Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Blaðsíða 7
Gosið í Grímsvötnum 1998. LAND / Ihvert sinn sem ég kem á þessa sjtaði birtast þeir mér í nýju ijósi. Ég fæ alltaf ferskt sjónarhorn og það er mér jafnmikil glíma að fanga þá nú sem í fyrsta sinn,“ segir Páll Stefánsson ljósmyndari um Ijósmyndabók sína Land sem Iceland Review hefur gefið út. Páll hefur áður gefíð út nokkurn fjölda ljósmyndabóka í samvinnu við Iceland Review en segir þetta vera sína per- sónulegastu bók. í bókinni eru myndir frá sex svæðum á landinu og eru mynd- irnar allar teknar á undanförnum tveimur árum. Svæðin eru Norður- Þingeyjarsýsla, Vatnajökull, Land- mannalaugar, Langisjór og Laki, Vest- fírðir og Snæfellsnes. „Af hverju þessir staðir?“ spyr Páll í eftirmála bókarinn- ar. „Því er fljótsvarað. Þetta eru mínir uppáhaldsstaðir og þeir sýna líka skemmtilegan þverskurð af landinu.“ „Kraftur náttúrunnar er óvíða áþreifanlegri en einmitt þarna nyrst á landinu," segir Páll um Norður-Þing- eyjarsýslu. Um Vatnajökul segir hann. „Hafsjór af frosnu hvítu vatni. Það er á fáum stöðum sem mannskepnan virðist jafnlítil, landið jafnstórt, veðrið eins tröllslegt og himininn eins heiður og blár.“ „Við Torfajökul skreyta grænir steinar fönnina meðan Ijósið fellur í stafí í ánni,“ segir Páll um Landmanna- laugai’. „Vestfírðir eru sá staður þar sem náttúruöflin eru hvað sterkust, myrkrið svartast í skammdeginu og birtan björtust um sólstöður.“ „Þegar nær dregur og blátt hraunið myndar Kirkjufell, Grundarfirði. mynstur undir jökulkraganum skynjar maður betur þann kraft sem stafar frá Snæfellsjökli og skilur þá virðingu sem heimamenn bera fyrir honum.“ „Við Langasjó og Laka er paradís kyrrðar- innar og af Sveinstindi sem trónir upp í 1090 metra hæð við suðurenda vatns- ins, er eitt fegursta útsýni á íslandi.“ „Mig langar til að leyfa fólki að njóta þessa útsýnis með mér, upplifa landið í gegnum myndirnar mínar og sjá gam- alkunna staði í nýju og óvæntu ljósi,“ segir Páll. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JÚLÍ 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.