Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Blaðsíða 15
I I , , Morgunbiaöið/Jim Smart SVANBORG Matthíasdóttir stendur framan við töfraheim skógarins. HLIF Asgrímsdóttir vinnur með ögrandi viðfangsefni sköpunarkraftsins. Tvær listakonur með sýningar í Listasafni Alþýðusambands fslands SKÖPUNARKRAFTUR OG GRÓANDI HLÍF Ásgrímsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir opna í dag sýningu á verkum sínum í Listasafni ASÍ. Myndefni lista- kvennanna er samspil ijóss og gróanda og sköpunarkraftur- inn. I frétt Hlífar, sem sýnir í Asmundarsal, segist hún leitast við að kalla fram sjónræna lýsingu á tilfinningunni að skapa. Hlíf segir ákveðna ögrun felast í þessu viðfangsefni. „Það er þetta með sköpunarkraftinn, hann er í raun bara tilfinning. Eg hefði þess vegna getað sagt tilfinningarkraftur. Það er ofsaleg ögrun að mála eitthvað sem heitir tilfinning," bætir hún við. Það er skynsemishyggjan sem hefur, að mati Hlífar, átt upp á pallborðið á þessari öld, frekar en tilfinningar. Tilfinningam- ar eru álitnar eitthvað sem enginn sér og fólk bæli niður í stað þess að viðurkenna þau áhrif sem þær hafa. Hún segir tilfinn- ingu sem slíka ekki hafa verið gerða að myndefni áður. Að sögn Hlífar hefur hún aldrei neina fyrirmynd að verkum sínum, heldur komi þau innan frá og segist hún mála með höndunum til þess að tryggja náið samband milli sín og strig- ans. „Ég henti öllum penslum og vinn bara með höndunum. Ég er að reyna að ná einhveijum innri kjama, einhverri innri tilfinningu," segir Hlíf og bætir við að sér finnist það að vinna með pensli eða sköfu skapa vissa fjarlægð milli sín og verks- ins. Gróðurinn myndefni Svanborg, sem sýnir sín verk í Gryijunni, segir að hún fáist við ekki ósvipaða hluti og Hlíf. „En ég geri það allt öðruvísi. Ég er að fást við gróandann, lífið sem kviknar, lífið sem vex.“ Hún hefur undanfarin tvö sumur nálgast þetta myndefni í gegnum gróðurinn og segir nýja vinnustofu vera lykilinn, en núverandi vinnustofa Svanborgar er í garðinum heima hjá henni. Hún segist því vera í góðri aðstöðu til að fylgjast með lífinu kvikna á vorin. „Maður hefur aldrei verið í svona tengsl- um við þetta áður,“ segir Svanborg og bætir við að þar finni- hún fyrir gróandanum og kraftinum sem er í lífinu. Svanborg segist í framhaldi hafa farið að skoða skógarsvæði og mála tré. Sú vinna mætti hins vegar nokkurri gagnrýni og segist hún hafa verið sökuð um að mála útlenska rómantík. „Fólk sagði, hvað er að þér? Þú ert ekkert að mála. Þetta er ekkert íslensk- ur veraleiki. Við sjáum ekki hvað það er orðið mikið af trjám héma og hvað þetta er orðinn mikill raunveruleiki," segir Svanborg. Tré Svanborgar í Gryfjunni vaxa við barnaskóla nálægt Laugardalslauginni. „Þetta er dásamlegur birkiskógur. Eg skoðaði hann mikið og þetta var svo töfrandi. Litimir vora svo skýrir og það var svo gaman að þessu. Þetta var svo greinilega töfraheimur eins og þegar maður er lítill." Sýningu Hlífar og Svanborgar lýkur 25. júlí. MEÐ KEISURUM OG ÖÐRU FYRIRFÓLKI TOiVIJST Sfgildir diskar MUSSORGSKY Modest Mussorgsky: Boris Godounov, upp- runalegar gerðir frá 1869 og 1872. Einsöngur: 1869-gerðin: Nikolai Putilin (Boris), Nikolai Ohotnikov (Pimen), Viktor Lutsuk (Grigory), Fyodor Kuznetsov (Vaarlam), Zlata Bulycheva (Fyodor), Konstantin Pluzhnikov (Shuisky), Liubov Sokolova (kráareigandi) o.fl. 1872- gerðin, meginbreytingar: Vladimir Vaneev (Boris), Vladimir Galusin (Grigory), Olga Tri- fonova (Xenia), Olga Borodina (Marina Mnis- hek), Evgeny Nikitin (Rangoni), Evgenia Gorochovskaya (fóstra) o.fl. Hljómsveit og kór Kirov-óperunnar í Pótursborg. Kórstjóri: Val- ery Borisov. Sijórnandi: Valery Gergiev. Ut- gáfa: Philips 462 230-2 (5 diskar). Lengd: 5:06:10. Verð: kr. 6.999 (Skífan). ÞETTA fimm diska safn gefur tækifæri til þess að kynnast því hvernig þessi merkasta ópera Rússa varð til frá hendi höfundar. Því hér er hún flutt tvisvar í heild sinni. Árið 1868 hóf Mussorgsky að semja óper- una um Boris Goudunov keisara sem á að ger- ast 1598-1605. Verkið var þá í sjö atriðum: 1. Við Novedevichy-klaustrið þar sem almúginn grátbiður Boris um að taka við krúnunni. 2. Krýning Borisar við Uspenski-kirkjuna í Kreml. 3. 1 klaustri þar sem munkurinn Pi- men skrifar sögu Rússlands og segir ungum munki, Grigory, frá orðróminum um að Boris hafi orðið ríkisarfanum Dmitri að bana barni að aldri. 4. Krá við landamæri Litháens. Þar er kominn Grigory, sem ætlar sér að ná völd- um í Rússlandi með því að látast vera ríkisarf- inn Dmitri. 5. I salarkynnum Borisar, börnum hans, Xenia og Fyodor, rétt bregður fyrir - Boris er sagt frá byltingaráformum Grigorys sem nú er í Póllandi til þess að safna liði. 6. Utan við kirkju heilags Basils í Kreml. Múg- urinn er órólegur. Einfeldningur nokkur ýjar að því að Boris hafi myrt son sinn Dmitri. 7. Dauði hins samviskuplagaða og sturlaða keis- ara. Óperan fékkst ekki sviðsett í þessum bún- ingi þannig að Mussorgsky hóf að endurgera verkið árið 1872. Ýmislegt þótti vanta í verkið og þá ekki síst kvenhlutverk. Mussorgsky bætti þá við þá staði þar sem konur tóku þátt og samdi alveg ný atriði til viðbótar. Þetta á t.d. við um tvö atriði þar sem Grigory (falsprinsinn Dmitri) er að stíga í vænginn við áhrifamikla pólska aðalskonu, Marinu Mnis- hek. Einnig lengdi tónskáldið atriðið á kránni og endurgerði fimmta atriði framgerðarinnar algerlega. I seinni gerðinni endar óperan á til- komumiklu lokaatriði í skógi nálægt Kromy, þar sem mannsöfnuður bíður Dmitris og manna hans. Þessi gerð verksins var svo fram- flutt 1874 í St. Pétursborg. Á þessum áram var Mussorgsky herbergis- félagi Rimsky-Korsakoffs, þess sem seinna endursamdi óperana 1896 eftir seinni gerðinni. I útsetningu Rimskys varð Boris Goudunov síðan þekkt sem meistaraverk rússnesku óper- unnar. Það verður að segjast eins og er að frum- gerðin (1869) er ekki vel heppnað verk. Þar eru of margir lausir endar og dramatískt séð geng- ur óperan varla upp. Hún er afar hæggeng og þunglamaleg. Allt öðru máli gegnir um seinni gerðina (1872) sem í raun er allt annað verk. Viðbætur Mussorgskys og endurgerð sumra atriða eru allar til bóta. Atburðarásin er hrað- ari, framvindan eðlilegri og mikil bót er í auknu vægi kvenhlutverkanna. Heimilisatriðið (diskur 4, nr. 1-14) er miklu trúverðugra og fyllir betur upp í myndina af Boris sem föður (en hvar er móðir barnanna annars?). Auk þess er slegið á léttari strengi, sem eykur svolítið á hraðann almennt. Sama má segja um kráar- senuna, sem er bráðskemmtileg og lengri í seinni gerðinni og kemur sem vel þegin upp- lyfting. Atriðið við höll Marinu Mnishek skiptir ekki svo miklu máli fyrir heildarframvinduna en þjónar að vissu leyti sama hlutverki og tvö fyrrnefnd atriði, sem tilbreyting/upplyfting og bætir svolítið við myndina af Grigory (sem er reyndar óttalegur vindhani og sveifhugi - hvernig ætlar hann sér eiginlega að ná völdum í Rússlandi hugsandi ekki um annað en þessa gaddfreðnu kvensu?). Þessir diskar eru ákaflega vel gerðir og bæklingurinn framúrskarandi (421 bls.!) Stjórn hins víðfræga Valerys Gergievs er geysilega dramatísk, tök hans á verkefninu alger og nostrað við öll hin minnstu smáatriði. Boris er sunginn af tveimur söngvuram. Báðir valda hlutverkinu vel: Rödd Nikolais Pu- litins (1869) er hljómfögur en ekki eins dramat- ísk og rödd Vladimirs Vaneevs (1872). En hvoragur er neinn Boris Christoff eða Chaliap- in. Af öðram söngvuram ber helst að nefna Vladimir Galusin sem syngur Grigory í seinni útgáfunni. Þetta er feiknarlega góður tenór og tekur Viktor Lutsuk fram að öllu leyti. Olga Borodina er einnig mögnuð sem hin kaldrifjaða Marina. Upptakan er mjög dýnamísk og hin miklu fjöldaatriði afar glæsileg. Reyndar er alltof há- vært blístrið í upphafi lokaatriðis seinni útgáf- unnar mjög hvimleitt (diskur 5, nr. 9). Ein- staka sinni bregður fyrii- vandræðum hvað varðar jafnvægi eins og þegar meiningarlaust fyllirísraus Vaarlams kæfir samtal Grigorys og kráarkonunnar (diskur 3, nr 15). Þetta er áhugavert safn. Það er fróðlegt að geta borið saman þessar tvær útgáfur en sjálf- um myndi mér nægja að eiga þá seinni. Von- andi verður hún gefin út ein sér og þá á hag- stæðara verði. Sjö þúsund krónur er óþarflega hátt verð nema maður hafi því meiri áhuga á að sökkva sér niður í gerð óperunnar. Að lokum langar mig að minna á að „straum- línulöguð“ hljómsetning Rimskys-Korsakoffs (sem nú er því miður komin algerlega úr tísku) stendur alltaf fyrir sínu. Gömul upptaka frá 1952 sem stjórnað er af Issay Dobrowen og þar sem Boris Christoff syngur Boris, Pimen og Vaarlam, öll hlutverkin með ólíkum blæ (!), er hreint ótrúlega mögnuð (EMI CHS 65192- 2). HEINICHEN Johann David Heinichen: Dresden-konsertar, S 234, 235, 215, 214 (tvær útgáfur), 226, 213, 233, 211, 231, 232, 217, Serenata di Moritzburg S 204, Sonata S 208 og Konzertsatz S 240. Hljóm- sveit og einleikur: Musica Antiqua Kðln. Stjórn- andi: Reinhard Goebel. Útgáfa: Archiv Produktion 437 549-2. Lengd: 2:16:09 (2 disk- ar). Verð: 3.099 (Skífan). í maí sl. kom einhver þekktasta barokksveit heims og spilaði fyrir Reykvíkinga. Mikill feng- ur er að slíkum gestum, en fyrir mér og sjálf- sagt fleirum vora tónleikarnir ákaflega bragð- daufir framan af enda tónverkin vægast sagt lítt áhugaverð. Það var ekki fyrr en tónar Tel- emanns fóru að hljóma að lifna fór yfir mönn- um. Einhvern tíma hefði þótt saga til næsta bæjar að tónlistin risi hæst með Telemann. Hins vegar duldist engum að hér voru á ferð- inni tónlistarmenn sem vora óvenju flinkir. Sú Musica Antiqua Köln sem lék i Reykjavík hefur reyndar nánast algerlega skipt um liðs- - menn frá árinu 1993 (þegar þessi hljóðritun var gerð) og lausleg athugun hefur leitt í ljós að aðeins sellistinn Markus Möllenbeck er eftir og svo að sjálfsögðu harðjaxlinn Reinhard Goebel sjálfur. Hér leikur sveitin konsertverk eftir Johann David Heinichen (1683-1729), samtímamann Bachs. Heinichen þessi var hirðtónskáld Ágústar hins sterka í Dresden en við hirð hans var þá ein besta hljómsveit Evrópu eins og glöggt má heyra á þessum virtúósaverkum. Skemmst er fi'á því að segja að þetta er hreint alveg stórskemmtileg tónlist, ijölbreytt, ótrú- lega hugmyndarík og satt að segja undrast maður að þessi tónlist skuli hafa legið í gleymsku hátt í 300 ár. Ekki spillir fyrir ákaflega þróttmikil spila- mennska Musica Antiqua Köln. Kraftur hóps-. ins, ögun, líf og augljós skemmtun er sérstak- lega smitandi, reyndai- svo að ég hef sjaldan heyrt annað eins. Hér gefst ekki rými til að flaíla um hina einstöku einleikara né verkin hvert um sig en óhætt mun að staðhæfa að hvergi má finna neitt sem gæti talist aðfinnslu- vert. Hljóðritunin er einnig sérstaklega vel heppnuð með hljóðmynd sem í senn er skýr og hefur óvenjumikla fyllingu. Stjórnandinn Reinhard Goebel skrifar í bæklinginn mjög skemmtilega grein um menn- ingarlífið í kringum hirðina í Dresden. Ég vil hvetja tónleikagesti á áðumefndum tónleikum til að kynna sér þetta safn, þó ekki væri fyrir annað en að fá sannari mynd af þess-, ari framúi’skarandi kammersveit Við aðra vil ég segja að enginn verður fyrir vonbrigðum með þetta velspilaða safn með tónlist hins lítt þekkta en afar skemmtilega Johanns Davids Heinichen. Valdemar Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JÚLÍ 1999 1 5~

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.