Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Side 14
FOTGANGANDI KIRKJ- UNNAR ÞJÓNNISELVOGI AF SÉRA EGGERTI í VOGSOSUM EFTIR KONRÁÐ BJARNASON Séra Eggert tók við emb- ætti 1884. Hann var ein- hleypur og vafalaust hef- ur hann verið einfari , en annars hógvært Ijúf- menni. Hann ótti ekki hesta og sté ekki ó bak hesti og varð því að fara allra sinna 1 Ferða um sóknir sínar fótgangandi hvernig sem viðraði. Hann hafói með sér vatnshelda skinnsokka til að vaða yfir læki, svo og Vogsós. Eftir lát séra Lárusar Scheving (Hallgrímssonar) var prestlaust í Selvogsþingum í 10 ár eða frá 1870 til 1880. ísleifur Einarsson prestur í Grindavík þjónaði Krýsuvík veturinn 1871 og á sumri sama árs þjónaði þar séra Þórarinn Böðvarsson í Görðum á Álftanesi. En 1871, var Strönd sameinuð Stað í Grindavík þegar séra Kristján Eldjárn Þórar- insson vígðist að Stað. Hann var afi Kristjáns Eldjáms forseta íslands. Kristján þjónaði ■ Strönd með Stað til ársins 1878. Þessari þróun í kirkjumálum sínum undu Selvogsmenn illa og kom það niður á Kristjáni er hann messaði fyrsta sinni að Strönd með því að meðhjálpari færði hann í aflagðan útjaskað- an skrúða. Við þessu brást hinn ungi prestur með snarpri orðræðu í Strandarkirkjugarði eftir messu og átaldi Selvogsbúa fyrir að taka sér fjandsamlega að óreyndu. Þetta hreif og næst fékk séra Kristján nýjasta og vandaðasta skrúðann og vinátta milli sóknarbama og prests var gengin í garð. Um séra Kristján Eldjám skrifar séra Gísli Brynjólfsson í Staðhverfmgabók meðal anníirs: „Hann gat sér einnig gott orð í Selvogi. Fólkið hlakkaði til þess að fá hann í húsvitjun því að hann kunni vel að haga máli sínu við unga og gamla og hann bar með sér andblæ gleði og góðvildar inn í hverja baðstofu. Ræður hans þóttu góðar, sérstaklega var rómuð predikun sem hann flutti í Strandarkirkju yflr sjórekn- um líkum af erlendu skipi. Til þess var einnig tekið, hve messur hans vora vel sóttar að Strönd og þakkað áhrifaríkum stólræðum. Sjálfur brosti hann að því hrósi og sagði. „Góð kirkjusókn er ekki ræðumennsku minni að þakka, heldur heimasætunum í Herdísarvík." Við Stað í Grindavík tók séra Oddur Gíslason og þjónaði einnig Strönd. Það var svo ekki fyrr en 20. ágúst 1880, að séra Ólafur Ólafsson vígð- ist til Selvogsþinga og prestur settist á ný að Vogsósum. Hann var talinn með bestu ræðu- mönnum á sínum tíma og er varðveitt eftir hann á blaði ómetanleg vitneskja úr Selvogs- byggð. Hann fór úr Selvogsbyggð á vordögum 1884, er hann fékk Holtaþing. Þá kom í hans stað að Vogsósum til þjónustu Selvogsþinga séra Eggert Sigfússon þann 10. maí 1884. Séra Eggert var f. á Eyrarbakka 22. júní 1840 og vora foreldrar hans Sigfús Guð- mundsson trésmíðameistari og kona hans Jar- þrúður Magnúsdóttir á Lambastöðum á Sel- tjarnarnesi, Magnússonar. En faðir Sigfúsar, Guðmundur var af eyfírskum lögréttumönnum og prestum kominn. Eggert óx upp í foreldrahúsum á Eyrar- bakka og var tekinn í Reykjavíkurskóla 1855. Hann varð stúdent þar 1861 og fór í prestaskól- ann. Hann lauk þar burtfararprófi 1863, með 2. einkunn betri. Hann varð síðan barnakennari í Keflavík 1863-5, á Húsavík, 1865-8, á Eyrar- bakka 1868-9. Hann fékk veitingu fyrir Hofi á Höfðaströnd 24. 8. 1869 og vígðist þangað í sama mánuði af dr. Pétri biskupi Péturssyni. Þar var hann prestur í 3 ár eða þar til hann fékk Klausturhóla í Grímsnesi 2. apríl 1872 og var þar í 12 ár. Þar til hann fékk Selvogsþing 10. maí 1884 og var þar til æviloka. Það var því á nefndum vordögum sem síðasti prestur kom til Selvogsþinga, því að honum látnum varð Strandarkirkja útkirkja frá Arn- arbæli og Krýsuvíkurkirkja útkirkja frá Stað í Grindavík. Séra Eggert Sigfússon var þá 44 ára að aldri og hafði 15 ára prestsþjónustu að baki. Hann var ókvæntur og bamlaus og gerð- ist húsmaður að Vogsósum, svo sem fyrirrenn- ari hans séra Eiríkur. Vegna þess að séra Eggert varð ekki fjöl- skyldumaður né átti börn, má ætla að hann hafí orðið þolandi fyrir ómaklegum afflutningi á persónuleika sínum af óhlutvöndum mönnum. Hann hefur vafalaust verið einfari um margt í lífsviðhorfi sínu til manna og málefna. En þeg- ar við skoðum embættisfærslu hans í kirkju- bókum verður ekki betur séð, en að afbragðs- góð rithönd hans, niðurröðun og nákvæmni skipi séra Eggerti á bekk með sínum bestu starfsbræðram. Heimilisfólk á Vogsósum, full- orðnir og börn reyndu séra Eggert sem hið fyr- irferðarlitla og hógværa ljúfmenni. Það hefur án vafa verið að ráði séra Eggerts, að taka með sér til búsetu að Vogsósum ungu hjónin, er stofnað höfðu til búsetu að Valda- stöðum í Kaldaðanessókn, því það varðaði ein- hleypinginn miklu með hvaða fjölskyldu deilt yrði heimilislífi að Vogsósum. Þetta vora hjónin Steinunn Einarsdóttir (af Bergsætt) f. 1857 og maður hennar Olgeir Þorsteinsson, Sverris- sonar að Kh'kjubæjarklaustri á Síðu, Eiríks- sonar. Var því faðir Olgeirs albróðir Eiríks sýslumanns í Kollabæ. Olgeir var f. 1848. Hann gerðist brátt hreppstjóri þeirra Selvogsmanna, en þeir nutu hans ekki lengi því Olgeir lést 29. 1.1889 langt fyrir aldur fram. Tveimur dögum síðar fæddist Olgeir sonur þeirra, samkvæmt færslu séra Eggerts í kirkjubók. Börn þeirra Séra Eggert Sigfússon. Olgeirs og Steinunnai- voru 4 og var eitt þeirra Þórarinn f. 1.10.1883 og því á öðra ári er hann kom að Vogsósum. Hann varð uppkominn skip- stjóri og stórmerkur brautryðjandi í útgerðar- þróun landsins. Síðast útgerðarmaður í Grims- by og ræðismaður Islands þar. Steinunn ekkja Olgeirs bjó áfram á Vogsósum til ársins 1894, að hún fer með börn sín austur á Eyrarbakka. Hún giftist aftur skömmu síðar. Þegar séra Eggert fer til búsetu að Vogsós- um 1884, era 207 ár frá því að séra Eiríkur Magnússon settist þar að til prestsþjónustu við Selvogsbyggð. Það sem var sameiginlegt með þeim Vogsóssprestum, var að þeir vora báðir ókvæntir og barnlausir, svo og vellærðir og skrifandi. Einnig var þeim sameiginlegt að binda ekki bagga sína sömu hnútum og sam- ferðamenn þeirra. Sameiginlegt var þeim við komu sína að Vogsósum að láta hlunnindajörðina í hendur ungum hjónum og gerast húsmenn hjá þeim, en þó hvor með sínum hætti. Séra Eiríkur hafði kú, sláturgripi og hesta á fóðram, ásamt þjón- ustustúlku, en séra Eggert virðist í sínu leiguframsali hafa notið fæðis og þjónustu án búgripa. Séra Eggert átti ekki hesta og sté ekki á bak hesti og varð því að fara allra sinna ferða um sóknir sínar fótgangandi hvernig sem viðraði. Hann hafði því með sér vatnshelda skinnsokka til þess að vaða læki og Vogsós. Sú saga er sögð, að eitt sinn er hann var prestur að Klausturhólum á heimreið frá upp- boði, ásamt sýslumanni sveitarinnar fannst sýslumanni séra Eggert vera illa ríðandi og hvatti hann til þess að sitja viljugan gæðing sinn, sem séra Eggert þáði vafasömu heilli. Er skemmst frá því að segja, að séra Eggert missti allt taumhald á skapofsahesti þessum, er ekki linnti spretthlaupi sínu fyrr en heim kom- inn á hlað Kiðjabergs, þá löngu kominn fram- hjá Klausturhólum. Með ógnarreið þessari fékk séra Eggert taugaáfall er leiddi til þess, að hann ferðaðist fótgangandi upp frá því. Það er því ljóst að messuferðir til Krýsuvík- ur hafa verið tveggja daga ferðir, en um hálf- tíma gangur niður á Strönd. Kaupstaðarganga séra Eggerts upp Hlíðarskarð, yfir Grinda- skörð til Hafnafjarðar nær níu klst., en til Þor- lákshafnar um fjórar klst. Þegar séra Eggert kom að Vogsósum voru liðin 36 ár frá því að faðir hans Sigfús Guðmundsson trésmiður byggði hina turn- lausu Strandarkirkju með bikuðu þaki, sem erfitt var að halda óleku. Svo ber til að varð- veist hefur ljósmynd af kirkjuhúsi þessu frá 1884 og á henni má sjá menn, sem hafa verið nafngreindir á eftirfarandi hátt: Séra Eggert stendur við norðvesturhorn kirkjunnar, við norðausturhorn Daníel Daníelsson, er síðar varð dyravörður í stjórnaiTáðinu og við sálu- hlið Olgeir Þorsteinsson bóndi að Vogsósum. Veður hefur þá verið fagurt og sjór rennislétt- ur, en guðshúsið nöturleg lágkúra. Það var því ekki að ástæðulausu, að Selvogs- menn töldu brýna nauðsyn bera til þess, að nýtt veglegt jjuðshús yrði byggt. Var þar fremstur í flokki Ami smiður og bóndi í Þorkelsgerði, Arnason, sem lagði þunga áherslu á að Sigurð- ur bróðir hans trésmíðameistari í Reykjavík yi'ði valinn til að standa fyrir því verki. Hinn nýkomni prestur séra Eggert hefur án vafa lagt fram sitt lið, einkum með þvi að kynna vilja Selvogsmanna bréfleiðis fyrir Sæmundi próf- asti í Hraungerði, Jónssyni. Á miðju sumri árið 1885, er ljóst að prófastur hefur bréflega kynnt fyrir Pétri biskupi Pét- urssyni tillögur sóknarnefndar um endurbygg- ingu Strandarkirkju, því biskup svarar með bréfi til prófasts dagsett 20. ágúst 1885 eftir- farandi: „Snertandi endurbyggingu Strandar- kirkju vil ég hér með tjá yður, að ég yfirhöfuð fellst á tillögur þær, sem þér hafið gjört í þessu tilliti og ætla mér síðar að gjöra nánari ráðstaf- anir eftir samráði við yður.“ Það var svo ekki fyrr en 10. nóvember 1886, að biskup skrifar prófasti bréf viðvíkjandi hinni fyrirhuguðu byggingu Strandarkirkju og segir þar að hann hafi falið Sigurði Árnasyni tré- smíðameistara í Reykjavík að smíða kirkjuna, enda hafi hann sýnt sér áætlun um byggingar- kostnað kirkjunnar og teikningu. En 1. nóvember sama árs skrifar Pétur bisk- up Sæmundi prófasti í Hraungerði bréf vegna erindis séra Eggerts á Vogsósum við biskups- vald. En áður en það er orðrétt fest hér á blað, er rétt að eftirfarandi komi fram: Á meðan enn vora ekki komin hljóðfæri í kirkjur landsins, stóð og féll embættisgerð messunnar með lag- vissum náttúraraddar söngmanni lesandi eða munandi texta sálmanna, ásamt svörum við tóni prestsins og síðast en ekki síst í viðráðan- legri tónhæð. Var sá er nefndum kostum var búinn „forsöngvari". Bréf Péturs biskups Péturssonar til prófastsins í Árnessýslu Sæmundar Jónssonar í Hraungerði, dagsett 1. nóvember 1886: „Þér hafið herra prófastur, með bréfi frá 21. fyrra mánaðar ritað mér þá beiðni prestsins á Vogs- ósum séra Eggerts Sigfússonar, að verja megi af sjóði Strandarkirkju til launa handa for- söngvaranum 1 ki'ónu fyrir hverja messugjörð, sem fram fer í kirkjunni. Jeg er yður alveg sammála um það herra prófastur, að með engu móti má innleiða þann sið á landi hér að launa forsöngvarann af fé kirknanna, en þar sem mér er kunnugt um að hér er svo ástatt að liggur við borð að messu- gjörðir falli með öllu niður í Strandarkirkju ef leyfi þetta fæst eigi, og kirkja þessi er einhver hin ríkasta á landinu, vil jeg því eins og þér leggið til gjöra undantekningu frá reglunni og veita samþykki mitt til að forsöngvari kirkjunnar fái þessa þóknun 1 krónu fyrir hverja messu sem fram fer í kirkjunni, nú um hin næstu 3 ár. Jeg hef ekki viljað binda leyfi þetta því skil- yrði, að forsöngvarinn, sem nýtur þessarar bókunar taki að sér að kenna unglingum söng í 1 4 LÉS&ÖK MÖRGÚNBlAÖ^ÍNá - MENNING/LlSTlR í 5. JÁNÚÁR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.