Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Blaðsíða 16
Ljóðið var viðfangsefni
mólþings í Goethe-stofn-
uninni í Rotterdam sem
Skafti Þ. Halldórsson sótti
og segir hér fró.
, ■ VÍ er stundum haldið fram hér á
landi að lítið sé að gerast á sviði
ljóðlistarinnar. Fátt sé um nýj-
■ungar og ljóðið því í skugga
^^■skáldsögunnar. Raunar hefur
verið dálítil umræða um meinta
kreppu ljóðsins hér á landi.
A.m.k. tveir rithöfundar hafa
haldið því fram að mörg skáld yrki fyrir lok-
aðan hóp um flókinn og sjálfhverfan hugar-
heim einfara. Vert sé hins vegar að huga að
hinu alþýðlega ljóði. Gagnrýnendur sinni
t.a.m. lítt hefðbundnum kveðskap og svo
mætti lengi telja. I ljósi þessarar umræðu er
áhugavert að skoða stöðu Ijóðsins í alþjóðlegu
samhengi.
Samhliða skáldaþingi í Rotterdam sem
greint hefur verið frá hér í Morgunblaðinu
'var haldið alþjóðlegt 30 manna málþing útgef-
enda og gagnrýnenda sem komu víðsvegar að
úr veröldinni. Var það haldið í Goethe-stofn-
uninni í Rotterdam. Ljóst er af málþinginu að
víða í heiminum er ljóðlistin í mikilli sókn
enda þótt hún eigi einnig við nokkum vanda
að stríða. Fengnir voru menn víða að úr heim-
inum til að fjalla um ljóðabókaútgáfu, kynn-
ingu og gagnrýni. Því er stundum haldið fram
hér á landi sem annars staðar að fáir lesi ljóð.
Þýska skáldið Hans Magnus Enzenberger
hefur slegið því fram að lesendahópurinn sé
yfírleitt ekki stærri en 1354, hvemig sem
hann hefur komist að þeirri niðurstöðu. Þessi
** tala var ofurlítill útgangspunktur umræðunn-
ar. Halldór Guðmundsson, bókaútgefandi hjá
Máli og menningu, flutti gagnmerkt erindi
uppfullt af tölum um bókaútgáfu hér á landi.
Þar kom m.a. fram að árlega koma út um 80
titlar ljóðabóka hér á landi sem seljast í um
samtals 20.000 eintökum. Þetta er ekki svo lít-
ið og huggun þeim sem hafa áhyggjur af
áhugaleysi Islendinga á ljóðinu. Vissulega er
meðaltal eintaka hverrar útgáfu langt fyrir
neðan tölu Enzenbergers. En okkar málsam-
félag er líka dvergur við hliðina á þýsku og
ensku tröllunum.
Það kom líka í ljós að þessi eintakafjöldi á
engan veginn við um verk Enzenbergers
sjálfs. Christoph Buchwald, útgáfustjóri Su-
hrkamp Verlag í Frankfurt, gat þess að Ijóða-
bækur þýska skáldsins seldust í 20.000-25.000
eintökum enda þótt rétt væri að yfirleitt væri
söluupplagið á ljóðabókum milli 600-200 ein-
tök. Vitaskuld seldust bækur stórskálda í
stærri upplögum. Þannig hefði nýleg útgáfa
af ljóðum eftir Paul Celan selst í 10.000 ein-
tökum og ljóð Bertholds Brecht hefðu selst í
127.000 eintökum.
Amerfskvr Ijóðadraumvr
Tveir Bandaríkjamenn höfðu sig mjög í
frammi á málþinginu, David Lehman sem er
gagnrýnandi og útgefandi ljóðasafna og Jack
Shoemaker sem komið hefur víða við sögu í
bandarískri bókaútgáfu en stjómar nú
Counterpoint Press útgáfufyrirtækinu í
Washington, D.C. Á þeim var að skilja að gíf-
urlegur áhugi væri á ljóðlist í Bandaríkjun-
um um þessar mundir. Mikið væri um ljóða-
'upplestur, kvikmyndir væru gerðar sem
snerust um heim ljóðsins og ljóðaupplestur
væri jafnvel í sjónvarpsþáttum. Auk þess
væri sala á ljóðabókum stundum með ólík-
indum. Nefndu þeir allmörg dæmi þess að
ljóðabækur einstakra höfunda seldust í 30-
40.000 eintökum og salan á ljóðum Ted Hug-
hes væri á við metsölubækur. Röktu þeir
þennan mikla ljóðaáhuga m.a. til innsetning-
arathafnar Clintons til forsetaembættisins
en mörgum er í fersku minni að hún hófst á
Ijóðalestri. Þá töldu þeir tilnefningu banda-
rísks lárviðarskálds vera mikla lyftistöng
fyrir ljóðlistina. Ymislegt annað hefur mikið
(>að segja varðandi þennan áhuga, ekki síst
rapptónlistin og ljóðagerðin sem fylgir
henni. I tengslum við þessa tónlist hefur orð-
ið til ný tegund ljóðagerðar sem kölluð er
slam-ijóðlist.
Raunar var sérstök kynning á slam-ljóðlist-
HALLDÓR Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar, og Gus Ferguson frá Suður-Afríku að skiptast á nafnspjöldum.
Ferguson sýndi mikinn áhuga á íslenskri Ijóðlist og hyggst gefa út íslenskt Ijóðasafn.
hans áhugaverð. Ljóð nýlátinna skálda seld-
ust best. I svipaðan streng tók útgefandinn
Alex Susana frá Barcelona. Hann setti fram
þá skoðun að til væru tveir heimar ljóðsins,
veröld hins hljóðláta, fágaða, flókna og list-
ræna ljóðs og heimur hins háværa og alþýð-
lega ljóðs. Þetta væru tveir ólíkir heimar og í
hraða og hávaða nútímans ætti hið listræna
ljóð undir högg að sækja. A1 Creichton, bók-
menntagagnrýnandi og sjónvarpsþáttamað-
ur með meiru frá Guyana, taldi áhyggjur
þessara manna óþarfar. Ljóðagerð karabíska
hafsins væri þannig sprottin upp úr alþýðu-
tónlist og söguljóðum. Þar væri mikil útgáfa
á alþýðlegri ljóðlist án þess að það skaðaði
hina fágaðri ljóðagerð. í svipaðan streng tók
gagnrýnandi Morgunblaðsins sem benti á að
alþýðuskáld og listræn skáld hefðu lifað hlið
við hlið á íslandi án mikilla erfiðleika og enn
fremur að sum hinna íslensku skálda væru
einnig alþýðutónlistarmenn og vísaði hann
þá m.a. til Sykurmolaskáldanna. Nútíminn
kallaði á nýjar skilgreiningar á hámenningu
og lágmenningu.
Gagnrýnendur fá á baukinn
Ljóðagagnrýni kom einnig nokkuð til um-
ræðu. Sú umræða olli þó nokkrum vonbrigð-
um enda í senn markaðsbundin og ekki laus
við sleggjudóma og alhæfingar. Utgefendur,
sem voru í meirihluta á málþinginu, réðu ferð-
inni og helst var á sumum þeirra að skilja að
þótt ljóðlistin blómstraði ríkti stöðnun á sviði
fræðilegrar umræðu og gagnrýni. Banda-
ríkjamaðurinn Lehman uppnefndi fræðilega
umræðu í Bandaríkjunum derridadaisma og
gaf lítið fyrir akademíska hugsun á þessu
sviði, áleit hana snúast um gráa kenningu en
lítt um lífsins græna tré. Tyrkinn Orkan
Ko§ak taldi gagnrýni í sínu landi helst í hönd-
um misheppnaðra skálda sem reyndu að ná
sér niðri á öðrum skáldum með neikvæðri
rýni. Sænskur útgefandi frá Malmö gat þess
meira að segja að dæmi væru þess að gagn-
rýnendur í hans heimalandi ættu það til að út-
kljá kvennamál sín í ritdómum eða gera upp
aðrar slíkar sakir. Það var því ekki að furða
þótt Alex Susana drægi upp mynd hins full-
komna gagnrýnanda andspænis hinum
breyska veruleika. Hann á að hafa góðan
smekk og fræðilega þekkingu á bókmenntum,
djúpan sálfræðilegan og félagslegan skilning,
vera stílisti og umfram allt heiðarlegur og víð-
sýnn.
Málþing þetta var mikilvægt að mörgu leyti
og raunar snjall leikur hjá aðstandendum
ljóðahátíðarinnar. í lok þess fóru nafnspjöldin
á loft og ljóst að drög voru lögð að kynningum
og samningum um Ijóðaþýðingar um víða ver-
öld. Hér varð til vettvangur alþjóðlegrar um-
ræðu um ljóðlist og það sem tengist henni.
FRÁ málþinginu. Standandi er Al Creichton frá Guyana, sitjandi
við hlið hans er Michael Schmidt frá Bretlandi.
inni á ljóðahátíðinni. Slam er upprunnið hjá
byggingarverkamönnum í Chicago í Banda-
ríkjunum. Þeir tóku að kveðast á í kaffihúsum
og veitingahúsum og mótuðu einhvers konar
keppni sem minnir um margt á hnefaleika-
keppni. Barist er með ljóðum í nokkrum lot-
um. Áhorfendur eru virkir og fagna eða úa á
skáldin eftir atvikum og dæmast þau sam-
kvæmt því. Síðar hefur sprottið upp úr þess-
ari ljóðakeppni ný tegund ljóða, slam-ljóð, en
áherslan á keppnina hefur dvínað. í Evrópu
hefur slam-ljóðagerðin nokkuð mótast af eldri
stefnum, svo sem dadaisma og expression-
isma.
Áhyggjur
Töluvert annan tón kvað við í máli breska
útgefandans Michaels Schmidt. Hann taldi
að í raun og veru segði hin mikla útgáfa í
Bandaríkjunum ekki alla söguna. Mark-
aðsvæðing ljóðlistarinnar hefði ekkert með
gæði hennar að gera. Salan á verkum Hug-
hes væri dæmi um sölumennsku. Áhugi á
ljóðum hans væri takmarkaður en ævisaga
MÁLÞING I ROTTERDAM
1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JÚLÍ 1999