Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1999, Blaðsíða 7
Gildra á þjóðveginum heyrt að hann væri að henda peningunum í klessuverk. Ymsar vinkonur Ingibjargar lýstu því m.a. yfir að þær myndu missa mat- arlystina hefðu þær svona verk á veggjunum. Þorvaldur í Síld og fiski, vinur þeirra hjóna, hafði einnig jafnan á orði við Sverri þegar þeir hittust, „ertu ennþá að safna þessu abstrakt?" Vinátta hans og Þorvaldar Skúlasonar veitti honum líka óvenju góða aðstöðu til að nálgast verk listamannsins beint af trönunum. Sverrir segir Selmu Jónsdóttur, fyi-rverandi forstöðumann Listasafns Islands, hafa kvart- að yfir þessu við Þorvald. „Við vorum góðir vinir og hún kom oft heim og sagði þá stund- um við Þorvald, þú lætur hann Sverri alltaf ganga fyrir, sem Þorvaldur svaraði, ja, hann kemur svo oft inn á vinnustofu til mín.“ Þau Ingibjörg voru hins vegar samstiga í listaverkakaupunum. „Við fórum saman á sýn- ingar og það kom nokkru sinnum fyrir að við vorum að hugsa um sömu myndina á stórri sýn- ingu. Við vorum andlega skyld í þessum efn- um.“ En í þá daga var gamli listamannaskálinn við Alþingishúsið aðalsýningarstaðurinn. Þau voru líka sammála um að eyða frekar fjármagni í málverk en lystireisur til útlanda. „Við hjónin fórum eina sólarlandaferð á ævinni, en vildum írekar eyða peningunum í myndlist." En hvaða hlutverk skyldi þessi mikli safnari vilja sjá Listasafn Háskólans gegna og hvemig sér hann framtíð þess fyrir sér? „Ég vona að Listasafn Háskólans sinni rækilega íslenskri samtímalist á hverjum tíma og að það líti til þeÚTa hræringa sem eiga sér stað. Ef safnið gegnir þessu hlutverki vel þá álít ég að það verði landsmönnum til gagns og Háskólanum til sóma um alla framtíð,“ segir Sverrir og heldur svo áfram, „ég á mér auð- vitað einnig þann draum að sjá safnið í veg- legu safnhúsi." Muggur ólíkur öllum Þótt Sverrir sé ekki jafn iðinn við lista- verkakaupinn og fyrr þá fylgist hann engu að síður með því sem er að gerast og nefnir sér- staklega Guðmundu Andrésdóttur, sem hann segir frábæra listakonu og Georg Guðna sem dæmi um yngri listamenn sem hann hafi gam- an af að fylgjast með. Heimsóknir Sverris eru þó takmarkaðar við sýningarstaði sem bjóða upp á hjólastólaaðgengi. Hann hefur hins veg- ar fylgst lengi með myndlist og er uppfullur af sögum af kunningskap við hina ýmsu lista- menn. Listamönnum September hópsins kynntist Sverrir t.d. í gegnum Þorvald, en sá hópur varð síðar Septem hópurinn. „Náttúru- lega töluðu þeir um erlendar listastefnur. Þessi væri slæmur og hinn væri góður og svo framvegis.“ Muggur var þó fyrsti listamaðurinn sem Sverrir kynntist og var hann þá ungur að ár- um. „Mér er það minnisstætt vegna þess hvað hann var ólíkur öllum,“ segir Sverrir en Muggur dvaldi í nokkra daga í Norðtungu þar sem Sverrir ólst upp og sendi amma hans hann með kaffi í flösku þegar listamaðurinn málaði vatnslitamyndir sínar skammt frá bæn- um. „Þá horfði ég á hann gera skissur. Hvað hann var fljótur að teikna eins og þá var sagt. En hann var hrífandi ungur maður. Hann kom þarna með danskri vinkonu sinni og það var mjög kært á milli þeirra opinberlega. Hann faðmaði hana og kyssti úti á hlaði svo allir sáu og það var hneykslanlegt í þá tíma,“ segir Sverrir og brosir að minningunni. „Þá sátu fínar frúr úr Reykjavík uppábúnar á bekk við bæinn og hann kom þeim til að fara út á tún í góðu veðri og fara í leiki, eins og að hlaupa í skarðið. Þetta bara þekkti ég ekki. Ég kunni ekki að leika mér, því afi hélt mér alltaf að snúningum og vinnu við hæfi unglinga." Gunnlaugur Scheving var líka góður vinur SVERRIR og Ingibjörg kona hans buðu Ás- grími Sveinssyni í ferð um æskuslóðir hans í Dölum á sjötugsafmæli listamannsins. Text- ann sem hér fer á eftir tók Sverrir úr dag- bók Ingibjargar. Margt rifjaðist upp fyrir Ásmundi þarna á æskustöðvunum, svo sem það að hann hafði búið sér til leynihólf upp undir lofti á stofunni þar og geymdi hann þar ýmislej't sem bræður hans máttu ekki eiga hlut- deild í. Annað var steinn einn stór sem stóð á milli fjóss og bæjar. í þann stein hafði Ás- mundur höggvið andlit sem vissi upp á við, var það auðsjáanlega hálfgert. Sagði hann okkur að hann hefði komist yfir meitil og byrjað að höggva andlit í steininn, en svo hafi meitillinn brotnað og annar ekki tiltæk- ur, svo aldrei var lokið við andlitið. Kvía- steinninn stóri, heilt bjarg sem stóð í tún- jaðrinum rifjaði einnig upp minningar og var hann ekki í rónni fyrr en hann hafði tog- að Ingrid upp á steininn til sín. Allur var þessi dagur eftirminnilegur fyrir okkur öll, en oft var ég hálfhræddur um að Ásmundur þeirra Ingibjargar og segist Sverrir stundum hafa fylgst með honum mála. „Ég keypti eng- in stærri verka hans, en hann kom oft, jafnvel vikulega til okkar Ingibjargar. Þau voru mikl- ir vinir konan mín og hann,“ segir Sverrir og bætir við að þau hafi verið á svipaðri bylgju- lengd því þau hafi jafnan vitað þegar von var á hinu í heimsókn. „Eitt sinn segir Ingibjörg við mig jæja, nú kemur Gunnlaugur í kvöld, en Gunnlaugur kom ekki fyrr en þremur dögum seinna. Þá hringdi dyrabjallan og ég heyrði hana segja hví komstu ekki á fóstudaginn? Sem Gunnlaugur svarar, ég var kominn heim að hliði þá kom Ragnar í Smára og segir þú kemur heim með mér í mat,“ segir Sverrir og hlær. „Þau vissu alltaf hvort af öðru. Þau voru bæði hagmælt og köstuðu stök- um hvort á annað. Það var gaman að hlusta á þau og væri hægt að segja af þeim óendanlegar skemmtilegar sögur.“ Ásmundur Sveinsson myndhöggvari var einnig ágætis vinur þeirra og buðu honum m.a. í ferðalag um æskustöðvar hans í Dölum í Borgarfirði á sjötugsafmælinu. „Þetta var besta afmælisgjöfin sem hann gat hugsað sér. Það átti að vera móttaka á Hótel Borg og niundi ofbjóða bæði sál og líkama í gleði sinni. Allt fór þó vel. Við héldum svo frá Koisstöðum um kl. 17.30 en er við komum að næsta bæ við Kolsstaði, stóð þar á hlaðinu sem vegurinn lá um traktor svo hvergi var hægt að komast fram hjá. Maður var eitt- hvað að bauka í traktorsvélinni. Eg fór út og spurði manninn hvort hann gæti ekki leyft okkur að fara fram hjá. Jú, jú, hann sagði ekkert vera að hjá sér og sagðist vel geta fært traktorinn úr vegi. En hann hafði, eins og sveitasiður er, hlustað dulítið í símann þennan dag og þá komist að því að þessi frægi sveitungi hans átti merkisafmæli þennan dag og þar sem hann langaði til þess að óska honum til hamingju, þótt að aldrei hefðu þeir nú sést fyrr, þá setti hann bara gildru á sjálfan þjóðveginn. Við tókum þessu auðvitað vel og ekki versnaði nú þegar kona bónda kom út f bíl með flösku af viskíi og allar tegundir af glösum og bollum og þar var svo skálað fyr- ir listamanninum. Síðan var traktorinn fjar- lægður og áfram var haldið í Borgarnes og hvílt sig eftir strangan dag. hann var svo hamingjusamur að sleppa við þetta allt saman. Við stálum honum frá Borg- inni.“ Sverri er skemmt við tilhugsunina og dregur fram ferðasöguna úr Borgarfirði. „Hún Ingibjörg mín skrifaði þetta og ég tek það úr dagbók hennar, en hún hélt dagbækur í meira en hálfa öld.“ Suma myndin keypt tvisvar Sverrir á verk margra annaiTa abstrakt- listamanna en Þorvalds, þó ekki sé það safn jafn yfirgripsmikið. „Eg á verk eftir alla þessa heiðursmenn. Ég á svona þetta frá þremur- fjórum upp í tíu-tólf.“ Hann hefur heldur ekki lagt sig eftir að safna verkum erlendra málara, og segir ástæðu þess hve er- lendir listamenn verðleggi sig hátt. Sverrir á þó eina og eina mynd og á ein þeirra sér sína sögu. En myndina málaði Margret Baxter, listmálari og kennari við Edinborgarháskóla, af æskustöðvum hans í Norðtungu í Borgar- firði. Hún var ensk heitkona föðurbróður Sverris sem dó úti ungur að árum úr spönsku veikinni. Áhugi Sverris á verkum Þorvaldar fer hins vegar ekki á milli mála og sá fjöldi mynda sem hann hefur keypt eftir listamanninn tal- ar sínu máli. Sverrir keypti meira að segja eina mynda Þorvaldar tvisvar. Sverrir bend- ir á abstrakt mynd í sýningarskránni Hreyfi- afl litanna og kennir galsa í röddinni þegar hann rekur söguna. Myndina keypti hann upphaflega af Þorvaldi þegar hún var enn á trönunum, en um það leyti hafði maður nokkur samband við Þorvald og bauð honum að skipta á mynd eftir Snorra Ai-inbjarnar, félaga Þorvaldar. Maðurinn skoðar myndir Þorvaldar á vinnustofunni og vill þá svo til þessi mynd stendur á staffilíninu. Þorvaldur hvolfir henni á meðan hann sýnir manninum hin verkin en hann vill fá að sjá hana aftur og segir Þorvaldur honum að myndin sé eign Sverris. „Og það var þá eina myndin sem kom til greina,“ segir Sverrir og bauð Þorvaldi að láta manninn hafa myndina í skiptum fyrir Snorra. „Síðan kem ég nokkrum dögum seinna til að líta á þessa fallegu Snorramynd, en þá var Þorvaldur búinn að gefa Listasafni Islands hana,“ segir Sverrir og hlær. „Þá hafði Selma Jónsdóttir heimsótt hann, séð myndina og orðið svo hrifinn að Þorvaldur gaf henni hana. Svo liðu nokkuð mörg ár, en þá hringir þessi maður og segir, ég vil gjarnan bjóða þér þessa mynd sem þú áttir. Hefurðu áhuga á að eignast hana aftur? Ég var nú hræddur um það,“ segir Sverrir og bætir við að þar með hafi hann keypt myndina tvisvar. Skiptir sjálfur um blindramma á verkunum I heimsókninni til Sverris getur blaðamað- ur ekki annað en dáðst að þeim verkum sem hanga uppi um veggi hússins, en þar má sjá skólateikningar Kjarvals, auk verka Þorvald- ar Skúlasonar, Georgs Guðna, Jóns Stefáns- sonar og Kristínar Jónsdóttur svo fáein séu nefnd. Mynd Kristínar á sér sögu og eignaðist Sverrir hana í gegnum kynni sín af Þorvaldi. En hann fór þess á leit við Þorvald að hann segði Kristínu að Sverrir hefði áhuga á að eignast eina mynda hennar. Þessu brást Kristín við með því að mála mynd sérstaklega fyrir hann og valdi Listasafn Islands myndina til að gera plakat eftir í tilefni yfirlitssýningar á verkum Kristínar sem haldin var í safninu. „Hún var þekkt sem góður blómamálari." Það leikur lítill vafi á áhuga og þekkingu Sverris á íslenskri myndlist, þó hann aðaláhugamál sitt vera skógrækt! En fjöl- skyldan á sumarbústað í nágrenni Reykjavík- ur, sem þau hafa lagt mikla rækt við. Mynd- imar eru Sverri þó engu að síður kærar því hann var í tvo vetur í Morkinskinnu að læra að meðhöndla og umgangast myndimar, strekkja þær og hreinsa og ekki er annað að sjá en að hann hafi haft gaman af. Undanfarin ár hefur Sverrir því sett myndir sínar sjálfur á nýja blindramma og er vel með á nótunum hvaða meðferð tryggi besta varðveislu. Rannsóknarsjóðurinn sem Sverrir gaf Listasafni Háskólans nú í vor gegnir marg- þættu hlutverki sem m.a. felst í því að styrkja rannsóknir á sviði íslenskrar myndlistar, myndlistarsögu og forvörslu myndverka. En hvaða tækifæri telur Sverrir að styrktarsjóð- urinn bjóði upp á? „Ég vona að sjóðurinn hvetji til rannsókna á íslenskri myndlist á sem víðtækustu sviði. Islensk myndlist nútímans á rætur í íslenskri menningu," segir Sverrir. „Ég minnist þess til dæmis að nokkrir af þeim listamönnum sem ég kynntist á árum áður höfðu miklar mætur á íslenskri alþýðulist, gripum gerðum af hagleiksmönnum og kon- um, hlutum sem fyrr á tímum þóttu ef til vill hversdagslegir. Slíkir gripir myndu tæpast falla undir nútímaskilgreiningu á myndlist, en ef til vill hafa sumir sem gerðu þá litið á þá sem listaverk.“ í ODDA eru höfuðstöðvar Listasafns Háskólans, en þar sem á á fleiri stöðum innan skólans hanga verk í eigu safnsins. SAFNINU NÝTT HLUTVERK skólans. „Það eru ekki stórar upphæðir og í ljósi takmarkaðs fjár til innkaupa hefur vissulega komið upp sú hugmynd að safnið gæti vissrar sérhæfingar. Ég tel það sjálf ekki fráleita hugmynd fyrir minni söfn. Enn sem komið er gætir þó ekki annarrar sérhæfingar en þeirrar að safnið hefur ekki lagt metnað sinn í að safna gömlu meisturunum og á sárafá verk sem gerð eru fyrir 1940. Þá hagar bæði samsetning stofngjafar og aðstæður til uppsetninga verka innan háskólans því þannig til að há- skólasafnið er fremur tvívítt safn en þrí- vítt,“ segir Auður. Sérstaðan felst i Þorvaldi „Það sem skapar safninu sérstöðu er að það er stærsta safn landsins af verkum Þor- valdar Skúlasonar. Safnið á yfir 200 verk eft- ir hann, olíumálverk, teikningar og vatnslita- myndir, frá öllum tímabilum ferils hans. Þar á meðal eru mörg lykilverka Þorvaldar. Sú staðreynd að 40% verka safnsins skuli vera eftir einn og sama listamanninn helgast að sjálfsögðu af gjöfum Sverris til safnsins og einstöku sambandi þeirra." Sverrir er stærsti velgjörðarmaður Lista- safnsins, en hann hefur gefið safninu á þriðja hundrað verka af þeim tæplega sjö hundruð verkum sem eru í eigu þess. Þó enginn annar velunnari hafi verið jafn stór- tækur og Sverrir, hafa þó fleiri fylgt í fót- spor hans. „Það eru ekki hvað síst myndlist- armenn af eldri kynslóðinni, einkum þeir sem áttu verk í stofngjöfinni, sem hafa gefið safninu verk. Þá hefur verið nokkuð um að yngri listamenn sem safnið hefur keypt verk af, hafi af sama tilefni látið fylgja með annað eða fleiri verk,“ segir Auður og bætir við að hún eigi frekar von á því að gjöfum til safnsins eigi eftir að fjölga með aukinni tengingu við rannsóknir. „Og þar er ég ekki bara að hugsa um listaverk, heldur líka heimildir sem tengj- ast íslenskum myndlistarmönnum og myndlistarsögu. Til að mynda eignaðist safnið nýlega eitt stærsta og heilstæðasta safn af íslenskum sýningarskrám sem til er á landinu. Þar er um að ræða einkasafn Björns Th. Björnssonar listfræðings. Sum- ar skránna eru hvergi til annars staðar og á ég von á að þar megi finna ýmis spennandi púsl fyrir grúskara í íslenskri myndlistar- sögu.“ Morgunblaðið/Jlm Smart AUÐUR Ólafsdóttir segir Sverri hafa gefið Listasafni Háskólans nýtt hlutverk. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. JÚLÍ 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.