Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1999, Blaðsíða 3
I I SBOK MOIK.l \I!I.AI)SI\S - MIiNNING I IS I IB 28. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Spegill tímans Blöð og tímarit, sem út hafa komið á öldinni, eru spegill tímans og í þann spegil lítur greinarhöfundurinn, Halldór Carlsson. Þar sést að merkar nýjungar sem mörkuðu tíma- mót hafa úrelst fljótt og því eru líkur á því að farsímar, tölvur og sjónvarpstæki í þeirri mynd sem notuð eru daglega núna, fari á ruslahaug sögunnar ásamt með hestasláttu- vélum og ritvélum. og fagurfræði hennar er efni greinar í þess- ari Lesbók. „Almennt á sér stað gífurleg framþróun í tölvugeiranum - nánast er um menningarlegan Miklahvell að ræða - og svo er einnig á sviði tölvulistar,“ segir í grein- inni. Fjallað er um hvernig tölvulistin gerir nýjar kröfur til viðtakandans. Með gagn- virkninni fær hugmyndin um þátttöku við- takandans í sköpun listaverksins nýja vídd. Q±t Dauðinn - og hvað svo? I þessari grein séra Þórhalls Heimissonar er fjallað um hugmyndir helstu trúarbragða heimsins um líf að loknu þessu. Hann segir að engar nákvæmar lýsingar á himnaríkis- vist sé að finna í kcnningum Krists og að ræður flestra presta fjalli ekki um lífið handan Gullna hliðsins. Hinar ýmsu kirkju- deildir hafa heldur ekki getað komið sér saman um það, hvernig sú tilvera sé ná- kvæmlega, sem bíður eftir dauðann. Þriðja tónleikahelgi sumartónleikanna í Skálholtskirkju rennur nú upp. Þar verður m.a. frumflutt kammer- verk eftir Snorra Sigfús Birgisson; „Fegurð veraldar mun hverfa“ við samnefnt ljóð Hallgrfms Péturssonar. Einnig verða frum- flutt verk eftir Svein Lúðvík Björnsson og Hans-Henrik Nordström. Við messu á sunnudag verður m.a. flutt stólvers úr söng- handriti í nýrri útsctningu Hróðmars inga Sigurbjörnssonar. FORSÍÐUMYNDIN Forsíðumyndina tók Árni Sæberg af málverki Þorvaldar Skúlasonar, Blóm í potti, sem er í eigu Listasafns Háskóla íslands, og er myndin birt í tilefni af umfjöllun í Lesbók um safnið og velgjörðarmann þess Sverri Sigurðsson. GREGOR LASCHEN ORNINN BALDUR ÓSKARSSON OG FRANZ GÍSLASON ÞÝDDU Smiðjan stynur í svefni. Nýjað þakið nær að brún skýjabekks hvar öminn situr, hyldýpið íhvítum klóm. Augnakóngur, kverkin heit - á ævilöngu steypiflugi ævilöngu meginorð: sem gamlir trúðar sökkvi í sagið - reglubundinn ærslaleikur hringinn kringum svið - oghlæi. Nú er skýjamandlan þversum, ránið sjálft og þrúguorðið þýtur upp á blóðgum vængjum, virðist lengi standa kjurt - þar til örninn út til hafsins aftur snýr með geislafætur. Sjá, þeir ljóma er hann orgar, heiðum stjörnum rótar burt. Raknarlífí gneistaflugi. Gamla reglan virðist holl. En þvert um grænku á renniflugi keyrir hann sína rauðu tungu, broddinn mjóva mér í koll. Gregor Laschen er þýskt skáld, f. 1941, og hefur gefið út Ijóð og fjölda rit- gerða um bókmenntir. Hann er einn af ritstjórum ritraðarinnar Poesie der Nachbarn. RABB SKÓLA HVAÐ? EGAR þetta var ritað var inn- ritun í framhaldsskóla að ljúka. Að venju stóð út af borðinu, - eins og það er kall- að í samningum, lítill hópur sem hvergi fékk skólavist. Al- mennt er álitið að þeir sem sitja í þessari súpu séu for- svarsmenn menntamála á Islandi. Raunin mun að nemendurnir sitja í henni - fram í ágúst ef satt skal segja. Þetta ástand verð- ur til af mörgum sökum. Sumpart er það vegna þess að skólar hreinlega yfirfyllast en sumpart vegna þess að enn eru við lýði héraðshöft í skólum. Hluti vandans er viðhorf okkar til lag- anna. Þau gilda aðeins á stundum. A hverju ári er héraðaskiptingin ítrekuð í umburðar- bréfum, þó svo lögin um framhaldsskóla kveði skýrt á um að ekki sé við lýði héraða- skipting á framhaldsskólastigi. Auk þess virðist Ijóst að eftir því sem þessi hreppa- skipting er ítrekuð nákvæmar þá fara nem- endur æ meira út fyrir svæði sín í leit að skólaplássi. Og skólarnir sniðganga um- burðarbréfin og virða ekki mörkin í fram- kvæmd, nema gagnvart slakari nemendum eins og það er kallað. Allir gefa sem sagt umburðarbréfinu langt nef. Svona skipting er á vissan hátt óviðeig- andi m.a. vegna þess að framhaldsskólar bjóða alls ekki upp á það sama. Þannig er erfitt fyrir einstakling sem ekki á lögheimili á svæði skóla sem býður sérhæft nám að fylgja héraðaskiptingunni. Þá er hann að útiloka það nám sem honum hentar. Aftur á móti er mjög erfitt að skilja þegar nemend- ur flykkjast út fyrir svæði sitt í skóla sem er rétt eins og þeirra eigin héraðsskóli. Margir benda að auki á að afnám hreppa- skiptingarinnar hindri eðlilega þróun skóla. Mörgum skólastjórnendum finnst þetta ágætt. Þeir fylgja reglum upp að vissu marki, - meðan það hentar þeim, hirða þá umsækjendur sem passa þeim og henda hinum frá sér. Meðan þeir geta það er lítil þörf á að breyta. Þeir sinna þannig engum sérþörfum nemenda, fötlun, lestrarerfið- leikum eða þeim sem eru illa staddir í lok grunnskóla og þurfa á fornámi að halda. Brottfall nemenda veldur þeim ekki áhyggjum og stærsti hópurinn sem slíka skóla sækir gæti í sjálfu sér lokið námi ut- anskóla. I öllu falli má ætla að héraðaskiptingin hafí færst einu skrefi nær falli í vor. Og úr því sem komið er má vera að það gildi það sama um hana og bjórbannið á sinni tíð að best sé að láta þá undan kröfunni og af- nema höftin með öllu. Svona í stað þess að hafa hér enn ein lögin sem ekkert merkja. Annars er erfitt að henda reiður á því hvernig nemendur velja skóla. Þar koma til tískusveiflur og margt annað. Orðspor ætti að ráða miklu eða hvað? Ef það orð fer af skóla að hann sinni illa þörfum nemenda þá væntanlega velja menn ekki slíkan skóla. Það gæfi yfirvöldum færi á að skoða starf þess skóla, meta hann og gera tillögur um úrbætur. Það myndi vöruframleiðandi gera ef fólk hætti að kaupa vöruna hans. Annað- hvort það eða hætta framleiðslunni - vinnslunni. Þá ætti að vera hægt að álykta sem svo að það væru skólarnir sem sinntu þörfum nemenda sem væru eftirsóttir. Þeir ættu að afla vel. Það er fleira sem gæti ráðið náms- vali. Menn gætu viljað áfangakerfi þar sem það er sveigjanlegt, gefur færi á að flýta sér eða seinka eða þá því að taka meira en maður „þarf ‘ svona rétt eins og að næla sér í aukasneið af hlaðborði menntunar þó svo menn séu í raun búnir að taka nóg á diskinn. Sum árin er þetta í tísku. Stundum er bekkjakerfið í tísku vegna þess að menn telja að þar sé aðhald og skipulag. Þá þurfi ekki að hugsa mikið um námsval eða námsframvindu. Nemendur lýsa þó oft áfangakerfinu sem villugjörnu en bekkjarkerfinu sem spenni- treyju. Það er víst erfitt að gera öllum til hæfis, sem aftur ýtir undir kröfuna um val á skólum. Kannanir sýna samt sem áður að félags- lífið ræður þar mestu. Spennandi dans- leikjadagskrá, frægar árshátíðir, fjörugt skemmtanahald og viðlíka ráða mun meiru en væntingar um góða kennara og löngunin til að glíma við krefjandi námsefni. Öfug- mæli eða hvað? Rannsóknir erlendis segja að þótt höftin séu fjarlægð þá ráði markaðssetning og orðspor - svo ekki sé talað um væntingar foreldra eða ættingja. Þvert ofan í rök þeirra sem halda á lofti frjálsu vali skóla þá sést einnig í rannsóknum að það eitt veldur ekki breytingum á innra starfi skólanna. Vinsælu skólarnir breytast næsta lítið, enda reyna þeir að varðveita það sem gerir þá vinsæla í lengstu lög. Þeir sem eru minna eftirsóttir þurfa að berjast fyrir stöðu sinni og ættu samkvæmt þessari kenningu að huga að markaðssetningu. Frjálsa valið breytir þannig kynningum og auglýsingabæklingum og verður til þess að húsnæði er lagfært eða bætt. Annað breyt- ist minna. Enda þarf mikið til að breyta innra starfi skóla og veldur oft meiri óvin- sældum en vinsældum þegar til skemmri tíma er litið. Þannig muna margir setuverk- föllin og mótmælin sem urðu þegar MH var breytt í áfangakerfisskóla með einkunna- kerfi sem byggði á bókstöfum. Þegar horfið var frá bókstöfum yfir í tölur urðu aftur mótmæli mikil. Nú kann hins vegar að vera betra færi á að ná fram breytingum en oft áður. I fyrsta lagi er að taka gildi ný námskrá sem mun leiða yfir okkur breytingar. I öðru lagi er verið að innleiða nýja tækni í skólana sem býður upp á margar nýjungar. í þriðja lagi er sjálfræðisaldur nemenda hærri sem þýðir að mun einfaldara er að tefla saman foreldrum og starfsfólki skóla. I fjórða lagi er verið að tryggja rétt þegnanna með markvissum hætti með stjórnsýslulögum ýmiskonar. Þetta eru nokkur atriði sem munu breyta skólum. Það eru því spennandi tímar framundan þar sem móta þarf stefnu og túlka þarf texta til að finna hvernig best megi gera hlutina með hagsmuni nemenda og samfélagsins í huga. Framundan er auk- ið vinnuálag en ef vel tekst til spennandi vinna. Upp mun væntanlega rísa flóknari skóli sem býður fram betri þjónustu. Von- andi þjónustu sem hæfir betur unga fólkinu sem þangað sækir. Á sumum sviðum þurf- um við að taka gamlar greinar og breyta sjónarhorni þeÚTa sem og inntaki. En allar þessar úrbætur og aukinn réttur þegnanna byggja á lögum sem fylgja þarf eftir til þess að fram verði sótt. Sem aftur veldur því að mér verður hugsað til þess sem ég sagði í upphafi - rétt enn eitt árið - um lögin. Vonandi verður ekki ástæða tO að birta þennan pistil óbreyttan að ári. MAGNÚS ÞORKELSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. JÚLÍ 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.