Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Blaðsíða 11
JÆFELL
Ljósmynd/Oddur Sigurðsson
jótárjökl sjást vinstra megin, en Skálatind ber í fjallið.
Ljósmynd/Hjörleifur Guttormsson
im og bak við hann Þjófadalur. Snæfellsháls er hægra megin. Gengið er upp suðvesturhornið þar
sem Ijósi líparíthryggurinn tengist fjallinu.
.Sauða-
fell
Geidær- /r
Jinúkur sj <
hnúkarv.
\m - v ' 'V
1!20! )}K .
V^SiadteU IjK
Sandvatn \ .»
Ai;
"5 Grábergs-
hnúkar
GrjótárVo
huúkur ^
Langi-
hnúkur
Snæfells-
Foíavati
Snæfells-
hóls
Ketil- 1230
hnúkur Þjófahnúkar
Litla 1122
Snæfell i
1180 Sc' .1
Bjálfafell
Hátungur
Stœkkad
svœði
Horft í suður af Snæfelli, Þjófahnjúkar í baksýn og Þjófadalur til vinstri.
Sauðár liðast um, en þær renna báðar til Jök-
ulsár á Dal.
Við héldum áfram og ókum suður með fjall-
inu að vestanverðu, allt að Snæfellsskála
Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, en hann var
reistur 1970, en þrívegis hefur hann verið
stækkaður (16). Þar var okkur tekið tveim
höndum af skálaverðinum Ingibjörgu Hall-
grímsdóttur, og settumst við stundarkorn inn.
Vestan í Snæfellinu eru líka talsverðir skrið-
jöklar. Grjótárjöklar tveir (9) eru á norðvestur-
horni fjallsins, en þar á Grjótá upptök sín, og
eru þeir aðskildir efst af mjóum líparíthrygg
en samvaxnir neðst. (Helgi Hallgrímsson (8)
hefur af þeim ástæðum nefnt þá Tvíburajökla.)
Syðri jökullinn tengist toppjöklinum og steyp-
ist ofan af háfjallinu í ferlega sprungnum jök-
ulfossi, en sá nyrðri kemur úr jökulbotni líkt
og Sótajökull. Jöklar þessir hafa borið fram
fírna mikla urðarhóla sem þekja þá neðst.
Sunnan við jökulskálina er í fjallsbrúninni öxl
með um 100-150 m háum dökkbrýndum þver-
hnípishömrum, sem nefnd er Hamar. Sunnan
hans er nafnlaus tindur í fjallinu sem Helgi
Hallgrímsson (6) nefnir Skálatind (1338 m á
kortum) vegna þess að hann er upp af skála
Ferðafélagsins. Austan við þennan tind kemur
skriðjökull úr fjallinu og nefnir Hjörleifur (10)
hann Axlarjökul. Sunnan við tindinn er dal-
verpi sem Helgi (6) nefnir Axlardal. Sunnan
þessa dals er tindur í aðalfjallinu (1306 m á
kortum, en er líklega um 1350 m), sem Helgi
nefnir Axlartind (hefur líka verið nefndur
Litla-Snæfell en það er ruglandi vegna þess að
hnjúkur sunnar ber það nafn). Nafnið Axlai--
tindur á vel við vegna þess að oft er gengið á
tindinn á leið upp á fjallið eftir svonefndri
Gönguöxl sunnan í Axlartindi (9), en einnig er
farið nokkuð austai- eftir rinda sem Helgi (6)
nefnir Uppgönguhrygg.
Tilraun Sveins Pálssonar 1 794
Sem fyrr greinir er fært á fjallið bæði að
norðanverðu og sunnanverðu, og því má ganga
yfir fjallið. Slfla-i göngu er nokkuð lýst í árbók
Ferðafélags íslands 1987 (10). í yfirliti yfir
fyrstu göngur á Snæfell (2,11) kemur fram að
fyrstu tilraun til þess gerði Sveinn Pálsson
náttúrufræðingur og læknir ásamt tveimur
fylgdarmönnum 3. september 1794, og gengu
þeir upp norðausturöxl fjallsins. Þeir urðu frá
að hverfa vegna þoku og hvassviðris. Til að
minna menn á að hér erum við á svæði þar
sem taka verður tillit til náttúruaflanna er rétt
að birta kafla úr frásögn Sveins:
„En nú komst óveðrið í algleyming. Rokið,
sem var svo mikið, að það reif freðinn skara af
snjónum og þeitti honum framan í okkur
ásamt snjógusum og haglhryðjum annað slag-
ið, lagðist á eitt með bratta fjallsins og
hálkunni á jökulsnjónum, til að banna okkur
uppgönguna. Loks fengum við komist upp á
fyrsta hjallann norðan í fjallinu og fengum við
síðan vitneskju um, að það mundi (varlega
áætlað) nema þriðjungi af allri hæð fjallsins.
Þegar hér var komið, var með öllu óhugsandi
að komast hærra, ekki svo mjög vegna
þokunnar, er náði alveg niður til okkar, heldur
veðurofsans, sem var svo harður, að við urðum
að grafa okkur holu til að liggja í, svo að við
skyldum ekki kútveltast niður hlíðina, auk
þess sem hann svipti af mér nýrri baðmull-
arnátthúfu (því að höttum okkar urðum við að
halda á í höndunum)."
Guðmundur Snorrason
sigrar f jallið 1 877
Fyrstur til að standa á tindi Snæfells hefur
líklega verið Guðmundur Snorrason frá
Bessastaðagerði í Fljótsdal, en það gerðist 13.
ágúst 1877 (11). Hann gekk í bh'ðviðri og mun
gangan hafa tekið um 2 tíma og 15 mínútur.
„Það fannst mér mikið tignarlegur staður,“
segir hann um útsýnið og lýsir því meðal ann-
ars svona: „Hvergi var þoka eða skýjahnoðri á
loftinu, svo að sjá mátti yfir alla Norður-Múla-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. SEPTEMBER 1999 1 1
I