Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1999, Blaðsíða 4
SPEGILL TÍMANS EFTIR HALLDÓR CARLSSON Fyrri hluti HVÍLÍKAR framfarir á morgni aldarinnar. Auglýsingin er frá brezkum reiðhjólaframleiðanda sem sá fyrir sér þróun reiðhjólsins til fullkomnunar. En draumurinn um þríhjólið rættist ekki, „sjálfrennireiðin" sá fyrir því. Blöð og tímarit eru að sönnu spegill tímans og í þennan spegil er horft í þessari grein til að virða fyrir sér hvernig samtíminn hefur litið á ýmsar breytingar og tækninýjungar. I landsmálablaðinu Austra segir svo í janúar árið 1900 um undur rafmagnsins: /7Því á heimurinn að þakka telegrafinn, telefóninn og óteljandi uppfinningar aðrar. Þekkingin á rafurmagnsaflinu fer óðfluga vaxandi, það má framleiða á ótal vegu, fossar oq ár qeta rekið vélar. oq vatnsaflið. breytt í rafurmagn, má leiða langar leiðir"---------------- TUTTUGASTA öldin er að hverfa í mistur tímans. Með henni hverfur ákveðinn hugmyndaheimur, sið- fræði og skilningur á veröldinni. Umhverfi okkar, hvort sem er hérlendis eða gervöll heimsbyggð- in, hefur tekið gífurlegum breyt- ingum og sér ekki fyrir endann á því. Þegar gluggað er í gömul gulnuð dagblöð og tímarit, og áratuga gamlar vangaveltur um framtíðina, tækninýjungar og siðfræði, má ýmislegt læra um stöðu okkar og samfélag í dag, á sama hátt og steingervingar og beina- grindur segja þróunarsöguna. Þá hafa einna mest heimildagildi þau blöð og tímarit sem oft eru ekki talin til „alvöru" heimilda: Auglýs- ingablöð, landsmálarit ýmiss konar og jafnvel slúðurdálkar dagblaðanna. Þó margar þessara heimilda séu þýddar, stolnar, staðfærðar og skrumskældar, eru þær einkar þörf ábending akkúrat núna, við lok aldar. Það sem er þó mest aðlaðandi við að líta til baka í gegnum skrif samtímans er frásagnarmátinn sjálfur og sú bamslega undrun sem skín úr skrautlegu orðalagi blaðamannsins þegar hann kemst í tæri við eitthvað óþekkt, ekki síður en vamað- arorð hans til komandi kynslóða. Okkur finnst allt nýtt vera hápunktur þró- unarinnar og að það muni endast að eilífu. Nýju bflamir og tölvumar hafa sýnt okkur að svo er ekki. Súpermódel lúxusbflsins er úrelt eftir fimm ár og orðið að fombíl eftir tuttugu ár. Ofurrisatölvan undrahraða skiptir um nafn, örgjörva og móðurborð árlega. Það er þó nokkuð síðan menn fóra að þróa örgjörva sem era hundrað þúsund sinnum hraðvirkari en þeir hraðvirkustu í dag - Sjálfur ofurheilinn úreldist á undrahraða. Odýr vasabrotsbók endist lengur. I náinni framtíð liggur einkapésinn grafinn á haugunum eða verður til sýnis á miðlasafn- inu ásamt úreltum prentara, Silver-Reed-rit- vél, lampamagnara og súperátta sýningarvél. Ymis sjálfsögð fyrirbæri í menningu okkar munu eflaust hverfa í byrjun næstu aldar; Rafmagnssnúrar, ávísanaeyðublöð, peninga- seðlar, eiginhandaráritanir (fingraför era ör- uggari), loftvarnaflautur, sjónvarpstæki, sím- skeyti, snældur (mynd- og tónbönd), vegabréf eins og við þekkjum þau og starfsfólk í ýmsum greinum, s.s. skrifstofu- og þjónustustörfum. „Engin öld, er sögur fara af, hefir borið svo merka atburði í skauti sér sem uppgötvanir þær, er gjörðar hafa verið á þessari öld.“ - Orð í tíma töluð, vissulega, nema hvað þau skrifar Skapti Jósefsson, ritstjóri landsmála- blaðsins Austra á Seyðisfírði, í janúar árið 1900. „Gufuvélin er að vísu barn átjándu aldarinn- ar, en nítjánda öldin fyrst kemur króanum á legg og lætur hann vinna fyrir sig. Skip og vagnar knúðir áfram með gufu afli - hvflíkt furðuverk!“ Undur og stórmerki rafmagnsins voru ef til vill það merkilegasta sem menn urðu vitni að um síðustu aldamót. „Því á heimurinn að þakka telegrafinn, telefóninn og óteljandi upp- finningar aðrar. Þekkingin á rafurmagnsaflinu fer óðfluga vaxandi, það má framleiða á ótal vegu, fossar og ár geta rekið vélar, og vatns- aflið, breytt í rafurmagn, má leiða langar leið- ir,“ segir Skapti og heldur áfram: „Prometeus sótti eldinn til himna, en vís- indamenn þessarar aldar hafa ekki einungis leitt eldinguna af himni ofan, heldur og tekið öfl vatna og undirdjúpanna í þjónustu sína.“ í Mogganum skrifar Víkverji 1946: „Já, við sem nú lifum, eram uppi á merkilegasta tíma- bili mannkynsins, en maðurinn er svo fljótur að venjast nýungum, að við tökum varla eftir framföranum, eða teljum þær eðlilegar og sjálfsagðar." Eflaust eigum við eftir að lesa margar álíka greinar um hverfandi öld bráðlega, og ólíklegt annað en henni verði hampað sem þeirri merkilegustu frá upphafi vega eins og áður. Nú þegar hefur 20. öldin fengið ýmis heiti, misgóð: Geimöldin. Öld óttans, Öld hraðans, Kvikmyndaöldin. Og auðvitað Tölvuöldin, Upplýsingaöldin og jafnvel Öld hins óbreytta manns, sem ekki er fjarri lagi. Heimurinn breytist. Það er ekki lengra síð- an en á striðsáranum [1940] að sjá mátti aug- lýsingar um böm sem fengust gefin og nælon- sokkaviðgerðir á forsíðu Morgunblaðsins. Já, heimurinn breytist svo hratt að börn á for- skólaaldri þekkja ekki menningarfyrirbæri sem kynslóðin á fertugsaldri þekkti mætavel, s.s. ritvélina, vínilplötur, kvikmyndafilmuna, ílasskubba, mjólkurbúðir né skóviðgerðir nema af afspurn. Sjálfsagðir þættir í umhverfi okkar þóttu djarfar og jafnvel fáránlegar hugmyndir á sín- um tíma. Hjartaígræðsla, símtæki og lýta- lækningar vora furðuverk og varalitur og hár- kollur voru litin hornauga fyrst í stað. Félags- leg aðstoð þótti á fyrri hluta aldarinnar alger óhæfa, því iðjuleysinginn myndi þá auka kyn sitt hraðar en hinn vinnandi maður. Alls kyns uppfinningar áttu að sigra heiminn og gjör- breyta honum en aldrei heyrðist múkk meir um þær. Á fyrri hluta þessarar aldar var litið á sjón- varp sem galdratæki og íslensk blöð gáfu því í upphafi nöfn. á borð við „mynd-útvarp“ „víð- sjá“ ogjafnvel „firðsjá". Tölva sem gat fengist við þúsund tölur eða nokkra leiki í skák var mikið afrek vísindanna og gekk undir nöfnum eins og rafheili, raf- eindaheili, - já, jafnvel „ofurheilinn". I þessari grein og næstu eru glefsur úr greinum og fréttum sem segja töluvert um samtíð sína - og gefa um leið örlitla innsýn í samtíma okkar ef við lesum milli línanna. Snemma árs 1914 fjallar Morgunblaðið um merkilega nýjung: „Nýjasti galdurinn. Vagnar sem renna í lausu lofti. Merkileg uppgötvun Enskum blöðum er um þessar mundir tíð- rætt um uppgötvun nokkra er franskur hug- vitsmaður [...], Emile Bachelet að nafni, hefir gert og sýnt nýlega þar í landi. Reynist upp- götvun þessi eins vel og búast má við eftir þessari fyrstu tilraun, mun hún á fáum árum ryðja járnbrautarvögnum úr vegi.“ „Það er eigi unt að skýra þessa uppgötvun í fáum orðum. En hún byggist á þeirri stað- reynd að nokkrir málmar hafa hindrandi áhrif á segulmagn það er streymir út frá rafmögn- uðum hlut..." „Málmur sá, er kunnastur er að þessari hindrun, er aluminium. Bachelet byggir nú uppgötvun sína á áhrifum segul- magnsins á málm þenna, og þeir sem hafa séð uppgötvanina eru alveg höggdofa af undrun og á meðal þeirra era þó margir hugvitsmenn, sem kalla ekki allt ömmu sína ...“ „... ætla má að menn mundu kynoka sér við að ferðast með vagni þessum áður en full reynsla er fengin fyrir því að hann sé eins góður og af er látið.“ ★ Þessi frétt, sem birtist í Fálkanum árið 1969, og skýringarmyndin sem henni fylgdi, minnir um margt á vísindaskáldsögur, ekki síst farartækin í hinni sígildu mynd „Blade Runner“: Flutningataoki framtíðarinnar Nú hefur að nokkra leyti tekist að fram- kvæma hugmyndina um fljúgandi disk. Menn hafa lengi talið að þannig yrðu farar- og flutn- ingatæki í framtíðinni og nú hefur brezkum vísindamönnum tekizt að búa til einskonar disk, sem er knúinn með loftblæstri...“ „Hann getur aðeins svifið mjög lágt yfír landi og legi, en vísindamenn telja, að byggja megi risa-diska, sem hentugir verði til þunga- flutninga." ★ í Morgunblaðinu er árið 1914 kynntur til sögunnar Nýr þokuleiðarvísir „Fyrir skemstu hafa Englendingar sett nýjan þokuleiðarvísi við Clydeósa. Er það fall- byssa, sem þramir hátt með vissu millibili og hleður sjálfa sig um leið. Skotinu er hleypt af með rafmagnsbylgjum, sem sendar eru frá loftskeytastöð, er liggur í þriggja rasta fjar- lægð. ... hafa Englendingar í hyggju að setja þessar þokufallbyssur meðfram allri strand- lengjunni." ★ Morgunblaðið segir frá því árið 1964 að bú- inn hafi verið til Nýr rafeindaheili „Nýr rafeindaheili á stærð við skókassa er settur saman úr jafn mörgum hlutum og 400 sjónvarpstæki." Heili þessi getur, samkvæmt greininni, „lagt á minnið meira en 1.000 orð og upplýsingar...“ ★ I sama blaði, sama dag, er sagt frá „skepn- unni“ ... „sem getur hugsað, etið, sofið og leik- ið sér. Skepna þessi er vélmenni: „Nýlega fékk „Skepnan" nýtt skilningarvit, heyrn. „Skepnan", sem lítur út eins og hattaaskja full af mýflugum fékk nefnilega stjórntæki, sem byggjast á því að hún sendir frá sér hljóð og tekur við endurvarpinu. Hún reikai' nú um ganga rannsóknarstofunnar þar sem hún er búin til og leitar að rafmagnsinnstungum. Þegar hún finnur þær, stingur hún í þær kló og nærist á rafmagninu, sem hleður rafhlöður hennar. Næsta skref í þróun „Skepnunnar" verður að gefa henni sjón.“ ★ Mbl. 1919: Nýjar hárkollur Læknir nokkur í Budapest hefir með góð- um árangri fest hár á skalla mönnum... Saumar hann hárin í yfirhúðina og eru þau fest með gullvír ... Á hvern fersentímetra fest- ir hann 200 hár, og hæsta tala, sem hann enn hefir „gróðursett" á einu mannshöfði eru 50 þús., og festir hann 500 hár á þrem stundar- fjórðungum...“ ★ Árið 1953 birti Alþýðublaðið stórmerka frétt á forsíðu um innrás banananna til ís- lands. Bananar ekki lengurlúxus hér á landi Það eru nú orðin ár og dagar síðan bananar hafa fengist hér á hverju strái. Einstöku sinn- um hafa þeir fengist í verzlunum, flugfluttir frá Ameríku, en svo dýrir, að menn hafa ekki keypt þá nema rétt til að minnast gamla góða bragðsins... Það eru því vissulega nokkrir 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. JÚLÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.