Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1998, Blaðsíða 10
FINNSKT SKÁLD Á SÍLD EFTIR TAPIO KOIVUKARI Ungt finnskt skáld, Unto Koskela, var ráðinn sem \ Frétta- ritari á finnskt síldarskip sumarið 1933. Skipið hélt til veiða á íslandsmið og kom heim um haustið. Um þessa reynslu sína skrifaði Unto Koskela bók sem lýsir síldar- ævintýrinu 1 rá finnskum sjónarhóli. HÖFUNDURINN, Unto Koskela, við stýrið á miðunum. Unto Koskela var fæddnr í Rauma (borið fram Ráma) á finnsku vesturströndinni, þar sem faðir hans hafði rekið múrsteinaverksmiðju. Hann var elstur fjögra bama, fæddur 1908. Listhneigð virð- ist hann hafa erft frá móður- inni, sem orti ljóð og var mjög tónelsk. A tíma þöglu kvikmyndanna vann Unto sér inn vasa- peninga með því að spila á píanó í kvikmynda- húsum. Fjölskyldufaðirinn Viktor dó þegar bömin vom lítil og móðirin sá fyrir sér og sín- um með því að reka vefnaðarvömverslun og saumastofu. Á skólaámm vann Unto einnig á eyrinni og þýddi nokkrar unglingabækur. Tungumál lágu vel fyrir honum. Sjómennskan i arf Unto var 24 ára þegar leið hans lá til ís- lands. Þá þegar hafði hann unnið sér sess sem rithöfundur, enda búinn að gefa út Ijóðabók og eina skáldsögu. Hann hafði stundað nám í háskólum í Turku og Helsinki og þreifað íyrir sér í blaðamennsku. Hann segist hafa setið á knæpu í Helsinki á fallegum vordegi þegar blaðamaður sem hann þekkti kom með óvænta tillögu: Hvort Unto vildi sigla með finnska sfldarflotanum sem fréttaritari á Atlantshafinu, eða eins og það heitir jafnan í bókinni: Ishafinu. Unto taldi sig vel hæfan í þetta verk, hringdi í mömmu sína, sagði að hann kæmi heim í haust og gekk um borð næsta dag. Fæðingarstaður Untos, Rauma, var í lok 19. aldar mesti seglskipaútgerðarstaður Finn- lands og þar hafði þriðji hver karlmaður far- mennsku að atvinnu. Flest skip sigldu með timburvörur til Þýskalands og Englands, en tóku vitaskuld að sér hvaða fragt sem var. Blómaskeið farmennskunnar var á dögum kynslóðarinnar rétt á undan Unto, mannlíf og bæjarmenning voru ennþá sterklega mótuð af farmennsku og margir stunduðu þessa at- vinnu ennþá, þó æ oftar á gufuskipum. Þar að auki leitaði fólkið til sjós í frítíma sínum, bæði á litlum bátum og skútum. Siglt var í skjóli eyja og hólma í Eystrasaltinu til veiða, úti- legu, eða farið í berjamó á eyjunum. Þannig gat Unto sagt að hann hefði verið á sjó frá blautu bamsbeini; eitt sumar á stærri skútu sem vinnandi farþegi eða kauplaus háseti, svo mikið heillaði sjórinn hann. Með þennan bakgrunn getum við skilið, að Unto kaus að skrifa ferðasögu sína af íshafs- slóðum á Rauma-mállýsku, sem er nokkuð frábrugðin venjulegri bókfinnsku. Hún til- heyrir mállýskum í suðvesturhomi Finnlands. Þær em afar halaklipptar og eiga margt sam- eiginlegt með eistneskri tungu, einnig koma orð úr sænsku og lágþýsku oft fyrir. Bókin heitir á þessari mállýsku „Valaskaloild m- akka prakkamass", („Prakkað" mat frá hvöl- um) Sögnin „prakka“ er dæmigert sænsku- skot, sem er ekki til í venjulegri finnsku. Blaðamaður á sjó Unto var sem sagt ráðinn sem blaðamaður ásamt tveimur öðmm starfsbræðram sínum og fóm þeir félagar þrír saman frá Helsinki til Loviisa, um 80 km austur frá höfuðborginni. Utgerðin hefur sennilega ráðið þá til að kynna fyrir þjóðinni þennan frekar nýja atvinnuveg og um leið auglýsa vörana sína, íslandssfldina feitu og góðu, sem Finnum þykir enn lostæti. Þeir gengu um borð í „Brita“, sem var aðal- skip flotans, 4100 rúmlesta gufuskip, íyrrver- andi fragtari. Sem flutningaskip hefði Britan þurft um 30 manna áhöfn, en nú átti hún vera bækistöð fyrir flotann og að auki söltunarstöð á sjó, svo skipshöfnin var 90 manns. Á þessu sldpi er Unto mest allan tímann og kynnir nokkra skipverja fyrir lesendum. Yfir- menn virðast hafa verið frekar ungir, kring- um þrítugt, en hæfir menn og gamansamir. Af áhöfninni var helmingur Finnlandssvíar, þ.e. þeir töluðu sænsku sem móðurmál, en Unto segir enga spennu hafa ríkt milli tungu- málanna. Einnig vora í áhöfninni margir Norðmenn sem bátaformenn og verkstjórar við söltun. Finnar höfðu aðeins stundað sfld- veiðar í nokkur ár og þess vegna hafði útgerð- in keypt þekkingu þar sem hún fékkst. Skipstjóri og yfirmaður flotans var Finn- landsvfinn Arvid Knuts en gagnvart veiðun- um vora orð Norðmannsins Oskar Bemdtsens lög. Hann var titlaður „veiðiskip- stjóri" og hafði þegar verið tuttugu og fimm sumur á íslandsmiðum. Unto segir að Oskar hafi getað ákvarðað staðsetningu skipsins með því einu að líta til lands, svo gjörla þekkti hann fjöllin og f slandsmið Hitt bækistöðvarskipið hét „Greta“ og var 1000 tonnum minna en Brita. Svo tilheyrðu flotanum þrjú minni skip, tvö gufuskip, og einn þriggja mastra kútter. Stefnt á íslandsmið Brita sigldi út ein, Greta átti að fylgja henni eftir tvær vikur og litlu skipin höfðu farið á undan henni. Hún sigldi fyrst til Skotlands til að taka kol fyrir sumarið^ skipstjórinn segir kolin kosta jafnmikið á Islandi og sykur í Finnlandi. Flotinn safnaðist saman fyrir Jónsmessu við Grímsey. Var spegilsléttur sjór og indæl- isveður og Finnar fóra að sjálfsögðu að halda upp á Jónsmessuna. Skipin lágu hlið við hlið, öll skreytt með birkitrjám sem Brita hafði komið með frá Finnlandi. Svo voru plötur settar á grammofón, leikið á mandolín og sungin þjóðleg lög á báðum tungum. Á mánudag tók hinn hversdagslegi veru- leiki við; gert var klárt fyrir veiðiskapinn og kol, salt og tómar tunnur voru hífð milli skipa. Flotinn sigldi vestur til Skagafjarðar að leita að sfld þegar stormur skall á. í átta daga lá flotinn í vari á Kálfhamarsvíkinni. í sömu vík leituðu einnig mörg norsk og eistnesk skip skjóls, ásamt nokkram íslenskum. Menn reyndu að stytta sér stundir með því að syngja og hlusta á grammófón, með lestri eða þá að menn fóra á skak, - áhöfnin kunni að meta soðna þorskhausa. Veðrið dró svo andann en aftur brast hann á, nú á austan en í fyrra veðrinu var norðan- átt. Mönnum tók að leiðast biðin, en loksins gaf á sjó og leitin að sfldinni hófst. Berndtsen veiðistjóri var svartsýnn, sjórinn var ennþá fullkaldur fyrir sfldina. Skipin dóluðu þvers og krass á miðunum, allir á útkikki, símskeyt- in frá útgerðinni alltaf með sömu spurningum - og loksins einn góðan veðurdag birtist svartur blettur á haffletinum, sfldin var komin og grammófónninn fékk hvíld. Unto lýsir veiðiaðferðinni nokkuð nákvæm- lega. Tveir árabátar fóru með nót, lögðu hana kringum torfuna, snurpuðu og þá lyftir for- maðurinn árinni sem tákni um að allt sé klárt. Skipið stímdi nú að nótinni og fór að háfa síld- ina um borð. Háfamir vora með botnlæsingar og sfldin var látin í kör á dekkinu. í landi á Sigló Þegar eittvað þurfti að útrétta í landi vora Aunus eða Ruija sendir til Siglufjarðar. Unto fýlgdi oft með, enda venjulega ekki störfum hlaðinn meðan hinir vora að vinna. Það vai- sagt um borð, að Siglufjörður væri eiginlega höfuðstaður Islands að sumri til, allir væru komnir þangað til að vinna í sfld. „Einu sinni um Jónsmessuleytið, þegar veðrið á Islandi var eins og hjá okkur í aprfl, fórum við inn í fjörðinn fyrsta sinn. Og hátíð- legt var það. Að neðanverðu voru fjöllin gróin fínu grænu grasi, svo breyttist liturinn í brúnt og svart og að lokum glimrandi hvítt svo sveið í augum þegar maður leit upp á tindana. Ský- in læddust létt og mjúk eins og brúðarslæður langt fyrir neðan tindana og hér og þar gusaðist tær lækur niður úr fjallshlíðinni...“ Höfnin á Siglufirði var morandi af sldpum og bátum. Það tók sinn tíma að finna legupláss og svo kom læknir um borð til að skoða heilsufar áhafnarinnar. Tollari kom til að leita eftir áfengi, sem var stranglega bannað að flytja í land. Loks komust menn á kæjann og gátu far- ið að skoða bæinn, sem að mati Untos var nú fljótgert. Húsin lítil og fátækleg - en ekki hafa þeir hér timbur til smíða, skrifar hann. Og í hreinskilni sagt, bæjargreyið lyktar alveg óg- urlega. Frá innyflum síldarinnar, sem era bara látin liggja á bryggjum og götum sumarlangt, leggur óþef, sem hvergi er hægt að flýja. Sumar byggingar vora nýjar. Unto tekur eftir nýju ídrkjunni í einföldum, fúnksjónal- ískum stfl. Svo var síldarlýsisverksmiðja, en hana þorðu þeir ekki að skoða. Lyktin var það sterk. Finnski konsúllinn, Alf. Jónsson lög- fræðingur, bjó í tvílyftu húsi og var allur af vilja gerður að aðstoða Finna. I eitt skipti komu þeir Unto til Siglufjarðar á laugardegi og allir vora að vinna. Þeir félag- amir keyptu sér Spánarvín í rfldnu og fóra svo upp í fjallshlíð til að njóta fegurðar landsins og smakka vínið. Útsýnið var tignarlegt, en allt í einu skvetti á þá rigningu og þeir urðu að flýta sér niður í bæinn. Svolítið „skúffaðir" eftir þetta sátu þeir á kaffihúsi og ungur íslending- ur, frændi konsúlsins, flæktist í félagskapinn. Drengurinn taldi að skemmtilegasti staðurinn væri Bíó Café að kvöldi til. Þeir fóru svo á þennan stað sama kvöld og voru undrandi; hvaðan komu allar þessar fínu dömur til að skemmta sér - raunar sömu stúlkumar, sem unnu á bryggjunni á daginn. Unto bauð einni í dans og kom í ljós, að hún var vel talandi á frönsku, ensku og þýsku, en af erlendum málum kunni Unto mest í henni. Hann spyr dálítið undrandi, hvort allar ís- lenskar sfldarstúlkur séu svo vel tungum talandi, og stelpan svarar að varla vinni nú stúdentar við síldarsöltun. Finnarnir sýndu fólkinu hvernig ætti að dansa tangó og vakti það mikla hrifningu meðal ballgesta. Staðnum var lokað um mið- nætti og þeir fóru þá yfir í Kvenfélagshúsið þar sem var dansað fram til klukkan þrjú. Þar voru nokkrir Norðmenn og Islendingar ræki- lega ölvaðir og sumir famir að slást, en Finn- ar lentu ekkert í slagsmálum - það hljóta að hafa verið aðrir landar okkar Untos sem hafa skapað þann orðstír Finna á íslandi. Um þrjúleytið röltu þeir til skips og voru ánægðir með ballferðina sína. Sjóarar í hestakaupum Seinna um sumarið, þegar Greta átti að sigla heim á leið, varð að uppfylla ósk útgerð- armannsins: Hann hafði óskað eftir því að keyptur yrði handa honum íslenskur hestur og nokkrar kindur. Konsúllinn gat bent á stórbónda sem kominn var í kaupstaðinn: Svein Ámason, tiginmannlegan karl um sjö- tugt. Hann kom um borð og svo var siglt heim til hans. Hann bjó á jörð við sjávarsíðuna og þar var lendingarstaður. Sonur bóndans kom á móti þeim með hesta og feðgarnir og nokkr- ir skipverjar riðu til bæjarins þar sem heitir á Felli. Þar var lítil kirkja og Sveinn bóndi var þar meðhjálpari; þar að auki var hann hrepp- stjóri og eitthvað meira. Eftir kaffi og sautján tegundir af kökum var farið að sinna hestakaupum og þeir völdu lít- inn, gráan og spakan hest sem hét Valur. Einnig keyptu þeir tvær ær og einn hrút. Trú- lega var tilgangurinn að kynbæta finnskt sauð- fé, en hvemig það tókst, er mér ekki kunnugt um. 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JÚLÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.