Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Side 17

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Side 17
 HLÁTUR BÆTIR LÍÐAN OG ER UPPLÖGÐ STREITUVÖRN Læknavísindin eru ekki enn búin að sanna að hláturinn lengi lífið en víst er að hann gerir lífið skemmtilegra. Því hefur nú verið hleypt af ______stokkunum farandsýningu um læknaskop,_______ Hláturgas 2000, sem mun fara milli tíu sjúkrahúsa um land alltá næstu mánuðum. MARGRÉT SVEIN- BJÖRNSDÓTTIR átti fund með nokkrum aðstandenda sýningarinnar - og vart ætti að þurfa að taka fram að á þeim fundi var mikið hlegið. Hjörleifur Þórarinsson, framkvæmdastjóri Glaxo Wellcome, Steingerður Steinarsdóttir, einn rit- stjóra bókarinnar, Þorri Hringsson myndlistarmaður og Bjarni Jónasson, heímilislæknir og vara- forseti Norrænna samtaka um læknaskop. FYRSTI áfangi sýningarinnar var opnaður á Landspítalanum í gær og stendur til 12. febrúar. Þaðan leggur sýningin upp í hringferð um landið, sem lýkur í desember á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. ís- lenska menningarsamsteypan art.is stendur fyrir sýningunni, sem sett er upp í samstarfi við íslandsdeild Norrænna samtaka um læknaskop, Nordisk selskap for medisinsk humor, en aðalstyi'ktar- aðili verkefnisins er lyfjaíyrirtækið Glaxo Wellcome. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem art.is og Glaxo Wellcome sameina krafta sína um að lífga upp á tilveruna á sjúkrahúsum landsins, því í fyrra stóðu þessir aðilar saman að farand- sýningunni Lífæðum, þar sem teflt var saman ljóðum og myndlist íslenskra listamanna. I tengslum við sýninguna hefur verið gefin út 80 síðna bók með titlinum Hláturgas - lækna- skop frá vöggu til grafar. Hún hefur að geyma fjölda skopteikninga og lirandara, íslenskt rímnaskop og tilvitnanir í spaugilegar lækna- skýrslur. Teikningamar eru eftfr innlenda og erlenda listamenn, þeir íslensku eru Þorri Hringsson, Hallgrímur Helgason, Gísli J. Ást- þórsson, Brian Pilkington og Halldór Baldurs- son. Enn er ótalinn einn þein-a íslendinga sem eiga myndir í bókinni, en hann er læknir og heitir Sigurður V. Sigurjónsson. Kveðskapur í bókinni er eftir læknana Hjálmar Freysteins- son, Pál Ásmundsson og Pétur Ingva Péturs- son. Bókinni verður dreift ókeypis alls staðar þar sem sýningin verður haldin, auk þess sem hún verður send til lækna og heilsugæslustöðva um allt land. Á sýningunni eru um 60 skopmyndir og ann- að spaug sem allt er einnig að finna í bókinni. Úrval læknaspaugs verður ennfremur bh-t á heimasíðu Glaxo Wellcome, á slóðinni www.glaxowellcome.is. Skop gefur auðveldað margt í samskiptum fólks Ritstjórar bókarinnar Hláturgas eru þau Hannes Sigurðsson, Steingerður Steinarsdóttir og Bjami Jónasson, en sá síðastnefndi er heim- ilislæknir og varaforseti Nomænna samtaka um læknaskop. „Læknaskop er ekki alveg nýtt af nálinni. Þetta hefur lengi verið hobbý ein- stakra manna og það hafa verið til þó nokkrir teiknarar í gegnum tíðina sem hafa fundið það skoplega í samskiptum læknis og sjúklings,“ segir Bjarni og minnist t.d. hins þekkta danska skopmyndateiknara Storm P. Læknaskop hefur fylgt Bjarna allt frá blautu bamsbeini og hann hefur safnað því markvisst í áraraðir. „Faðir minn var læknir og hann bar þetta í mig - hann hélt ég hefði húmor. Seinna hef ég fundið það sjálfur hvað skop getur auð- veldað margt í samskiptum fólks. Svo var það að ég rataði inn í hóp manna á Norðurlöndunum sem höfðu þetta sama áhugasvið, læknaskop eða „medisínskan húmor“. Það var boðað til fundai- um mitt ár 1998, þar sem lögð vora drög að því að stofna norræn samtök um læknaskop og stofnfundurinn var haldinn í Kaupmanna- höfn 16. janúar 1999. Þar var skipuð stjóm sem í eru fulltrúar allra Norðurlandanna, nema hvað enn hefur ekki fengist fulltrái frá Finnlandi," segir Bjarni, sem vai’ kjörinn varaforseti sam- takanna en hinn íslendingurinn í stjórninni er Pétur Ingvi Pétursson, heimilislæknir á Akur- eyri. „Fyrsta nomæna þingið var haldið í Alfdal í Noregi í september síðastliðnum. Þar mættu um 70 læknar og það var mjög sláandi alvarleg- ur tónn í þessu öllu. Mönnum er jú full alvara með að koma þessu til skila, inn í daglegt líf sjúklinga jafnt sem þeirra sem vinna í heilbrigð- isþjónustunni," heldur hann áfram. En vonandi stökk mönnum þó bros á þessari háalvarlegu húmomáðstefnu í Álfadal? „Jú, jú, og það var vægast sagt mjög gaman og magnað að heyra virðulega háskólaprófessora ræða í smáatriðum um brosferli einstaklingsins," segir Bjarni með breitt bros á vör. „Skömmu eftir stofnfundinn í fyma hélt Fræðslustofnun læknafélaganna kynningarfund fyrir íslenska lækna um lækna- skop. Ljósmyndari Morgunblaðsins vai’ á staðnum og frétt af þessu birtist svo á síðum blaðsins. Fréttin vakti athygli Hannesar Sig- urðssonar hjá íslensku menningai’samsteyp- unni, hann reif hana út úr blaðinu og hugsaði með sér að það væri gaman að gera eitthvað úr þessu. Það var svo sl. vor sem hann hringdi í mig og það er skemmst frá því að segja að þar hitti ég fyrir mann af kalíberi sem ég hef aldrei hitt áður,“ segir hann. Upp úr því fóra hlutimir að gerast hratt og hugmyndin þróaðist. Hjá Glaxo-Wellcome tóku menn strax mjög vel í það þegar ámálgað var við þá að styrkja verkefnið. „Og hér eram við í dag,“ segir Bjarni, bendir á samstarfsmennina; meðritstjórann Steingerði Steinarsdóttur, Þoma Hringsson myndlistar- mann og Hjörleif Þórarinsson, framkvæmda- stjóra Glaxo Wellcome, og hampar bókinni sem er nýkomin úr prentun. Þegar Hjörleifur er spurður hvað hafi orðið til þess að grafalvarlegt lyfjafyrirtæki ákvað að Ijá verkefninu stuðning segir hann að tvennt hafi komið tíl. „I fyrsta lagi átti ég mjög ánægjulegt samstarf við íslensku menningar- samsteypuna art.is í fyma varðandi myndlistar- og Ijóðasýninguna Lífæðar sem fór hringinn í kringum landið á síðasta ári og fékk hvarvetna mjög góðar viðtökur. í öðra lagi fagnai' Glaxo Wellcome á Islandi tíu ára afmæli á þessu ári og við ákváðum að reyna að gera eitthvað myndar- legt af því tilefni,“ segir hann og bætir við að hugmynd menningarsamsteypunnar um læknaskop hafi strax fallið vel í kramið. „Með þessu móti teljum við okkur vera að leggja skerf til menningar og mannlífs í landinu, sem við álít- um óaðskiljanlegan hluta af starfsemi fyrirtæk- is sem framleiðir lyf til að lækna og líkna.“ Bjarni kveðst ekki geta látið hjá líða að nefna að íslensk heilbrigðisyfirvöld, með ráðhema þai- fremstan í flokki, hafa tekið framtakinu feikna- vel. „Ingibjörg Pálmadóttir er sjálf ágætur húmoristi og hún hefur tekið þessu fagnandi. Raunai’ er alveg sama hvar borið er niður, mað- ur kemur alls staðar að opnum dyram. Við gerð- um könnun á tveimur heilsugæslustöðvum í júlí í fyiTa, þar sem fólk var beðið að fylla út eyðu- Oblað, nafnlaust, um læknaskop. Yfirgnæfandi meh-ihluti hafði jákvæða afstöðu til þess að sleg- ið væri á léttari strengi í samtali læknis og sjúklings, þegar aðstæður leyfa.“ Saga um læknisferð í gömlu skólablaði Aðspm’ður hvort hann hafi gert mikið af því að gantast við lækna eða skopast að þeim neitai’ Þorri Hringsson, „ekki nema í heimsóknum hjá heimilislækninum." Það var ekki fyrr en Hann- es kom að máli við hann og bað hann að semja sérstaklega fyrir þetta tilefni að hann fór að teikna skrípamyndir af sjúkrahúsinu. „Ég verð reyndar að viðm’kenna að í fyrsta skipti sem eitthvað kom út eftir mig opinberlega var fyrir meira en tuttugu árum þegar ég skrifaði sögu í skólablað Austm’bæjarskólans - um ferð til læknisins. Og ef ég man rétt, þá var þetta ákaf- lega fyndin saga. Einhvem veginn gerist það að einhver læknfr kemst í þetta, hringir og spyr mig hvort hann megi birta söguna í blaði, sem HLÁTURGAS 2000 Sýningin Hláturgas 2000 verður sett upp á eftirtöldum sjúkrahúsum á næstu mánuðum sem hér segir: ► Landspítalinn 14. janúar-12. febrúar 2000 ► Sjúkrahús Akraness 18. febrúar-18. mars 2000 ► Sjúkrahús Isafjarðar 24. mars-22. apríl 2000 ► Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki 28. apríl-20. maí 2000 ► Heilbrigðisstofnunin Egilsstöðum 26. maí-24. júní 2000 ► Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 30. júní-29. júlí 2000 ► Heilbrigðisstofnunin Húsavík 4. ágúst-2. september 2000 ► Sjúkrahús Suðurlands, Selfossi 8. september-7. október 2000 ► Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 13. október-11. nóvember 2000 ► Sjúkrahús Reykjavíkur, Fossvogi 17. nóvember-16. desember 2000 var að mig minnir gefið út á Borgarspítalanum. Ég var auðvitað gapandi undrandi yfir því að nokkur lifandi maður skyldi hafa áhuga á þessu, þannig að ég sagði náttúralega já!“ rifjar Þorri upp. r Ekki verður lengur hjá því komist að spyija lækninn við borðið hinnar brennandi spuming- ar hvort hláturinn lengi lífið? „Það er að vísu ekki búið að sanna það en hann gerir lífið alveg örugglega skemmtilegra. Við getum öll vitnað um það að okkur líður betur eftir að hafa hlegið innilega. Það er heilmikið búið að rannsaka hvað gerist í líkamanum við það að maður hlær. Það fer allt í gang og það verður losun á ýmsum boðefnum í líkamanum sem auka á vellíðan. Hlátm- og gamansemi minnka líka streitu og fyrir lækna er þetta mjög upplagt sem streitu- vörn og minnkar líkurnai’ á útbrana eða kulnun í starfi," segir Bjarni. Hann leggur áherslu á að læknaskop eigi alltaf að vera jákvætt og upp- byggilegt og aldrei særandi. Læknirinn megi aldrei skopast á kostnað sjúklingsins og aldrei gera lítið úi- því sem hann .. segii’. „Því langflest af því sem lækni og sjúkl- ingi fer á milli er alvarlegt og eitt það versta sem getur hent mann er að vera misskilinn með húmor. Það er stórslys í samskiptum læknis og sjúklings, vegna þess að það er aldrei hægt að spóla til baka, misskilmngurinn verður aldrei aftui’ tekinn." Ertíl samnorrænn kimnistuðull? „Getm* verið að gamansemin aukist í réttu hlutfalli við það hvað aðstæðurnar era alvarleg- ar?“ spyr Þorri heimspekilegur á svip. Læknin- um þykir tilgátan mjög góð. Steingerður veltfr því fyrir sér hvort Bjarni hljóti ekki að vera næstskemmtilegasti læknh-inn á öllum Norður- £ löndunum, fyi-st hann er varaforseti samtak- anna góðu. Fátt verður um svör hjá varaforset- anum og í framhaldi af þeirri umræðu slær Þorri fram spumingunni hvort til sé samnor- rænn kímnistuðull. Ekki komast menn heldur að niðurstöðu í því máli en vissulega gæti það verið verðugt rannsóknai’efni. AÐ HAFA KJAFT TIL AÐ HLÆJA MEÐ HÉR á eftir fer sýnishorn úr bókinni Hláturgas - læknaskop frá vöggu til grafar. Hjálmai’ F reysteinsson læknir segir svo frá: Bjarni Jónasson, sérfræðingur í skoplækningum, sótti skopfund í Kaupmannahöfn sl. vetur. Norskt blað, sem mig minnir að heiti Verdens gang eða eitthvað slíkt, sagði frá fund- inum og birti mynd þar sem Bjarni hlær svo sést niður í skeifugörn. Læknaskop illskeyttra lægir geð hin ljósustu dæmi þess fæ ég séð svo auðvitað má maður öfunda þá sem hafa kjaft til að hlæja með. Út úr svo stóru opi kemst ógrynni af læknaskopi og aukheldur má á myndinni sjá talsvert af tannlæknaskopi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR15. JANÚAR 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.