Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Síða 7
Ingo Maurer, Ijósaperulampar, 1966-68: Samspil nýti-
leika og tákngildis.
Guido Drocco og Franco Mello, fatahengið
kaktus, 1971. Með hjálp nýrra gerviefna, eins
og pólýúretanfroðu, var hægt að móta hús-
gögn eftir teknimyndaformum.
Staflanlegi plaststóllinn „4860“ sem Joe Colombo hannaði fyrir fyrirtækið
Kartell. Gatið í bakinu þjónar einungis þeim tilgangi að gera það auð-
veldara að ná stólnum úr steypumótinu. Joe Colombo, 1930-1971, var
framúrskraandi hönnuður á 7. áratugnum.
menning, fortíðarþrá og áhrif frá fjarlægum
menningarsvæðum voru notuð og heimasmíð-
uð húsgögn héldu innreið sína í híbýlamenn-
inguna.
Æskumenningin var ekki eini fagurfræði-
legi áhrifavaldurinn. Geimferðir og vísinda-
kvikmyndir vöktu væntingar um óendanlega
möguleika tækninnar. Kvikmynd Stanleys
Kubrick, 2001: A Space Odyssey frá árinu
1968 varð kveikjan að draumsýnum hönnuða
um híbýlahætti framtíðarinnar. (Kubrick lék
sér að hugmyndum um framtíðarhönnun, sem
voru ekki alltaf bjartsýnar og fagrar. Fram-
tíðarveröldin sem hann skapaði síðar í mynd-
inni A Clockwork Orange byggðist að vísu á
sömu fagurfræði og í fyrri myndinni, en hún
var mun myrkari og óhugnanlegii.) Stórir,
opnir íbúðargeimar, áþekkir þeim hugmynd-
um sem fólk gerðfi sér um geimskip, skyldu
fullnægja öllum tíeknilegum, sálrænum og fé-
lagslegum þörfum'. Jafnvel hin alsjálfvh-ka
veröld sjónvarpsþátta á borð við Star Trek og
The Jetsons, átti að leysa af hólmi fyrri hug-
myndir um híbýlahætti. Vítt var til veggja og
húsgögnin úr plasti. Ýmsar tæknilegar nýj-
ungar voru hannaðar í því skyni að gera
heimilishaldið sjálfvirkt: ísvélar, dósaopnarar,
sjálfhreinsandi ofnar, sjálfaffrystandi Isskáp-
ar. Andstætt hinum rétthywidu og röklegu
formum funksjónalismans skírskotuðu slíkir
íbúðargeimar til tilfinningalegra og líka-
mlegra þarfa fólks fyrir öryggi, hvíld, sam-
skipti, sköpun og kynlíf.
Ofugt við umhverfisverndarsjónarmiðin og
þjóðfélagsgagnrýnina dofnuðu hinar bjart-
sýnu framtíðardraumsýnir þegar olíukreppan
skall á árið 1973.
Sterkust voru áhrif popp-menningar á ít-
ölsku hönnunina.
Gagnrýni á funksjónal-
ismann í Þýskalandi
í Þýskalandi, þar ■ sem funksjónalisma í
arkitektúr og hönnun hafði verið fylgt nánast
eins og trúarsetningu uns nýbyggingahverfin
í útjaðri borganna leiddu mönnum neikvæðar
afleiðingar hennar fyxár sjónir svo ekki varð
lengur um villst, upphófst um miðjan 7. ára-
tuginn deila á meðal arkitekta og borgar-
skipuleggjenda um tilfinningalega fátækt
hreinnar nytjahyggju sem miðaði einungis að
kerfisbundinni fjöldaframleiðslu og rétt-
hymdri formstefnu. Jafnvel var tekið að ræða
á ný um hlutverk listarinnar í hönnunarfei'l-
inu, en funksjónalisminn hafði ætíð viljað
halda list og hönnun aðgreindum.
Deilan náði hámarki með fyrirlestri heim-
spekingsins Theodor W. Adomo árið 1965,
þar sem hann hélt því fram að hreinn funk-
sjónalismi fæli í sér hugmyndafræðilegar ýkj-
ur, auk þess sem það fyndist varia nokkurt
form sem auk notagildis hefði ekki jafnframt
tákngildi: „Takmarkanir hinna hreinu forma
fúnksjónalismans eru komnar á daginn, þau
eru flatneskjuleg, fátækleg og þröngsýnislega
Sviðsetning úr kvikmyndinni „Qui etes-vous Polly Maggoo?" sem hönnuð var af Willi-
am Klein árið 1966 undir áhrifum frá op-list. Einkennandi eru stórgerð og öflug línu-
mynstur í svörtu og hvítu.
hagnýt.“ Arkitektinn
Wolfgang Nehls ritaði
árið 1968 fræga grein
undir heitinu „það
verður að fórna heilög-
um kúm funksjóna-
lismans“. Nehls gagn-
rýndi ómanneskjulega
foi-mstefnu stein-
steyptra einingahúsa
frá 7. og 8r-áratugnum:
„£>að glíeps;anlega er
að kröfuMar.um skýr-
leika og- strangleika
hafa leitt: okkur í hönn-
unarlega áuðn.“
I riti sínu, Gagnrýni
vömfagurfræðinnar
(Kritik der Warenást-
hetik), setti stjóm-
málaheimspekingurinn
Wolfgang Fritz Haug
fram pólitíska gagn-
rýni á hlutverk hönn-
unar í kapítalísku hag-
kei’fi. Beindist gagnrýnin
Eitt þektasta dæmið um andhönnun var Pratone (stóra túnið), sem
Strum-hópurinn gerði árið 1971. Við fyrstu sýn var þetta húsgagn
fráhrindandi, en í raun var það bæði mjúkt og þægilegt að sitja á. í and-
hönnun var algengt að bregða á leik með skynjunina.
að hönnun sem
gerir lítið úr notagildi hlutanna með því að
gefa þeim tælandi yfirborð (formhönnun) til
þess að fá neytendur til að kaupa vörur sem
þeir hafa engin not iyrir og þjóna einungis
þörfum markaðarins.
Itölsk hönnun einkenndist ekki aðeins af
menningarlegri, heldur einnig heimspekilegii,
pólitískri og samfélagsgagnrýnni vitund.
Undir lok 7. áratugarins kom fram á Italíu ný
kynslóð ai’kitekta og hönnuða sem vora óá-
nægðir með xikjandi menntunar- og starfs-
skilyi-ði og hina neyslumiðuðu „fögra hönnun"
iðnframleiðslunnar. Þessi hópur vildi ekki
lengur einskoi'ða sig við að hanna staka glæsi-
muni, heldur endurskoða hönnunarferlið í
ljósi pólitískra skilyi’ða neyslusamfélagsins.
Andófið gegn viðtekinni hönnun, neyslu- og
hlutadýi’kun var m.a. sett í'ram í formi teikn-
inga, klippimynda og framtíðai'drauma.
Formin komu fi'á popplist eða mínimalistískri
list og aðferðirnar, eins og gjörningar og
uppákomur, frá konseptlist 7. áratugarins.
Faðir andhreyfingarinnar var Ettore Sott-
sass, sem byrjaði snemma að hanna húsgögn
og keramikmuni í anda popplistai'innar og
di’aummyndir um aðra heima.
Þegar komið var fram á miðjan 8. ára-
tuginn leystust flestar andhreyfingarnar upp
og ítölsk ft’amúrstefnuhönnun staðnaði í óv-
issu sem varaði fram í byrjun 9. áratugaiins.
þá varð ítölsk hönnun aftur að miðstöð fram-
úrstefnuhönnunai’ með umsvifum E. Sottsass
og Memphis-hópsins.
Frá módernisma
til póstmódernisma
Hinar róttæku andhönnunarhreyfingar,
sem vakið höfðu mikla athygli í fjölmiðlum
undir lok 7. áratugarins, leystust flestar upp
fáum ái-um síðar og skildu fremur lítið eftir
sig. Popphúsgögnin, sem í fyi-stu höfðu fluttu
samfélagsgagnrýninn boðskap, enduðu loks
sem innantómt tískuskraut. I Þýskalandi voru
enn veitt á hverju ári verðlaun Sambandslýð-
veldisins fyrir „góða hönnun". Draumsýnir
andhreyfinganna máttu sín lítils gagnvart
innviðum iðnríkjanna.
Engu að síður leiddu hin margvíslegu nýju
fagurfi-æðilegu áhrif til mikillar fjölbreytni í
smekk og lífsstíl neytenda 8. áratugarins, sem
gekk þvert á einræðiskröfu „góðrar hönnun-
ar“ og funksjónalisma. Hin einfalda aðgrein-
ing á milli lágstéttar, miðstéttar og hástéttar
dugði ekki lengur til að lýsa sífellt flóknai’i
formgerð nútímalegra iðnríkja undir lok 8. og
9. áratugarins.
Smekkur og lífsstíll hinna ólíku samfélags-
hópa í iðnríkjunum var orðinn svo marg-
bi’eytilegur að ekki var lengur hægt að greina
skýi’t á milli góðs og ills, eins og funksjónal-
isminn hafði gert.
Vitundin um einstaklingsbundinn fjöl-
breytileika fegurðarskynsins, tilfinningalega
fátækt funksjónalismans og hinn margvíslega
tilgang hlutanna leiddi til þeirrar andstöðu
gegn módernismanum á 8. ái-atugnum sem
póstmódei’nisminn spratt upp úr.
Höfundurinn er innanhússarkitekt og
starfar við kennslu. Greinin er byggð á
bókinni Hönnun - sögulegt ágr/peftir
Thomas Hauffe sem Háskólaútgáfan
gaf nýlega út í þýðingu Magnúsar D.
Baldurssonar.
LESBÓK MOkGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR ) 5) JANÚÁR 2000’ 7