Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Qupperneq 9
HALLDÓR Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar.
að þykir mörgum höfundum sem eru að gefa
út í þessu litla samfélagi að þeir fái ekki jafn
mikla viðurkenningu og þeir eigi skilið. Og það
á við um rithöfunda eins og annað fólk að
þeim þykir það alltaf vera einhverjum öðrum
að kenna en þeim sjálfum. Slíkt ástand er
auðvitað óþrjótandi jarðvegur samsæriskenn-
inga og hugmynda um að það séu tiltekin öfl
að halda mönnum niðri. Og fyrirtæki sem eru
jafn stór á markaðnum og Mál og menning
og Morgvnblaðið þurfa alltaf að búa við það
að menn telji þau standa fyrir samsærum gegn
hinum og þessum einstaklingum og hópum.
Veruleikinn er hins vegar ekki þessi.
Og fyrst Morgunblaðið ber á góma þá má
til dæmis um þetta geta þess að ég hef átt
gott samstarf við það síðan ég byrjaði hérna
og hef ekki orðið var við herfilegar ofsóknir
af þess hálfu. Mér vitanlega hef ég heldur
ekki ofsótt hægrisinnaða rithöfunda; hér er
rithöfundum ekki hafnað af pólitískum ástæð-
um. Það gæti vel verið að ef gerð yrði rann-
sókn á því hér í fyrirtækinu, með djúpvið-
tölum, kæmi í ljós að það væri vinstri slagsíða
á sumum þeim sem hér ráða ferðinni, en við
lítum ekki svo á að fyrirtækið hafi það hlut-
verk að taka þátt í þjóðmálapólitík. Hin seinni
ár leita líka höfundar hingað með allar mögu-
legar skoðanir á þeim málum. Við erum auk
þess útgefendur borgaralegra rithöfunda, svo
notað sé úrelt orðaiag kalda stríðsins, eins og
Tómasar Guðmundssonar og Gunnars Gunn-
arssonar. Það má því segja að við höfum gert
okkar til að losna undan öllu þessu tali um
pólitíska flokkadrætti."
Of stórt? Of áhrifamikió?
-Menn hafa lýst áhyggjum sínum yfir því
að Mál og menning sé orðið of stórt forlag á
íslenskum bókamarkaði og áhrifamikið. Ég
hef heyrt ungan höfund sem var hafnað hjá
Máli og menningu segja að þar með væri fer-
ill hans búinn eða misheppnaður, maður væri
annað hvort inni hjá Máli og menningu eða
alveg úti í íslenskum bókmenntaheimi.
„Það er annarra að dæma um það hvort við
séum orðnir of stórir eða áhrifamiklir en að
mínu mati erum við það ekki. Ef við lítum til
landanna í kringum okkur þá er iðulega til eitt
stórt bókmenntaforlag sem hefur haft leiðandi
stöðu um nokkurt skeið, svo sem eins og Gyld-
endal í Danmörku og Bonniers í Svíþjóð. En
það takmarkar ekki frelsi hinna, það er full og
klár samkeppni á íslenskum bókamarkaði. Mark-
aðurinn er heldur ekki stærri en svo að það
þarf ekkert gríðarlegt fjármagn til að heíja hér
útgáfu. Hins vegar er orðið erfiðara fyrir nýja
höfunda að komast að, því er ekki að neita.“
-En útgefendum hefur fækkað undanfarin
ár, einkum stórum.
„Já, það hefur verið kreppa í þessari grein
undanfarin ár en svo virðist landið vera að
rísa aftur núna; þessi atvinnugrein hefur al-
gerlega fylgt sveiflum hagkerfisins. Mér þyk-
ir þó stundum við vera orðnir of stórir í þeim
skilningi að það leita mjög margir til okkar
um útgáfu og miklu fleiri en við getum sinnt.
Á sviði fagurbókmennta erum við eiginlega
sprungnir og því er mjög erfitt fyrir nýtt fólk
að komast að héma; maður er að lenda í því
að þurfa að afþakka fullkomlega útgáfuhæf
verk sem er alveg ný staða fyrir mig. Ég
myndi vilja það mjög gjarnan að fleiri forlög
legðu meiri áherslu á að sinna fagurbókmennt-
um. Við eigum hér stór forlög sem eiga sér
langa bókmenntalega sögu en sinna íslenskum
samtímabókmenntum minna núna. Ég get
hins vegar ómögulega séð að það hafi skaðað
íslenskar bókmenntir að við höfum haft þær
sem mikilvægasta þáttinn í starfsemi okkar.
Væri svo væri búið að snúa hlutunum á hvolf.“
-Það er kannski frekar verið að tala um
að áhrifavald eða mótunarvald Máls og menn-
ingar sé orðið mikið og jafnvel óæskilega mik-
ið á íslenskar bókmenntir og kannski skilning
á bókmenntunum líka. Þetta vald endurspegl-
ast kannski vel í útgáfu ykkar á íjögurra binda
verki um íslenska bókmenntasögu sem verður
sennilega lokið á næsta ári. Þetta er glæsilegt
og gríðarlega mikið verk og raunar má jafn-
framt segja að þetta sé fyrsta heildstæða ís-
lenska bókmenntasagan. Þú ritstýrir sjálfur
síðustu tveimur bindum þessa verks sem fjalla
um átjándu, nítjándu og tuttugustu öldina og
skrifar auk þess um Halldór Laxness í fjórða
bindið. Er engin hætta á því að „ykkar“ mönn-
um verði hampað umfram þá höfunda sem
ekki hafa fylgt Máli og menningu að málum
í gegnum tíðina eða verið gefnir út af henni?
„Það er sjálfsagt fyrir okkur að varast þær
hættur sem þessu kunna að vera tengdar.
Bókmenntasagan er til komin vegna þess að
okkur fannst það vera þarft að gefa hana út,
og ég skal ekki neita því að hún er persónu-
Morgunblaóið/Arnaldur
legt hugðarefni mitt vegna þess að ég er
menntaður á þessu sviði. Mitt sérsvið er Hall-
dór Laxness og ég mun því skrifa um hann
þótt ég gefí hann ekki út. Ég mun ekki skrifa
um þau ár sem ég hef sjálfur verið þátttak-
andi í íslenskum bókmenntum sem útgefandi.
Við munum reyna hér eftir sem hingað til að
fá fólk af ýmsu tagi og úr ýmsum áttum til
að skrifa í þessa bókmenntasögu. Það á auðvit-
að eftir að koma í ljós hvernig til tekst með
fjórða bindið en ef eitthvað fer úrskeiðis þá
verður það vegna þess að það tekst ekki nógu
vel til með faglegum skrifum. Forlagslegur
áróður verður ekki í þessu verki.
Ég held raunar að það að þetta fyrirtæki
getur leyft sér þessa útgáfu sé umhugsunar-
verð réttlæting á starfi þess. Þetta er gríðar-
lega dýrt verkefni og við höfum ekki fengið
neina umtalsverða styrki til þess. Mér hefur
þótt það ákveðinn kostur við að vinna hér að
þetta er sjálfseignarstofnun þannig að ef fyrir-
tækið skilar hagnaði þá rennur hann inn í
fyrirtækið sjálft en ekki til einhverra eigenda.
Á meðan fyrirtækið er réttum megin við strik-
ið í rekstri sínum þá getur það leyft sér að
gefa út ýmsa hluti sem tap er á, sinna ýmsum
hlutum sem eru ekki taldir gáfulegir á mark-
aðslegan mælikvarða. Þetta er stór kostur við
að vinna hér. Og annað í þessu valdatali; fjöldi
manns á hlut í að velja útgáfubækur Máls og
menningar. Það er framkvæmdastjóri mér við
hlið, Sigurður Svavarsson, tíu manns starfa á
ritstjórn, útgáfustjóri Forlagsins er sjálfstæður
og svo framvegis, þótt ég beri ábyrgð á út-
gáfuprógramminu í heild.“
Borgar sig að taka mió af gœðwm
frekar en söluspádómwm
-Hver er staðan ííslenskri bókaútgáfu ídag?
„Mér hefur virst að íslenskir lesendur séu
þegar til lengdar lætur ótrúlega áhugasamir
um margt og gagnrýnir þótt þeir mættu stund-
um vera djarfari. Þegar til lengri tíma er litið
hefur mér virst að það borgi sig - líka í mark-
aðslegum skilningi - að taka mið af gæðum
þeirra verka sem valin eru til útgáfu. Þegar
útgefendur velja fyrst og fremst bækur út frá
því hvort þær væru söluvænlegar þá gætu
þeir eins farið eftir stjörnuspádómum. Auðvitað
geta menn haft rétt fyrir sér en þeir geta al-
veg eins oft haft rangt fyrir sér og þá með
afskaplega dýrum afleiðingum. Ef maður hefur
hins vegar gefíð út góða bók þá eru yfirgnæf-
andi líkur á því að hún muni einhvem tímann
seljast. Hún gerir það kannski ekki í upphafí
en hún gerir það þá áreiðanlega einhvern tím-
ann seinna, eða gæti gert það.
Það era ýmsar þjóðsögur uppi um það hvern-
ig sala á ákveðnum tegundum bóka gengur
en ég held að verstu áföllin sem dynja yfir
forlög verði þegar menn ætla sér að gefa út
örugga sölubók og það bregst. Það er ekki tap
á ljóðabókaútgáfu því þótt þær seljist kannski
ekki vel í jólabókavertíðinni, eða hvenær sem
þær era gefnar út, þá seljast þær jafnt og
þétt og sígildar ljóðabækur era sérlega vinsæl-
ar sem gjafabækur. Það er heldur ekki tap á
útgáfu íslenskra skáldsagna né almennra fræði-
rita. Það er hins vegar minni áhugi á þýddum
erlendum samtímabókmenntum en oft áður.
Þegar á heildina er litið er frekar bjart yfír
íslenskri bókaútgáfu að mínu mati.“
-Hvernig gengur reksturinn?
„Reksturinn hefur verið réttum megin við
strikið í mörg ár með einni undantekningu sem
er árið 1994 en þá var tap á fyrirtækinu. Á
síðasta ári var velta fyrirtækisins hátt í átta
hundruð milljónir og hagnaðurinn eftir skatt
var um tuttugu og sex milljónir sem er ívið
meira en árið áður. En íslensk forlög eiga ekki
digra sjóði og vandinn sem þau eiga við er sá
að þetta er barátta frá ári til árs. Það er því
erfítt að fjármagna stór verkefni og tímafrek
þótt menn reyni. Við höfum verið að gefa út
fyrmefnda bókmenntasögu með afar litlum
styrkjum frá hinu opinbera. Við erum líka með
þrjá menn í því að endurskoða íslensk-íslensku
orðabókina sem áður var gefin út af Menningar-
sjóði. Þetta er dýrt og áhættan okkar og við
höfum í sjálfu sér ekki undan neinu að kvarta.
Þessi grein er hins vegar aldrei í góðu jafn-
vægi, meðal annars vegna þess hvað haust-
markaðurinn skiptir miklu máli, og heildar-
markaðurinn er smár og sveiflugjarn."
-Þarf ríkið að leggja til meirí styrki til þess-
ara stóru og tímafreku verkefna eða styrkja
bókaútgáfu með einhverjum öðrum hætti?
„Án þess ég sé að setja neitt út á Menning-
arsjóðinn þá er sú stefna sem hann hefur fylgt
ekki nógu áhrifamikil að mínu mati. Hann
hefur beint fé sínu á mjög marga staði þann-
ig að menn hafa í mesta lagi verið að fá þijú
hundruð þúsund krónur, eða svo. Ég held að
með þessu dragi úr vægi sjóðsins, hann gerir
ekkert stórt til eða frá með þessu þótt síst
sé ástæða til að vanþakka þá peninga sem
hann lætur til góðra verka.
Hins vegar held ég að það sé mjög vara-
samt að vera alltaf að kalla á ríkið. Markaður-
inn er fjarri því að vera fullkominn en önnur
kerfi hafa ekki reynst betur í bókaútgáfu. Ef
eitthvað er þá væri gott ef ríkið myndi styðja
við bakið á langtíma fjárfestingum eins og til
dæmis endurskoðun orðabókarinnar eða út-
gáfu á íslensku alfræðibókinni sem kom út
hjá Erni og Örlygi, svo dæmi sé tekið hjá
öðrum útgefanda. Þetta eru hlutir sem hafa
ótvírætt gildi fyrir íslenska þjóð og ófært að
einstaka útgefendur séu alveg að fara með
sig - og aðra - á því að koma þeim út.“
Vantar stóru formin
en annars gróskulegt
-En hvað fmnst þér um íslenskar bók-
menntir í dag?
„Ég held að það megi renna stoðum undir
þá staðhæfíngu að það sé gróska í íslenskum
bókmenntaskrifum. Auðvitað fínnst mér að
stundum hafí verið misgengi. Opinberir styrkir
verða til þess að æ fleiri skrifa en bókamarkað-
urinn vex ekki í samræmi við það. Með tilliti
til þessa hafa bæði útgefendur og höfundar
gott af því að vera svolítið gagnrýnni á verk sín.
Sé litið yfir sviðið koma á hveiju ári út þó
nokkrar læsilegar íslenskar skáldsögur. Maður
getur líka merkt þetta á stórauknum áhuga á
íslenskum bókmenntum erlendis. Maður saknar
þess kannski að íslenskir höfundar reyni við
stór form sem við sjáum hjá erlendum höfund-
um núna, þessar bækur sem skapa heilan heim
sem lesandinn getur horfíð inn í. En að öðru
leyti eiga flestar bókmenntastefnur samtímans
sér einhveija fulltrúa hér á landi. Það er því
töluverð gróska í íslenskum bókmenntum."
180 bcekur fyrir 60.000 krónwr
-Hvað stendur að þínu mati hæst í sextíu
ára sögu Máls og menningar?
„Ég held að það hafi verið unnin mörg merki-
leg afrek á fyrstu áram félagsins. Sú mikla
útbreiðsla sem þá var á útgáfubókum þess tel
ég til dæmis að hafi átt nokkum þátt í því að
gera íslenska bókaútgáfu atvinnumannslegri.
Vonandi hefur okkur tekist að halda merki
þessara framheija uppi að einu leyti og það er
í útgáfu á ódýram bókmenntum. Sú útgáfa er
aðallega á kiljusviði. í fyrra varð kiljuklúbburinn
okkar, Uglan, tíu ára og þeir sem hafa verið í
honum frá upphafí hafa eignast hátt í hundrað
og áttatíu bækur fyrir um það bil sextíu þúsund
krónur. Þetta er nánast heilt heimilisbókasafn
fyrir ótrúlega lítið fé. Þetta þykir mér vera í
anda þeirra sem stofnuðu fyrirtækið."
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ1997 9