Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 1
LESBéS- @ i .. —* v .**«. . - v,:, . ' '■. . . ' 1 v ■ Morgunblaðiö/Golli ; ( M- jJa SQlf \ t *»v 4-/cí*ax{. t t'icfin i' mjfcUyi fjt&Ó ku> j&yf', -,*>«,v Zt^x-'t t'wdcv wJáíH't £j a£ft*AS4. t$uj4&fi&t4*v£4.Jq".juw3 cy $\ &w*Ufvi u*Wf <&C(i &*4ý fjsffu 4? AhrtwJwiA/, (fj' ÚiU\A 4A:^/ 4)%w£í it^<\ ÁoL ej sdUádr J(ptt aS hj'ybc , ö(| oCXvev^ Vwi<; JL JJf u/Í\ í*w «4 ViMk>«y <W' i/W^- XiUsu' tf\ e-t^'jojihfiAAj%1, W |»*v <h/Jíw.%íc- Ít^V cS l\A/<j<jÝ**> Ckl O'Vfyur ‘i>v%-í i^vvm i-citýAJl (Ut4t4«i^. $t&*A/ f , 6*Wtf |v^Í*ím«Í44i.’, iajj- 'lcw-t**: <rC*t»% j ,^a4- CjjJUvir (L Su»w%(K ttUwvi^r £>-| |«UA jj-ti'V VíyV 4lWU wwJ *:tr C> /.-I V" 1- 1“ ‘ÚJf (/f WpwyiMXtiÍA* \<wfc> Ím/ **W" VS/tXnj A' ÍíumíW cMr IjJtli ,Uw íLtÁÍUq #f feu»u«W jrfoélX*^ Aldamótaárið síðasta skrifaði Stephan G. Stephansson bréf sem innihélt magnaðan spádóm um öldina sem pá var að ganga í garð en mun nú vera að komast á leiðarenda. Sagði hann að öld ofbeldisins væri tekin við. Mynd- in er afbréfinu sem varðveitt er í Handritadeil Þjóðarbókhlöðunnar. Kvöðin og kjarninn eftir VIÐAR HREINSSON EG ER hálfleiður á heimin- um, öld hugsjónanna er lið- in í bráðina, öld ofbeldisins tekin við og við hana hefi ég ekkert gott að sýsla. Af öllum smáþjóðum á að kúga þjóð- erni, alheimurinn að verða Rússi eða Englendingur eða Þjóðverji, en það er það sama sem að höggva á rætur heimsmenningarinnar. Allar þjóðir, eins þær smærri, hafa lagt henni sinn skerf, sem engin önnur gat gert á sama hátt, einmitt af því þær voru hver um sitt. Ein þjóð eða tvær, og menningin trénast. En svo verður það aldrei, líf og andi gengur aldrei svo sjálft fyrir ættemisstapa, aðeins heimskuleg og blóðug tilraun í bráðina, sem strandar og klofnar fyrr eða síðar.“ (Bréf og ritgerðir I: 104) Þetta sagði Stephan G. Stephans- son bóndi í Markerville í Kanada í bréfi, 4. september árið 1900. Þegar litið er til baka tjóir varla að and- mæla orðum hans. Hugsjónir 19. aldar snerust í martraðir 20. aldar, menningin trénaðist í alræðis- markaðs- og þjóðernishyggju. í heimsvaldastríðum og hjaðninga- vígum þjóða og þjóðabrota hefur sést óskiljanlegra ofbeldi en nokkru sinni fyrr, þar sem mannslífum er skákað sem óhlutbundnum stærð- um. Eftir heimsstyrjöldina síðari tóku við kalt stríð, kjarnorkuógn og valdatafl um heimsbyggðina þar sem engin fólskubrögð eru svo slæm að ekki megi réttlæta þau með hugmyndafræði austurs eða vesturs. Samsett ríki og valdablokk- ir hafa kúgað þjóðerni svo upp hafa blossað ofstækisfull frelsisstríð sem ekkert lát er á. Oðfluga samþjöppun á sviði auðs, valda, stjórnunar og dægrastyttingar hefur ekki verið hraðari en nú í aldarlok þótt hug- myndastraumar blási í allt aðra átt. Miðstýring af öllu tagi er réttlætt með „skynsemishugmyndum" hvort sem þær lúta að sameiningu sveit- arfélaga, samruna ríkja í bandalög, eða sameiningu fyrirtækja, allt frá sjávarútvegi til fjölmiðlunar. Þá er „skynsemin" íklædd grímu mark- aðsfrelsis og hagræðis. Framfara- skíman sem Stephan trúði á, þótt dauf væri á stundum, hefur þokað fyrir ofbirtunni sem stafar af þeim tækniþróun sem menn taka einatt fyrir framfarir, en hefur ekki endi- lega gert mennina betri. Stephan fæddist á íslandi 3. októ- ber 1853 en flutti til Vesturheims um tvítugt, mótaður af grónum bók- menntahefðum íslenskum, opineyg- ur og reiðubúinn að takast á við áskoranir nýja heimsins. Þeirrar glímu sér stað í miklu höfundar- verki sem ekki var meira að vöxtum en hjá sumum öðrum bændum sem skrifuðu af ástríðu. En hjá engum var vænghafið meira. Hann mótaði sér heilsteypta lífssýn með því að vinna úr því besta sem heimurinn hafði að bjóða í bókmenntum og heimspeki. Þar getur að líta svo glögga sýn á gangverk tilverunnar að lesanda býður sagnarandi í grun. Óvíða nema í fornsögunum renna betur saman jarðlegur skilningur og andleg spektin. Lífsspeki Steph- ans mætti kalla manngildishyggju og er hún af ýmsum rótum sprottin. Það sem hann kallaði, „auðnur Is- lands bænda/ orf í hendi/ sögubók í barmi“ - þ.e. bóklestur og búskap- ariðja myndaði trausta kjölfestu. Bókleg iðja, sú vitsmunalega áreynsla að tileinka sér margvíslega þekkingu af bókum og vinna úr henni, hafði gagnverkandi tengsl við störf hans og náttúruskyn. Virkni huga og handar fyigdust að, auðguð með siðferðiskennd. Það er sígild þrenning sannrar menntunar eins og Stephan orðar það sjálfur í alþekktu erindi úr kvæðinu „Eftir- köst“: Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða, hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. (Andvökur 1:225) Stephan lagði orð við orð, hug- mynd við hugmynd og opnaði og víkkaði þannig sinn eigin sjóndeild- arhring. Þannig gat hann séð kom- andi öld í einni sjónhending, þar sem þröngsýn og lokuð heimsmynd sáir fræjum ofbeldis. Stephan taldi að ólík þjóðerni væru frjór mismun- ur, að menningin fælist í fjöl-^ • Þetta sérblað Lesbókar Morgunblaðsins fjallar um nokkra þætti íslenskra bókmennta og sögu og hefur efni þess að mestu leyti verið unnið í sam- starfi við ReykjavíkurAkademíuna sem er félag sjálfstætt starfandi fræðimanna. í þessu blaði er einkum lögð áhersla á rómantíkina en um þessar mundir eru fjórar fræðibækur að koma út sem beinlínis fjalla um þetta efni með einum eða öðrum hætti. Að auki eru nokkrar greinar sem tengjast árþúsundamótunum og tveir ritdómar. Er þess að vænta að þetta sérblað þyki hnýsileg viðbót við aðra menningarumræðu í Morgunblaðinu. „Það sem þjóðin áður var, það getur hún að vonum aftur orðið, “ skrifar fón fónsson Aðils sagnfræðinur í bók sinni Gullöld íslendinga árið 1906. Málverkið er eftir Jóhannes S. Kjarval og heitir Fornar slóðir. Qullöldin sem aðferð eftir JÓN KARL HELGASON AÐ sem þjóðin áður var, það getur hún að vonum aftur orðið,“ skrifar Jón Jónsson Að- ils sagnfræðinur í bók sinni Gullöhl íslendinga árið 1906. Þessi einfalda hugsun er kjam- inn í hugmynd manna um gullöldina í sögu þjóðar en upp- hafning slíkrar gullaldar setti sterkán svip á það tímabil vest- rænnar hugmyndasögu sem gjarnan er kennt við rómantík. Olíkt því sem stundum er haldið fram felur hugmyndin þó ekki (bara) í sér rómantíska fortíðar- þrá heldur einnig vissa framtíð- arsýn, jafnvel spádóm um það sem í vændum er. Goðsögnin um gullöldina er í sjálfu sér áhrifamikið valdatæki sem nota má til að öðlast áhrif, skapa einingu meðal ólíkra ein- staklinga og réttlæta pólitísk stefnumið eða hugsjónir. Slík goðsögn verður til í þremur áföngum: Menn túlka tiltekin tímabil eða afmörkuð atriði sög- unnar með jákvæðum hætti, bera þau saman við bágt ástand samtíðarinnar og vai’pa loks hinni gylltu fortíðarmynd á óræða framtíð. Þessi aðferð birtist í hnotskurn í ljóði Sigur- jóns Guðjónssonar, „Rangár- þing“ en þar er spurt: „Til hvers er fortíð, glæst og gömul saga, ... ef ei til þess að benda á bratt- ans vegi, er boði að lokum rof af nýjum degi?“ Mynd gullaldarinnar setti lengi mark sitt á íslenska menn- ingarsögu; hún varð til löngu íyr- ir daga rómantíkurinnar og lifði góðu lífi fram eftir þessari öld. Tímabilið frá tíundu til þrettándu aldar var jafnan skilgreint sem gósentíðin í lífi þjóðarinnai’ en það hefur verið áherslumunur frá einum tíma til annars hvaða ein- kenni þessara alda menn hafa vegsamað. Framan af var lögð áhersla á hetjuskap fornmanna, blómlegt efnahagslíf, þróaða bú- skapai’hætti og gott náttúrufar en á nítjándu öld var gullöldin í auknum mæli skilgreind í póli- tískum tilgangi sem það tímabil þegar íslendingar réðu sjálfir eigin málum. Smám saman, eftir því sem sjálfstæðisbaráttunni vatt fram, var gullöldin síðan túlkuð sem tími glæsilegrar bók- menntasköpunar snjallra rithöf- unda. En nú hefur goðsögnin um gullöldina lokið sínu hlutverki, að því er best verður séð. ís- lendingar hafa öðlast sjálfstæði, stórkostlegar framfarir hafa átt sér stað i atvinnu- og efnahags- lífi, og við göngumst upp í því að vera bókmennta- og menn- ingarþjóð. Stjórnmálamenn og skáld vísa æ sjaldnar til horfinnar gullaldar til að brýna þjóðina til nýrra afreka, enda virðast þeir hafa æ óljósari hug- myndir um hvað framtíðin eigi að bera í skauti sér. Tilraun frambjóðandans Astþórs Magn- ússonar til að endurnýja ís- lensku gullaldargoðsögnina fyr- ir forsetakosningarnar árið 1996 var líkast til svanasöngur þess- arar aðferðar í íslenskum stjórnmálum. Ástþór sagði í bók sinni Virkjum Bessastaði að okkur Islendingum hefði verið „gefið það í vöggugjöf að gegna forystuhlutverki í því að leiða heiminn til friðar" og vísaði í því sambandi til kristnitökunnar á Alþingi fyrir þúsund árum, þeg- ar „forfeður okkar ... lögðu nið- ur vopn á Þingvöllum. A íslandi hefur í raun ríkt friður allar götur síðan. Meðan blóðugar styrjaldir hafa geisað um heim- inn, hafa Islendingar einir þjóða aldrei tekið sér vopn í hönd til að leysa úr deilumálum". Sam- kvæmt þessari túlkun spannaði gullöldin mest alla íslandssög- una en hið bága ástand var heimfært yfir á afganginn af mannkynssögunni. Boðskapur Astþórs var með öðrum orðum þessi: Það sem íslenska þjóðin er, það geta aðrar þjóðir að von- um einnig orðið. En kjósendur létu sér fátt um finnast; hin rómantíska sögusýn höfðar aug- ljóslega ekki til íslendinga með sama hætti og áður. Raunar bendir margt til þess að goðsögnin um öldudalinn hafi tekið við sem eitt áhrifaríkasta valdatækið í íslensku þjóðlífi. Hún lýtur sömu lögmálum og goðsögnin um gullöldina, nema hvað nú er tiltekið (og gjarnan nýliðið) skeið þjóðarsögunnar túlkað með neikvæðum hætti. Öldudalurinn getur til að mynda táknað tímabil óðaverðbólgu, at- vinnuleysis eða aflabrests og er goðsögninni um hann beitt í átökum um kjaramál, skatt- heimtu og fiskveiðistjórnun, svo fáein dæmi séu nefnd. En sem fyrr er lykilsetningin sú sama: Það sem þjóðin áður var, það getur hún að vonum aftur orðið. • Höfundur er bóktnenntafrœðingur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.