Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Qupperneq 14
RAGNHILDUR HJALTADÓTTIR KATLA SIGURGEIRSDÓTTIR SANDUR MINN- ING UM VIN ég sit í sandinum sandi drauma minna rjómagula mjúka kornin gæla varlega við hörund mitt sandkorn Abrahams sólin sem með logum sínum kyndir varðeldinn baðar sig í hita hafsins ljós mitt máninn lýsir ljóðum næturinnar sem tregablandin telja stjörnur himins MINN Dagssporin eru gengin og það húmar að kveldi lífs þíns. Þú sem óttalaust gekkst þennan erfiða veg og æðraðist ekki. í sál okkar allra er sólin hnigin til viðar og hugsunin hljóð. Far þú í friði vinur. Höfundur er snyrtifræðingur. Höfundur er umsjónarmaður íbúða í eigu verkalýðsfélaga í Reykjavík. MARTA EIRÍKSDÓTTIR EINAR INGVI MAGNÚSSON SUMAR, KVÖLD- VETUR, GANGA VOROG HAUST Veturinn blæs sínum kalda vindi og beinin nísta hjá fólkinu sem ráfar um snævi- þaktar götur borgarinnar Mér er kalt Laufin falla af trjánum Ég sé þau svífa um bláan himin- inn þau eru gul græn rauð öll í regnbogans litum Það er komið haust Endurómur fótataksins berst mér til eyrna þó ég læðist um í frostköldum skóginum. Ég hlusta á drauma hans í hrímgaðri þögninni með stirðnað bros, sem fraus í vetrarsólinni þegar þú fórst. Fætur mínir kyssa jörð og ástarkvakið berst um skóg- inn frá kossum okkar sem hugsa um þig. Ganga mín söngur inn í frosið sólarlag, sem kvöldtunglið bræðir. Ölduniður! Ég ligg á sólarströnd á gylltum sandi Ég finn volga ölduna snerta lík- ama minn eins og heitur vindurinn dansar um bláan himininn Loksins sumar Englasöngur! Loksins er heitt Sólin skín af öllum mætti Sólargeislarnir skína í augun á mér og blinda mig Eg dreg andann djúpt og fmn hamingjuna Mér líður vel VON Enn blómstra blóm þó liðið sé á haust og hjartað slær þó svefninn djúpi deyfi það lýsir ljós um vetur í myrkri langrar nætur og vonin grær í draumi að sumar komi aftur. í dagsins skímu fellur snjórinn svarti. Höfundur er 12 óra nemandi í Folda- skóla og fékk viðurkenningu skólans fyrir Ijóðagerð sína. Höfundurinn starfar við trúboð og blaðamennsku í Austur-Evrópu og býr i Slóvakiu. Á HEIMLEIÐ MEÐ „BROT AFFORNUM ARFI“ Ása Ólafsdóttir myndlistarkona var í fjóra mónuði gestur Norrænnar vinnustofu ó Listafórinu (Konst- epidemin) í Gautaborg. KRISTÍN BJARNADÓTTIR heimsótti listakonuna, sem þó var að halda heim til íslands með sýningu, sem hún opnar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, í dag. ASA Ólafsdóttir kvaddi Gauta- borg með forsýningu í vinnu- stofunni og þátttöku í sam- sýningu á vegum Lista- fársins svonefnda. Nafnið l er dregið af sögu húsanna k á hæð fyrir ofan Linnét- orgið. Þar reis farsóttar- hæli árið 1886, en einni öld síðar fengu lista- menn augastað á yfirgefnum húsunum, sáu til að þau yrðu endurnýjuð. Og hælið breytt- ist í sýningarsali og vinnustofur. Seint í maí, á kyrrlátu síðdegi í listanýlend- unni finn ég Ásu á fleygiferð um svæðið í verkfæraleit, klædda gallabuxum og litríkum vinnuslopp gerðum úr bútasafni fyrir löngu. Einhverntíma mun hún hafa litað kvöldhúm- ið á götum Parísarborgar í sömu laufléttu hlífðarflíkina, sem nú ber þess merki að hinn kunni myndvefari notar málningu í auknum mæli. í bjartri vinnustofunni vekur Ása at- hygli mína á hvernig sumargrænt lauf tijánna fyrir utan gluggann myndar „annan glugga“ sem ber við himin. Lofar ljósinu að flæða inn og verkin allt í kring. Myndir í ólíkum stærðum unnar með blandaðri tækni, málningu á striga, strengdum á tvo blind- ramma, útsaum og vef. Það er komið að lokalotunni. Að ganga frá myndum fyrir sýninguna á Listafárinu. Og skömmu seinna að íslandsferð með megnið af fyrirhugaðri sýningu í farangrin- um._ „Á sýningunni í Gerðarsafni verða líka útsaumuð teppi, tvö minni og þrjú stór, sem ég vil endilega hafa með því það eru upphafs- verkin... Og Ása segir frá handverkshópnum á Sléttuvegi 12-14 sem óskaði eftir „alvöru- verkefni" fyrir nokkrum árum.“ Svar hennar varð krossaumsmunstur hannað útfrá íslenskum fornhandritunum. Myndefni sótt í gotneskt skriftarletur á kálf- skinni sem hefur litverpst á leið sinni gegnum aldirnar. Herfl gegnum yfirborðið „Allt er meira en bara framhlið," segir Ása sem í bókstaflegri merkingu lætur aðra hlið skína í gegn í síðari verkum sínum. Ytra- borð verkanna er málning á striga með inn- bróderuðu neti og bakvið má greina aðra mynd. Innraborðið er málverk sem við fáum þó aldrei að sjá í heild sinni eftir að Ása lýkur verkinu með því að láta tvo blindramma Ijúkast saman. ,,„Ég vil kannski að áhorfandinn fái að leggja svolítið á sig til að skoða hvað er á bak við.“ Yrkisefnið er sótt í 14. aldar skriftina sem slíka, með upphafsstöfum sem eru myndir. í vinnu hinna ónefndu skrifara. „Þeir voru kallaðir skrifarar. En þetta voru fyrstu myndlistarmennirnir okkar. Þeir flinkustu leggja allt í, ekki bara myndirnar, upphafsstafína, heldur líka í bókstafina. Sum- ir vekja hjá mér mýkt og mér finnst ég kom- ast óskaplega nálægt þeim. Mér finnst svo virðingarvert hvað þeir gera þetta fallega. Og svo skrifa aðrir þannig að mig langar ekkert til að leika við þá. Ég er viss um að við lesum í skrift, jafn- vel ómeðvitað... Líklega eru það mýkstu skrifararnir sem vekja hjá mér löngun til að verða þeim samferða. Einn þeirra sem heillar Morgunbladið/Þorkell. ÁSA Ólafsdóttir. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.