Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Blaðsíða 5
Ptolemaiosar, heldur miklu vestar. Við eyju þessa sem er eins stór og England eign Eng- lendingar viðskipti, einkum Bristolbúar. Peg- ar ég var þar var sjór auður, en svo mikill var munu flóðs og fjöru að á sumum stöðum mun- aði 26 föðmum. Hér birtist enn einu sinni röng þýðing á dagbók Kólumbusar, sem sést hefur í ýmsum gerðum síðan dagbókin kom út á ensku árið 1704. I dagbókinni er sagt skýrum orðum, að suðurhluti eyjarinnar Tile, sé 73 gráðum frá miðbaug, en ekki norðurhluti hennar. Þrátt fyrir þennan reginmun er niðurstaða höfund- ar kaflans um Kólumbus í Sögu Islands V þessi: „í för sinni til Islands kynntist Kól- umbus í fyrsta sinn úthafinu og þá líklega öll- um tilbrigðum þess, byr og byrleysum, illviðr- um og ölduróti, þoku og hættu á hafviUum - einu erfíðasta hafsvæði jarðarinnar. Hér hef- ur hann afíað sér dýrmætrar þekkingar á reynslu Englendinga í úthafssiglingum og ís- landsferðin þannig verið verklegur skóli í sjó- mennsku og siglingartækni. Þegar hann kom til Lissabon árið 1478 var hann orðinn reynd- ur sæfari og fróðari en áður um landaskipan í norðri og vestri. För hans til Englands og ís- lands árið 1477 var þannig mjög mikilvægur áfangi í undirbúningi leiðangursins mikla um Atlantshaf til Ameríku árið 1492.“ Heimssýn heimalningsins einkennir röksemdir höfund- anna er þeirgera því skóna að Kólumbus hafí ruglað Englandi og íslandi saman hvað varð- ar muninn á flóði og fjöru og talið sig hafa verið á Islandi í febrúar, þar sem „að litafar í náttúrunni í aprúmánuði á Islandi er áþekkt því og er í febrúar á Italíu“. Það sem oft hefur gleymst að nefna, er rit- að er um íslandssiglingu Kólumbusar, er að í báðum gerðum ævisögu hans segir svo um Tile: „Satt er að Tile það, sem Ptólemeus get- ur um, liggur þar sem hann segir, og kallast nú á dögum Frislanda". Frísland eða Fixland, var nafn einnar þeirra stóru eyja, sem settar voru á sum landabréf 15. aldar, norðvestur af Bretlandseyjum, í álíka fjarlægð og stefnu og ísland er í raun. Með Tile gæti Kólumbus því hugsanlega hafa átt við Island, þótt sumir áhugafræðimenn telji það vera Grænland. Á katalónsku landabréfi frá 1492, sem kennt er við París, er Island sýnt greinilega. Margir fræðimenn hafa talið að Kólumbus hafi teikn- að þetta kort, eða að minnsta kosti látið teikna það. Það er langsótt skýring, sem ein- vörðungu byggir á því að textinn við ísland á kortinu er sóttur beint úr bókinni Imago Mundi eftir Frakkan Petrus de Alliaco, sem prentuð var árið 1483, þar sem m.a. er sagt að kaupmenn frá Bretlandseyjum stundi verslun við fólk sem búi neðanjarðar á Frislanda. Kól- umbus átti þessa bók Alliacosar, og er eintak hans enn til, og sýnir að hann notaði bókina oft og mikið. Það hefur sumum þótt nægja til að sýna fram á að Kólumbus hafi í raun teikn- að kortið og verið á Islandi vegna þess að landið er sýnt á kortinu. Þetta er ómögulegt að staðfesta. Þótt ekkert sé sannanlegt um vetursetu Kólumbusar á íslandi, er samt hlýlegt til þess að hugsa að hann hafi verið hér á landi. Var hann einn útlendinganna, sem stundaði versl- un og var heldri mönnum til trafala en almúg- anum tO ánægju við ströndina? Madeira - Foro - Lissabon - Bristol - Snæfellsnes Á sama hátt og komu Kólumbusar til ís- lands er haldið fram sem sannindum, með hjálp mislesturs heimilda, virðast aðrar mikil- vægar upplýsingar um ferðir Islendinga á 15. öld hafa farið að mestu fram hjá íslenskum sagnfræðingum. Frá Bristol, eða Birstofu, hafnarborginni fyrir ofan ála Avon fljóts, kom meginþorri þeirra ensku skipa er sigldu til íslands til veiða og verslunar á 15. öld. Bristolbúar, sem voru um 10.000 á seinni hluta 15. aldar, voru snemma stórtækir í siglingum og höfðu frá fyrri hluta 15. aldar siglt á hafnir á Spáni og Portúgal og jafnvel alla leið til botns Miðjarð- arhafs. Veiðai- við ísland voru mikilvægar fyrir Bristolmenn, eða þangað til að hömlur voru settar á þær. Þegar íslandssiglingar frá Bristol og öðrum enskum höfnum voru sem mestar, virðast Islendingar hafa siglt með þeim utan, eða verið fluttir nauðugir. íslensk börn voru hneppt í þrældóm í ýmsum hafna- borgum á Englandi. Ekki má heldur gleyma, að Islendingar, sem og írar, lágu lengi undh’ þeim grun að selja börn sín til Englendinga, en engar heimildir eru þó til um böm sem voru seld til Bristol. Árið 1484 voru hins veg- ar 48 eða 49 íslenskir karlmenn, drengir og fulltíða menn skráðir sem vinnumenn og þjón- ar hjá borgurum í Bristol (þeir vora ekki orðnir borgarar, sem stunduðu verslun eins og haldið hefur verið fram í íslenskum sagn- fræðiritum). Tveir þeirra era nefndir, og hétu Vilhjálmur og Jón (William Yslond og John Yslond). Tíu þeirra vora kallaðir piltar, sem FRÖNSK smámynd frá seinni hluta 15. aldar. þótt myndin eigi að sýna grísku goðsagnahetjurn- ar Herkúles og Jason á leið til Argosar, (þeir sitja að tafli í brúnni), sýnir myndin frekar hvernig skip og áhafnir farskipa litu út á 15. öld. Ekkert var sjálfsagðara fyrir listamanninn, en að negrar væru skipverjar og hafnarverkamenn. Berið saman klæðnað mannanna á myndinni og á fjöl Daða í Snóksdal, en mynd af henni birtist með síðari hluta greinarinnar í næstu Lesbók. NEGRI, teiknaður af Albrecht Durer í byrjun 16. aldar. Svartir þrælar í Evrópu voru fáir í upphafi 15. aldar. Er Portúgalar hófu sigling- ar suður með vesturströnd Afríku jókst fjöldi þeirra mjög. voru þjónar frá Islandi (puerum sibi servi- entem de Islond), en hinir ófaglærðir vinnu- menn frá sama landi. Herrar þessara íslensku sveina sigldu á Frakkland, Spán, Portúgal og Madeh-a og líklegt er að Islendingarnir hafi verið með á þeim ferðum. Vitað er að Vil- hjálmur Yslond, sem hafði verið þjónn Thom- as Devynshire, var árið 1492 sjálfur orðinn borgari í Bristol og kaupmaður. Þann 6. októ- ber það ár flytur „Willelmus Islonde Indigen- us“ sex gerðir vefnaðar á skipinu Nikulási frá Toure til Lissabon. Árið 1973 bh’ti sagnfræðingurinn David Beer Quinn heimildir, sem ekki hafa hlotið verðskuldaða athygli hér á landi. Heimildh’ úr Birstofu sýna að skip er sigldu til íslands úr Birstofu vora í siglingum til Spánai’, Portú- gals og allt suður til nýlendu Portúgala, Ma- deira. Gott dæmi um tengsl Bristol við Island og Portúgal, eru upplýsingar um skipið Kríst- ófer, sem er að finna í samtímaheimildum, tollaskrám, frá Birstofu. Þessi heimild hefur ekki áður verið kynnt á Islandi. Þann 11. des- ember 1479 lagðist skipið að bryggju í Bristol, komið úr ferð frá Algarve með fullan farm ávaxta, þó líklegast fyrst og fremst fíkjur, sem sóttar voru í Faro (hafnarborg syðst í Portúgal). Meðal skipstjóra á Kristófer 1479- 80 vora William Spence og John Pynke. Þeh- höfðu báðir íslenska sveina í þjónustu sinni. Pynke tók við skipinu og sigldi á Madeira og er hann kom aftur til Bristol var stefnt á Snæ- fellsnes. Heimildir greina einnig frá skipinu Mikael, sem var undir stjóm Rogers Tege. Tege þessi sigldi í trássi við bönn Danakon- ungs til Islands 8. maí árið 1493 með hveiti, malt og klæði. Aðrir Birstofukaupmenn, sem orðaðir voru við íslandssiglingar, vora Rob[ert] Straunge, John Goodmann og John Jay, sem allir sigldu á Spán og Portúgal. Þótt stundum hafi slegið í brýnu með ís- lendingum og Englendingum, hafa einhverjir þessara manna vafalaust dvalist hér nokkra mánuði á ári og verslað við landslýð og verið gestir höfðingja, sem versluðu við þá þrátt fyrir boð og bönn. Kólumbus f Bristol Ferð Kólumbusar árið 1477 til Bristol var engin tilvhjun. Ferðir á milli Englands og Iberíuskaga vora engin nýmæli og sigling áfram til Islands var það heldur ekki. Eftir að Kólumbus settist að í Lissabon, hlýtur hann að hafa heyrt um Bristolborg og hugsanlega fyrr. Genúamenn höfðu att kappi við kaup- manninn John Sturmy frá Bristol um krydd- verslun í austurhluta Miðjarðarhafs. Genúa- menn réðust á flota Bh’stofu árið 1458 og drápu líklegast Sturmy. Er Englendingar fréttu þetta köstuðu þeir öllum Genóakaup- mönnum búsettum í Southampton í dýflissu. Allt var þó fallið í ljúfa löð þegar Kólumbus kom til Bristol. Meh-a hefur siðan verið gert úr hugsanlegi’i siglingu hans til íslands og áhrifum hennar á fund Ameríku. Jafnvel hefur því verið haldið fram að hann hljóti að hafa heyrt um fund Vínlands. Best er að vitna í hinn mikla landa- fundasérfræðing Samuel Eliot Morison (1887- 1976) er hann ritaði „Jafnvel þótt skipið hefði haft viðkomu á Íslandi, hefði hinn ungi sæfari þá tekið þátt í upplestrí á íslendingasögum (Saga-reading party) með þýðingum og þannig frétt um ferðir norrænna manna til Vínlands? Það er ekki líklegt“. Engar heim- ildir sýna að Kólumbus hafi verið farinn að hugsa um Indíaferð sína svo snemma. Lík- legra er, að hann hafi kynnt sér möguleika á verslunarsamböndum, og hugsanlega, ef til- gátan um vera hans á Islandi er tekin með, hvort hægt var að ná í vinnuafi fyrir sykur- planteki-ur, þ.e.a.s. þræla í norðlægum lönd- um. Þrælasalinn Kólumbus Portúgalar sigldu jafnt í norðurhöfum, sem við strendur Afríku á ofanverðri 15. öld. Þeir leituðu nýrra auðlinda og siglingarleiðarinnar til Asíu, stunduðu þess vegna mælingar og kortagerð. Þess á milli hnepptu þeir fólk í þrældóm. Á síðai’i hluta 15. aldar voru kaup- menn frá Genúa, fæðingarbæ Kólumbusar, fremstir í þrælasiglingum og kenndu keppi- nautum sínum Portúgölum fljótt ýmislegt í þeim efnum. Fjölmargar ættir kaupmanna frá Genúa komu upp útibúum í Portúgal eða sett- ust þar að. Það voru einnig Genúamenn, sem fyrstir fluttu sykurreyr til Madeira frá Sikiley á fyrri hluta 15. aldar, og reistu sykurmyllur á eyjunum. Frumbyggjar Kanaríeyja voru fluttir nauðugir tÚ Madeira til að vinna á plantekrum Genúakaupmanna og Portúgala. Sykur, hið hvíta gull, var dýr munaðarvara, sem fljótt var hægt var að auðgast á. Tæpum tveimur árum eftir að Kólumbus var hugsanlega við Islandsstrendur, vai- hann í siglingum með sykur frá Madeira fyiir Genúakaupmanninn Ludovico Centurione. Árið 1478 eða 1479 kvæntist hann Filipu Per- estrello e Moniz, dóttur sykurkaupmanns og landfógetans á einni af eyjum Madeira. Hún var af ítölskum ættum í föðurætt og af kristn- uðum gyðingum komin í móðurætt. Fjöl- skylda hennar var mjög áhrifarík á Iberíu- skaga frá því á 14. öld. Kólumbus sigldi árið 1482 og 1485 til Elmina á Fílabeinsströndinni, þar sem miðstöð þrælasölunnar var. Svo mik- ill Genúamaður og þrælasali var Kólumbus í sér, að hann ritaði Ferdínand og ísabellu árið 1498, að frá nýja landinu Hispaníólu væri hæglega hægt að flytja út fjögur þúsund þræla á ári og að ,jafnvel þótt þeir dæju nú (á leiðinni yfir) yrði það ekki ávallt svo, því það sama hefði gerst meðal þræla frá Afríku og Kanaríeyjum í fyrstu“. Hér talaði maður af þekkingu, maður sem síðar réð syni sínum að þjóna Guði um leið og hann minnti hann á, að Banki heilags Georgs í Genúa gæfi 6 prósenta vexti, var að sjálfsögðu fyrst og fremst kaup- maður. Sú bók sem Kólumbus hélt einna mest upp á var verk um ferðir Marco Polo eftir Rustichello frá Pisa. I bókina hefur Kólumbus skrifað mikið á spássíur á sinni lélegu latínu. Af þeim skrifum er greinilegt að gull, perlur og eðalsteinar voru honum afar hugleikin efni. Tilgangurinn með ferð hins unga kaup- manns frá Genúa til Englands og norðurslóða, þarf ekki að hafa verið annar en að afla þekk- ingar í verslun og viðskiptum og þar með sigl- ingum. En því má ekki gleyma að mikilvægur hluti af verslun þeirri, sem hann síðar stund- aði, var þrælaverslun. Höfundar hundraða bóka um Kólumbus hafa átt mjög erfitt með að skrifa um eðli verslunar á 15. öld. Það var ekki fyrr en ný- lega að fræðimenn þorðu að tengja sykur- framleiðslu, þrælakaupmennsku og Kólumbus saman. Frá lokum síðustu aldar hefur skömm og hneisa tengst sögu nýienduþrælahalds Evrópumanna. En því má ekki gleyma að þrælaverslunin og þrælaveiðar í Afríku vora afgerandi þættir fyi’ir vöxt stórvelda miðalda og endurreisnartímans. Á fyrri hluta 15. aldar voru helstu helstu þrælamarkaðir við Miðjarðarhaf í hafnar- borgum Norður-Afríku. Helstu þrælakisturn- ai’ voru í Alexandríu, Damieta, Túnis og Trípolí. Arabar keyptu svarta þræla ættaða frá lendum sunnan við Sahai’a, en Genúamenn og Feneyingar versluðu mest á þessum mörk- uðum. Genúamenn sóttust einnig eftir hvítum þrælum, jafnvel kristnum, og vora þeir miklu verðmeiri en þeir svörtu. Um miðja 15. öld komu að jafnaði 1700 svartir þrælar um Lissabon á ári. Um svipað leyti byrjuðu Portúgalar að sækja sér þræla frá vestur- strönd Afríku. Portúgalar notuðu þrælana sem vinnuafl á skipum sínum og á plantekram. Frumbyggjai’ Kanaríeyja, sem sagðir vora frekar ljósir á húð, voru fluttir nauðugir til eyja Madeira af sykurkaupmönn- um frá Genúa. Um 1500 voru þrælar á Ma- deira svo mai’gir, að hætta var á uppreisn meðal þeirra. En samtímis vantaði vinnuafl - þræla - Kanaríeyjum. Samkvæmt kenningu Per A. Lillieströms var ráðin bót á því með því að hneppa Grænlendinga í þrældóm. Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundurinn er Ph.D í miðaldafornleifafræSi og býr i Kaupmannahöfn og stundar rannsóknir viS hóskól- ann í Hróarskeldu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JÚLÍ 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.