Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Page 5
sem í rauninni er ævisaga. Heimkoman hefur
verið dapurleg, enda var maðurinn blásnauð-
ur. Hann hafði eins og fram kemur skrifað
stiftamtmanninum í Viðey í von um embætti,
en hafði vitaskuld ekkert af því sem með
þurfti þá til embættisframa. Hann liggur úti í
Reykjavík og ráfar tilgangslaust um í tíu
daga þar til hann fær far áleiðis vestur og í
sögulok er hann í brúðkaupsveizlu. Víðreist-
asti maður landsins var jafnframt meðal
þeirra blásnauðu. Ævintýrin úti í hinum stóra
heimi höfðu ekki aflað Árna frá Geitastekk
neinna fjármuna. Hér á eftir grípum við niður
í frásagnir hans af ferðinni tO Kína, svo og
vistinni í sjóher Katrínar miklu.
Tuttugu og sjö kaðalshögg
„Að morgni dags sló trumban á öllum göt-
um í Kaupinhöfn, að allir Kínafarar skyldi án
dvala og það undir korporal (líkamlegt) straff,
ef forsómaði sér að anstilla klukkan 12 upp á
Kínafarann, skipið Drottning Juliana María,
er kapitain Holm skyldi færa til Kanton, sem
er höndlunarstaður og keisarans residens,
4500 vikur sjóar frá Kaupinhöfn. Eg mætti
með mínum kautionista, smiðnum Benedikt,
kl.ll f.m. og varð uppstilltur með öðrum fyrir
kapitain Holm kl. 12. Tók eg so afskeið með
smiðinn Benedikt og hefi hann aldrei síðan
séð. Allir þeir, sem komu þann sama dag,
sluppu strafflaust, en þeir, sem komu daginn
eftir, fengu 27 kaðalshögg. En þeir, sem ei
komu fyrr en tveimur dögum þar eftir, fengu
þrisvar sinnum 27. En þeir, sem höfðu for-
sómað lengri tíð, voru settir upp á vatn og
brauð í fangelsi um borð eftir sakarinnar
ásigkomulagi, og fyrr en lausir komu, fengu í
það minnsta 80 slög með tampi. Annan dag-
inn, er eg var á skipinu, komu 28 menn, fengu
allir 27 högg - og strax til erfiðis. Eftir sex
daga var haldin general munstring, það er
fullkomið manntal. Þar eftir máttum vér
gjöra vom eið, að ei skyldum spara líf og blóð
fyrir kompagniet, ef nokkrir sjóræningjar
vildu oss plundra (ræna) eður ofríki veita. Að
því búnu fór prestur vor að prédika um
hættusama sjóferð og áminnti oss að treysta
guði, hvert vér lifðum eða deyðum. Að end-
aðri prédikuninni fengum vér nokkuð brenni-
vín að hressa samvizkuna með. Þann heila eft-
irmiðdag gjörðum vér ekkert erfiði. Nokkrir
drukku sig drukkna og fengu högg. Nokkrir
vildu strjúka um nóttina og komu í járn og
bolta.“
Af þessari frásögn Árna frá Geitastekk má
sjá að það hefur verið mikil vinna um borð við
að hýða menn, en ekki nefnir hann hvort ein-
hverjir fantar hafi verið ráðnir sérstaklega til
þess. Varla hefur þó verið mikið gagn í mönn-
um til vinnu eftir 27 kaðalhögg. Hann nefnir
síðan að í Helsingjaeyri var keyptur lifandi
fénaður til ferðarinnar: 30 svín, 15 ær, 2 hrút-
ar, 2 geitur, 14 naut og ein kýr var með í ferð-
inni; var það hennar þriðja reisa til Kína. Þar
að auki var fengið brauð og brennivín frá vín-
tappara Hansen. Síðan er látið í haf.
Stýrimaðurinn Salve tekur Ama til að
skrifa journal og varð hann því „mest frí fyrir
skipserfiði", en þegar sunnar kom og hitnaði
var helzt frásagnarvert að menn gengu létt-
klæddari til erfíðisvinnu og komu þá boð frá
skipstjóranum um að nota skyldi grennri
kaðla til að lemja menn áfram. Eftir illviðri
við Spánarstrendur segir Árni svo frá:
Þjófgefið hyski og
morðingjar í Portopay
„Nú vom allar okkar sængur upp bornar á
þilfarið til að þurrka þær eftir það illa veður,
er vér höfðum í þeim spánska sjó. Einnin vís-
itera eftir lúsum og óhreinindum. Ef þetta
finnst, verður eigandinn straffaður fyi-ir
hirðuleysi og dofinskap. Þegar nokkur finnst
sofandi á sinni vakt, verður hann arresterað-
ur og straffaður með 50 kaðalshöggum, ef það
er í friðstíð. Ef það er ófriðstíð, straffast hann
upp á lífið.“
Litlu síðar hefur skipið viðkomu í Porto-
pray, höfuðstað Kap Verde-eyja. Þar var tek-
ið vatn, en innfæddir voru að synda umhverfis
skipið. Árni segir: „Þeir vom svartir sem sót
og með svart hár, líkast þeim svörtu ung-
lambaskinnum hjá oss, er voru krulluð með
lítið hár. Þegar í land komum, sáum vér kven-
fólk með viðlíkum farfa. Þetta fólk var allt
með söðulbökuðum nefjum. Gekk mest nakið,
utan um mittið höfðu þeir svirgul af líni... Allt
þetta hyski var þjófgefið og morðingjar. Það
var það versta fólk undir sólunni, sem eg hef
heyrt og séð. Þeir em opinberlegir þjófar.
Þegar þeir fá nokkuð, sem þeir látast kaupa
vilja, hlaupa þeii- frá manni út í skóginn, so
maður sér þá aldrei meir ... Fátt kvenfólk sá
eg þar, sem hafði allan klæðnað. Svartar vora
þær sem kol á kroppnum, hverjar þó vildu
narra vort fólk til holdlegs samræðis þar út í
skóginum."
Ekki hefur öllum þótt það sem verst, því
Árni greinir frá því að hann hafi séð þar
noktoa hollenska og engelska, sem strokið
höfðu af skipum og fjórir matrósar af Kína-
faiinu notuðu tækifærið og stungu af með
þeim svörtu inn í skóginn. Var nú tekinn
kúrsinn suður í ennþá heitari höf og voru
skipverjar sjúkir „og illa til passa af þessum
stóra hita og óheilnæma lofti“. Holm stýri-
maður missti glómna, „en hann kunni öngva
grein gjöra fyrir sínum galinskap“. þann var
vaktaður alla leiðina en „kom aldrei til síns
forstands." „Eg var líka sem drukkinn væri
og máttlítill“, segii' Ámi.
Miðbaugur er nefndur „línan“ í þessum
skrifum og er svo að skilja að skipið hafi þurft
að taka á sig stóran krók út fyrir „þær tyrk-
nesku eylendur". Kemur spánskt fyrir sjónú'
ef Tyrkir hafa verið taldir eiga einhverjar eyj-
ar langt suður með Afríku. Hér hefur þótt
vissast að huga að fallstykkjunum. Árni segir
svo: „Vér vorum að exercere hvern dag með
byssur og fallstykki, einnin að kasta raketter,
fekta með korða, og alls konar stratagemm-
ata (herbrögð). Nú héldum vér til línunnar
aftur til að ná Caput de bone Speranse (Góðr-
arvonarhöfða), hæð, sem er sá syðsti partur
af Afríku, og þaðan settum vér vorn koss yfir
Morien eður Mórland (Indlandshaf). Það vora
500 vikur sjóar, og þar er vanskilegt og
háskasamt þar yfir að reisa, mest fyrir orkan-
en. Það er sá vindur, sem kemur af öllum átt-
um, so skipið kann ei bjarga sér fyrir sjónum,
heldur má sjórinn ganga yfir það á allar síður
eins og það væri sker.“
Ævarandi sumar í Kína
Siglingin til Kína gekk þó stóráfallalaust,
en áfangastaður þar var Kanton. Honum lýsir
Árni svo: „Þessi staður var lítill, þó vel inn-
réttaður með góðu kastilli, er kann forsvara
þann heila bý. Landið var ávaxtarsamt bæði
með fénað og ávexti. Það innfædda fólk var
svargult í andliti, var klætt í nankins klæðum.
Þaug era bæði gul og blá og eru gjörð af
tréull, sem vér annars köllum bómull, er það
sama, því margir moríaner eður svart fólk, er
komið mun hafa frá Morien (Afríku) ellegar
frá þeim tyrknesku eylöndum.
Fólkið i Kína er að minna lagi að vexti,
dökkbrúnt í andliti með rakaðan skalla. Utan
frá hvirflinum höfðu þeir langan topp, sem
náði ofan að buxnastrengi, og allir þeir, sem
hann ei höfðu, voru latroner (ræningjar) eður
óærlegir (ærulausir). Af þessu fólki voru
margir sem lágu út á sjónum og eigi máttu á
land koma fyrir þeirra þjófnað og rán ... Þess-
ir menn eru vinsamlegir að tala við, eru hin
vanskilegasta þjóð að gera kauphöndlun með,
því þeir eru hinir nærfærnustu þjófar, so
mann skal ei af vita, fyrr en peningarnir era
af hans lummu ... Kvenfólkið (konur hinna
ærulausu) hafði járnskó á fótum sér, ei stærri
en passa kunni átta vetra gömlu barni. Þetta
skyldi vera þeirra straff fyrir undan farin svik
og opretti við þeirra keisara, og skyldi sú
kynkvísl bera þetta straff, so lengi þar vai'
einn maður af henni lifandi.
I staðnum Kanton var mikið viðhafnarlítið
fólk, bæði kaupmenn og þeir stórríku. Allir
hafa þessir belghempur og víðar buxur ann-
aðhvert af nankini eður silki, annaðhvert
dökkbláar, gular eður hvítar. Kollhúfur á
höfði.“
„f Kína er enginn vetur, heldur er þar
ævarandi sumar. Dagurinn er 12 tíma, nóttin
líka so. Þegar einn ávöxtur er fullvaxinn, fell-
ur hann af trénu, og strax sér maður að nýr
aftur mun koma ... Eg sá og þeirra postulíns-
smiðju. Hún var sem hár turn með mörgum
vel byggðum húsum, hvar þeir brenndu
þeiiTa postulín. Þegai' vér komum til fabrikk-
en kl. 8 formiðdag og pöntuðum undirkopp og
yfirkopp, á undirkoppnum skyldi mitt kontra-
fej (mynd) vera bæði í ásýnd og klæðaburði, -
sá kíniski sér lítið upp á mig, segir, eg skuli
koma á morgun kl. 8. Og þegar eg sjálfur eð-
ur minn kammerat komum þar, era þessir
tekoppar ferðugir, meistaralega gjörðir.“
Allir fullir
síðasta áfangann
Svo kemur að heimferðinni; akkeram er
létt 8. janúar 1761. Hvert sunnudagskvöld fá
skipverjar einn pott af púnsi, en það gat dreg-
ið dilk á eftir sér. Menn komu þar að sem
einn matrós hafði stungið annan til dauða. Ár-
ni segir: „Prestur kom út og talaði við þann
seka, er var stálharður sem ekkert illt hefði
aðhafst, og þessi var norskur matrós. Hann
sagðist nú fá það sem hann hefði lengi eftir
þreyð, að láta sér í sjóinn kasta. Þar eftir
urðu bæði bökin saman lögð á þeim dauða og
lifandi og saman með blýlóð bundin við fæt-
urnar og í sjávardjúp sökktir. Á heimleiðinni
hafði skipið viðkomu á eyjunni St. Helenu,
„sem heyrir engelskum til. Þar er artugt fólk,
sérdeilis kvenfólkið, sem liggur í blóðinu ...
Þar lágum vér í fimm daga. Vorir yfirmenn
voru í landi að leika sér við stúlkurnar og for-
fríska kroppinn.“
En nú líður að lokum og Árni skrifar: „Nú
sigldum vér 14 daga tíð og þóttumst sjá þær
engelsku eylendur, en níu dögum þar eftir
fengum vér England að sjá. Komum ei so
nær, að við fengjum fólk nokkurt í tal, af því
að vindurinn var oss með. Að þessu búnu
fengum vér ei land að sjá, fyrr en fengum
Norge í sigti um morguninn kl. 8. Á þessari
leið, eg meina frá Englandi og til Noregs, var
brennivínsfatan uppi á þilfarinu á hverri vakt,
so vér vomm hálfdrukknir allar tíðir, lágum á
þilfari eins og hundar af fögnuði, því vér
þenktum upp á Kaupinhöfn og þær fallegu
stúlkur ... Vér létum vor anker falla á Khafns
rei, fómm so í land í vomm silki og flöjels-
klæðum. Eg fór til herbergis hjá Rasmus
Bager í Laksegaden, sem var sá ypparsti
hómvert í heila Khöfn.“
í stríði gegn Tyrkjanum
Eftir nokkurn tíma í Kaupinhafn heyrði Ár-
ni „að sú rússíska keisarainna vildi begjöra
fólk með sínum skipum inn í Tyrkiríið." Árni
sló til: „Þar var eg og með, er mig út gaf fyrir
konstabel, það er að hafa uppsikt með fall-
stykkin“ (fallbyssuskytta). Að lokinni þeirri
herför skrifaði hann: „Eg vil heldur þéna
Rússum í tíu ár en þeim dönsku í fimm daga,
bæði upp á atlæti og aðbúnað, því þeir Rússar
hafa meiri uppsikt til þeirra kóngs eður keis-
ara en þeir dönsku. Vor kæra keisarainna
heldur mikið meir með þeim gemena manni
en hennar officeres. Hún er hörð við hennar
officere, en góð við matrósa og soldáta ...“
Siglt er inn um Gíbraltarsund: „Nú þegar
vér komum móts við kastillið, er skeði um
nóttu, héldum vér oss til Spanien til þess
staðar, sem Gibralter heitir og engelskir hafa
frá spönskum tekið, er búa á fastalandinu.
Hafa so engelskir á þessari áður nefndri ey
bæði kastill og stríðsfólk. Milli Spanien og
Tyrkiríið er ei mikið yfir mílu á lengd.“
Herskipum hennai' hátignar Katrínar
miklu er stefnt austur eftir Miðjarðarhafi
með viðkomu á Möltu, en tilgangur herfarar-
innar virðist hafa verið sá að reka Tyrki frá
eyjunum í Eyjahafinu, svo og að eyða tyrk-
neska flotanum, sem tókst 7. júlí, 1770. Okkar
maður stendur sig vel sem fallbyssuskytta og
upplýsir í bók sinni, að sprengikúlur sem
drepa með því að þeyta mannskæðum málm-
og glerögnum í allar áttir voru komnar til
skjalanna fyiir 230 árum. Hann segir:
,Á- voru skipi, Sivalot, vora 72 fallstykki,
sitt á hverri síðu.“ Einn „bombadör“ siglir
með, það var lítið en rammlega byggt skip
með eitt fallstykki á hvorri síðu: „Þessi em so
stór, að fullorðinn maður kann komast í þær.
ÞeÚTa kúlur, sem em holar innan í með stóm
holi á síðunni. Þessi er að skapning allri sem
álftaregg, að stærð sem fjórðungsfata. Nú
verður bomman upp fyllt með brennisteini,
harpeisi, glerbrotum af því svarta glasi, sem
vel er þykkt og ryðgaða járnmola og so púð-
ur.“
„Kúlurnar
gengu þétt við oss"
En nú er alvaran framundan; herskipin
komin austur í Eyjahaf og þar tóku Tyrkir á
móti. Því lýsir Árni svo: „Nú komum vér upp
að kastillinu í Nigrapontus. Strax sem þar
köstuðum voram ai'nkeram, fengum vér skot
frá kastillinu, er vér mistum vora pergínurá,
vorn kranabjálka, vora forebramstang og kúl-
ui-nar gengu þétt við oss, so vér heyrðum
þeirra hvín í loftinu, en sáum ei fyrr en þær
komu í sjóinn, kannske tíu-tólf faðma á hina
síðuna skipsins, sem sneri frá landinu. Eg var
kostabel með þeim, og mínar tvær kanónur
voru aftur á skipinu. Þegar vér höfðum skotið
um stýrborðssíðuna, undum vér skipið við
bakborðssíðuna, og eg hafði nú níu menn und-
ir mér, sem skyldu hlaða og baxa henni eður
sikta eftir staðarins ásigkomulagi. Mér varð
litið snögglega til fólksins, að þeir skyldu
hækka kanónuna með munni hennar. Sá eg
bara hár og nokkuð af heilanum af mínum
vicekonstabel. Annað sá eg ekkert af hönum.
Skothríðin var hörð í skipinu, reykur og
dampur yfir allt. Vér settum tvisvar eld í
staðinn, en þeir Tyrkjar slökku hann aftur.“
Hér verður ekki fleira haft eftir Árna frá
Geitastekk, sem hefur það framyfir marga
annála- og sagnaritara að hann gefur glögga
mynd af lifnaðarháttum fólks, klæðnaði og
mataræði til dæmis. Eðlilega hefur hann ekki
íslenzk orð yfir áhöld og annað sem að sigl-
ingum laut. Ætla má þó að bókin sé skrifuð á
því máli sem talað hefur verið hér á landi
nokkru fyrir aldamótin 1800 og sýnir hvernig
málið hefúr breyzt. Næstum er það ótrúlegt
að Árni frá Geitastekk skyldi leita í fásinnið
heima í Dölum eftir öll þessi ævintýri og ekki
kemur á óvart að heim kominn ætti hann erf-
itt með að fóta sig.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JANÚAR 2000 5