Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 Þyðingar MORGUNBLAÐIÐ / LESBÓK BÆKUR l»ýtl skáldverk TÍDÆGRA cftir Giovanni Boccaccio. Þýðing: Erlingur E. Halldórsson. Mál og menning 1999. 726 bls. Leiðb. verð: 4.980. ALLTAF ber að fagna þegar eitt af önd- vegisverkum heimsbókmenntanna kemur út á Islandi í heillegri og óstyttri útgáfu, og ástæða til að þakka Erlingi E. Halldórssyni það afrek, að hafa þýtt það verk, sem hefur haft hvað mest áhrif á þróun skáldsagnarlist- ar á Italíu og í Evrópu. Decameron eftir Giovanni Boccaccio á að telja meðal frumlegustu og skemmtilegustu verka, sem samin hafa verið á 14. öld og þótt síðar og víðar væri leitað. I ítalskri bókmenntasögu skipar Tídægra öndvegis- sæti og er hluti af þríeykinu La Divina Commedia eftir meistara Dante Alighieri, II Canzoniere eftir Petrarca og Decameron. ítalskan eins og hún er í dag á rætur sínar að rekja til þessa tíma, er fyrrnefnd þrjú skáld, sem uppi voru á tímabilinu frá 1265 til 1375, lögðu grunn að Volgare, þjóðmáli Ítalíu, sem frá Flórens breiddist út um allan Italíuskagann og náði bæði syðst til Sikil- eyjar og nyrst til Mílanó. I krafti þessara öndvegisverka varð ítalskan sem hér var „sköpuð" og færð í letur að bókmáli sundraðrar þjóðar, sem laut valdi margra stórra og smárra konunga, ofstopafullra jarla og lýðræðislegra borgarstjórna. Enn í dag geta Italir lesið Decameron eftir Boccaccio eins og Islendingar lesa sínar Is- lendingasögur, og er stór hluti orðaforða nútímaítölsku byggður á þessu „forna“ máli. Giovanni Boccaccio var fæddur í Flórens eða í Certaldo í Toskana-héraði á Ítalíu árið 1313 og var sonur Boccaccino di Chellino kaupmanns, sem hafði ferðast víða um Evr- ópu og verið tíður gestur Frakklandshirðar. Móðir hans var af lægri stétt og gaf frá sér barnið, sem faðirinn viðurkenndi strax og ól upp sjálfur fyrstu 6 ár ævi hans. Það virtist ekki hafa háð Giovanni að neinu marki að hafa verið óskilgetinn sonur alþýðukonu, lík- lega vegna þess hve faðir hans var mikið á ferðinni og tók son sinn alltaf með sér. Þeir feðgar ferðuðust mikið, til Napólí, þar sem Giovanni komst í kynni við helstu mennta- menn síns tíma, en læknaháskólinn í Salerno var á þessum tíma mikilvægasti skóli sinnar gerðar í heiminum, og til Parísar, þar sem þeir bjuggu um tíma og þar samdi Giovanni sín fyrstu verk. Boccaccio lærði hrafl í grísku á ferðalögum sínum. Decameron er gríska og þýðir „tíu daga verk“, eða Tídægra, þar sem sögutími verksins spannar tíu daga árið 1348 í Flórens. Þjakaður af vatnssýki og offitu, lést Giovanni Boccaccio í Certaldo 21. des- ember 1375, ári eftir dauða besta vinar síns, Petrarca. Tídægra var samin þegar plágan mikla 1348 í Flórens var afstaðin og tími gafst til skrifta. í plágunni hafði bæði faðir hans Boccaccio og stjúpmóðir dáið, en hann lifði þessar hörmungar af og varð seinna meir eitt af fáum vitnum farsóttarinnar, og gaf ítarlega lýsingu á henni. Plágan hafði borist til Ítalíu frá Miðausturlöndum með kaup- skipum frá Genúa og breiðst út eins og eld- ur í sinu um allan Ítalíuskaga á fáum mán- uðum. Reiknað er með að þegar henni lauk, hafði 2/3 íbúa Ítalíu sýkst og helmingur þeirra lát- ið lífið, en eftirlifendur áttu það erfiða verk- efni fyrir höndum, að endurreisa samfélagið úr rústum. Túlka má Tídægru sem tilraun til að end- urreisa þjóðfélag frá grunni, með því að gefa eftirlifendum von um betri tíð og endurnýj- un lífdaga. Plágan mikla hafði haft djúp fé- lagsleg og efnahagsleg áhrif, eins og Boccaccio rekur í inngangsorðum að sög- unni. Menn höfðu yfirgefið vini og fjölskyld- ur, flúið borgir og lokað sig af. Hætt var að grafa lík og öll verkleg vinna og allar fram- kvæmdir höfðu stöðvast um alla Ítalíu. Það er staðreynd að ekki er til bygging eða minnismerki á Ítalíu, sem hafist var handa við að reisa árið 1348! Þjóðfélagið var í mol- um og trú manna á Guð og kirkju víða í rén- un. Efnahagur landsins náði sögulegu lág- marki og verðbólga jókst til muna. Nú var skortur á vinnuafli orðinn svo tilfinnanlegur, að almennir verkamenn, sem höfðu lifað pláguna af, auðguðust til muna þar sem boð- ið var í vinnu þeirra. Til langs tíma var þessi þróun til góðs, því að nú dreifðist auður á fleiri hendur og ekki var lengur barist um matarbitana, heldur gnótt matar handa öllum, sem voru á annað borð á lífi. Árið 1358 t.a.m. gerðu bændur í llr viðjum miðalda Norður-Frakklandi uppreisn gegn lénsherr- unum og tóku völdin, og það sama gerðist víðar um álfuna. Samfélagsmynstur Evrópu hafði endanlega breyst og ekki var aftur snú- ið. Lénsskipulagi miðalda var endanlega lok- ið. Lýsingar á farsóttum og plágum hafa oft- sinnis verið viðfangsefni rithöfunda, bæði fyn- og nú, og telja má útlistun Boccaccio á svarta dauða með þeim áhrifamestu á því sviði. Kannski hafði hann til hliðsjónar lýs- ingu Thucidides á plágunni í Aþenu 430 f.Kr. eða sambærilegan kaíla í Ilionskviðu, en það sem hrífur lesendur strax frá upphafi er að Boccaccio neitar að taka persónulega afstöðu um orsakir plágunnar, heldur snýr hann sér beint að því, að lýsa af hluttekningu þeim harmleik, sem hans eigin samborgarar höfðu þurft að þola. I stað þess að leita orsaka og skýringa, setur höfundurinn í brennidepil þær ómannúðlegu afleiðingar, sem plágan hafði haft á samfélag Flórensborgar. Hann rekur hegðun og viðbrögð íbúa gagnvart þessum vágesti og veitir samborgurum sín- um, sem höfðu lifað þetta af, sýn á hvernig menn breyttust í samviskulausar skepnur til að halda lífi og gleymdu þeim siðum, sem voru grundvöllur kristins samfélags á þess- um tíma. En með lýsingu sinni felst ekki ásökun heldur viðurkenning á staðreyndum, og lætur lesendur dæma sjálfa um viðbrögð hvers og eins. í augum Boccaccio skipti ekki máli hversu lengi menn lifðu heldur hvernig þeir lifðu, og þess vegna er plágan mikla einungis tæki höfundar hér til að koma eigin skoðunum á framfæri. Plágan er rammi og inni í honum lifa menn og hrærast. Ef farið er út fyrir þetta afmarkaða svæði, þá er lífið orðið ómanneskjulegt og systur yfirgefa bræður, mæður syni, feður dætur, eiginmenn eigin- konur og eiginkonur eiginmenn. Til þess að endurheimta mannúð og mann- kærleik hittast menn og segja hvor öðrum sögur, sem verða þess vegna dæmisögur um mannveruna, með öllum sínum göllum og breyskleika, en einnig með sínum dyggðum og fórnum. Sex konur og fjórir karlmenn hittast í kirkjunni Santa Maria Novella í Flórens og ákveða að fara frá borginni í miðri plágunni og búa í tíu daga á afskekktum stað í sveit, til að endurheimta fyrri lífsgleði og lystisemdir í heimi, þar sem allt er á hvolfi og lög, mannleg eða guðleg, era ekki lengur í gildi. Á þessum tíu dögum segir hvert þeirra tíu sögur, eina á dag, samtals hundrað sögur um skylt efni fyrir hvern dag. Of langt væri hér að rekja alla þá þætti sem teknir eru fyr- ir og upp koma í öllum þessum sögum, rauði þráðurinn í þeim öllum er maðurinn sjálfur. Tilgangurinn með að segja sögur er samt ekki einungis að flýja hörmungar og létta sér lífíð á meðan hinir þjást. Samkvæmt trú manna á 14. öld var söngur og skemmtan, dans og hlátur, einnig læknis- fræðileg aðferð til að halda heilsunni, læknis- ráð til að halda frá sér hinum illu vessum, sem gerðu menn móttækilega fyrir plágunni. Hugarástand manna hefur áhrif á líkamsá- stand, en fræðirit miðalda kváðu á um, að besta aðferð til að halda heilsu væri að: „æfa tvisvar á dag á undan máltíðum, stunda tón- list, söng og dans eftir máltíðir, og að iðka samræðulist dag hvern“. Þessi tíu manna hópur lifir í garði lystisemda, eins konar paradís á jörðu, en gleymir ekki því liðna og afneitar ekki því sem miður fer í fari manna. Fram á síðustu ár hafa margar sögur Tí- dægru ekki fallið góðborgurum í geð, og ber- orðar lýsingar á hvílubrögðum lyft mörgum brúnum, einkum á síðustu öld. Mörgum sög- um var hreinlega sleppt, aðrar ritskoðaðar, nýjum sögum bætt við til að fylla í eyðurnar, textinn styttur eða „betrumbættur" eftir sið- um og reglum viðkomandi samfélags. Sem betur fer hafa þessar sögur komið alla leið til okkar, og ber að þakka vinsæld- um verksins í heild sinni að einnig svæsnu sögurnar hafa fengið að flakka með, þó þær væru því marki brenndar að þær voru klám- fengnar og þess vegna síðri en hinar hvað varðar listfengi. Þessi afstaða seinni tíma manna kemur okkur kannski ekki á óvart, en hefði „hneykslað11 miðaldamann, sem leit á líkam- lega ást sem eðlilegan hluta ástarinnar og af- neiteði henni ekki. Á 14. öld var algengt að beina spjótum sín- um að tvöfeldni og siðleysi klerka og kirkj- unnar manna, sem í orði boðuðu skírlífi en á borði voru, eins og aðrir, á valdi mannlegra ástríðna. Sagnaskáldskapur átti ekki einungis að fræða, heldur einnig að skemmta lesendum og hugga í amstri dagsins. Oft eru svo sög- urnar ýktar, til að auka á skemmtanagildi þeirra, og þar á meðal eru líka kynlífsatriði oft verulega „ofsögð“. Slíkar sögur höfðu lík- lega meira skemmtanagildi en við getum gert okkur í hugarlund í dag, þar sem þær brutu öll samfélagslög og sýndu okkur hina hlið raunveruleikans. Þar sem kynlíf er órjúfanlegur hluti náttúrunnar, þá væri það synd gegn móður náttúru að afneita því. Og vel að merkja, hvergi í öllu verkinu er konum lýst sem „vændiskonum11, þó að við vitum að þessi stétt var mjög fjölmenn á Ítalíu á 14. öld. Allir þeir sem taka þátt, vilj- ugir eða án þeirra vitundar, í ástarævintýr- um, eru „frjálsir" menn og gera það ánægj- unnar vegna, en ekki peninganna. Ef ytri tími sögunnar er árið 1348, þá spannar innri tími ævintýranna hundrað mun breiðara svið, frá fomöld til samtíma Boccaccio, frá biblíusögum til frásagna sem eiga rætur sínar að rekja til sagnaauðs Mið- austurlanda. Samtímamenn Boccaccio dáðust að frá- sagnargleði hans og trúverðugleika, og þóttu sögurnar einatt vel til fallnar til upplestrar á heimilum eða á einkasamkomum. Lesendur Tídægru voru aðallega kaupmannastéttin, sem blómstraði á Italíu á 13. og 14. öld og safnaði í kringum sig bókum og bókasöfnum, og menntamenn, sem lausir voru úr viðjum fastmótaðra hugmynda miðaldabókmennta. Á þeim tíma, sem sagan gerist, hafa átt sér stað miklar og djúpar breytingar á samfé- lagsmynstri ítalskra borgríkja, sem studdust nú aðallega við kaupmennsku og vöruskipti við önnur ríki eða lönd. Gamla aðalsstéttin hafði þurft að þola innrás hinna nýríku og óhjákvæmilegir urðu árekstrar milli aðalsins og kaupmanna. Þar sem Boccaccio er sonur kaupmanns, tekur hann í verkinu afstöðu með sinni eigin stétt og sýnir okkur þá for- dóma, sem bæði aðalsmenn og alþýðan hafði í garð kaupmanna. Kaupmenn eru fórnar- lömb síns tíma, en á móti kemur að þessi nýja borgarastétt gat tileinkað sér siði, sem áður fyrr höfðu tíðkast eingöngu meðal að- alsins, eins og t.d. bókmenntir og skáldskap. Þegar Giovanni velur fornar bókmenntir og skáldskap fram yfir lögfræði eða guðfræði, er hann talinn af samborgurum sínum af öðr- um stéttum eins konar „galdramaður" í sinni heimaborg Certaldo. Sögusvið sagnanna er vítt og breitt og til skjalanna koma vel þekktir staðir eins og Napólí, Róm, Flórens, París, Konstantínópel og Alexandría í Egyptalandi, og síður þekkt- ir eins og til að mynda Gaskonía, Montferrat, Chinzica, Korfú og Rossiglione, og er þetta frekari vísbending um það, að hér reynir höf- undurinn að höfða til þeirrar stéttar, sem hafði ferðalög til fjarlægra landa að lifi- brauði. Bent skal á að allir staðirnir, sem til- greindir eru í sögunni, voru raunverulegir og áfangastaður vöruviðskipta ítalskra kaup- manna, en ekki einhverjir ímyndaðir staðir barnaævintýra. Margar sagnanna eru þýddar beint úr lat- ínu, aðrar úr grísku, enn aðrar úr frönsku, og þar nýtti Boccaccio sér eigin kunnáttu á þessum heimsmálum. Heimur fornaldar birt- ist í mörgum þekktum persónum, sem höf- undurinn hafði án efa lesið um á skólaárun- um sínum, en það sem vakir fyrir honum er að fella þessa þræði inn í rammgerðan vef og tvinna alla heimssögu saman á einum stað, þessa tíu daga í Flórensborg árið 1348. Aðeins eftir að allri fortíðinni hefur verið safnað saman og myndað samstæða heild er hægt að hefjast aftur handa við að endur- reisa framtíð fyrir nýjar kynslóðir, í heimi dauðra og veikra eftirlifenda. Tídægra er óður til mannsins með alla sína kosti og galla, sigurvegarar og sigraðir eru hluti af heild, partur af æðra samhengi, til- raun til að losna úr viðjum miðalda. Hvað þýðinguna varðar, þá er hún lipur- lega af hendi leyst og snjöll á köflum. Erling- ur fellur ekki í þá gryfju að „fyma“ málið, en á ítölsku er verkið afar „nútímalegt" og eins og áður getur, auðlesið nútímalesendum. Þýðandi lætur ekki bókstafinn ráða ferð heldur reynir hann að skila okkur anda frá- sagnarinnar, hrynjanda málsins og ævintýra- blæ smásagnanna. Honum tekst þetta ætlun- arverk og fær hann mikið hrós fyrii’ það. Sjaldan gætir ónákvæmni í þýðingu, nema helst í ballöðum, sem ljúka hverjum degi og ættu þær að vera sungnar með dansundir- leik, en þar reynir þýðandi að koma tónlist og takti til skila fremur en bókstafnum. Það sem ítalskur lesandi mætti helst finna að þýðingunni er sennilega meðferð mannanafna, en þar gætir stundum ósam- ræmis milli íslenskrar stafsetningar og ítalsks framburðar, og hefði að mínu mati mátt hafa öll nöfnin óbreytt eins og þau eru rituð á ítölsku, eða þá að stafsetja og stað- færa þau öll á íslensku. En Erlingur viður- kennir sjálfur að hafa ekki fylgt neinum reglum nema þeim sem honum fannst hæfa hverju sinni, og fær hann lof fyrir þá hrein- skilni. Sögurnar verða lifandi í meðförum Erlings og er lestur þeirra eins mikil skemmtun á ís- lensku og hann er á frummáli. Með útkomu Tídægru er brotið blað í bók- menntaþýðingum á heilum verkum klass- ískra ítalskra bókmennta, og ég vona að þetta sé einungis byrjun á frekari þýðinga- afrekum Erlings E. Halldórssonar og ann- arra íslenskra rithöfunda af þessu heims- máli, sem ítalskan er. Paolo Turchi • Höfyndur er meö prófí íslensku og klassískum fræðum og starfar sem kennari og þýðandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.