Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Side 9
DAGUR OG SMÁSAGA EFTIR KRISTÍNU JÓNU ÞORSTEINSDÓTTUR Mamma, síst af öllu vil ég særa þig, ég vil bara vera hamingjusamur, ég vil vera eins og þú. Þú hefur alltaf talað um að ég sé miklu lfk- ari þér en pabba. Ég veit að það er kannski síðbúinn draumur en þig langaði alltaf í litla stelpu, ég verð kannski ekki lítil upp úr þessu en allavega núna er ég orðin stelp- an þín, ef þú vilt ennþá viðurkenna að ég sé barnið þitt. Ég hef alltaf haft, eins og þú veist, litla sál svo ætli ég sé þá ekki núna litla stelp- an þín. Hún renndi fingrunum eftir grönnum líkamanum, yfir ávöl brjóstin og litla bústna rassinn. Bros læddist yfir varir hennar og hún hugsaði, í gær var ég hann og í dag er ég hún. í gær var ég Dag- ur, nú er ég Nótt. Sjáðu, hann Dagur hefur farið upp í geymslu og grafið upp gömlu fötin mín. Hann er alveg eins og stelpa í gamla sparikjólnum mín- um. Mamma hans brosti er hann gekk inn í stofuna þar sem hún sat með Gulla. Gulli er vinnufélagi mömmu sem pabbi þolir ekki, honum finnst hann vera tilgerðar- legur páfugl með allt of margar handahreyfingar, ég held að Gulli hafi gaman af því að fara í pirrurn- ar á pabba, því alltaf þegar Gulli kemur í heimsókn og pabbi er heima fer pabbi alltaf að dytta að einhveiju eða gera eitthvað sem er karlmannlegt, tautandi fyrir munni sér, sjá þetta klæðir sig eins og fífl, gengur um eins og misskilin kona og kallar sig svo karlmann, það er sko enginn sann- ur karlmaður sem situr inni í eld- húsi með krosslagða fætur, á vin- konu og kjaftar eins og hver önnur slúðurkerling, guð veistu hvað, je þetta er hræðilegt, bla, bla og bla. Þegar Gulli heyrir í honum tuð- ið stillir hann sér alltaf upp við dyrakarm eða vegg eins og fyrir- sætumar í tískublöðunum, setur aðra hönd á mjöðm og hina notar hann til að leggja áherslu á það sem hann segir með svo fyndinni röddu „en elskan, ég er bara hár- greiðsludama sem gæti aldrei lát- ið gott slúður liggja í lausu lofti“. Svo skella mamma og Gulli upp úr og pabbi rýkur í burtu og grípur vanalega í mig, mér til mikilla leið- inda, og segir að ég eigi ekki að sitja yfír svona kerlingum, frekar eigi ég að koma með honum að bóna bílinn. Það er engin leið fyrir mig að segja nei eða útskýra fyrir honum að ég mundi frekar vilja sitja og hlusta á þau slúðra. Pabbi var búinn að taka ákvörðun um hvar mitt skemmtunar- og áhugasvið liggur, svo við bón- uðum bílinn. Þar sem Gulli var oft í heimsókn hjá okkur endaði ég mjög oft úti í bílskúr að hjálpa pabba í bflnum. Pabbi var með dellu fyr- ir að kaupa og gera upp gamla bfla svo óum- ilýjanlega lærði ég að gera við bíla og varð nokkuð flínkur í því, pabbi gat gortað enda- laust yfir því hvað ég væri laginn í höndunum, að bflar yrðu eins og hannyrðir í höndunum á saumakonu. Það gladdi pabba óendanlega að ég var með áhuga fyrir bílum. Líkur sækir lík- an, sagði hann alltaf. En hann vissi ekki að inn- an í mér var mamma ídolið mitt, ég vildi svo mikið líkjast henni. Ég pissaði alltaf sitjandi eins og mamma, pabbi sá einu sinni til mín og varð svo reiður að hann tók mig og kenndi mér að pissa standandi eins og karlmaður, ég skammaðist mín alveg ferlega og eftir það fór ég að læsa að mér svo ég gæti pissað í friði án þess að pabbi kæmi með sýnikennslu. Eftir að ég byrjaði að læsa að mér á klósett- inu var ég þar stundum lengi og mamma sagði að ég slægi hana alveg út af kortinu í þeim mál- um og hún sam hafði alltaf haldið að hún yrði ein um langar klósettviðverur þar sem hún var eini kvenmaðurinn á heimilinu. Inni á klósetti var stór spegill þar sem ég gat séð mig allan, ég stóð oft berrassaður með typpið klesst á milli læranna og gat staðið lengi og horft á mig og beðið guð um að gefa mér mjaðmir, grannt mitti og brjóst og hvort hann gæti ekki losað mig við þetta typpi. Mig hryllti við að líta út eins og pabbi, mig langaði ekki að verða stór og stæltur með stórt typpi. Þegar pabbi og mamma voru að fara út að skemmta sér stóð pabbi yfirleitt fyrir fram- an spegilinn og dáðist að sjálfum sér. Lagaði milli-fóta-stykkið eins og hann kallaði það og sagði svona á þetta að vera, þær lyfta sínu stolti upp með wonderbra en við þurfum ekki að lyfta okkar upp því hann stendur svo sann- arlega sjálfur fyrir sínu, og svo hló hann. Ég fylltist hins vegar skelflngu og hljóp inn á klós- ett, berháttaði mig og klessti skömmina mína milli læranna og bað heitar til guðs en áður um að fá að líta út eins og mamma. Ég var sjö ára þegar ég fann öll gömlu fötin hennar mömmu en eftir þetta uppátæki sagði mamma að ég mætti ekki vera að klæða mig í gömlu fötin hennar því að það passaði ekki strákum. Þegar ég var 10 ára byrjaði ný stelpa í mín- um bekk og við urðum strax góðir vinir. Birta leit út og hagaði sér eins og strákur, hún var með stutt hár, var alltaf að slást eða í einhverj- um hasarleik. En samt átti hún allt barbýdótið eins og það lagði sig, sundlaug, fataskáp og fullt af fötum og hún átti líka Ken. Pabbi henn- ar ferðaðist mikið til útlanda og hann kom allt- af með eitthvað nýtt dót í hverri ferð. Áður en hún kynntist mér hafði hún aldrei þolað að leika sér með þetta dót en ég sýndi henni nýjan heim varðandi Barbý. Við smullum saman eins og flís við rass. Ég og hún. Ég var Barbý og hún var Ken. Stundum skiptum við sjálf um föt, hún fór í mín föt og ég fékk einhvern kjól hjá henni og setti slaufur í hárið á mér sem var frekar sítt. Ég trylltist í hvert sinn sem það átti að klippa mig stutt og ef skærin héldu samt áfram að koma nær fór ég að gráta, það svínvirkaði alltaf á mömmu. Svo þegar pabbi kom heim og spurði af hverju ég væri ennþá með hárið, svaraði mamma honum alltaf með sömu setn- ingunni „elskan mín, róaðu þig nú aðeins niður ég þoli ekki meiri læti í dag. Dagur er búinn að vera grátandi í allan dag, þú hefðir átt að sjá hann, það var ekki fyrir konu með tilfmningar að klást við. Og hvað ætlarðu þá að gera þegar við förum í boð, ætlarðu kannski að setja upp á honum hárið? Vitleysa er þetta alltaf í þér kona, það á bara að taka strákinn og klippa hann, eins og það geti verið eitthvað mikið mál. Einu sinni var alveg æðislegt veður og Birta NÓTT hringdi í mig og við ákváðum að leika okkur úti í garði. Ég klæddi mig voða fínt í jakkaföt og með bindi og fór svo yfir til Bertu. Við skiptum svo um föt uppi í herbergi hjá henni og ég fann æðislegan kjól, rauðan með hvítum pífum og slaufu við, ég hafði svo oft horft á mömmu setja upp á sér hárið að ég var farinn að kunna hand- tökin. Ég setti upp hárið á mér voða fint og batt um það rauða slaufu og Berta klæddi sig í jakkafötin mín og setti á sig bindið. Svo fórum við út í garð. Við höfðum ekki verið lengi úti í garði þegar mamma hennar kemur hlaupandi á fleygiferð. Krakkar, eruð þið gengin af göflunum, hún Gunna á móti kom til mín í vinnuna og sagði mér að þið væruð að gera allt vitlaust, hvað er að sjá ykkur, viljið þið koma ykkur inn eins og skot og skipta um föt á stundinni, svo hringi ég í mömmu hans Dags. Sem hún svo gerði, mamma kom og sótti mig og sagðist aldrei hafa skammast sín eins mikið eins og núna en ég mætti samt eiga það að hár- ið væri vel sett upp hjá mér. Birta var færð í annan skóla og við máttum ekki leika okkur saman aftur. Ég fann að ég var að gera eitt- hvað mikið vitlaust. Þegar ég fermdist leyfði ég mömmu að klippa mig stutt og í gegnum öll unglingsárin var ég bara ósköp venjulegur strákur. Þegar ég fór í menntaskóla var ég með í öllum upp- færslum í skólanum, einu sinni átti ég að vera kynnir á söngvakeppni framhaldsskólanna og ég ákvað að koma öllum á óvart. Ég fór í fata- skápinn hjá mömmu og fann þar æðislegan galakjól. Guð hafði ekki hlustað á mig sem krakki svo ég var ekki með mitti en ég var grannur og kjóllinn var æðislegur á mér. Ég fór í Ég og þú og keypti mér wonderbra og g- streng-nærbuxur í stfl, sagði við búðarkonuna að þetta væri fyrir kærustuna og bað hana að pakka þessu inn í fallegan pappír, keypti mér líka háhælaða skó. Kvöldið sem ég átti að koma fram læsti ég mig inni í herbergi, fyllti braið með bómull og tróð milli-fóta-stykkinu ein- hvern veginn í þessar litlu nærur, sem augsýnilega voru ekki hannaðar fyrir kari- menn, en ég var í afneitun. Ég málaði mig og setti upp á mér hárið eins og í gamla daga og óskaði þess að Birta væri með mér en ég hafði ekki séð hana síðan daginn góða úti í garði. Mamma og pabbi höfðu farið út að borða og ætluðu svo að koma á sýninguna. Ég var fer- lega stressaður, ég vissi að ég var að taka svakalega áhættu því pabbi ætti eftir að kála mér. En hann kenndi mér að það á að taka Höfundurinn er hljóðfæraleikari. áhættu í lífinu og gera það sem mann langar og lætur manni líða vel og mig langaði að vera í kjól og mér leið alveg frábærlega vel. Ég stóð og dáðist að mér fyrir framan spegilinn, ég var glæsileg kona. Ég kom rétt áður en ég átti að fara á svið svo enginn fengi svigrúm til að koma með athugasemdir. Stundin er ég steig upp á svið var æðisleg, hjartað pumpaði á fullu og ég riðaði í hnjánum. Ég gekk inn á sviðið og stóð þar í smástund og þagði, ég veit ekki hvort fólkið gerði sér grein fyrir því að ég var strákur í kjól og ákveð því að opna á mér munninn því ég var frekar dimmraddaður. Um leið og ég byrjaði að tala trylltist salurinn og klappaði næni því þakið af, restin var auðveld og æðisleg. Það voru allir svo hrifnir, sjálfum fannst mér ég slá aðalpíurnar í skólanum út í klæðaburði og förðun, það er gott að eiga mömmu með góðan smekk. Pabbi talaði ekki við mig í góðan tíma og mamma var grátandi þegar ég kom heim en fyrirgaf mér þó að hafa stolið fötunum sínum, en lét mig vita af því að ég mundi aldrei toppa hana, sama í hvaða kjól ég færi. Stúdentsprófin voru búin og ég átti að ákveða hvað ég vildi gera við líf mitt, ég og pabbi sátum inni í stofu og ég ákvað að láta sprengjuna falla. - Pabbi, ég vil láta breyta mér í konu. - Hvað, ertu þá hommi? - Ekki endilega og það kemur málinu heldur ekkert við. - Jú, það kemur málinu mikið við, mig hefur alltaf dreymt um að fá tengdadóttur og ef þú ert ekki hommi og ætlar að breyta þér í konu, hlýturðu að enda sem lessa. Að vísu fæ ég þá tengdadóttur en missi soninn minn. En ef þú ert hommi og lætur breyta þér í konu eignast ég dóttur og tengdason, ekki satt. Ótrúlegt hvað hann pabbi gat allaf flækt allt og komið með ein- hver ný sjónarmið sem enginn hafði hugsað út í áður. - En ég er hreinn sveinn og er ekki og hef aldrei verið ástfang- inn, enda snýst málið ekki um það heldur um hvernig mér líður inn- an í mér, þú veist að ég hef verið svona síðan ég var krakki og nú er ég orðinn fullorðinn maður, ég er búinn með menntaskólann og ég vil fara út í lífið sem kona. - En strákur, hvað ertu að pæla, viltu léleg laun, lélega vinnu, kona getur ekki þetta og getur ekki hitt. Þú sem ert svo laginn við bflaviðgerðir og hvað ætlarðu að gera við þessa djúpu, dimmu bassarödd? - Það eru nú til konur sem gera við bíla, það eru meira að segja sumar sem vinna við það. En ég get kannski bara sagt að ég sé fyrrverandi maður. - Þú átt eftir að ganga af mér dauðum, þetta er ekkert grín, hvað um mig og mömmu þína, hvað eigum við að segja fólki? Hún leit í kringum sig, lokaaðgerðin hafði verið í gær og hún var svolítið vönkuð. Hana langaði svo að standa upp og sjá sjálfa sig, ber- hátta sig eins og í gamla daga fyrir framan spegilinn, nema nú vissi hún að hún þyrfti ekki að klemma milli-fóta-stykkið milli læranna því nú væri hún orðin eins og hún hafði beðið guð um. Hún hringdi bjöllunni. Á meðan hún beið eftir hjúkrunarfólkinu hugsaði hún um alla kjólana og dragtirnar sem hún hafði keypt um daginn, þegar mamma hans hafði stungið upp á því að þau færu út að versla. I tuttugu ár hef ég kallað þig Dag og bráðum á ég að fara að kalla þig Nótt. Kannski mun þetta allt verða auðveldara fyrir mig ef við förum saman út að kaupa á þig ný föt, sagði hún, ég býst við að þú þurfir að endurnýja í fataskápnum þínum, því þó svo þú verðir kona færðu ekkert leyfi til að vaða í fataskápinn minn. Það var bankað á dyrnar og svo var hurðin opnuð hægt og variega og inn gekk ungur maður á aldur við hana. Hann gekk upp að rúminu og það kom óþægileg þögn því Nótt kannaðist við manninn en gat ekki komið því fyrir sig hvar né hvenær hún hafði hitt hann. Ég sé að þú manst ekkert eftir mér, það er líka orðinn fjöldi ára síðan við höfum sést. Ég hitti mömmu þína frammi og hún sagði mér að þú værir hér og að þú hefðir farið í kynskipta- aðgerð og ég verð nú að segja að þeim hefur tekist alveg ferlega vel, þú ert alveg gullfalleg kona. Ég man síðast þegar við hittumst þá var ég í jakkafötunum þínum og þú varst í kjólnum mínum með uppsett hár. Þá varst þú Barbý og ég var Ken. Þá var ég Birta en nú er ég Bjartur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JANÚAR 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.