Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Qupperneq 5
börn og ungmenni deyja
„Nei, það er ég ekki. Þegar ég var dreng-
ur, var ég alinn upp í spíritisma og var hrædd-
ur við dautt fólk. En þegar ég fór að kryfja,
vandist þetta af mér. Eg er ekki hræddur við
dauða menn, þeir lifandi eru miklu hættu-
legri, það hefur mér reynzt. Ég hef aldrei
orðið fyrir neinu ónæði af þeim, sem ég hef
krufið, og ég hef spurt aðstoðarmenn mína,
hvort þeir hafi orðið fyrir ónæði af hendi þeirra
dauðu, en þeir hafa alltaf svarað neitandi.
Ættingjum er stundum illa við, að ástvinir
þeirra séu krufnir. En oft hef ég orðið þess
var, að þeir hafa sætt sig betur við sorg sína,
þegar þeir hafa fengið þær upplýsingar sem
krufningin veitti. Margir ásaka sig fyrir að
hafa ekki farið með barnið sitt nógu snemma
til læknis eða leitað tii lækna erlendis. En þeg-
ar krufningin hefur leitt í ijós, að um ólækn-
andi sjúkdóm var að ræða, sem enginn hefði
ráðið við, verður fólki oft hughægra. Oft kryfj-
um við fyrir lögregluna, og þá rekumst við
stundum á hina ótrúlegustu hluti, t.d. þurftum
við eitt sinn að kryija mann, sem lézt í bíl-
slysi, og komumst að raun um, að hann var
með ólæknandi krabbamein, sem enginn vissi
um, og hefði í mesta lagi lifað eitt ér.
En þér voruð að spyrja,_hvort ég
væri ekki hræddur. Ég viður-
kenni, að mér leið einu sinni illa
meðan ég var í Graz. í líkhúsinu
voru um 20 lík, og hafði mér
verið falið að rannsaka eitt
þeirra. Prófessorinn ætlaði að
skýra krufninguna fyrir stúd-
entum eldsnemma næsta morgun og þurfti
að fá sneið úr lifrinni. Það var komið fram
undir miðnætti, og þá mundi ég allt í einu
eftir, að ég hafði gleymt lifrinni. Nú voru góð
ráð dýr. Hvað átti ég að gera? Átti_ ég að
verða mér til skammar daginn eftir? Ég játa,
að mér var mjög illa við að fara niður í líkhús
á þessum tíma,_ en ég átti að gera það og lét
mig hafa það. Ég fikraði mig niður eftir kjall-
aranum og inn í líkhúsið, leitaði að „mínu líki“,
skar sneið úr lifrinni og fór með hana. Ég var
einní stofunni, alger þögn - en ekkert gerð-
ist. Ég sagði, að mér hefði ekki liðið vel, það
er rétt - engin ástæða að neita því, en þessa
nótt vann ég sigur á myrkfælninni og síðan
hef ég aldrei þjáðst af henni. Um skeið bjó
ég aleinn hér uppi í Rannsóknastofunni og
varð að skreppa niður í líkhús að þoka
glugganum, þegar hann skelltist í vondu veðri
um hánótt, en það hafði engin áhrif á mig.
I gamla daga var það trú manna, að þeir
losnuðu við líkhræðsluna með því að snerta
líkin. Ég er sannarlega búinn að snerta mörg
lík, og það hefur ekki enn orðið mér að meini.
En þér eruð smeykur við krufningu."
„Mér er um og ó.“
„Manni hættir til að óttast það sem maður
þekkir ekki, en hræðslan á ekki rétt á sér.“
„Hefur lík aldrei gripið í handlegginn á
yður, prófessor Dungal?"
„Nei, ef það gerði það, væri það ekki lík.“
„En segið mér, finnst yður ekki þetta starf
yðar hálfóhugnanlegt?"
„Ekki finnst mér það, við tökum þetta eins
og hvert annað lærdómsríkt starf og unum
því vel að vera alltaf að læra.“
„Hefur þetta engin áhrif á matarlystina?"
„Nei, matarlystin er sú sama. Þegar ég
vann við anatómískan líkskurð í fyrsta skipti,
pússaði taugar og vöðva og annað því um líkt,
fannst mér ég vera svo viðbjóðslegur á hönd-
unum, að ég gæti aldrei bragðað matarbita
framar, en það lagaðist, og eftir vikutíma
fannst mér ég geta borðað óþveginn, eins og
ekkert hefði í skorizt."
„En mér finnst þér taia einkennilega um
dauðann, prófessor Dungal, er þá ekkert sorg-
legt við hann?“
„Jú, auðvitað. Það er hastarlegt að sjá börn
og ungmenni deyja, en allt annað gildir um
gamalt fólk, það er eðlilegt að gamalt fólk
deyi. En lífið er hart og miskunnarlaust, og
í þessu húsi eru daglega kveðnir upp dauða-
dómar yfir fólki, ungu og gömlu. Það getur
verið mjög hastarlegt, já, það getur það ver-
ið, stundum eru þetta beztu vinir okkar, skóla-
bræður eða konur þeirra, sem í hlut eiga.
Hingað eru nefnilega send stykki úr æxlum
og alls konar vefjum frá læknum og sjúkrahús-
um, og það er okkar verk að úrskurða, hvers
konar sjúkdóma um sé að ræða, hvort það sé
bólga, krabbamein, berklar eða eitthvað ann-
að.
Hér niðri er fótur, sem nýlega var tekinn
af ungum manni. Viljið þér ekki koma með
mér og sjá hann? Ég held þér hefðuð gott af
því, ég held það mundi vekja yður til umhugs-
unar. Fyrir skömmu ►
„Þér lærðuð hjá Guðmundi Magnússyni, var
það ekki?“
„Jú, Guðmundur var mjög merkilegur
maður og einhver bezti kennari sem ég hef
þekkt, enda stórgáfaður skurðlæknir og fróð-
ur vel. Hann var hnyttinn í svörum og gat
það stundum komið niður á nemendum, sem
honum þóttu óskarpir í hugsun. Einhveiju
sinni var hann að ganga upp Amtmannsstíg
um hávetur. Það var hált á gangstéttinni og
illfært. Á undan honum gekk ung stúlka.
Þegar þau eru í miðri brekkunni, kemur
myndarlegur maður á móti þeim og gengur
niður stíginn. Þegar hann er kominn fram
hjá, lítur stúlkan við en dettur í sömu svifum
og liggur á götunni. Guðmundur gengur til
hennai' og spyr, hvort hún hafi ekki meitt
sig. Jú, hún hafði meitt sig. Hann fer nú að
stumra yfir henni og sér að hún hefur farið
úr liði. Hann kippir henni í liðinn og spyr,
hvort hún vilji ekki koma til sín daginn eftir,
svo hann geti athugað meiðslin betur, lítur
svo á hana og bætir við: „Nú, en sáuð þér
manninn?"
egar Sigvaldi Kaldalóns var að
taka próf í handlæknisfræði,
fékk hann til skoðunar sjúkl-
ing með framhandleggsbrot.
Guðmundi þótti hann ekki fara
alltof læknislega með sjúkl-
inginn og spyr Sigvalda, hvað
að honum sé. Sigvaldi segir,
að það sé handleggsbrot. Þá segir Guðmund-
ur: „Nú, af hveiju þekkið þér það? Þekkið þér
það á því, í hvaða tóntegund hann skrækti?"
Karlinn var bráðsnjall og síiðandi af húmor.
Hann var lágur maður vexti, en snarplegur
og hafði hýran glampa í augum."
„Hvenær fóruð þér að fást við meinafræð-
ina fyrir alvöru?"
„Ég fór til framhaldsnáms í Noregi og
Þýzkalandi og kom heim snemma árs 1924,
og seint á sama ári var ég beðinn að taka
að mér kennslu í meina- og sýklafræði við
háskólann, því Stefán Jónsson dósent var þá
farinn til Danmerkur. Hann treysti sér ekki
til að vinna við þau frumstæðu skilyrði, sem
hér voru þá. Hann var ágætur maður og vel
að sér. Leitað var til tveggja íslenzkra lækna,
sem báðir voru búsettir erlendis, en þeir hættu
við undirbúningsnámið, enda orðnir fullorðnir
menn. Þá ákvað læknadeildin að fá ungan
mann og sneri sér til mín. Ég tók að mér
starfið og fór utan í marz 1925, til Graz í
Austurríki, að undirbúa mig í sérgreininni.
Ég hafði lítið sem ekkert fengizt við krufn-
ingar hér heima og kunni lítið í meinafræði.
Ég var svo illa að mér, að ég varð að vinna
fram á nætur og læra læknisfræðina upp á
nýtt. En ég sé ekki eftir því. Læknar sem eru
vanir krufningum hugsa öðruvísi en þeir, sem
hafa lítið fengizt við þann starfa. Þeir hugsa
um, hvað er að gerast í hveiju líffæri út af
fyrir sig og hvernig það lítur út, en mörgum
öðrum hættir til að hugsa aðeins um einkenn-
in.“
„Haldið þér, að íslenzkir læknar hafi stað-
góða þekkingu í meinafræði?"
„Já, það held ég nú orðið og sumir eru
ágætlega að sér, enda sjá þeir margar krufn-
ingar, a.m.k. þeir sem vinna í spítölum."
„Eruð þér aldrei hræddur við lík?“
NÍELS P. Dungal
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 1997 5