Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Side 6
lífí, dansaði jafnvel. Nú hefur orðið að taka hann - finnst yður lífið ekki geta verið mis- kunnarlaust? Og þér sáuð lærið af ungu stúlk- unni... “ „Það er ekki hægt að segja, að þér séuð kristinn maður, prófessor Dungal?“ „Nei, alls ekki.“ „En trúaður kannski?" „Nei, ekki heldur. Ég er laus við alla religí- on. í mínum augum er trúin ekkert annað en hjátrú, sem ekki hefur enn verið viðurkennd hjátrú. Öll trúarbrögð, sem heimurinn hefur kynnzt til þessa dags, hafa orðið að hjátrú. Og kristindómurinn er greinilega á sömu leið- inni. Engum heilvita manni kemur til hugar að trúa nú á meyjarfæðingu og upprisu, eins og allur almenningur gerði á mínum uppvaxt- arárum." „Þegar Blekking og þekking kom út, heyrði ég gamlar konur segja: „Skyldi honum pró- fessor Dungal ekki líða illa að vera svona trú- laus?“ Segið mér, líður yður ilia?“ „Nei, mér líður prýðilega. Trúuðu fólki líð- ur sízt betur en trúleysingjum eins og mér. Hugsið yður bara allar þær þjáningar, sem eru sprottnar af ótta við djöful og helvíti. Kenningar kirkjunnar eru leifar frá þeim tíma, þegar prestar og munkar stóðu við banabeð sjúklingsins til að pína út úr honum eignir hans og hétu honum sáluhjálp í stað- inn. Guðmundur Hannesson sagði mér, að sér hefði virzt trúað fólk miklu hræddara við dauðann en þeir sem væru trúlausir, og ég held margir læknar hafi svipaða sögu að segja. Það þarf enginn að undrast þennan ótta fólksins, ef haft er í huga, að það var kannski einn af 10.000, sem átti von um paradísarsælu." „En sálin, haldið þér ekki að hún sé til, að við eigum sál?“ „Fæstir okkar vita hvað þeir eiga við, þeg- ar þeir tala um sál. En ef átt er við andlegan líkama, sem getur lifað sjálfstæðu lífi án þess líkama sem við þekkjum, verð ég að segja, að slík sál er ekki viðurkennd af vísindunum. En haldið þér að slík sál sé til?“ „Því hefur verið hvíslað að mér.“ „Það getur svo margt borizt inn í hug manns frá tilfinningalífinu, sem kallað er, en það er ekki gott að greina, hvað af því á sér stað í raunveruleikanum. Þér eruð kannski spíritisti?" „Ég held spíritisminn geti unnið stórkostleg vísindaafrek í framtíðinni, hann og lækn- isfræðin eiga kannski eftir að taka höndum saman, hver veit?“ „Já, þér haldið það, en hann hefur ekki farið vel af stað, hann hefur ekkert sannað." „Spíritistar hafa vigtað útfrymið frá líkam- anum.“ „Það getur ekki verið, það hefur ekki verið vísindalega sannað að útfrymi sé til.“ „Sir William Crookes gerði stórmerkar at- huganir, sá heimsfrægi eðlisfræðingur og raunvísindamaður." „Já, það er alltaf vitnað í hann - það er rétt, hann féll fyrir spíritismanum. Ég væni hann ekki um falsanir eða fleipur, en það verður aldrei talið vísindalega sannað, sem er ekki hægt að endurtaka annars staðar. Darwin sagði: „Það er ekki eins hættulegt að draga rangar ályktanir og gera rangar athug- anir.“ „Það var rétt hjá honum. Maður má ekki hafa slíka oftrú á neinum manni, að honum geti ekki skjátlazt.“ „Hefði Jónas Hallgrímsson getað ort Gunn- arshólma aftur, ef honum hefði verið fyrirskip- að það?“ „Til hvers?“ „Til að sanna vísindalega, að hann hefði ort hann áður.“ „Nei, ekki Gunnarshólma, heldur eitthvert annað kvæði svo gott, að allir vissu að það væri eftir hann. En það hefði orðið að vera merkilegra ljóð en kom í „gegnum" Kamban, þér munið eftir því, Kamban var miðill um tíma.“ „Gunnarshólmi er innblásið ljóð, verður inn- blástur nokkum tíma sannaður með end- urtekningu?" „Fyrir mér er mjög vafasamt, að nokkur innblástur sé til, þ.e. að heili manns verði fyrir áhrifum frá æðri vitsmunaverum. Ég held miklu fremur, að heili mannsins afreki mestu, þegar hann er vel hvíldur, vel upplagð- ur, þegar maðurinn er í stemningu til að fram- leiða það sem er satt og fagurt. Og slíkt ástand getur endurtekið sig og gerir oft - þó of sjald- an.“ „En segið mér, dreymir yður aldrei neitt, prófessor Dungal?“ „Jú, eins og hvern annan.“ „Aldrei fyrir óorðnum hlutum?" „Það er erfitt að segja, ég er lítill drauma- maður, en móður mína dreymdi oft fyrir ýmsu.“ „Hvemig skiljið þér það?“ „Ja, mannsheilinn er bara miklu merkilegra verkfæri en við höfúm hugmynd um, t.d. vakn- aði móðir mín eina nóttina og kallaði: „Hann Halldór hefur slasazt á handleggnum." ég veit það ekki, það má t.d. vel hugsa sér, að kýrin sé hamingjusamari en við - en við eigum ekki að gera okkur ánægð með hugsun- arlausa sælu. Engum hugsandi manni er það nóg að fullnægja aðeins frumstæðustu hvötum líkamans, að borða, sofa og svala kynhvöt sinni. „Hugsandi maður kaupir hamingjuna með göfugri þjáningu," segir Ernest Renan, og Prédikarinn segir: „Sá, sem eykur þekk- ingu sína, eykur kvöl sína.“ Það eru mikil sannindi. Fáfræðinni getur fylgt viss ham- ingja, en hamingja kýrinnar á ekki að vera okkar takmark, finnst yður það?“ „Ég held bara, að ég hafi ágæt áhrif á yður!“ Prófessor Dungal brosti og leit á klukkuna, það minnti mig á það sem hann hafði sagt áður, þeg- ar hann talaði um heilann og möguleika hans: „Við vitum svo lítið um líf okkar. Sennilega er enginn tími til og margt í kringum okkur blekking ein. Við vitum ekki einu sinni hvert við erum að fara eða hvort við erum að fara nokkuð. Hér á túninu milli Fæðingardeildar- innar og Rannsóknastofunnar er snigill. Hann lagði af stað frá Fæðingardeildinni fyrir 10 dögum og er nú kominn hálfa þessa leið. Hann veit ekki, hvað hann hefur verið lengi á leiðinni, og ekki heldur, hvert hann er að fara. Hann er blindur og verður að treysta á lyktnæmi sitt. Það eina, sem hann skynjar auk þess, er munur á nótt og degi. Hann getur ekki haft nema mjög ófullkomnar hug- myndir um umhverfi sitt. Og svo einn dag kemur lóa og kroppar hann í sig. Hver veit nema við séum líka sniglar í okkar umhverfi?“ „Getur ekki vantrú yðar verið sérvizka?" „Það hefur alltaf verið sagt, að sjálfstæð hugsun sé sérvizka. Að því leyti má kalla vantrú mína sérvizku, en hún er betri en sér- trú og ekki eins skaðleg." „Segið mér að lokum, prófessor Dungal, hafið þér aldrei verið hræddur við að deyja?“ „Nei, hví í ósköpunum ætti ég að vera það, ég er ekki hræddari við að deyja en sofna. Ég var rétt að segja dauður um þetta leyti í fyrra, en ég var ekkert hræddur. Fyrir mörgum árum tók ég eftir því heima hjá mér, að púlsinn var farinn að slá óreglulega og nokkru síðar hætti hjartað að slá, og þá leið yfir mig. Með þessu fylgdist ég nákvæmlega og sagði við sjálfan mig: „Nú, það er bara svona, ég er að deyja!" En engin hræðsla greip mig, alls engin. Hræðsla er ekkert annað en kvöl, sem við tök- um út fyrirfram, af því við búumst við ein- hverri kvöl, sem ekki er víst að komi. Það ætti að vinna að því að útrýma óttanum, því hann á ekki rétt á sér. Það er nóg að taka út kvölina, þegar óhappið hefur dunið yfir. Ég man þegar ég kom heim með mótorbát frá Danmörku 19 ára garnall, að veðrið var eins og það gat verst orðið. Ég lá fyrir niðri í káetu hjá skipstjóranum. Þá kemur stýrimað- urinn niður og segir við skipstjórann: „Já, Guðmundur, alltaf lagðist það í mig að svona mundi fara - að við kæmumst ekki lifandi úr þessum túr.“ Þessi orð voru eina hughreyst- ingin, sem ég fékk á leiðinni. En þau snertu mig ekki. Mér var alveg sama, bara ef ég losnaði við sjóveikina. Eg hef aldrei verið hræddur við dauðann." „Langar yður samt ekki til að lifa eftir dauðann?" „Til hvers þessi eilífðarþrá? Ég held, að fæstir sem óska þess að lifa áfram, geri sér ljóst hvað eilíft lvf er. Við þráum öll að missa meðvitund í langan tíma á hveijum sólar- hring. Engan Iangar til að búa við svefnleysi, vaka dag og nótt, jafnvel þó það gæti aukið afköst hans verulega. Mér finnst eilífðarþráin misskilningur. Ef guð segði við yður: „Hvort viltu heldur lifa áfram ungur og hraustur um alla eilífð eða hrörna og deyja, þegar þinn tími er kominn?“ Þá munduð þér sennilega svara: „Ég vil heldur deyja.“ Hræðslan við að geta ekki dáið mundi verða miklu ægilegri en hræðslan við dauðann getur nokkurn tíma orðið. Nei, dauðinn á að koma og kemur hjá mörgum eins og langþráður svefn og hvíld frá þrasi. Menn þurfa ekki að kvíða honum og eiga ekki að láta neinn telja sér trú um að eilífðarkvalir bíði nokkurs manns, eins og okkur hefur alltof lengi verið kennt.“ „En ef þér vöknuðuð nú annars heims, yrð- uð þér þá fyrir miklum vonbrigðum, haldið þér?“ „Ekki býst ég við því, en undrandi yrði ég.“ „Og hvernig haldið þér að yður mundi líða?“ „Sennilega ekki verr en hér. En líklega yrði ég að fá mér eitthvað annað að gera. Og þó, hver veit nema maður geti haldið áfram í faginu, því allur bakteríuskarinn hlýt- ur að lifa áfram, ef við gerum það. Og svo mikið sem komið er yfir um af fólki, þá eru þó bakteríurnar og skorkvikindin milljón sinn- um fleiri. Kannski gæti orðið nóg að gera, hver veit?“ Halldór bróðir minn var þá í Berlín, mörg þúsund kílómetra í burtu, og við vissum ekkert um hans hagi. En viku síðar barst okkur bréf frá Berlín, og þá kom í ljós, að hann hafði slasazt á hægri handlegg, eins og móður mína hafði dreymt, og á sama tíma.“ „Þarna sjáið þér!“ „Nei ég sé ekkert annað en það, að heilinn er miklu merkilegra líffæri en við höldum. En við þekkjum hann því miður svo lítið og starf- semi hans ennþá minna. í honum eru billjónir frumna, sem hafa náið samband sín á milli - möguleikamir eru astrónómískir, við kunnum bara ekki að nota þá. Þegar bam er 5 ára, er heilinn orðinn fullþroska verkfæri, sem aðeins á eftir að æfast og læra. Það, sem við vitum um heilann á móti því sem við vitum ekki, er eins og eitt rykkom saman borið við Reykjavík." „Þér hafið verið alinn upp í spíritisma, sögð- uð þér?“ „Já, spíritisma og myrkfælni er óhætt að segja.“ „Þau voru mjög samrýnd. Móðir mín var trúuð kona. Hún var svo sannfærð um, að hún mundi lifa eftir dauðann, að hún sagðist skyldu láta mig vita af sér. Ekki hef ég orðið neins var enn, þó 8 mánuðir séu liðnir frá því hún dó.“ „Kannski vill hún ekki hrella yður?“ „Jú, hún ætlaði svo sannarlega að láta mig vita af sér, það er áreiðanlegt. Sannleikurinn er sá, að spíritisminn þrífst illa í rafmagns- ljósi. í fámenni og myrkri lifir fólk á sínu eig- in ímyndunarafli og þá skapast álfar, tröll og draugar." „En af hveiju haldið þér, að móðir yðar hafi vitað um slysið í Berlín?" „Ég sagði yður það áðan, heilinn er feikna- lega merkilegt líffæri, miklu viðkvæmara sendi- og móttökutæki en við höfum hugmynd um, ekki sízt móðurheilinn, þegar barn er annars vegar. Það lengsta sem menn hafa hingað til komizt í spíritískum fræðum er að sanna, að „eitthvað" sé til, sem hefur ekki verið skýrt, einhver fyrirbæri. Þetta er niður- staða þýzka vísindamannsins baróns von Schrenck-Notzing, en það er ekki það sama og hafa sannað líf eftir dauðann." Morgunblaóió/Árni Sæberg HÚS Rannsóknastofu Háskólans við Barónstíg sem tekið var í notkun 1934. NOKKUR gömul tæki af Rannsóknastofu Háskólans. Að neðan til vinstri eru m.a. vaxkubbar sem vefjasýni er geymt í. Öll fita er fjarlægð lír sýninu, siðan er vatn fjarlægt úr vefnum og sýnið lagt í heitt paraffín sem mettar vefinn og úr verður eins konar vaxmynd sem er steypt inn í kubbana. Ekki verður nein myndbreyting á vefnum og þvi hægt að skoða hann síðar. Fyrir ofan kubbana er skurðsleði frá 1925, notaður til að skera örþunna sneið úr sýninu til smásjárskoðunar. Skráin með sjúkdómsgreiningum er frá 1935, með rithönd Níelsar. Neðst til hægri er fyrsta smásjá Níelsar, sem hann notaði frá „Ætli afstaða yðar sé ekki að einhveiju leyti uppreisn gegn uppeldinu?" „Það kann að vera, en spíritisminn hefur smám saman gufað upp hjá mér, eftir því sem ég hef elzt.“ „Hvað hefði frændi yðar, Haraldur Níels- son, sagt, ef hann hefði heyrt til yðar?“ „Hann hefði mótmælt með sínum rökum. Mér þótti vænt um har.n eins og föður minn og ég virti hann rnikils. Hann var glæsi- menni, hafði allt til að bera sem prýða má einn mann, en það var eins og Árni Pálsson sagði: „Ég hef aldrei vitað nokkurn mann stúdera guðfræði svo hann hafi beðið þess bætur.““ „Voru þau lík, Haraldur og móðir yðar?" 1925-1935. „Og þó þér trúið ekki á annað líf, eruð þér hamingjusamur." „Satt að segja hugsa ég aldrei um, hvort ég sé hamingjusamur. Ég veit, að margir eru sælir í sinni trú. En ég kæri mig ekki um þá hamingju. Trúin er kenning, sem borin er fram og enginn má gagnrýna. Sumar stjórnmála- stefnur geta verið trú, einræði er það alltaf. Kaþólskan er trú á sömu forsendum, og það er ekki vel séð, svo ekki sé meira sagt, að gagnrýna kristindóminn almennt. Við getum ekki látið okkur þetta lynda og verið hamingju- söm frekar en við getum sætt okkur við komm- únismann og verið hamingjusöm. Undirstaðan undir öllu fijálsu lífi er gagnrýni, en það get- ur verið, að til sé lífshamingja án gagnrýni, 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/IISTIR 14. JÚNÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.