Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Blaðsíða 5
Loftmynd á fjarinnrauðu sviði (hitageislun) af verslunarstaðnum að Gásum. Prh = könnunar- hola. A (kirkja ásamt hringlaga kirkjugarði). B-F (búðaþyrpingar sem skildust að af götum og sundum). G (opið svæði þar sem vöruskipti og verslun hafa farið fram). Merkjafræðistofa Há- skóla íslands 1998. ásamt mannvistarlögum og nýtt slíkan jarðveg sem byggingarefni til að hækka búðaveggina eftir þörfum. Sem dæmi um þetta var t.d. lítið vogarlóð af víkingaaldar- gerð (4. mynd) sem fannst í efri hluta veggjar í einni könnunar- holunni. Vísbendingar um aldur verslunarstaðarins Loftmynd á fjarinnrauðu sviði (hitageislun) af verslunar- staðnum að Gásum við Hörgárósa í Eyjafirði og næsta um- hverfi hans. Hér er um fjarkönnunartækni að ræða sem beitt hefur verið í tilraunaskyni á fornleifar í Eyjafirði og víðar á Norðurlandi eystra með góðum árangri samanber myndina hér. Merkjafræðistofa Háskóla fslands 1998. Fyrst var talið að litla vogar- lóðið eða metið sem áður er getið (sjá mynd) væri af baltneskri gerð frá Eystrasaltslöndunum. Annað kom þó í ljós þegar leitað var til þýsks fomleifafræðipró- fessors við Háskólann í Freiburg, Heiko Steuer, sem rannsakað hefur met frá víkingatíma og upphafi miðalda á Norðurlöndum, Eystrasaltslöndunum og víðar. Hann telur að metið frá Gásum sé af síðvíkingaaldargerð sem m.a. er þekkt frá verslunarstaðn- um í Birka á Björkey í Leginum (Malaren) vestan við Stokkhólm. Metið vegur tæplega 4,3 g, en upphafleg þyngd þess gæti hafa breyst í aldanna rás vegna málm- tæringar. Kjarni metsins er úr jámi en skelin úr bronsi og kross- merkið á yfirborði þess ásamt þræðinum sem vafið er utan um fót metsins (sjá mynd) hafa haft því hlutverki að gegna að leið- rétta þyngd lóðsins til að ná ákveðinni þyngdareiningu. Steu- er hefur rannsakað á 6. tug meta sem hafa verið þyngdarbætt með sama hætti og metið frá Gásum. Hann lítur svo á að þessi met séu tákn um þann tíma þegar myntslátta byrjaði að ryðja sér til rúms í NV-Evrópu á mörkum víkingatíma og miðalda, það er að segja á sama tíma og breyta þurfti þyngdar- einingum í samræmi við verðgildi myntar eða peninga. Pá þurftu þeir sem enn studdust við þyngdareiningar góðmálma eða brotasilfm’s sem gilt höfðu áður að leiðrétta þyngd eldri vogarlóða eða meta vegna skorts á nýjum vog- areiningum. Meðal þeiiTa funda sem gefa vísbendingar um aldur verslunarstaðarins er sem sagt litla vogarlóðið frá 10. öld eða síðvíkingatíma. Aðrir fundir sem geta sagt til um aldur minjanna að Gásum eru leirkerabrotin. Þar af fundust tvö leirkerabrot af svokallaðri C- góðs-gerð frá Langerwehe í Þýskalandi frá lokum 14. aldar eða byijun 15. aldar auk leirkerabrots frá Grim- ston á Englandi frá lokum 14. aldar. Sams kon- ar leirker og leirkerabrot hafa fundist í miðalda- lögum í Þrándheimi og Bergen í Noregi, þannig að leirkerin sem brotin eru frá gætu hafa borist að Gásum með norskum kaupmönnum, þó ekki megi útiloka Englendinga í þvi sambandi. Tíma- setning lefrkerabrotanna segja okkur, að menn hafí haldið til að Gúsum í byrjun 15. aldar. Burtséð frá lóðunum frá víkingatíma og leirkerabrotunum gátu aðrir fundir frá rann- sóknunum 1986 ekki sagt neitt með vissu um aldur minjanna að Gásum. Það reyndist einnig erfitt að aldursgreina bæði viðarkola- og beinasýni úr neðsta eða elsta hluta versl- unarstaðarins þar sem í ljós kom að viðarkolin voru að megninu til frá gömlum rekaviði eða innfluttum viði, og þeir beinahlutar sem unnt reyndist að greina úr elsta hluta minjanna voru úr sjávardýrum svo sem sel, sem einnig var hætta á að gæfi misvísandi aldursniður- stöðu. Þó tókst að greina smáviðarleifar úr innlendu birki neðarlega úr einni könnunai’- holunni sem ekki var þó úr elsta hluta minj- anna i þeirri holu. Birkisýnið gaf geislakols- aldur upp á 1030+/- 80 ár fyrir nútíma og sem skv. leiðréttum aldri gæti legið í kringum aldamótin 1000. Það er þó engan veginn ör- uggt með tilliti til þeirrar ónákvæmni sem í niðurstöðunni felst. Með hliðsjón af vogarlóðinu ásamt jarðhýsa- leifunum og geislakolsgreiningunni má ætla að elsti hluti minjanna á verslunarstaðnum að Uppdráttur frá Finni Jónssyni og Daníel Bruun sem sýnir m.a. þá hluta Gásaverslunarstaðar sem þeir rannsökuðu sumarið 1907. Gásum nái aftur á 10. öld. Eins og áður segir eru jarðhýsi einkennandi fyrir verslunarstaði frá síðjárnöld og víkingatíma í byggðum nor- rænna manna. Jarðhýsi hafa einnig fundist í bæjarstæðum hér á landi frá fyrstu öldum byggðar og sem menn hafa m.a. reist sem bráðabirgðabyggingar þar til búið var að reisa varanlegri íveruhús. Það er einkennandi fyrir jarðhýsi í byggðum norrænna manna að í þeim er iðulega að finna ofna og hitasteina, og einnig eru snældusnúðar auk kljásteina frá vefstöðum dæmigerðir fundir í jarðhýsum, en þeir benda til spunavinnu og annarrar textíliðju kvenna. Jarðhýsin hafa því haft a.m.k. tvíþætt notagildi, ýmist sem gufuböð eða vinnustaðir kvenna og þar er þá hugsan- lega um svonefndar dyngjur að ræða. Samkvæmt fornbréfaheimild um eignir Munkaþverárklausturs er jörðin Gásir í eigu þess árið 1446. Nokkrum árum síðar eða 1452 heimilar biskupinn á Hólum ábótanum í Munkaþverárklaustri að selja Gásir til Möðru- vallaklausturs. Þetta bendir til þess að þær tekjur sem Munkaþverárklaustur hafi haft af verslunarstaðnum að Gásum hafi þegar verið að engu orðnar um miðja 15. öld. Sú staðreynd að Gásir hafa verið í eigu Munkaþverárklaust- urs (sem stofnað var 1155) bendir einnig til þess að áhrif Hólastóls, kirkna og klaustra hafi verið töluverð í þeirri verslun sem fram fór að Gásum eftir að kirkjan tók að festa sig í sessi hér á landi. Af norskum og íslenskum fornbréfum má ráða að erkibiskupsstóllinn í Þrándheimi og klaustur í og við Bergen hafi átt viðskiptahagsmuna að gæta í versluninni að Gásum. Það kallar á frekari fornleifarannsóknir að komast nær um aldur, form og hlutverk kirkj- unnar vestan við búðaþyrpingarnai’ að Gásum. Samkvæmt fornbréfaheimild átti kii’kjan að Gásum að hafa brotnað í óveðri árið 1359, og það túlkuðu þeir Finnur Jónsson og Daniel Bruun sem vísbendingu um það að um timbur- kirkju hafi verið að ræða. Þar sem þeir félagar gi’ófu ekki út fyrir undirstöður frá timbur- veggjum kirkjunnar vissu þeir ekki af þeim ytri torfveggjaleifum sem komu í ljós við rann- sóknirnar 1986. Torfveggirnir hafa verið reist- ir til hlífðar timburveggjum kirkjunnar líkt og hér tíðkaðist í kirkjum sem við erum vön að kalla torfkirkjur. Ekki er ólíklegt að norskir kaupmenn hafi reist kirkjuna án þess að það hafi leitt til ágreinings við íslensku kirkjuna sem stofnun, þar sem hún heyrði undir erki- biskupsstólinn í Þrándheimi í katólskum sið frá og með 1152. Segja má að tilgátan um það að kirkjan að Gásum hafi verið norsk kaup- mannakirkja komi heim við aðstæður í Eystrasaltslöndunum og NV-Rússlandi þar sem erlendir kaupmenn reistu sér kirkjur í þeim bæjum og borgum þar sem þeir héldu til. Þegar árstíðabundin verslun lá niðri mátti nýta kirkjurnar sem geymslur undir varning og annað. Kirkjan að Gásum gat einnig hafa þjónað sem griðastaður þegar upp komu átök milli manna. Gásum tengist einnig frásögnin af munkun- um sem duttu svo hressilega í það á verslunar- staðnum, að þeir voru vændir um að hafa í öl- gleði sinni valdið því að bæði kirkjan og klaustrið á Möðruvöllum brunnu til kaldra kola árið 1317. Eins og áður segir hafa menn dvalið á Gása- verslunarstað í byijun 15. aldar. Þar hafa breytingar á náttúrufari við Hörgárósa trú- lega haft sitt að segja og þá einnig sú stað- reynd að Island fylgdi ásamt Noregi undir danska krúnu Kalmarsambandsins við lok 14. aldar. Þegar verslunarstaðurinn að Gásum hafði þjónað hlutverki sínu sem einn mikil- vægasti verslunarstaður norska ríkisins í eylöndum Norður-Atlantshafs tók að gæta aukinna áhrifa Englendinga í fiskveiðum og verslun hér á landi. Það voru því ýmsfr samverkandi þættir sem leiddu til þess að hlutverk Gása sem verslun- ai-staðar lagðist endanlega af í byrjun 15. ald- ar og má meðal annars marka af því að Munkaþverárklaustur, sem að öllum líkindum hefur haft tekjur af verslunai-aðstöðunni að Gásum, ákvað að selja jörðina árið 1452. Höfundurinn er (ornleifafræðingur. f stað heimildalista Þeim sem hugsanlega hafa áhuga á þvf að kynna sér frekar þau skrif og þær rannsóknir sem fjalla um versl- unarstaðinn að Gásum skai bent á að komið er út rit um efnið frá málþingi um Gásir sem haldið var við Háskól- ann í Prándheimi í Noregi vorið 1998 og fjármagnað af Rannsóknaráði Noregs. Ritið kallast Gásir - en interna- sjonal handelsplass i Nordatlanteren og tilheyrir ritröð- inni Senter for middelalderstudicr. Skrifler 9. Þeir sem hafa áhuga á því að panta ritið geta haft samband við viðkomandi útgáfufyrirtæki: Tapir forlag, Nardoveien 12, N - 7032 Trondheim, Norge. Netfang: tapir.for- lag@tapir.ntnu.no LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. SEPTEMBER 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.