflöng- un til þátttöku. Og þá er hann ekki áhrifs- laus þolandi því hann leggur sitt afmörkum til myndarinnar." Christina Olofsson bað þá aftur um orðið til að útskýra afstöðu sína með stuttri frásögn af eigin reynslu. „Ég er með í huga tiltekna mynd sem ég gerði Guðný Halldórsdóttir og Kristfn Pálsdóttir voru fulltrúar íslands við hringborðið. um sifjaspell. Konan sem myndin fjallar um kom til mín að eigin frumkvæði. Ég var engu að síður hikandi og það liðu tvö ár áður en ég loksins ákvað að gera myndina. Ég fékk til þess styrkt frá sænska sjónvarp- inu, sem eftir að hafa séð myndina ákvað að táka hana ekki til sýninga. Ástæðan sem þeir gáfu upp var sú að þeir hefðu ekki trú- að frásögn konunnar sem auðvitað hafði mikii áhrifá hana." Olofsson vildi með þessu vekja athygli á að kvikmyndagerðarmenn þurfi að velta því fyrir sér hvaða áhrif tiltek- in mynd kemur til með að hafa á áhorfend- ur og hvaða afleiðingar það geti þýtt fyrir þann sem hún fjallar um jafnvel þótt það sé erfitt að sjá það fyrir. E ftir stutt kaffihlé beindist umræðan að fjármögnun og tækifærum til sýningar heimildarmynda í sjónvarpi og kvik- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. APRÍL1997 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.