Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1998, Blaðsíða 7
Morgunblaðið/Orri Páll SINFÓNÍAN á æfingu í Carnegie Hall. Tónleikarnir þar voru ein stærsta stundin í sögu hljómsveitarinnar. segir Runólfur, „enda er alltaf hætta á stöðn- un ef hljómsveitir bæta ekki reglulega ögrandi verkefnum af þessu tagi við sig. Þá er það ekki síður mikilvægt að Chandos-plöturn- ar urðu jafnframt til þess að Islendingar átt- uðu sig á því að þeir ættu í raun og veru góða sinfóníuhljómsveit. Fram að því höfðu þeir ekki haft neinn samanburð." Ekki var ráð fyrir því gert í hinum upp- runalega samningi við Chandos að hljóðrituð yrðu verk eftir íslensk tónskáld en forráða- menn útgáfufyrirtækisins gáfu hins vegar munnlegt fyrirheit um að af því kynni að verða síðar. Var þetta gagnrýnt af íslenskum tónskáldum sem þótti SI hafa samið af sér. Að mati Runólfs átti sú gagnrýni ekki rétt á sér. „íslensk tónskáld gerðu sér ekki grein fyrir því hversu mikla þýðingu þessi samningur hafði fyrir hljómsveitina. Auðvitað var frá upphafi lögð áhersla á að taka upp íslenska tónlist líka en aðalatriðið var að hljómsveitin fengi tækifæri til að láta ljós sitt skína. Það gerði hún svo um munaði og eftir að dómar um fyrstu plöturnar fóru að birtast batnaði samningsstaða hennar verulega." Chandos hefur gefið út níu geislaplötur með leik Sinfóníuhljómsveitar íslands, þar af eru tvær ejngöngu með verkum eftir íslensk tónskáld. A hinum plötunum sjö flytur hún verk eftir Sibelius, Rakhmaninoff, Klami, Ma- detoja, Grieg og Alfvén. Hljómsveitarstjóri á öllum plötunum, nema einni, er Petri Sakari, fráfarandi aðalhljómsveitarstjóri SÍ. Chandos-plötumar báru hróður SI víða og leiddu til þess að sænska útgáfufýrirtækið BIS samdi við hljómsveitina um að hljóðrita fyrir sig öll hljómsveitarverk Jóns Leifs. Mið- ar því verki vel og eru tvær plötur, Sögusin- fónían og Geysir, þegar komnar út en ráðgert er að plöturnar verði sjö eða átta talsins. Þá eru upptökur á vegum hins nafnkunna fyrirtækis Naxos, sem telst til risa á sviði klassískrar tónlistarútgáfu, í fullum gangi en á þeim vettvangi hljóðritar SÍ verk Sibeliusar, meðal annnars allar sinfóníur Finnans. Allt þakkar Runólfur þetta samningnum sem gerður var við Chandos á sínum tíma. Landfræðileg einangrwn rofin Runólfur segir að tónleikaferðir til útlanda séu á sama hátt mikilvægar fyrir SI og geisla- plötur - þær rjúfi landfræðilega einangrun hljómsveitarinnar. „Tónleikaferðir hafa marga kosti. Hljómsveitin fær tækifæri til að spila í fyrsta flokks tónlistarhúsum, fær alþjóðlega gagnrýni á leik sinn, fær tækifæri til að spila sömu efnisskrá oftar en einu sinni, auk þess sem hún hristist tvímælalaust saman á ferðum sem þessum. Hljómsveitir koma með öðrum orðum alltaf betri heim úr tónleikaferðum.“ Þá er það skoðun Runólfs að tónleikaferðir SÍ til útlanda hafi einnig ótvírætt gildi íyrir land og þjóð - vart sé hægt að hugsa sér betri sendiherra en Sinfóníuhljómsveit Islands. „Eg er til dæmis sannfærður um að margir Banda- ríkjamenn hafa komið til íslands eftir að hafa heyrt hljómsveitina spila á tónleikum þar árið 1996. Tónleikagestir í Bandaríkjunum eru að stórum hluta fullorðið, vel stætt fólk, sem ferð- ast mikið. Þegar það hefur séð hljómsveitina, hefur það jafnvel hugsað með sér: Við höfum aldrei farið til íslands, það gæti verið spenn- andi. Hvers vegna ekki að skella sér þangað!" Markmið SI er að fara í tónleikaferð til út- landa á tveggja til þriggja ára fresti. í tíð Runólfs hefur hljómsveitin gert gott betur - farið í sex utanlandsferðir. Fyrst fór hún í ferð um Norðurlönd árið 1990 sem var ákaf- lega vel heppnuð. Hæst bar tónleika í út- varpshúsinu í Kaupmannahöfn en fyrir þá fékk SÍ frábæra dóma. Árið 1993 kom SÍ fram á tónlistarhátíð í Miinchen, þar sem flestar bestu hljómsveitir Evrópu komu við sögu, og ári síðar fór hluti hljómsveitarinnar í tónleikaferð til Washington undir heitinu Iceland Sinfonietta. Tilefnið var hálfrar aldar afmæli íslenska lýðveldisins. Sama ár fór SI í minnisstæða tónleikaferð til Færeyja. Árið 1996 fór SÍ í sína umfangsmestu utan- landsferð til þessa, til Bandaríkjanna. Kom hún fram í nokkrum nafnkunnum tónlistar- húsum á austurströndinni en hápunkturinn var tónleikar í Camegie Hall í New York. Var hljómsveitinni vel tekið af leikum sem lærðum og fékk meðal annars afar lofsamlega dóma í The New York Times. Sjötta utanlandsferð SI á þessum áratug var til Danmerkur, þar sem hljómsveitin kom fram í Kaupmannahöfn, þáverandi Menning- arborg Evrópu. Sjöundi og síðasti viðkomu- staður hljómsveitarinnar var síðan Grænland, þar sem hún tók þátt í vígslu menningarhúss- ins Katuaq í fyrra. Um þessar mundir er verið að skipuleggja tónleikaferð til Bandaríkjanna árið 2000 með- al annars með styrk frá Landafundanefnd. Þá bindur Runólfur vonir við að unnt verði að fara í tónleikaferð til Mið-Evrópu árið 2001. Upp á kant við Osme Vcinskci I tíð Runólfs hafa tveir aðalhljómsveitar- stjórar starfað með SI, Finnarnir Petri Sak- ari (1988-93 og 1996-98) og Osmo Vánská (1993-96). Fer hann fögrum orðum um list- ræna hæfileika þeirra félaga sem báðir hefðu reynst hljómsveitinni vel, einkum Petri. „Að mínu áliti hefur Petri Sakari unnið kraftaverk. Hann var svo sannarlega réttur maður á réttum tíma. Hann er mikill vinnu- hestur og gerði þegar í upphafi gríðarlegar kröfur til hljómsveitarinnar sem hefur svo sannarlega skilað sér. SÍ hefur þroskast og eflst undir hans handleiðslu." Á eftir Petri kom Osmo Vánská sem Run- ólfur segir hafa verið hárrétt framhald á sín- um tíma. „Osmo er mjög snjall hljómsveitar- stjóri og engu minni vinnuþjarkur en Petri. Báðir kvörtuðu þeir undan lítilli vinnuskyldu hljómsveitarinnar. Osmo er aftur á móti allt öðruvísi skapi farinn og því er ekki að neita að litlir kærleikar voru með okkur síðustu mán- uðina sem hann starfaði með hljómsveitinni." Framan af var að vísu allt með felldu. „Þeg- ar við Osmo höfðum starfað saman í um eitt til eitt og hálft ár sagði hann við mig að ég væri langbesti framkvæmdastjóri sem hann hefði unnið með og þekkti hann þó marga. Leit ég á það sem mikið hól. Skömmu síðar fór aftur á móti að síga á ógæfuhliðina. Fyrst fór Osmo að kvarta undan litlum vinnutíma. I þvi efni var hins vegar ekki við mig að sakast enda ákvæðið skýrt í kjarasamningi hljóð- færaleikaranna, sem mér þótti reyndar forn- eskjulegur. Á þessu máli hafði Osmo lítinn skilning. I annan stað átti Osmo afar erfitt með að sætta sig við að stjórn og verkefnavalsnefnd SÍ skiptu sér af hans störfum. Að þessu leyti komum við til móts við hann því annan vetur- inn sem hann starfaði hér var verkefnavals- nefnd, sem er skipuð samkvæmt lögum, tekin úr sambandi, þannig að við Osmo og tveir full- trúar hljóðfæraleikara ákváðum verkefnaval- ið. Gaf þetta góða raun og var Osmo mjög samvinnuþýður og hafði til dæmis fullan skilning á þeim sparnaðarsjónarmiðum sem voru, sem endranær, uppi á teningnum. Þriðja ástæðan fyrir því að við Osmo lentum upp á kant var sú að hann vildi hafa áhrif á ráðningarmál og skipta sér af rekstri hljóm- sveitarinnar. Það var auðvitað ekki hans mál!“ í fjórða lagi var Osmo sífellt að ala á spennu milli skrifstofu SÍ og hljóðfæraleikaranna. Sagði eitt við okkur en annað við hljóðfæraleik- arana. Þegar hann var spurður hverju þetta sætti sagði hann einfaldlega að til þess að öðl- ast fullkomið traust hljóðfæraleikaranna yrði hann að búa til sameiginlegan óvin. Sá óvinur voni starfsmenn skrifstofu SÍ.“ I kjölfar þessara mála varð trúnaðarbrest- ur milli hljómsveitarstjórans og skrifstofunn- ar. Það sem gerði aftur á móti útslagið var viðhorf Osmos til Naxos-hljóðritananna. „í upphafi var ráð fyrir því gert að Osmo stjóm- aði hljómsveitinni í öllum upptökunum fyrir Naxos. Tók hann þeirri málaleitan vel. Síðan gerðist eitthvað sem varð til þess að hann breytti um skoðun. Fengum við því lykilmann frá Naxos til landsins gagngert til að tala við Osmo. Varð sá fundur sögulegur. Osmo gerði allt sem í hans valdi stóð til að ófrægja Sin- fóníuhljómsveit Islands. Sagði hana ekkert geta spilað - allra síst Sibelius. Var mannin- um vitaskuld brugðið enda hafði hann heyrt SI leika á tónleikum og á plötum og vissi að hún var framúrskarandi góð.“ Runólfur kveðst ekkert hafa skilið í þessu upphlaupi Osmos þar til hann frétti, skömmu síðar, að BIS hefði gert samning við sinfóníu- hljómsveitina í Lahti í Finnlandi um að hún hljóðritaði allar sinfóníur Sibeliusar - undir stjórn Osmos Vánská. „Hann óttaðist því hugsanlega samkeppnina!" Fáránlegar lawnakröfwr Runólfur týnir fleiri dæmi til um óheilindi Osmos, eins og þegar hann hringdi frá Finn- landi fáeinum dögum fyrir tónleikaferðina til Bandaríkjanna 1996 og setti fram „fáránlegar launakröfur", eins og Runólfur tekur til orða, þrátt fyrir ákvæði í samningi hans um hvern- ig greiða ætti fyrir tónleikaferðir til útlanda. „Þegar ég sagði honum að við gætum ekki orðið við þessum kröfum hótaði hann bara að hætta við. Að vísu náðist lending í málinu en ekki var þetta útspil Osmos til þess fallið að auka traust okkar á honurn." Runólfur segir reyndar að svo virðist sem Osmo hafi verið ákveðinn í að segja skilið við SÍ á þessum tíma enda hafði honum þá borist girnilegt atvinnutilboð frá BBC-hljómsveit- inni í Skotlandi, sem síðar réð hann til starfa. Runólfur segir leiðinlegt að svona skyldi fara, því Osmo Vánská sé irábær hljómsveitar- stjóri. „Þessir skapgerðai’brestir hans virðast aftm- á móti hafa bakað honum óvinsældir víð- ar en á íslandi. Hann fær til dæmis ekki að koma nálægt stóru hljómsveitunum þremur í Helsinki." Runólfur kveðst ekki vita hvort Osmo eigi eftir að stjórna SI á nýjan leik en segir hljóm- sveitina hafa áhuga á að fá hann til liðs við sig sem gestastjórnanda árið 2000, þegar hún heldur upp á hálfrar aldar afmæli sitt. Óvíst sé hvort af því geti orðið. „Samskipti okkár eftir að Osmo lét af störfum hafa verið vih- samleg og ef hann kýs að snúa aftur er ég ekki í vafa um að honum yrði vel tekið. Hann á marga vini meðal hljóðfæraleikaranna enda gerði hann hér marga góða hluti - það verður ekki frá honum tekið.“ Hatrömm kjaradeila Þó samskiptaörðugleikamir við Osmo hafi varpað skugga á starf Runólfs segir fram- kvæmdastjórinn kjaradeilu hljóðfæraleikara við n'kið og stjóm SÍ á liðnum vetri hafa verið erfiðasta málið sem hann hafi glímt við í fram- kvæmdastjóratíð sinni. Varð sú deila hörð og kom meðal annars til vinnustöðvunar hljóp- færaleikara áður en samningar tókust. Kjara- samningar höfðu þá verið lausir í eitt ár eða svo. „Það kom mér á óvart hversu erfið og hatrömm þessi deila varð. Fólk varð virkilega grimmt og meðal annars þurfti að fara með tvö mál fyrir kjaradóm. I stærra málinu, sem sner: ist um íjölda tónleika á viku, hafði stjóm SÍ betur.“ Grundvallarmunur var á sjónarmiðum hljóðfæraleikara og stjórnar í deilunni og Runólfur er ósáttur við samninginn sem un(l- irritaður var að lokum. „Stóra málið er auðvit- að fjöldi tónleika en samkvæmt nýja samn- ingnum er að hámarki heimilt að halda eina tónleika í viku, auk sex laugardagstónleika á ári. Þetta fyrirkomulag er auðvitað út í hött og þekkist hvergi annars staðar. Gestahljóm- sveitarstjórar eiga líka eflaust eftir að reka upp stór augu í framtíðinni þegar þeir komast að raun um hve æfingaskylda hljómsveitar- innar er lítil og hve ósveigjanlegur kjara- samningurinn er. Ég óttast að þetta eigi eftir að hefta möguleika hljómsveitarinnar og koma niður á henni í framtíðinni.“ Er kjaradeilan þá ástæðan fyrir því að þú segir starfí þínu lausu nú? „Hún var svona lokahnykkurinn. Ég var að vísu farinn að íhuga að láta af störfum áður en til deilunnar kom en þegar ýmsir hljóðfæra- leikarar fóru að beita sér af mikilli grimmd í málinu missti ég hreinlega áhugann á starf- inu. Og þegar maður missir áhugann, hættir maður! Starf framkvæmdastjóra Sí er þannig starf að maður þarf á öllum sínum áhuga og metnaði að halda!“ Björl framtíð Framtíð Sinfóníuhljómsveitar íslands er þó björt, að áliti Runólfs. Staða hljómsveitarinnar er sterk, innan lands sem utan, og sóknarfærin óteljandi. Nýr aðalhljómsveitarstjóri, Banda- ríkjamaðurinn Rico Saccani, mun taka við hljómsveitinni í haust og bindur Runólfur mikl- ar vonir við störf hans - kveðst raunar viss um að hann eigi eftir að gera góða hluti. „Finnam- ir tveir hafa haft mjög sterk karaktereinkenni sem hljómsveitarstjórar og á þessum tíma- punkti þótti okkur best fyrir hljómsveitina að leita eftir einhverju allt öðru í fari aðalstjóm- andans enda er fjölbreytni af hinu góða. Rico Saccani, sem er af ítölsku bergi brotinn, upp- fyllir að okkar mati þetta skilyrði en hann sam- einar mikla hæfileika annars vegar og léttleika og suðræna persónutöfra hins vegar. Þá er Saccani tilbúinn að vera sýnilegri út á við en Finnarnir hafa verið, sem er mjög gott fyrir ímynd hljómsveitarinnar. Listrænn stjómandi sinfóníuhljómsveitar þarf að vera áberandi." En þótt björt tíð sé framundan fullyrðir framkvæmdastjórinn að mikið verk sé óunnið - að ýmsu sé að huga. Ekki kemur á óvart áð kjarasamningur hljóðfæraleikara er fyrsta at- riðið sem hann nefnir í því samhengi. „Til þess að SÍ geti uppfyllt þær vonir sem við hana era bundnar er algjört skilyrði að breyta þessum fomeskjulega kjarasamningi. Taka út hindran- ir og takmarkanir og færa samninginn í nú- tímalegra horf, líkt og þekkist erlendis. Þá þarf að rýmka fjárhagsramma hljómsveitarinnar og gera henni þar með ldeift að standa jafnfætis sambærilegum hljómsveitum erlendis." Ennfremur mælist Runólfur til þess að strengjasveit SÍ verði stækkuð og meiri áhersla lögð á að fá til landsins þekkta lista- menn, ekki síst hljómsveitarstjóra. Þá verði að halda áfram öflugu markaðsstarfi - jafnvel herða róðurinn og „síðast en ekki síst“ segir hann brýnt að fá bætta aðstöðu fyrir hljóm- sveitina i nýju tónlistarhúsi! „Sinfóníuhljómsveit íslands er íslensku þjóð- félagi nauðsynleg - ímynd þess væri önnur nyti hennai' ekki við. Hljómsveitin hefur tekið ótrú- legum framfómm á undanfómum ámm og hef- ur burði til að taka jafnmiklum, ef ekki meiri, framfómm á komandi misserum. Það veltur þó að vemlegu leyti á byggingu tónlistarhúss.“ LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JÚLÍ 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.