Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Qupperneq 15
VERK Ásu: Ólafur helgi. mig upp úr skónum skrifar Rekalög í Jóns- bók. Ég finn hann þar aftur og aftur, rithönd hans á skinninu. Gott ef þessi lög, um hvern- ig beri að skipta því sem rekur á land, eru ekki notuð enn í dag lítið sem ekkert breytt. Dálítið skemmtilegt að hugsa til þess að text- inn skuli vera lifandi, þó skriftin sjálf nægi mér sem viðfangsefni." - Ertu þá að opna augu okkar fyrir skrift sem myndlist? „Já. Kalligrafían er notuð svona líka, inní myndlist. Ég var nú ekkert að hugsa um kalligrafíu þegar ég byijaði, ég var meira að hugsa um arf og rætur.“ Salkp Valka og konumyndin „Ég hef alltaf verið óskaplega forvitin. Alveg að kafna úr forvitni. Og mikill fíktari. Allar dúkkur sem eitthvað var inní tók ég í sundur. Ef þær voru með grátapparat í sér eða eitthvað. Alltaf að þvæla mér inní hluti, sem hét þá að ég skemmdi hlutina. Sumir krakkar eru þannig. Og ég er enn með mik- ið af þessu barni í mér.“ - Svo býrðu til skjól? „Kannski snýst það. . .um eitthvað sem ekki er hægt að vaða inn í.“ - Eins og grátapparatið í dúkkunni? „Dúkkan mín, Salka Valka, hún var með hausinn úr hertum pappa. Framhandlegjgi og frá lærum og niður úr hertum pappa. Eg skar hana upp. Hún var með tuskubúk og ég skar hana upp til að skoða grátapparatið í henni. Og saumaði hana svo saman aft- ur... Jú, það fékk að vera en ég man ná- kvæmlega hvernig það leit út. Og fyrir utan húsið okkar var pollur. Þang- að dró ég mína Sölku Völku og lét hana vaða!“ - Á hertum pappalöppum? „Já. Auðvitað var ég skömmuð." „Ég uppgötvaði sjálfa mig sem snilling Ég lœtflötinn sem er á bakvid — éger búin ad sjá hann — svo lcet ég hann hverfa. Efég á ekki Ijósmynd af bakhlióinni — innraboröinu — þá veit éjg ekki í smáatribum hvad er á bak vid... Egkem til meö adgleyma því. Þetta er einhvergeggjun sem ég virdistþurfa á ad halda. “ þegar ég var fimm ára,“ segir Ása með prakk- aralegum alvörguglampa, þegar ég spyr hve- nær hún hafi áttað sig á að hún þyrfti að fást við myndlist. „Ég horfði á mynd sem ég hafði óvart gert, alveg ógleymanlega mynd. Og ég hugs- aði sem fimm ára gömul: Nú hef ég gert mynd eins og fullorðin kona. Það rann upp fyrir mér að ég var ótrúlega góð í að teikna, gerði betur en allir aðrir krakkar, fannst mér. Það var konumynd sem varð svona snilldarlega fullorðinsleg - óvart - og í fram- haldi af því hélt ég áfram að gera þessa konu. Að ná henni aftur. Þetta kveikti svo í mér að ég stoppaði ekki eftir það. Það leið enginn dagur, svo ég muni, án þess að ég væri teiknandi, málandi eða saum- andi. En að það væri til skóli fyrir svona fólk eins og mig! Þegar það rann upp fyrir mér - þorpsbúanum úr Keflavík - þá var ég um tvítugt. Ég sótti um og komst inn í Handíða- og myndlistarskólann 1969. Að fá að vera í skóla í fjögur ár og gera það eina sem ég vildi gera, það fannst mér alveg geggjað. Ég hef aldrei í lífínu upplifað aðra eins tilfinn- ingu. Og öll árin þar voru ótrúlega skemmti- leg.“ Vefurinn á bómunni og bakhlióin Ása lætur vel af Gautaborgardvölinni að sinni, enda heimavön frá árum áður. Hún bjó hér 1976 til 1984, stundaði m.a. nám við Konstindustriskolan, kom sér upp eigin vinnustofu, eignaðist aðdáendahóp og mörg verk hennar frá þeim árum eru varðveitt í opinberri eigu. Eitt af því góða við svona skammtímadvöl segir hún vera það að geta valið sín áreiti. „Mér finnst gott að vera ein. Svo það er sérstök staða að geta valið hveija ég læt vita af því að ég sé héma. Ég þekki marga hér frá árum áður og þetta að hafa eitthvert val finnst mér heillandi og gott. Hins vegar kom það mér á óvart að ég, sem er svo slæm í að rækta vinskap, átti nákvæmlega sömu góðu vinina eftir öll þessi ár.“ Að myndirnar beri þess sérstök merki að vera unnar hér, telur hún þó fráleitt, segist hafa vitað nokkuð nákvæmlega hvað hún ætlaði að gera. „Fyrir tæpu ári átti ég eina virkilega góða andvökunótt þegar þessar myndir komu til mín, það hvernig ég vildi vinna þær. Undir- meðvitundin var búin að vera á fullu mjög lengi, út og suður við að fínna leið sem ég myndi vilja einbeita mér að. Sem ég vissi að ég yrði ekki leið á.“ Þótt hinn augljósi árangur beri vott um mikla vinnu fullyrðir Ása að hún vinni hægt. „Hið hæga sköpunarferli skapar spennu. Og líka eftirvæntingu og ótta. Állan tilfinn- ingaskalann.“ - Hvað gerir þá spennan við hugmyndaflug- ið? „Á einhvern hátt held ég mér niðri með því að nota svona mikið handverk. Held mér í einskonar „slow-motion“ sem hentar mér. Fyrir myndvefara er þetta augljóst, þá hverf- ur bitinn sem búið er að vefa upp á bómu og maður sér ekki myndina fyrr en hún er tilbúin og klippt niður úr stólnum. Og það getur tekið fleiri mánuði. Þetta er svona eins og að vega á ystu nöf í lengri tíma.“ - Eru þetta ekki tvær gjörólíkar aðferðir: Að sjá eða sjá ekki, hvað þú hefur gert? „Juú. . . Einhversstaðar tengist þetta. Það sem ég er búin að gera í svo mörg ár sem myndvefari, að vefa horfinn vef eða ósýnilegan, og þetta sem ég geri núna þeg- ar ég vinn í tveim lögum. Eg læt flötinn sem er á bakvið — ég er búin að sjá hann - svo læt ég hann hverfa. Ef ég á ekki ljósmynd af bakhliðinni - innraborðinu - þá veit ég ekki í smáatriðum hvað er á bak við. . . Ég kem til með að gleyma því. Þetta er einhver geggjun sem ég virðist þurfa á að halda.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 1997 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.