Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Blaðsíða 20
4 ÓLÖF Nordal: Hrafnastell — síðasta kvöldmáltíðin. STEINGRÍMUR Eyfjörð: Litlu hlutimir. VIGNIR Jóhannsson: Ættleidda stellið. Morgunblaóið/Golli LISTIN LOGÐ A BORÐ HELGI Þorgils Friðjónsson: Án titils. ELINROS Eyjólfsdóttir: Astrósir. HVERNIG koma listmálarar, myndhöggvarar og nýlista- menn listhugmyndum sínum til skila á borðbúnaði? Svar við því fæst á samsýningu tólf islenskra myndlistar- manna sem opnuð verður í Hafnarborg í dag. A sýning- unni, sem ber yfirskriftina Sparistellið, verður listin í orðsins fyllstu merkingu lögð á borð. Að sögn Jóns Proppés sýningarstjóra kviknaði hug- myndin að sýningunni á kaffihúsi - „eins og fleiri góðar hugmyndir" - þar sem hann sat yfir kaffibolla ásamt myndlistarmönnunum Steingrími Eyfjörð og Jóni Óskari Hafsteinssyni sem munu lengi hafi látið sig dreyma um að mála á postulín - kannski meira í gamni en alvöru. „Það er á hinn bóginn alltaf gaman að setja annað slagið upp sýningar, þar sem listamennirnir taka sig ekki of alvarlega," segir Jón. Þátttakendur í sýningunni eru Guðjón Bjarnason, Helgi Þorgils Friðjóns- son, Hulda Hákon, Jón Óskar Hafsteinsson, Kristján Guðmundsson, Ólöf Nordal, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ráðhildur Ingadóttir, Steingrímur Ey- fjörð, Tumi Magnússon og Vignir Jóhannsson, sem spreyta sig nú í fyrsta sinn á postulíni, og Elínrós Eyjólfsdóttir, sem sker sig úr hópnum, þar sem hún hefur lagt stund á postulínsmálun í tvo áratugi. „Þessi sýning er í senn óður til postulínsins og tilraun til að færa listræn- ar hugmyndir milli sviða," segir Jón Proppé. „Þeir sem til listamannanna þekkja eiga auðvelt með að sjá handbragð hvers og eins og hugsun í borð- búnaði hans en mun þykja nýstárlegt að sjá þessar hugmyndir útfærðar á diska, bolla og skálar sem eru frekar ólistrænir hlutir - og þó!" Að sögn Jóns er Elínrós eins konar guðmóðir sýningarinnar en hún hef- ur, reynslu sinnar vegna, betri tök á viðfangsefninu en hinir listamennirnir. Segir Jón að fyrir vikið hafi legið beint við að hún tæki félaga sína í læri. Elínrós gerir reyndar ekki mikið úr kennslunni enda samanstandi hópur- inn af vönum listamönnum. Þó hafi hún getað „varað þá við ýmsum tækni- legum atriðum". Segir hún að hópurinn sé feikilega áhugasamur - og frjór. „Hugmyndir þeirra eru mjög ferskar en postulínsmálun hefur til þessa að mestu leyti gengið út á að kópera myndir. Innlegg þessa hugmyndaríka fólks er því skemmtilegt og vonandi á það eftir að halda áfram á þessari braut. Postulínið hefur að vísu aldrei verið jafn hátt skrifað og málverkið, fyrst og fremst vegna þess að það er nytjahlutur, en nú til dags er listin hins vegar í ríkari mæli komin inn á borð til okkar." Yrkisefni Elínrósar á sýningunni er rósin - „drottning blómanna", svo sem hún kemst að orði, en verkið mun vera óður til ástarinnar, bæði í form- um og lit. Hefur listakonan lagt umtalsverða vinnu í verkið enda segir hún postulínsmálarann þurfa að búa yfir mikilli þjálfun til að mála rósina - til að ná þrívíddinni, ilminum. Vignir Jóhannsson „ættleiðir" hluta af erfðagóssi Dana á íslandi, máva- stellið, „innsta helgidóm hins íslenska millistéttarheimilis", að því er Jón Proppé heldur fram. „Það má ef til vill líta á þetta sem ádeilu á áframhald- andi einokun Dana á íslandi eftir að sjálfstæðisbaráttunni lauk en Danir töldu okkur á sínum tíma trú um að mávastellið væri hverju heimili nauðsyn- legt," segir Vignir. „Annars er þetta meira til gamans gert." Steingrímur Eyfjörð „skoðar" hugmyndaheim heilagrar Teresu frá Lisieux á sýningunni en hún á hundrað ára dánarafmæli á þessu ári. Kveðst listamað- urinn hafa vilja fjalla um eitthvað tengt trú í verki sínu og heilög Teresa hafi verið tilvalin, meðal annars þar sem hún hafi lagt áherslu á einfaldleik- ann, það barnslega, í ritum sínum - nokkuð sem sé honum að skapi. HULDAHákort.Ántitils. GUÐJÓN Bjarnason: Ántitils. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. APRÍL1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.