Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1999, Blaðsíða 16
ÞAR SEM SMÆÐIN GÖFGAR GÆÐIN Færeyska tónlistarhátíðin Sumartónar var haldin í Þórs- höfn í Færeyjum fyrir skömmu. Þar voru haldnir 45 tón- leikar á nítján dögum. RÍKARÐUR ÖRN PÁLSSON sótti Færeyinga heim og hlustaði á stóran hluta dagskrár- innar. Síðari hluti. Sunleif Rasmussen og Kristian Blak í „Listahétíðarklúbbnum". / A TTA ár eru ekki langur flR tími til að skapa sér sjálf- stæða ímynd meðal evr- K ópskra tónlistarhátíða, er iðulega eiga áratugi ef ekki ÆDlA aldir að baki. Því er ekki K ^^nema von ef færeyski ný- MH »kgræðingurinn virðist enn sem komið er vera að þreifa fyrir sér um framtíðarstefnu, eins og sjá mátti af sumum undangengnu dagskrám Summartóna. Þar gat meðal aðkomuflytjenda sumarið 1993 að líta Blásarakvintett Reykjavíkur og Hilliard sönghópinn brezka, og meðal erlendra tón- skálda Danann Pelle Gudmundsen-Holm- green og Islendingana Þorkel Sigurbjörns- son, Karólínu Eiríksdóttur og Finn Torfa Stefánsson. Snemma var farið að helga sér ákveðin kjörsvið. 1994 var það „Æskulýðstónlist" með þáttöku innlendra og norskra ungmenna- hljómsveita. Það ár kom S.I. sem fyrr sagði í heimsókn öðru sinni, nú undir stjórn Osmos Vánská, og lék m.a. Rímnadansa Jóns Leifs og Foma dansa Jóns Asgeirssonar. Blásara kvintett Reykjavíkur kom einnig aftur, og Bemharður Wilkinsson, flautuleikari kvint- ettsins, sem ættaður mun í móðurlegg frá Sumbu í Sandey, stjómaði Færeysku sinfón- íuhljómsveitinni við sama tækifæri í verkum eftir Mozart og Beethoven.. 1995 var „Norræn túlkun“ efst á blaði, og skartaði hátíðin þá m.a. finnsku stjömu- kammersveitinni „Avantil", norska dragspils- snillingnum Geir Draugsvoll og Den danske Trio. 1997 beindist athyglin að tónlist frá Eystrasaltslöndum og N-Atlantshafslöndum, og ofarlega á blaði sáust nöfn eins og Edin- borgarkvartettinn, Caput hópurinn og Rut Ingólfsdóttir frá Islandi, auk nýstofnaða fær- eyska kammerhópsins Aldubáran sem síðar var kölluð. Meginþema þessa árs var verk eftir fjórar kynslóðir norrænna tónskálda, nánar tiltekið Sibelius, Vagn Holmboe, Per Nprgárd og Sunleif Rasmussen. Sem mörgum mun kunn- ugt var Holmboe, einn skærasti nýklassisisti Norðurlanda, mikill Færeyjavinur. Per Nprgárd, e.t.v. heimskunnasta núlifandi tón- skáld Dana, dvaldi nokkra daga í Þórshöfn meðan á hátíðinni stóð og sagði hljómlistar- mönnum til. Sunleif er aðeins 38 gamall en engu að síður þegar orðinn þekktasta tón- skáld Færeyinga. Hann er og þeirra lang- skólagengnastur og fyrram nemandi Ibs Npr- holms í Kaupmannahöfn, þar sem hann er nú búsettur og meðlimur danska tónskáldafé- lagsins. Þó að ég hafi dvalið fullar tvær vikur í Færeyjum, dugði það ekki til að ná öllu, enda stóð hátíðin tæpar þrjár vikur. En svo stiklað sé á stóru dagana 23.6. - 4.7. vakti fyrst at- hygli manns lifandi túlkun fjögurra meðlima úr færeyska kammerhópnum Aldubáran ásamt austurríska sópraninum Önnu Maríu Pammer í Norðurlandahúsinu á „atónala" meistaraverki Schönbergs Perrot Lunaire frá 1912 undir stjórn hins danska Thomas Sond- ergaards. Pammer kvaðst eftir á aldrei hafa tekizt á við þetta vandasama Sprechgesang- hlutverk áður, og þótti manni með ólíkindum miðað við svipmikinn talsöng hennar. Næsta dag var Per Nprgárd í forgranni á sama stað með verk fyrir m.a. einleikshörpu, leikið af chilversk-danska hörpuleikaranum Sofiu Asunción Claro, er einnig lék verk eftir Sun- leif fyrir hörpu og segulband. Aldubáru-klar- ínettleikarinn Anna E. Klett frumflutti krefj- andi einleiksverk eftir Per með glans, og „Havnarkórið“, fremsti kór Færeyinga, söng verk eftir hann og Holmboe af agaðri mýkt. Því miður veittust manni ekki fleiri tækifæri til að heyra þennan fallega söng, en til sanns vegar má færa, að kórinn hélt sjálfstæða tón- leika í byrjun hátíðarinnar undir stjóm Ólavs Hátún. Hátindi þessarar Summartónahátíðar í hljómlistarflutningi var tvímælalaust náð, þegar norski strokkvartettinn Vertavo (stofnaður 1984) hóf leik í Listaskálanum sama kvöld með kvartett Op. 76,1 Haydn, nr. 21 eftir Holmboe og nr. 8 eftir Nprgárd. Ungi Færeyingurinn Tróndur Bogason átti einnig að vera á skrá með framflutningi á „Strúkikvartett no. 2“, en eftir því sem gleggstu kvittir hermdu, hafði ekki náðst að skrifa út raddir í tæka tíð. Hlýtur að hafa verið sárt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, fyrir 23 ára óharðnað tónskáld að missa þannig af magnaðri framtúlkun, því leikur hinna föngulegu norsku stúlkna var í einu orði sagt frábær. Þær léku bæði af næmleika og krafti, en hárnákvæmt, og mótuðu eins og gamlar rottur í faginu. Feyskna hárkollan Haydn varð allt í einu ferskur, dulrænn og spennandi, m.a. með smekklegri beitingu ví- bratóleysis og rúbatós á óvæntum stöðum. Holmboe saung í meðföram þeirra stallna eins og himinhvolfin sjálf, og jafnvel framúr- stefnujaxlinn Per Nprgárd (sem að vísu virð- ist stundum geta brugðið sér í ýmis önnur líki, ekki ósvipað Atla Heimi Sveinssyni) hljómaði undarlega hugfangandi. Það má merkilegt heita, ef Vertavo-systur eiga ekki eftir að gera það gott á næstu árum. Skammt var stórra höggva á milli, þegar Ensemble Lys, kammerhópur 7 ungra manna frá Bretlandi og Svíþjóð, tróð upp næsta kvöld í Listaskálanum með verkum eftir Moz- art (Kvartett K285), Tate, Nprgárd (Pa- storale) og Beethoven (Strengjatríó Op. 9,3). Aftur mátti heyra fágaðan, hrynhvassan og samstilltan leik sem slagaði stundum hátt í Vertavo, og Nprgárd sýndi á sér óvenjuklið- mjúka hlið með blákalt sagt rómantískri tón- list, sem að vísu mun rannin úr raddskrá hans við kvikmynd Gabriels Axels, „Babettes gæstebud". En hafi Mozart og Beethoven verið fjöragir, stal þó senunni brezka tón- skáldkonan Phyllis Tate (f. 1911) með viða- miklu og bráðskemmtilegu dúói fyrir kiar- ínett og selló í afburðagóðum flutningi Katherine Spencers og Jespers Svedbergs. Bjartasta (eða ætti að segja dimmasta?) bassasöngvaravon Færeyinga, Rúni Bratta- berg, opinberaði sérlega hljómmikla rödd - og töluverða „búffó“-túlkunarhæfileika - við slyngan undirleik finnska píanistans Gustavs Djupsjöbacka fyrir fullum Listaskála tveim dögum síðar í lögum eftir Schubert, Rachmaninoff, Sibelius og Mussorgsky, auk stakra laga eftir Sunleif og Regin Dahl. Kvöldi síðar sýndu finnsku tónlistamemend- umir í Kammersveit Sibeliusarakademíunn- ar sínar hljómbeztu hliðar í Norðurlandahús- inu undir leiðsögn fastastjórnanda þeirra Pekka Helasvuo í áhrifamiklum sorgaróð Sunleifs, „Grave in memoriam Karsten Hoy- dal“ og í „Hörpunni“ eftir samlanda hans Kristian Blak, auk tveggja finnskra nútíma- verka. Pastorale Nprgárds hljómaði hér aft- ur, nú úr stærri áhöfn en fyrr, enda leikið hægar, og lokaatriðið, hin innblásna Konsertsvíta Sibeliusar úr leikhústónlist hans við „Pelléas og Mélisande" var sérlega eftirminnilega flutt. Hér er kannski rétt að skjóta inn, að vitan- lega var fleira til að dreifa fyrir heyrn og huga í Færeyjum en Sumartónleikahaldi. Sá merki menningarmiðill útvarpið - „sjónvarp hins hugsandi manns“ á skrölt- og skrumöld - var undirrituðum stundum .tilbreyting frá kvöldlegum tónlistarviðburðum, enda þótt talmálsefni færeyska útvarpsins færi að mestu fyrir ofan garð og neðan nema hjá skýrmæltustu fréttaþulum. En notalegt var oft að hlusta á árdegisbland í poka úr þættin- um „Góðan Morgun Foroyar", og það var næstum því eins og að skreppa 40 ár aftur í tíma að heyra óskalagaþætti með sams kon- ar ljúfri lummumúsík - ásamt kveðjum frá ungum sem öldnum - og tíðkaðist hér heima í eina tíð. Annars var ekki laust við að maður öfund- aði Færeyinga af greiðum aðgangi þeirra að útvarpsstöðvum í Skotlandi og Noregi, sem fluttu oft eftirtektarvert talefni, j)rátt fyrir hágúrkutíð. Að því leyti eram við Islendingar miklu einangraðri frá umheimi en Færeying- ar. Auk þess má ætla, að nábýlið í ljósvakan- um sé þáttargerðarfólki þeirra bæði hvatning og aðhald. Færeyskir hlustendur þekkja dag- skrár nágrannalandanna og vita hvað hægt er að gera vel í útvarpi. Og þeir hafa úr nógu að spila, þáttargerðar- mennimir. Þórshöfn getur hampað heilum fjórum hljómplötuverzlunum (það væri á við 40 í Reykjavík), og færeysk plötuútgáfa er með ólíkindum blómleg. Af þrem útgáfufélög- um (þegar mest var) er Plátufelagið Tutl (= „skvamp" eða ,,gutl“) stærst. Það var stofnað 1977 af margnefndum Kristian Blak, józkum tónlistarmanni frá Rípum, sem þá var ný- setztur að í Tórshavn og veitir enn útgáfunni forstöðu. Tutl er í eigu færeyskra tónskálda og hljómlistarmanna og hefur gefið út yfir hundrað „flogur" eða geisladiska; upphaflega aðeins sígilt efni, djass, þjóðlög og bamalög, en síðar einnig t.a.m. sveitatónlist, gospla og þjóðháttaefni. Gaman var að seinni tónleikum Lys-hóps- ins í Norðurlandahúsinu síðasta kvöld júní- mánaðar, þar sem áttmenningarnir (hér að meðtöldum dönskum bassaleikara hópsins sem lék ekki í fyrra skipti) fluttu oktettinn „Hogboy“ (1997) eftir Blak, einleiksklar- ínettverkið „Báðumegin við“ (1995) eftir landann Edvard Nyholm Debess og Silunga- kvintett Schuberts. Við sama tækifæri fram- flutti hópurinn „Barböru“ eftir Paula í Sandagerði; seiðandi erótískt verk, er sam- einaði sakleysi og óbælda þrá í safaríku tón- máli. Það minnti oftlega á e.k. útvíkkað há- milonga. Hogboy Blaks var litrík tónaumrit- un á ljóði Heinesens upp úr draugasögu frá Hjaltlandseyjum, og snörp klarínettetýða Nyholms Debess lék eins og kvikasilfur í kattliðugum höndum hinnar kornungu en feikilega færu Kate Spencer, sem enn kvað hafa ólokið námi, þótt lygi sé líkast. Silunga- kvintettinn heppnaðist einnig vel, burtséð frá fullvakurri dýnamík. Steinunn Bima Ragnarsdóttir var mætt frá Islandi í Norðurlandahúsinu föstudaginn 2. júlí til undirleiks við sópransöngkonuna Berg- hild Poulsen, sem hljóp í skarðið fyrir Joanna Johansen vegna veikinda. Fluttu þær sönglög eftir Poulenc og Paula í Sandagerði með góð- um árangri en við fremur dræma aðsókn, sem batnaði ekki að ráði á að öðra leyti velheppn- uðum einleikstónleikum Steinunnar kvöldi síðar á sama stað með píanóverkum eftir Sveinbjöm Sveinbjömsson, Jóranni Viðar, Leif Þórarinsson, Sibelius, Norgárd og Debussy, enda hátíðin senn á enda og margir áheyrendur eflaust orðnir saddir tóndaga í bili. Næsta kvöld, sunnudaginn 4. júlí, léku meðlimir Aldubárunnar - einnig í Norður- landahúsinu - franskt prógramm, dúóverk eftir Messiaen, Poulenc og Debussy og tríó eftir Ibert, af vandvirkni og við góðar undir- tektir. Að því loknu framflutti allur hópurinn hið hálf-seríala „Trauer und Freude“ (1999) eftir Sunleif Rasmussen, sem verkaði lang- dregið á mig í seinni hluta eftir vænlegan fyrripart. Verkið vakti mann til umhugsunar um þá algengu tónsmíðaaðferð að búa til rað- ir fruma (,,mótífa“) úr smábrotum þekkts lags og hlaða síðan upp tónavirki úr röðun- um; að því er virðist í þeim aukatilgangi að upphafsefnið (í þessu tilviki gamalt færeyskt sálmalag) verði óþekkjanlegt með öllu. Eða hví var tónskáldið að segja áheyrendum frá einhverju sem ekki heyrðist? Hljóðfæraleik- ur var annars með mestu ágætum, og vakti ekki sízt athygli svolítið hlédrægur en sér- lega skýr leikur Jóhannesar Andreasen, sem mun hafa kennt píanóleik á íslandi fyrir nokkram árum. Eins og sjá má af þessu yfírliti gætti veru- legrar fjölbreytni á Sumartónahátíð Færey- inga 1999, enda þótt hún væri í meginatriðum kammerfestival með aðeins tvennum kórtón- leikum og einum sinfóníutónleikum. Voru bæði gömul og ný tónverk á boðstólum, hin nýju ýmist innlend eða erlend, og verk og túlkun oft vonum framar að gæðum. Skipu- lagsvammir eins og niðurfelling stakra atriða vora að vísu nokkuð áberandi, svo og breytt niðurröðun verka á tónleikum. Einnig var 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.