Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 5
+ 4 C LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 Arþúsundaskiptin MORGUNBLAÐIÐ / LESBÓK MORGUNBLAÐIÐ / LESBÓK Arþúsundaskiptin LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 C Verður ísland líka útópía á 21. öldinni? eftir SUMARLIÐA ÍSLEIFSSON NSKI16. aldar heimspekingurinn Thomas Moore er þekktastur fyrir bók sína Utópía. Þar lýsir hann fyrirmyndarsamfélagi, sam- félagi sem á sér ekki tiivist, enda merkir útópía staðleysa. Hugmyndir sínar byggði hann að nokkru leyti á ritum gríska heim- spekingsins Platóns. í tímans rás hafa orðið til margs konar hugmyndir um fyrirmyndarsamfélög, draumsýnir sem unnt var að leita til í hrjáðum hversdagsleikanum; slíkar frá- sagnir má rekja aftur í gráa forneskju. Þessar hug- myndir eru auðvitað fjölbreyttar og taka á sig marg- víslegar myndir. Fræðimenn hafa þó gert tilraun til þess að skilgreina hinar helstu þeirra. I fyrsta lagi má nefna ofgnóttarsamfélagið (cocka- ygne) þar sem lífsins gæði eru óþrjótandi. Ofgnótt matar og drykkjar sem ekkert þarf að hafa fyrir að afla og loftslagið milt árið um kring. Auglýsingaver- öld samtímans, t.d. happdrættisauglýsingar, sýna oft vel kjarna þessara hugmynda. - í fyrirmyndarsamfé- laginu Arkadíu una allir glaðir við sitt og gera ekki meiri kröfur en þær sem náttúran býður upp á. - I þúsundáraríkinu eru menn til fyrirmyndar í siðferði- legum efnum; þessi hugmynd er raunar náskyld klausturhugmyndinni, enda áttu klaustrin að vera fyrirmyndarsamfélög í siðferðilegum efnum, sjálfu sér næg þar sem allir hlýða ábótanum. - Gullöldin sækir fyrirmyndir til hetjualdar Grikkja eins og hún birtist meðal annars í ritum Hómers þar sem hetju- lund og æðruleysi skipta höfuðmáli. - Loks má nefna grísku borgríkin; Sparta og Aþena urðu útópískar fyrirmyndir þar sem líkamlegt og andlegt atgervi var í öndvegi. - Þess má geta að hugmyndir um fyrir- myndarsamfélög birtast einatt í þjóðsögum og sögn- um, ekki síst um álfa og huldufólk, eins og mörg dæmi eru um hér á landi. Anti-útópían er hin hlið þessa máls. í slíkum lýsingum er dregin upp neikvæð sam- félagsmynd, jafnvel martröð, hugsuð til viðvörunar samtímamönnum. Bók Georges Orwells, 1984, er þekktasta dæmi þessa. En lýsingar í þessum anda má einnig sjá í mörgum eldri samfélagslýsingum, ekki síst ferðalýsingum. - í raun eru þessar frásagnir eins konar spegill fyrir samtímamenn, mynd sem til þess er ætluð annars vegar að viðhalda og lofa ríkjandi ástand en hins vegar hugsuð sem samfélagsgagnrýni. Allt frá því útlendir menn fóru að lýsa Islandi og íslendingum hafa útópískar hugmyndir af ýmsu tagi sett svip sinn á frásagnir þeirra. Hvers vegna? Skýr- ingin er ekki síst sú að landið er fjarlæg eyja og allt frá því í fornöld hafa eyjar heillað fólk í hinum vest- ræna heimi. Þeir sem létu sig dreyma um annars konar samfélög en sitt eigið létu hugsýnirnar rætast á fjarlægri eyju í eigin hugarheimi. Iaugum Adams frá Brimum, sem skrifaði um ís- lendinga á ofanverðri 11. öld, eru landsmenn nánast heilög þjóð sem hefur hófsemd í öndvegi og lifir á því sem náttúran hefur upp á að bjóða en krefst einskis annars. Allt eiga landsmenn saman að sögn Adams og gildir einu hvort um er að ræða aðkomna eða heimamenn. Biskup sinn virða þeir sem konung og fara í öllu að hans orðum. Því geti Islendingar með gleði sagt með postulanum: þegar við höfum fæði og klæði látum við okkur það nægja. Lífi landsmanna, eins og Adam fjallar um það, svipar mest til lífshátta í Arkadíu eins og Grikk- ir lýstu því til forna eða fjarlægra sagnaþjóða, nafn- kunnastar þeirra voru svokallaðir Hyperborear, enda hafði Adam frá Brimum fremur í huga forngrískar sagnir af slíku fólki en íslenskan veruleika. Adam frá Brimum er ekki að lýsa íslensku samfé- lagi; hann er að lýsa útópíu, enda er óhætt að slá því föstu að mannkærleikur Islendinga er orðum aukinn og kommúnískt samfélag var ekki við lýði á íslandi á 12. öld. Hann dregur upp útlínur fyrirmyndarsamfé- lags, arkadíu í norðrinu. Lýsingin á þó einnig margt skylt við hugmyndir um klausturlífið þar sem allir hlýða ábótanum og láta sér vel líka einfaldleikann. Frásögn Saxa hins málspaka (Saxo grammaticus) af Islendingum á 12. öld hefur einnig til að bera útópísk einkenni. Segir hann það vera ástríðu þeirra að þekkja og afla upplýsinga um hvað aðrar þjóðir hafist að og koma þeim fróðleik til komandi kynslóða. Þyki Islend- ingum síst minna um vert að greina frá dáðum ann- arra en að drýgja slíkar dáðir sjálfir. Að hans mati eru iðjusemi, hófsemi og lærdómur einkennandi fyrir líf þeirra. Saxi bregður hér upp mynd af fyrirmyndar- samfélagi, klausturlífi heillar þjóðar á einangraðri eyju. Reglubræður og -systur helga sig andlegu lífi og afneita heimsins gæðum. Jákvæður andi er ríkjandi í garð Islendinga í frá- sögnum þeirra Adams og Saxa en ýmis dæmi eru einnig til um neikvæðar, anti-útópískar lýsingar á landsmönnum og Islandi á miðöldum. - Þannig má rekja elstu lýsingar á Islandi sem kvalastað, þar sem helvíti eða hreinsunareld sé að finna, til hámiðalda og sumir höfundar, til dæmis munkurinn Pictaviensis á 12. öld, greina frá því að vart sé vitað hvort á eynni búi menn eða skrímsli, eða jafnvel einfætlingar. Ilandfræðiritum fram á 19. öld er stundum fjallað um ísland sem hina góðu eyju og eyjarskeggjum lýst sem heilbrigðu, vingjamlegu og hlýlegu fólki sem lifi á því sem náttúran hefur upp á að bjóða eins og á gullöldinni. Nái þeir háum aldri, verði oft yfir hundrað ára, jafnvel mörg hundruð ára, og það án þess að nota nokkur læknislyf. Stund- um er landinu lýst sem útópískri sælueyju, til dæmis er vinsælt að rekja þá sögu að svo góðir hagar séu á íslandi að stugga verði við búfénaði svo að hann sprengi sig ekki úr ofáti. Mjólkin er sögð streyma úr kúnum og sökum skorts á ílátum séu vandræði að geyma smjörið. Á tímabilinu frá því um 1600 og fram um 1800 var þó algengara að lýsa íslandi sem hinni illu eyju: land- ið er að stærstum hluta eyðimörk að sögn, klettar og gróðurlaus fjöll; norðanvindar blása þar stöðugt, auk þess sem ís er umhverfis landið meginhluta ársins. - Ógnir eldsins eru vinsælar og talið að þar sé fangelsi óhreinna anda. Sjáist andar hinna dauðu oft í mikilli gjá á íslandi og töldu sumir að þar væru á ferð út- sendarar djöfulsins. Má raunar segja að oft væri fjallað um Island sem eyju dauðans. Ymsir höfundar staðhæfðu að íslendingar væru vart mennskir eða jafnvel dvergvaxnir. Ekki litu þeir við venjulegum mat en þætti refa-, úlfa- og bjamarkjöt lostæti og þá helst úldið kjöt, iðandi af ormum; jafnvel sæist til Is- lendinga taka af sér skóna og éta þá líkt og þeir væru pönnukökur eins og danski leikritahöfundurinn og sagnfræðingurinn Ludvig Holberg kvaðst hafa heyrt getið um snemma á 18. öld. Sumir nefndu að bæði fólk og fénaður æti þurrkaðan og malaðan fisk. Og ekki væri nóg með að fólk og skepnur ætu hið sama heldur deildu menn og dýr einnig húsaskjóli. Fullyrt var að á íslandi byggju menn, svín, sauðfé og hundar undir sama þaki; slíkt fólk gat ekki hafa kynnst sið- menningu og líktist í raun meira dýrum en mönnum. Þá var einnig staðhæft að landsmenn væru afar fá- vísir og hjátrúarfullir og hreyktu sér mjög af styrk sínum. Asíðari hluta 19. aldar og fyrstu áratugum hinnar 20. varð ísland eiginlegur vett- vangur útópíu og þá undir nafninu Thule; sem kunnugt er er Thule heiti á eyju sem gríski sæfarinn Pýþeas fann lengst í norðri á fjórðu öld fyrir Krist og hafa sumir talið að hann hafi fundið Island. - Þýskir germanistar og þjóðemissinnar, svo og kollegar þeirra í Englandi staðhæfðu að ísland og íslensk miðaldamenning hefði sömu þýðingu fyrir þá og Aþena og forngrísk menning annars vegar og Róm og latnesk menning hins vegar hefði fyrir Suður-Evr- ópu. Þeir töldu að íslenskt miðaldasamfélag stæði há- menningarsamfélögum fornaldar við Miðjarðarhaf fyllilega á sporði. Island væri því í raun heilagt öllum af germönskum upprana, það væri Hellas Norðurs- ins, eins og þýski fræðimaðurinn Julia Zernack hefur m.a. bent á í bók sinni, Geschichten aus Thule. Is- lendingasögur in Úbersetzungen deutscher German- isten og kom út í Berlín 1994. Menningararfurinn hefði auk þess varðveist vel á Islandi, tungumálið hefði verið óbreytt í 1000 ár og hið sama mætti segja um marga forna siði og venjur; af slíku gætu Grikkir og ítalir ekki státað. Þessi útópía var í stuttu máli orðuð svo: Islenska miðaldaþjóðfélagið var samfélag þar sem hinn jarð- bundni bóndi var undirstaðan. Hann var allt í senn, bardagamaður og sæfari, hraustur og hugdjarfur, stoltur og stríðsfús, líkt og germanir í lýsingu Tacitusar eða þá Spartverjar hinir fornu. En jafn- framt var staðhæft að þessir frjálsu bændur hefðu byggt upp hámenningarsamfélag á sviði stjórnsýslu og lista, samfélag sem hefði staðið öðram framar á miðöldum og gat orðið samtímanum fyrirmynd. - Þetta er í stuttu máli hin íslenska útópía eða Thule sem öðlaðist svo miklar vinsældir, einkum í Þýska- landi, á-19. og fyrri hluta 20. aldar, eins konar sam- bland hugmynda um Aþenu og Spörtu, þar sem sam- an fór hámenning og líkamlegt atgervi. En hvers vegna var búin til útópía úr Islandi, þessu fjarlæga jaðarsvæði sem fáir höfðu hirt um að gera að umtalsefni íyrir lok 18. aldar. Skýringuna er að finna í blómstrandi þjóðernishyggju þessa tíma. Þjóðernis- sinnar um alla Evrópu leituðu örvæntingarfullir upp- rana síns og hinnar einu, sönnu menningar þjóðar sinnar. Á íslandi miðalda töldu þýskir þjóðemissinnar sig hafa fundið menningu sem væri óspillt af grískum, rómverskum og kristnum áhrifum, sanna germanska menningu sem sýndi vel einkenni og eftirsóknarverð gildi hins germanska kynstofns, þama var hún niður- soðin og ekki annað en að opna dósina. Og það gerðu þeir. Islendingasögumar voru gefnar út í Þýskalandi á áranum 1911-1930 undir heitinu „Sammlung Thule“. Þær urðu eftirlæti þjóðernissósíalista og verður sú samfylgd ekki rakin frekar hér. íslenska útópían, Thule, leið undir lok með síðari heimsstyrjöld, varð Anti-Thule; enn era reyndar til hópar nýnasista sem hampa Thule-ímyndinni. í Þýskalandi, Bretlandi og víðar nutu norræn goða- fræði, miðaldabókmenntir og hetjur norrænar lítillar hylli eftir stnðið og þarf víst engan að undra. Eftir síðari heimsstyijöld féll gengi íslands stórlega í menningarlegu tilliti. Landið varð á ný jaðarsvæði menningarlega eins og það hafði verið fram á 19. öld en ekki hin „germanska móðir“ eins og algeng við- horf til landsins gáfu til kynna um skeið; á þetta hefur Julia Zernach m.a. bent á í áðurgreindri bók sinni. I stað Thule-útópíunnar birtust nú aðrar útópískar hugmyndir - og líka anti-útópískar - um Island. Anti-útópían hefur ekki síst komið fram í umfjöllun- um um drykkjuskap Islendinga, þar birtist villi- mennska landsmanna skýrt. Slíkar lýsingar era mýmargar í ferðasögum og öðrum umfjöllunum um landið á 18. og 19. öld og svipaðar frásagnir birtast enn þann dag í dag; ein slík birtist í Morgunblaðinu sumarið 1996. Þar sagði m.a. „Ég kom rétt fyrir verslunarmannahelgina og fór beint norður. Drykkj- an á Akureyri þá helgi gerði mig undrandi og dapra. Þar vora dauðadrakkin börn og gamalmenni og allt þar á milli. Þetta var ógeðslegt - ég [hef] séð þessa drykkju hvar sem ég fer, í bæjum og borgum og hér í Reykjavík er ótrúlegt um að litast um helgar." (Mbl. 13. október‘96.) Utópísk viðhorf til Islands á síðari hluta 20. aldar era stundum í ætt við hugmyndir um Noble savage, eins og algengt var fyrir miðja 19. öld. Er þá m.a. lögð áhersla á hversu mikil náttúrabörn Islendingar séu, auk þess forlagatrúai' og dulrænir í hugsun eins og aðrir „göfugir villimenn". „Það virðast allir trúa því að til séu draugar og álfar. Það er eins og ykkur þyki það eðlilegt", sagði m.a. í viðtali við tékkneska stúlku í Morgunblaðinu árið 1996. (Mbl. 13. okt. ‘96.) Liborio Termine, prófessor í Torino á Ítalíu, stað- Hyperborear samkvœmt hugmyndum Olafs Rudbeck í bókinni Atlantica undir lok 17. aldar; ekki þarf að hajfa annaðfyrir lífinu en að beygja sig niður eftir fœðu sinni. Sá sem fékk ofmikið losaði sig einfallega við það aftur, eins og skýrt sést hjá þeim sem situr á hækjum sínum neðst til vinstri. Samkvæmt sumum kortum og landfrœðiritum á 16. öld bjuggu Hyþerborear á eyju skammt frá Norðurpólnum. hæfði að ísland væri laust við lesti Evrópu. „Þið getið horft á úr fjarlægð án þess að láta framleiðslukerfið keyra yfir ykkur. Hér er varan bara vara, en hjá okk- ur er varan vitund mannsins, hans leið til að vera. Og það er firrtur veruleiki. - Við höfum farið í gegnum hakkavél iðnaðarins en ekki þið, þess vegna er rót- tækur munur á okkar aðstæðum og ykkar.“ (DV 4. september 1997.) Algengt er einnig að draga fram hina „aþensku" ímynd um hámenningu sem vart á sinn líka. Það var til dæmis gert í Times 8. október 1996. Þar sagði m.a. að hvergi í heiminum væri hærra hlutfall læsis og ótrúlegur fjöldi bóka gefinn út árlega. Þá væra í landinu synfóníuhljómsveit, ópera, ballett og fjórar sjónvarpsstöðvar. I Times er auk þess nefnt að land- ið sé á mörkum hins byggilega og því aðdáunarvert að þar búi fólk við menningu og góð lífskjör. (Hér eft- ir Mbl. 16. okt 1996.) - Umfjöllun Times um ísland Islendingar í skauti náttúrunnar eins og algengt var að sýna þá undir lok 18. aldar. Þeir lifa í hófsemd og láta sér einfaldleikann vel líka. Úr bók Johns Truslers, The Habitable World Described, frá 1788. má bera saman við frásagnir þeirra Adams frá Brim- um og Saxa hins málspaka, sem fyrr er getið, enda eiga þær margt sameiginlegt. í þeim öllum er lýst fyrirmyndarsamfélögum þar sem andlegt atgervi er í fyrirrúmi. Allt frá því á 19. öld hafa forystumenn þjóð- arinnar í stjómmálum og menningarmál- um unnið ötullega að því að gera hug- mýndina um gullöld íslendinga, hetjuöld- ina, að hinni einu, sönnu mynd af fortíð þjóðarinnar. í Stafrófskveri Valdimars Ásmundssonar sem út kom árið 1886 sagði m.a.: „Is- lendingar era að mestu leyti komnir af Norðmönnum, sem bjuggu í Noregi; þeir vóra hreystimenn miklir, og herjuðu víða meðal annarra þjóða, einkum á sjó og með ströndum fram - Forfeður vorir flýðu hingað til Islands fyrir ofríki Noregskonunga og námu hjer land. Þeir settu hjer þjóðstjórn í landi, sem stóð um fjögur hundrað ára. Var Island þá ríki út af fyrir sig og að mörgu leyti í miklum blóma.“ Framtíðin fólst í að endurskapa þessa fortíð, að minnsta kosti vissa þætti hennar. Þessi ímynd féll vel að útópíunni um Thule sem fyrr er getið, aðeins er blæbrigðamunur á þessu tvennu, enda af sömu rótum rannin. Auk þess fylgdust íslendingar vel með skrif- um erlendra manna um sjálfa sig og tileinkuðu sér þau viðhorf, væra þau í þessum anda og lofsamleg. Og höfundinum var hrósað. Væra þau miður hagfelld Islendingum var höfundinum útúðað og gerð grein fyrir hversu hrapallega hann færi villur vega. Nú undir aldamótin 2000 birtist þessi sama ímynd enn í ræðuhöldum forystumanna þjóðarinnar: ís- lenska þjóðveldið bar af öðram samfélögum; þar vora skrifaðar bókmenntir sem tóku öllum öðram fram; forfeður vorir voru manna vopnfærastir og betur ættaðir. Svo komust þeir auðvitað á undan öllum öðr- um til Ameríku og fyrsta evrópska barnið sem þar fæddist var íslenskt! í framhaldi þessa er staðhæft að Alþingi sem komið var á fót um 930 sé enn starf- andi, tungumálið er óbreytt og menningararfur mið- alda hefur heldur betur skilað sér svo sem auðsætt er á því að fæstar þjóðir komast með tærnar þar sem Islendingar hafa hælana, að minnsta kosti þegar bók- menntir og listir era annars vegar. Hér á landi er því úrvalsþjóð eins og allt annað hérlendis, hreina vatnið, hreini fiskurinn, hreina sauðkindin og hreina orkan. Með öðram orðum: hér á landi hefur ekki farið fram uppgjör við útópíuna um Thule. Gamalli glans- mynd er enn haldið á lofti, eins og danski blaðamað- urinn Ulrik Hoy benti á í grein um land og þjóð í Weekendavisen í tilefni af hálfrar aldar afmæli lýð- veldisins árið 1994. (Morgunblaðið 4. júní 1994, Weekendavisen 27. maí - 2. júni 1994.) Er ekki orðið tímabært að leggja glansmyndina til hliðar? Thule- útópían heyrir sögunni til. Það þýðir þó ekki að jað- arsvæðið Island hafi ekki upp á margt að bjóða, það hefur það vissulega. Island er kjörinn vettvangur fyrir útópískar hug- myndir: landið er fjarlæg eyja, náttúrufyrirbæri era sérstæð og menning þróttmikil; umheimurinn vill að Island sé útópía. - Islendingar geta haft áhrif á hvernig sú mynd lítur út og hvort úr verður útópía eða jafnvel anti-útópía, með stefnu sinni og fram- göngu, t.d. í umhverfismálum, menntamálum og jafn- réttismálum. • Höfundur er sjáljstætt starfandi sagnfrœðingur og rithöfundur. Trúarljóð á þúsaldar mótum Sagan endurtekur sig eftir ANDRA SNÆ MAGNASON AÐ er ekki líklegt að mörg innblásin trúarljóð hafi verið ort þegar kristni var lögtekin á Þingvöll- um árið 1000. Skáldin hafa væntanlega átt í hinum mestu vandræðum með að yrkja um Krist vegna þess að hin nýja trú kippti grundvellinum und- an ljóðahefðinni. Dróttkvæða hefðin stóð nánast berstrípuð eftir trúskiptin. Gamla skálda- málið sem var undirlagt af heiðnum heitum, kenningum og goðsögnum var úrelt. Hvernig átti skáld að nota gjöf Óðins eða Kvasis dreyra til að lofa Hvítakrist? Tungu- málið var ónýtt og táknheim- urinn hraninn og skáldin þurftu að finna sér nýtt tungumál til að tjá trú sína í ljóði. Menn bjuggu til nýjar kenningar eins og himnasmið- ur, yfirbjóðandi engla, skapari jarðar. Það gekk ekki að blanda þessum heimsmyndum saman, jörðin var brúður Óð- ins og móðir Þórs. Augljós- lega var ekki hægt að tala um Guð sem skapara Óðins brúð- ar. í fyi'stu var Kristsmyndin vissulega nokkuð bjöguð, hon- um var lýst sem sigursælum herkonungi enda hefur for- feðrum okkar varla þótt mikið koma til manns sem réttir fram hina kinnina og fórnaði að lokum sjálfum sér í stað þess að berjast hetjulega. En hjálp var í vændum. Sunnan úr álfu bárust haugar af trú- arlegum ljóðum og kristileg- um ritum þar sem skáldin gátu sótt fyrirmyndir og inn- blástur. Tungumálið auðgaðist af nýjum orðum sem fylltu skarðið sem heiðnu kenning- arnar skildu eftir sig: kross, synd, samviska, náð, helvíti. Þegar sögurnar, orðin og táknheimurinn var allur kom- inn í höfn áttu skáldin ekki í vandræðum með að yrkja. Fram á 20. öld má segja að nálega hvert einasta stórskáld íslendinga hafi ort innblásin trúarljóð. Það er eins og efinn hafi ekki hvarflað að neinum. Jóhannes úr Kötlum orti barnslega einlæg Ijóð í sinni fyrstu bók árið 1926: BMða Jesúbarn! Beint í ríki þitt láttu lýsa mér litla kertið mitt! „Nóttin helga“ heitir þetta ljóð. Árið 1939 kemur út bókin Hart er í heimi, dekkri jóla- mynd er í ljóðinu „Biðjið og yður mun veitast“. Barn biður Jesú um kóngakerti til að lýsa upp nóttina og bíður við glugg- ann eftir engli: Og síðan einhver hulin hönd með hrjúfum pensli dró á döggvað glerið gaddað blóm í grimmúðlegri ró. Jóhannes vai'ð einna íyrstur til að brjóta af sér hlekki ríms- ins og það er eins og menn hafi brotið af sér Guð í leiðinni. Það má segja að nútímaljóðið hafi strax orðið form efa, spurnar eða tómhyggju. Holur rómur svarai' í ljóði Steins Steinars: Ekkert, ekkert. Hannes Pét- ursson yrkir í Söngvum til jarðarinnar: „Handan við lífið bíður ekkert, ekkert.“ Hall- dóra B. Björnsson birtir „Órímað ljóð“ árið 1949: í köldu myrkri jarðarinnar endar ferð vor og vér vitum ekki lengur að þessi ferð var farin. Ef örlaði á vissu var það frekar vissa um að ekkert biði okkar eftir dauðann. Ef maður ■ skoðar nútímaljóðlist á íslandi síðustu 50 ár er ekki hægt að finna dæmi um mörg trúarleg kristin ljóð og engin þeirra komast nálægt þeirri sannfær- ingu sem einkenndi ljóðlist ís- lands í þúsund ár. Það má því segja að skáld sem ætlar sér að yrkja trúar- leg nútímaljóð í upphafi 21. aldarinnar standi í svipuðum sporum og þau sem reyndu fyrst að yrkja um Guð á ís- > lensku. Álveg eins og forn- skáldið yrkir í framhaldi af sterkri hefð, þá yrkir nútíma- skáld í framhaldi af sterkri hefð nútímaljóðsins. En í hvorugri hefðinni eru sterk fordæmi fyrir yrkisefninu, trúnni á Guð. Staða skáldanna gagnvart tungumálinu er svip- uð, dróttkvæða skáldið þurfti að smíða nýjar kenningar um hinn nýja Guð því stór hluti skáldlega orðaforðans og kenningaheimsins var hrun- inn. Nútímaskáldið er í svip- aðri aðstöðu, það getur ekki notast við gamla kristilega orðaforðann á sama hátt og gert hefur verið um aldir, flest orðin eru bitlaus, önnur eru orðin að táknum fyrir klisjur, helgislepju, tilgerð eða væmni. Mörg eru einfald- lega orðin sjálfvirk í málinu og kalla ekki á nein viðbrögð, hver kippir sér upp við synd? Hvaða merkingu hefur náð, almætti, kærleikur, dýrð, mis- kunn, himnaríki? Hvaða merkingu hefur ljós í flóðlýs- ingu nútímans? En það er einn grundvallar- munur. Þegar fornskáldið átti í vændum flóðbylgju af orð- um, táknum og trúarljóðum til < að vinna úr, hefur nútíma- skáldið fáar fyrirmyndir til að styðjast við. Kirkjan notast ennþá við öll gömlu orðin og engin stofnun úti í heimi dælir í okkur nýjum orðum eða hug- tökum. Ef skáldið ætlar að hafa einhver áhrif á lesendur sína verður það að feta sig út í tómið. Það verður að smíða ný orð, búa til nýja merkingu úr gömlum orðum og finna nýja leið til að nálgast guðdóminn, annars verður það ekki tekið ? alvarlega. Ef trúað skáld vill yrkja inn í lifandi bókmennta- hefð nútímaljóðlistar verður það að skapa nýtt tungumál til að tjá trú sína og vonast eftir guðlegum innblæstri. • Höfundur er með BA-prófí ts- lensku og starfar við skriftir. r*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.