Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Side 10
EFTIR TÓMAS ORRA RAGNARSSON Fram að menningarbylt- ingunni í Kína hafði trúarlíf Tíbetbúa að mestu leyti verið látið í friði af Kínverjum og þeir lítið skipt sér af trúariðkun og trúarlífi. En með bylting- unni hófust miklar ofsókn- ir gegn munkum og fjöldi klaustra og hofa var eyði- lagður Börn fara snemma að hjálpa til við bústörfin í Tíbet. Þessi systkin voru við vinnu í garði fjölskyldunnar. EINSTÆÐ MENNING OG LIFNAÐARHÆTTIR JÍBET-LANDIÐ A ÞAKI HEIMSINS ÞAÐ fyrsta sem maður tekur eftir þegar farið er landleiðina yfir landamærin frá Nepal yfir í Tíbet er að stilla þarf klukk- una tvo tíma og fímmtán mín- útur fram í tímann, þó að mað- ur sé á nákvæmlega sömu lengdargráðu. fiessi furðulega byrjun á ferðalagi inn á Tíbet-hásléttunna er aðeins það fyrsta af mörgu undarlegu og skrýtnu sem maður upplifir í Tíbet. Um langa hríð hefur ímynd heimsins af Tíbet einkennst af því sérstæða trúarlífi sem iðk- að er á hásléttunni norðan við Himalaya- fjallgarðinn. Trúarlíf, menning og lifnaðar- hættir íbúa Tíbet eru um margt einstakir í heiminum. Líf á þessu þaki veraldar eins og Tíbet er oft nefnt, minnir á foma tíð og á sumum stöðum er eins og tíminn hafi staðið í stað og allt sé óbreytt frá því að forfeður núverandi íbúa Tíbet voru uppi. Samkvæmt þjóðsögninni má rekja upp- runa íbúa Tíbet til samlífis á milli apa og tröllskessu í helli einum í Suður-Tíbet. Þau áttu samtals sex börn sem síðan fjölguðu sér í fjögurhundruð og skiptust í fjórar stór- ar ættir og tvær minni. Hægt og rólega þró- uðust þessir afkomendur í þann þjóðflokk sem nú lifir á hásléttunni. Tíbet er gríðarstórt landsvæði, á stærð við Vestur-Evrópu, eða um 2,3 milljónir fer- kílómetra. íbúatala svæðisins er nú talin vera um 2-3 milljónir en í raun nær tíbetska hásléttan yfir mun stærra landsvæði en það kínverska sjálfstjórnarhérað sem nú kallast Xizang. Landfræðileg mörk hásléttunnar ná inn í Yunnan-, Sichuan-, Qinghai- og Gu- ansu-héruðin í Kína. Ef taldir eru allir þeir sem tilheyra þjóðflokknum má áætla að um 4-6 milljónir Tíbeta búi í þessum héruðum. Eitt af helstu einkennum sléttunnar er mikil hæð yfir sjávarmáli, eða að meðaltali um 4.000-5.000 metrar. Loftslag er mjög öfgakennt og getur sveiflast úr nokkurra tuga frosti á næturnar í allt að 20 gráða hita yfir hádaginn þegar geysisterk sólin nær að verma upp landið. Þunnt loft í svo mikilli hæð hefur reynst mörgum ferðalangnum erfitt. Fyrstu dagarnir eru erfiðastir og verður að gæta sín sérstaklega á að ofreyna sig ekki og drekka nægilega vökva til að eiga það ekki á hættu að þjást af ofþornun. Lystarleysi, svefnleysi og höfuðverkur eru algengir fylgifiskar fyrstu daganna. Eitt megineinkenni á loftslaginu er mikill þurrk- ur og lítil úrkoma. Hæð Himalaya-fjall- garðsins gerir það að verkum að afar lítil úrkoma nær að komast yfir fjöllin. Meðal- úrkoma er um 460 mm á ári og fellur nær öll á sumrin enda er hún tengd við monsún- tímabilið í Suður-Asíu. Á veturna einkennist loftslagið af sterkum köldum vindum frá Mið-Asíu og Síberíu. Oft er samfelld hæð yfir Tíbet á veturna, kalt og oft engin snjó- koma. Á vorin og sumrin einkennist veðrátt- an aftur á móti af hita og þurrki sem mynd- ar lágþrýstisvæði sem hjálpar til við að koma monsúnvindum af stað í Suður-Asíu. Til vesturs markast Tíbet af Karakorum- fjallgarðinum sem liggur að Indlandi og Pakistan. Til suðurs gnæfir Himalaya-fjall- garðurinn í öllu sínu veldi á mörkum Nepal og Indlands. I þeim fjallgarði eru meira en 30 fjallstindar yfir 8.000 þúsund metrum, þar á meðal flest af hæstu fjöllum heims. Þessir fjallgarðar ásamt Kunlun-fjallgarðin- um í norðri á mörkum Tíbet og Xinjiang- héraðs gera það að verkum að Tíbet hefur ávallt verið einangrað land. Þessi einangrun Tíbetskí hiuti Shigatse, næststærsta bæjar Tíbet. hefur náð að móta samfélag sem er að mörgu leyti einstakt í heiminum og útskýrir um margt sérstöðu Tíbets. Hagkerfið í Tíbet er mjög einhæft. Þó að margt hafi breyst á síðustu árum, sérstak- lega eftir að efnahagsumbætur í Kíha kom- ust á skrið, er Tíbet enn að miklu leyti sam- félag bænda og hirðingja. Settur hefur verið upp þróunarsjóður Tíbets sem hefur það að markmiði að auka erlenda fjárfestingu í landinu, auk þess að leggja fé til heilsu- gæslu og menntunar. Eins og oft vill verða hafa mestar breytingar orðið á þéttbýlari svæðum en minni í þorpum og sveitum. Langflestir af kínverska minnihlutanum búa á þéttbýlli svæðum í Tíbet. Kínverskir inn- flytjendur í Tíbet eru taldir vera um 30% af heildaríbúafjölda. Þeir eru flestir frá næstu héruðum, sérstaklega Sichuan-héraði sem er fjölmennasta héraðið í Kina en þar búa um 130 milljónir manna. Ríkisstjórnin í Beijing hefur á síðustu árum reynt að laða fólk til að setjast að í Tíbet með því að bjóða ujjp á ýmis fríðindi svo sem skattaívilnanir. Utlegðarstjórn Tíbet í Indlandi hefur harð- lega gagnrýnt þessa stefnu stjórnvalda í Beijing og bent á þá hættu að Tíbetbúar gætu orðið minnihluti í eigin landi. Nefna má til dæmis svæði eins og Mansjúríu og Innri-Mongólíu þar sem innfæddir voru áð- ur í meirihluta en eru nú komnir í minni- hluta. Slíkt gæti hugsanlega gerst í Tíbet á næstu árum og áratugum. Ástæður fyrir mikilvægi Tíbets fyrir Kín- verska Alþýðulýðveldið eru margvíslegar. Segja má þó að aðalástæðan sé fyrst og fremst hernaðarlegs eðlis. Hið gríðarstóra landsvæði þjónar mikilvægum tilgangi sem mótvægi gegn hugsanlegri ógn frá Indlandi, en Indland og Kína hafa lengi eldað grátt silfur saman. Einnig býður Tíbet upp á mik- ið landrými fyrir hinn mikla fólksfjölda í I O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 15. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.