Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Qupperneq 2
Salka sýnd í Stokkhólmi HAFNARFJARÐARLEIKHUSINU Her- móði og Háðvöru hefur verið boðið að sýna Sölku - ástarsögu á Leiklistardögum Ríkis- leikhússins í Stokkhólmi sem haldnir verða dagana 11.-14. maí næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisleikhúsinu verður þetta umfangsmesta gestasýningin á hátíð- inni sem mun vera sú stærsta sinnar tegund- ar á Norðurlöndum. Boðið hefur verið um eitt þúsund gestum. Sýnt verður í tvígang. María Ellingsen leikkona hjá Hafnarfjarð- arleikhúsinu segir boðið heiður fyrir leikhús- ið og að mikill hugur sé í fólki. „Kveikjuna að boðinu má rekja til leikstjóraráðstefnu sem haldin var hér á landi fyrr í vetur. Eftir hana hafa greinilega borist fréttir af sýningunni til Norðurlandanna því boð um þátttöku á leik- listarhátíðum hafa streymt til okkar. Þetta er fyrsta boðið sem við þiggjum en við erum að skoða fleiri. Það er aldrei að vita nema Salka leggist í ferðalag með hækkandi sól,“ segir María og bætir við að það sé ánægjulegt að leiksýning í Hafnarfirði sé farin að spyrjast út til Evrópu. Hún segir Hafnarfjarðarleikhúsið verða að takmarka sýningafjölda á Sölku hér heima af þessum sökum. Þó sé stefnt að því að sýna leikritið fram að páskum. „Við höfum sýnt Sölku fyrir fullu húsi frá því í október og að- sóknin verið vonum framar - verkið hefur fengið góðar viðtökur hjá ungum sem öldnum - en nú verðum við senn að snúa okkur að undirbúningi vegna Leiklistardaganna." Morgunblaðið/Kristinn Hafnarfjarðarleikhúsið verður að takmarka sýningar á Sölku - ástarsögu hér heima vegna ferðar á Leiklistardaga í Stokkhólmi og jafnvel fieiri hátíðir. Það er jafnan dýrt að sækja hátíðir af þessu tagi en María segir Ríkisleikhúsið koma vel til móts við þau. „Boðið er mjög rausnarlegt og kostnaðurinn fyrir okkur óverulegur.“ Þetta er í annað sinn sem Hafnarfjarðar- leikhúsið sýnir á Leiklistardögum Ríkisleik- hússins. Síðast var hópurinn þar á ferð með Himnaríki eftir Árna Ibsen. Féll sú sýning í frjóa jörð. í yfirstærð ÞEIM liggur ekki mikið á 1 vinnuna þessum risavöxnu mönnum sem komið hefur verið fyrir utan við skrifstofubyggingu eina í MUnchen í Þýskalandi. Stytturnar eru risavaxnar iíkt og sjá má ef þær eru bornar saraan við manninn sem þýt- ur upp tröppurnar í bakgrunni myndarinnar. Þær eru verk þýska listamannsins Ch. Lechn- er og kannski þörf áminning til nútíma- mannsins um að flas er ekki alltaf til fagnað- ar og að stundum er nauðsynlegt að staidra við og njóta góða veðursins. 600.000 gestir á Helsinki 2000 NU þegar hafa meir en 600.000 gestir sótt viðburði á vegum menningarborg- arinnar Helsinki en hún er ásamt Reykjavík ein af níu borgum Evrópu sem bera þann titil í ár. Um er að ræða aðsókn að hvers kon- ar tónleikum, sýningum og uppákom- um á vegum Helsinki 2000 en auk þessa tóku um 100.000 manns þátt í há- tíðarhöldum verkefnisins í miðbæ Helsinki á gamlárskvöld en þess má geta að íbúar borgarinnar eru um það bil ein milljón. Fleiri sækja ókeypis viðburði Meiri aðsókn hefur verið að atburð- um sem ókeypis er að sækja en þeim sem aðgangseyrir hefur verið að. 360.000 manns hafa sótt ókeypis við- burði en 250.000 hafa keypt sig inn á viðburði menningarborgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykja- vík 2000 hafa ekki verið teknar saman tölur um aðsókn að viðburðum á þeirra vegum. Verk eftir Cima- bue uppgötvað á Englandi London. AP, AFP. UPPBOÐSFTRIRTÆKIÐ Sotheby’s greindi á miðvikudag frá að fund- ist hefði verk eftir 13. aldar ítalska listamanninn Cimabue þegar verið var að undirbúa uppboð á herragarðinum Benacre Hall í bænum Lower- stoft. Myndin, sem er máluð á panel hafði hangið uppi við árum saman án þess að nokkur gerði sér grein fyrir mikilvægi hennar, en áætlað sölu- verð mjmdarinnar á uppboði 6. júlí n.k. er rúmar tvær milljónir punda, eða um 240 milljónir ísl. króna. Cimabue, sem hét í raun Cenne di Pepo, fæddist um 1240 og telst einn brautryðjenda ítalskrar myndlistar, auk þess að vera talinn hafa haft umtalsverð áhrif á vestrænnar listasögu í heild. Aðeins er vitað um einar sjö eða átta myndir eftir Cimabue sem ekki eru hluti altaristöflu og verður myndin frá Benacre Hall fyrsta mynd hans semboðin er til sölu á AP Sérfræöingar Sotheby’s halda hér uppi mynd Cimabues sem boðin verður upp í sumar. uppboði. Hún telst jafnvel eitt mikilvægasta ítalska myndverkið sem fer á uppboð frá því að krossfestingarmynd eignuð Duccio var seld fyrir 120 milljónir króna 1976. Ní ENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn: Verk Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Margt smátt. Verk 28 listamanna. Til 20. febrúar. Galleri@hlemmur.is: Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson. Til 27. febrúar. Gallerí One o One: Ásmundur Ásmundsson. Til 12. mars. Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg: Níu grafíklistamenn. Til 4. mars Gallerí Stöðlakot: Vytautas Narbut- as. Til. 27. febrúar. Grímur Marinó Steindórsson. Til 19. mars. Gallerí Sævars Karls: Georg Guðni. Gerðarsafn: Ljósmyndasýning Blaða- ljósmyndarafélags íslands og Ljós- myndarafélags Islands. Hafnarborg: Ljósmyndasýning. Sig- ríður Zoéga. Til 28. febrúar Hallgrímskirkja: Leifur Breiðfjörð. Til 24. feb. i8, Ingólfsstræti 8: Birgir Andrésson. Til 27. febrúar. fslensk grafík, Hafnarhúsinu: Alista- ir Macintyre. Til. 27. feb. Kjarvalssstaðir (austursalur): Jó- hannes Sveinsson Kjarval. Myndir úr Kjarvalssafni. Listasafn ASI: Norrit: Guðrún Gunnarsdóttir, Agneta Hobin, Ulla- Maija Vikman og Inger-Johanne Brautaset. Til 12. mars. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug. og sun. kl. 14-17. Höggmynda- garðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands: Claudio Parmiggi- ani. Til 28. feorúar. Roni Horn. Til 5. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Mokkakaffi: Aðalheiður S. Eysteins- dóttir. Til. 11. mars. Norræna húsið: Gisle Froysland. Til 12. mars. Anddyri: Robert Sot, til 20. febr. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning opin þriðjudag-föstudaga kl. 14-16. Til 15. maí. Upplýsingamiðstöð myndlistar: Lista yfir fyrirhugaðar og yfírstandandi myndlistarsýningar í öllum helstu sýningarsölum landsins má finna á slóðinni www.umm.is undir „Fréttir". TÓNLIST Sunnudagur Hallgrímskirkja: Kammersveit Hall- grímskirkju. Einsöngvari Margrét Bóasdóttir. Kl. 17. Neskirkja: Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna. Einleikari á orgel: Lenka Má- téová. Kl. 17. Langholtskirkja: Kammersveit Reykjavíkur kl. 20.30. Verk eftir Hen- ryk Górecki. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Komdu nær, mið. 23. feb, fimmt. 24 feb. Gullna hliðið, laug. 19. febrúar. Glanni glæpur í Latabæ, sun. 13. feb. Krítarhringurinn í Kákasus, lau. 12., mið. 16. feb. Abel Snorko býr einn, þri. 22. feb. Vér morðingjar, fös. 18. feb. Borgarleikhúsið: Djöflarnir: lau. 12. feb. Bláa herbergið, sun. 20. feb. Litla hryllingsbúðin, sun. 13. feb. Sex í sveit, miðv. 16. feb. Afaspil sun. 13. feb. Leitin að vísbendingu..., fös. 11. feb. Fegurðardrottningin frá Línakri, fim. 17., fös. 18. feb. Iðnó: Stjörnur á morgunhimni, sun. 13. feb. Frankie & Johnny, lau. 12. feb. Ilafnarfjarðarleikhúsið: Salka, ástar- saga, laug. 12., fim. 17., fös. 18. feb. Loftkastalinn: Panodil, laug. 19.feb. Ég var einu sinni nörd: laug. 12., mið. 16., fös. 18. feb. Kaffileikhúsið: Ó-þessi þjóð, fös. 18. feb. Nornaveiðar, sun. 13. feb. íslenska óperan: Lúkretía svívirt, sun. 13. feb. Baneitrað samband: laug. 12. feb. Hellisbúinn: fim. 17. feb. Bíóleikhúsið: Kossinn, laug. 12. feb. Morgunblaðið, Menning/listir, Kringl- unni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 19. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.