Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Blaðsíða 11
A SMÁSAGA EFTIR ÁSGEIR JAKOBSSON Veður fór að. Báturinn var að draga lóðir. Pilturinn var frammi á bóg að stokka upp lóðimar. Það var geigur í honum. Hann þóttist verða þess var, eftir því sem veð- ur og sjór óx, að tónninn í mönnunum við verkin á dekkmu hafði breytzt. Sumir voru orðnir hvassari og háværari en þeim var tamt, aðrir voru aftur á móti orðnir eilítið hljóðari. Líf piltsins var óvenju fullt af fyrirheitum einmitt þennan dag. Þetta var sjöundi dag- urinn frá þvi hann hafði fastnað sér mey. Að vísu ekki með löglegum hætti heldur nátt- úrulegum og ótvíræðum, að hann taldi. Ástfanginn maður eignast afganginn af heiminum um leið og unnustuna. Það voru engin smáræðis stórvirki, sem pilturinn ætl- aði sér nú að vinna. Hugsunin um að missa af hinu gullna lífí sem beið magnaði óttann. Þar sem hann stóð og tosaði í niðurstöð- una, færðist hann til í tíma og rúmi, ýmist í faðm unnustunnar heitan og mjúkan - eða til baka um borð, þegar ólag reið að bátnum eða stakkermin nuddaðist harkalega í sár á úln- hðnum. Formaðurinn kallaði til goggarans: - Skerðu á! Hirtu fískinn fyrir utan borð- ið. Goggarinn hirti fiskinn fyrir neðan hjólið og annan, sem kominn var uppúr sjólokun- um. Hann öskraði til formannsins: - Það er stagfiski! Formaðurinn anzaði ekki og þeir héldu áfram að draga um stund, en þegar hlé varð á að fiskur kæmi úr sjó, kallaði hann aftur og nú grimmdarlega: - Skerðu á helvítis línuna! Piltinum elnaði nú geigurinn. Það vissi hann, að þessi formaður, svo frægur sjósókn- ari sem hann var, skar ekki á fyrr en nauð- syn var á orðin. Guð hefur innréttað svo góðan formann við Islandsströnd að hann hugsar fyrir öllu sem hent getur á sjó nema sínum eigin dauða. Mikill sjósóknari er aldrei í lífshættu. Aðrir menn geta farizt og það geta hent slys, svo sem tekið út mann eða eitthvað brotnað á bátnum, og formaðurinn segist þá hafa lent í erfiðleikum, orðið að fara með gát, - en hann hafi verið í lífshættu, það nær engri átt. Þannig hefur guð sem sé rænt formanninn óttanum, til þess að hægt væri að sækja sjó við Island. En pilturinn var ekki fæddur formaður og hann var hræddur. Þegar skorið hafði verið á, var bátnum haldið upp í meðan gert var sjóklárt, en að því loknu forðuðu menn sér af dekkinu: Þrír frammí lúkar, pilturinn aftur í rórhús því hann átti landstímið, vélstjórinn niður í vél- arrúm að smyrja vélina sína, en formaðurinn var sjálfur við stýrið. Það róaði piltinn að standa hjá formannin- um í rórhúsinu. Formaðurinn talaði hvorki né hagaði sér þesslega, að hann teldi hættu á ferðum. Öðru nær. Það lá heldur vel á hon- um. Það var sagt að svo væri, þegar verst lét. Hann meir að segja rabbaði við piltinn, hvað hann ekki gerði í öllu skaplegu. Hann bölvaði tíðarfarinu, sem hann sagði að væri eins og það var, af því að drottinn væri á móti þessu landi. Þegar hann hafði lokið sér af við að gant- ast við drottin og landið sitt, tók hann til við piltinn og vildi fá að vita, hvenær hann hefði síðast legið með stelpu. Piltinum varð svara- fátt við glensi formannsins - sem kannski var nú nokkur von, því að eina stúlkan sem hann hafði legið með um ævina og aðeins einu sinni, var einmitt dóttir formannsins. Það var hún sem gerði honum nú líftóruna sérstaklega dýrmæta. í þessari andrá kom vélstjórinn uppúr vélarrúminu og firrði pilt- inn frekari nærgöngulum spurningum af hálfu formannsins. Formaðurinn hafði opinn glugga áveðurs og einn að framan en hina lokaða. Vélstjór- inn rak hausinn útum opna gluggann, en kippti honum fljótlega til baka, því hann fékk framan í sig skvettu. Hann sagði: - Þetta er meira svartnættið, það sést ekki út úr augum. - Biksvartur andskoti, sagði formaðurinn. Það hefði nú kannski verið hægt að draga meira, en ég hélt mér yrðu einhver not að dagsbirtunni við að taka landið, en það verð- ur ekki, það er sama hvort það er dagur eða nótt í svona glórulausum byl. - Þær nást nú kannski upp þessar lóðir, þegar hann lygnir, sagði vélstjórinn hugg- andi. Þær eru á góðum botni og ætli þetta standi nú lengi í þetta sinn? - Lengi? Hann lygnir aldrei meir! Það er svo gróinn í honum andskotans úlfúðin. Hann fer hringinn, dag eftir dag. Maður má lofa guð fyrir meðan ekki er manndrápsverð- ur út öllum áttum í einu. Það er meira helvít- isdjöfulsins tíðarfarið! Þeir tóku svo að ræða saman, skipstjórinn og vélstjórinn, um bát, sem hafði verið á svipuðum slóðum og þeir og þeir héldu að myndi hafa farið um líkt leyti af stað í land. Pilturinn hlustaði ekki á þá, þama sem hann hímdi í horni rórhússins. Hann var löngu kominn í land. Hann hafði tekið af sér sjóhattinn, unglegt andlitið var saltstorkið eftir ágjöfina, hárið svitakleprað og bælt undan sjóhattinum. Hann hallaðist fast upp í hornið og hélt sér í handrið innan í rórhúsþil- inu. Stakkurinn var nýlegur og mikið olíu- borinn og stífur - og það mátti heita að pilt- urinn mjósleginn væri allur horfinn í stakk- inn, aðeins efri hluti andlitsins stóð uppúr hálsmálinu. Það fór sæmilega um hann þarna í horn- inu. Hann þurfti að vísu að vera á verði fyrir veltunni, en hann hafði gott hald og gat látið hugann reika burt frá ömurleik stundarinnar inn á fagrar lendur ástar og unaðar. Hann vai- sannarlega ástfanginn og það stórfeng- lega hafði skeð, að ást hans hafði fengið út- rás og verið svarað í sömu mynt. Hann rifj- aði margsinnis upp í huganum atburði síð- ustu viku, dvaldi lengi við ýmis atriðin, og naut þeirra svo sterkt að honum reis hold, sem nærbuxurnar, þykkar taubuxur og þar utan yfir nankinsbuxur, fengu ekki fyllilega haldið niðri og það vottaði jafnvel fyrir bungu á sjóstakknum. Hann tók af sér sjóvettlinginn og smeygði hendinni undir stakkinn og í buxnavasann og reyndi að laga þetta, svo að minna bæri á því og betur færi um liminn. Hann fyrirvarð sig lítið eitt fyrir þessi ósiðlegheit við umhugsun um ástina sína, jafnt og honum sámaði ósið- legt tal formannsins, það varpaði skugga á ást hans og ástmey hans, saklausa og óspjall- aða af öðrum en honum einum einu sinni, og hún hafði gefizt honum af ást. Samfarir í ást heyrðu ekki undir hór, það hafði hann lesið. Það var af ást til hans og löngun til að þau nytust í ást sinni, að hún nefndi árabátinn, sem lá á þvertrjám niðrundan húsi föður hennar, og sagði: - Það getur einhver séð okkur. Getum við ekki farið undir bátinn? Hún vildi allt á sig leggja fyrir hann, sem hún elskaði. Og þau skriðu undir bátinn. Plittamir úr honum lágu undir honum og þar sem hann skreið í myrkrinu varð fyrir honum einhver flík, sem lá breidd yfir plittana. Þegar hann þreifaði um flíkina, fann hann að þetta var gæruúlpa. - Hér liggur úlpa, hvíslaði hann til henn- ar, sem skreið á eftir honum. - Guð, hvíslaði hún á móti, ætli einhver hafi verið hér áður, eða kannski hefur hún fokið undir bátinn. . . Hann leiddi ekki hugann að þvi, hvernig úlpan væri þama komin, honum var svo sem sama, hann bara fagnaði henni þar sem hún var til staðar á örlagastundu. Eins og jafnan þegar ástin er gagnkvæm, kom það sem á eftir fór undir bátnum af sjálfu sér, óútreikn- að og skipulagslaust. Hann komst ekki yfir hana, eins og þeir kölluðu það, frumkvæði hans var mjög umdeilanlegt, heldur gafst hún honum af fúsleika elskandi konu, sem vill áköf sýna, að hún treysti elskhuga sínum og gefi honum glöð, það sem hún á dýrast og innsigli á þann höfðinglega hátt ævilanga ást þeirra. Hún hafði að vísu ekki nefnt neitt um ævilangt samband, en hann hafði svo oft les- ið og heyrt talað um að skírlíf stúlka teldi það undanskilið, þó að hún ekki orðaði skil- yrðið beinum orðum, að legðist hún með manni, bæri hinum sama að bindast henni ævilangt. Trúnaðartraust og meining ástarinnar hafði heldur ekki leynt sér í föstum faðmlög- um hennar og tillæti. Svona hugsaði pilturinn þarna í rórhús- horninu, því að hann var enn svo ungur. Þau höfðu um alllangt skeið gefið hvort öðra auga, en tækifærin til samfunda fá, og það var sem sagt aðeins rétt vika síðan þau höfðu innsiglað ást sína með ofangreindum hætti. Hann var svo sem sæll með það sem orðið var, en ástin er aldrei of vel innsigluð. Tvívegis hafði hann setið fyrir henni til að ná af henni tali, þegar hún skauzt í búð fyrir móður sína. Hún hafði í hvoragt skiptið get- að látið sér koma ráð í hug til að sleppa út að kvöldi til að hitta hann á ný undir bátnum. Hún var vel pössuð, dóttir formannsins. Móðir hennar var þorpssómi, svo og allt hennar heimilisstand. í gærkvöldi, áður en þeh' reru, hafði hann rölt einn út á kamb að árabátnum til að lifa upp í huganum hina ljúfsára kennd, sælustu stund lífsins. Þegar hann kom inn undir bátinn var sagt önuglega við hann: - Ég hélt að þú ætlaðir aldrei að koma. . . Og síðan var seilzt til hans en þá rekið upp hroðalegt öskur og fylgdu því blótsyrði. Þama lá sem sé á hinum heilaga reit óartar- strákur á aldur við hann sjálfan og auðvitað að bíða eftir einhverri gæs, einni af þessum, sem komo óorði á allar konur með því að leggjast með hverjum sem var á úlpu undir bát. Piltinum rann í skap við þennan varg í véum og tók til að þjarma að honum og hófust þarna áflog undir bátnum. Þeim lauk ekki fyrr en báturinn rann útaf öðra trénu, sem honum var hvolft á, og þeir þorðu ekki annað en skríða hið snarasta út undan honum af ótta við, að hann rynni ofan af hinu trénu líka og kremdi þá undir sér. Piltinum fannst hann heyra létt fótatak á malarkambinum, þegar þeir komu undan bátnum. Gæsin hafði sjálfsagt heyrt fyrir- ganginn og tekið það ráð að forða sér. Svo reru þeir um kvöldið. Allt útstímið og reyndar enn var pilturinn að brjóta heilann um hvemig strákurinn hefði vitað um þennan felustað og hvaða gæs þetta hefði getað verið, sem hann ætlaði að eiga þarna fund við. Honum komu í hug LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JÚLÍ 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.