Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Qupperneq 9
Napóleon á dánarbeði á St. Helenu 1821.
heimaíyrir. Hin svokölluðu náttúrulegu landa-
mæri landsins, sem töldust vera Alpamir, Rín
og Belgía, voru tryggð með því að koma upp
systurlýðveldum í Hollandi og Sviss. Frakk-
land hafði því eins og á stóð enga ástæðu til út-
þenslu og Napóleon eins og allir Frakkar vildi
frið enda fullur hugmynda um uppbyggingu
landsins. Englendingar töldu íyrir neðan virð-
ingu sína að semja við Napóleon, sem þeir
nefndu hermdarverkamanninn frá Korsíku.
Franska lýðveldið var bein ógnun við hið gamla
valdakerfi Evrópu. Aðallinn vildi það feigt.
Mikill fjöldi franskra aðalsmanna hafði flúið til
Englands og enska stjómin lofað að endur-
heimta eignir þeirra og forréttindi. Það var því
mörgum áhyggjuefni að Napóleon skyldi takast
að koma á lögum og reglu í Frakklandi, sem
gerði lýðveldisfyrirkomulagið að aðlaðandi og
raunhæfum kosti fyrir almenning í öðram lönd-
um. Ef friður kæmist á í Evrópu, myndi þá ekki
byltingin breiðast út?
Ur því að Englendingar vildu ekki frið, sneri
Napóleon sér að því að ná friðarsamningum við
ríkin á meginlandinu og samdi frið við Rússa,
Tyrki, Bandaríkin og Austurríki árið 1801. Þeg-
ar Englendingar vora orðnir einangraðir sáu
þeir sér þann kost vænstan að semja frið árið
1802 en tortryggni þeirra gerði það að verkum
að friðurinn stóð á brauðfótum. Stríðssinnar
náðu aftur yfirhöndinni í Englandi og styij-
aldarástand var aftur komið á árið eftir.
Keisari Galla
Napóleon átti marga óvini innaniands sem
utan og honum vora sýnd mörg banatilræði. Á
aðfangadag árið 1800 hafði sprengjutilræði við
hann næstum tekist. Það vora ekki aðeins kon-
ungssinnar, sem unnu með styrk frá Englend-
ingum, sem vildu hann feigan, heldur átti hann
sér óvildarmenn innan hersins. Stuðningsmenn
hans óttuðust að lýðveldið félli með foringjan-
um og að konungssinnar eða jakobínar hrifsuðu
völdin. Út úr þessum vanda var að flestra mati
aðeins ein leið, að gera ríkið að erfðaríki. Þar
með kom upp hugmyndin um að gera Napóleon
að keisara Galla og naut sú hugmynd almenns
stuðnings í Frakklandi. Andstæðingar Napó-
leons töldu krýninguna merki rnn sjúklegan
metnað hans en þessi ákvörðun mun hafa verið
tekin fyrst og fremst af praktískum ástæðum
þ.e. til að tryggja andstæðingunum tækist ekki
að nýta sér það valdatómarúm sem yrði til ef
Napóleon félli frá.
Napóleon var krýndur keisari árið 1804 og á
næstu fimm árum byggði hann upp veldi sem
átti sér ekkert fordæmi síðan á tímum Róma-
verja. Það sama ár mynduðu andstæðingar
hans bandalag gegn Frökkum, sem unnu glæsi-
lega sigra á heijum Rússa og Austurríkis-
manna. Guldu þeir síðamefndu eitt mesta af-
hroð í veraldarsögunni við Austerlitz fyrir
frönskum her sem var helmingi fámennari en
þeirra. Þetta endurtók sig árið 1806, nema þá
komu Prússar í stað Austurríkismanna.
í þeirri herför komust Frakkar yfir skjöl sem
sýndu að Spánverjar höfðu lofað að ráðast gegn
Frakklandi, sem varð til þess að Napóleon lagði
undir sig Spán og Portúgal. Þannig byggði
hann upp Evrópustórveldi sitt í tveimur vam-
arstríðum, sem þó vora háð fjarri landamæram
Frakklands enda byggðist herstjómarlist
Napóleons á því að eiga alltaf framkvæðið.
Frakkar réðu nú hálfri Evrópu.
Einn gegn öllum
Rússar vora nú eina ógnunin við veldi
Frakka á meginlandinu en Napóleon var hik-
andi við að ráðast á Rússland. Hann komst
sjálfur þannig að orði að ekkert fordæmi væri
fyrir því að suðrið hefði ráðist á norðrið. En
freistingin til þess að sigra Rússa og tryggja
þannig endanleg yfirráð og frið á meginlandinu
varð skynseminni yfirsterkari. Rússlandsher-
förin árið 1812 var upphafið að endalokum veld-
is Napóleons.
Þrátt fyrir hið gífurlega afhroð sem Frakkar
guldu í þessari feigðarfór, þar sem hálfrar millj-
óna manna her þeirra þurrkaðist nánast út,
tókst Napóleon þegar heim kom að ná saman
nýjum her með því að kalla yngri árganga í her-
inn. En nú gengu Austurríkismenn, þar sem
Mettemich var orðinn utanríkisráðherra, aftur
í bandalag með andstæðingum Napóleons og
þar með vora Frakkar einir og einangraðir.
Markmiðið var að koma Napóleon frá völdum
og færa landamæri Frakklands aftur til þess
sem var 1792. Mettemich gerði engan greinar-
mun á Robespierre, sem hafði verið í forsvari
fyrir ógnarstjóm jakobína, og Napóleon. í hans
augum hafði Robespierre ráðist á aðalinn og
Napóleon á Evrópu. Mettemich var af aðal-
sættum í Rínarlöndum og hafði tapað öllum eig-
um sínum þegar Frakkar náðu þar yfirráðum
og skiptu upp landareignum aðalsins. Fékk
hann heimild bandamanna sinna til þess að
samræma aðgerðir gegn Napóleon. A sama
tíma fóra Frakkar halloka á Spáni fyrir her-
mönnum Wellingtons. Napóleon hafði mis-
reiknað andstöðu Spánverja og innrás Eng-
lendinga á Iberíu-skagann varð til þess að
Frakkar þurftu að halda þar úti 200.000 manna
herliði.
Nú var svo komið að austurrískir og prúss-
neskir hersöfðingar höfðu tileinkað sér hemað-
araðferðir Napóleons. Hemaðartækni Frakka
hafði aftur á móti lítið breyst. Auk þess þurfti
Napóleon að fást við þijá óvinaheri samtímis,
austurrískan, prússnesk-rússneskan og sænsk-
rússneskan. Her Frakka var nú mun fámennari
og verr búinn en áður og baráttuandinn ekki sá
sami. Frakkar vora í vonlausri stöðu og eftir að
stríðið hafði í fyrsta sinn borist inn í Frakkland
sjálft átti Napóleon ekki annan kost en að fara
frá völdum þótt hann nyti enn mikilla vinsælda
meðal þjóðarinnar og hersins.
Skriffinnskuveldi
Þrátt fyrir ófarimar var staða Napóleons í
Frakklandi það sterk að hann gat snúið aftur úr
útlegð nokkram mánuðum síðar og tekið völdin
án þess að hleypa af skoti. Her og lögregla
gengu honum mótþróalaust á vald. Napóleon
háði sína hinstu orrastu við Waterloo sem hann
tapaði naumlega. Hemaðaraðferðir hans höfðu
úrelst á meðan andstæðingurinn endumýjaði
sínar.
Helsti veikleiki Napóleons var að hann skorti
hæversku og þolinmæði, sem era dyggðir
samningamannsins. Hann var fyrst og fremst
hermaður, eldfljótur að greina flóknar stöður,
fljótur að greina aðalatriði frá aukaatriðum,
ótrúlega seigur við að lesa huga andstæðings-
ins, fljótur að taka ákvarðanir og nógu mis-
kunnarlaus til þess að beita ofbeldi ef með
þurfti. Nánast linnulaus hemaður varð til þess
að smám saman varð stjómin einræðiskenndari
og drap niður framkvæði annarra. Bent hefur
verið á að Napóleon hafi snúið byltingu upp í
miðstýrt ríkisbákn.
Stjómkerfi Napóleons var skriffinnskuvél
sem virkaði vel og mótstaðan var lítil. Því meiri
þörf sem stríðið skapaði því skilvirkari og fag-
mannlegri varð stjómin og hinu valdalitla þingi
smám saman ýtt til hliðar. Það var í raun engin
lögleg stjómarandstaða. Dagblöðum í París var
með valdboði fækkað úr 13 í 4 árið 1811. 1805
var ströng ritskoðun innleidd. Frá 1807 urðu öll
blöð á landsbyggðinni að endurprenta pólitísk-
ar greinar hins opinbera málgagns Moniteur og
eftir 1810 var aðeins leyft eitt blað i hveiju hér-
aði. Þeir sem gagrtrýndu urðu að sæta ofsókn-
um lögreglu og var oft vísað úr landi. Frá 1810
mátti halda mönnum í fangelsi ótakmarkað án
réttarhalda en slíkir fangar urðu aldrei margir.
Stöðug utanað komandi ógn gerði það að verk-
um að stjómin varð einræðiskenndari. En á
styijaldartímum helgar tilgangurinn meðalið.
Engin ástæða er að ætla annað en slakað hefði
verið á þessum ráðstöfunum ef friður hefði
komist á. Fátt bendir þó til þess að andstaða við
Napóleon hafi verið veraleg. Staða hans var alla
tíð sterk meðal þjóðarinnar. Stjómin tryggði
t.d. jafnræði trúarhópa sem bjuggu við trúfrelsi
og öryggi. Eftir fall Napóleons vora mótmæl-
endur í Frakklandi ofsóttir og myrtir hundrað-
um saman.
Eftir ósigur Napóleons var konungdæmið
endurreist en stjómkerfið og þær umbætur
sem höfðu orðið á valdatíma hans vora látnar
halda sér. Þessu þorði nýja stjómin ekki að
hreyfa við enda naut hún lítilla vinsælda meðal
almennings.
Málgefinn og
mælskur
Ein þeirra ranghugmynda sem ófrægingar-
herferð Englendinga kom af stað var að Napó-
leon hefði verið lítill, en hann mun hafa verið
meðalmaður á hæð miðað við hæð Frakka á
þessum tíma. Hann var aftur á móti búkmikill
og fótstuttur og sat hest illa, líktíst karöflusekk
á hestbaki. Hann var orkumikill en ekki sterk-
ur, borðaði fábrotinn mat en lagði mikið upp úr
hreinlæti. Hann þjáðist snemma af þvagteppu
og það var ekki óalgeng sjón í herferðum hans
að sjá hann halla sér upp við tré í margar mín-
útur til þess að reyna að losa þvag. Napóleon
var ákaflega vinnusamur og sparsamur. Einu
sinni hneykslaði hann klæðskera sinn með því
að biðja um bót á reiðbuxur sem vora gegnum-
slitnar. Hann eyddi litlum tíma í máltíðir, sjald-
an meira en 20 mínútum. Einhvemtíma þegar
hann sat óvenjulengi að mat, varð honum að
orði: „Völdin era tekin að spilla.“ Helsti veik-
leiki Napóleons var að missa stjóm á skapi sínu
og aflaði það honum óvina. Nokkrum sinnum
kom það fyrir að hann barði hershöfingja sína í
andlitíð í hita orrastunnar. Hann fór gjaman í
leikhús en var venjulega farinn eftir fyrsta at-
riði. Napóleon hafði engan áhuga á að nota að-
stöðu sína tíl að auðgast. Peningar skiptu hann
engu máli og var undir hælinn lagt hvort hann
tók út launin sín. Eftir að hann var kominn í út-
legð á St. Helenu gerði hann kröfu um að fá
greidd margra ára laun sem hann taldi sig eiga
ótekin hjá franska rfldnu. Napóleon var málgef-
inn og mælskur og ef einhver var honum ósam-
mála gat hann talað stanslaust í klukkustund án
þess að hika við eitt einast orð.
Þótt Napóleon væri sigraður höfðu hinar rót-
tæku hugmyndir frönsku byltingarinnar og sú
þjóðemisvakning sem fylgdi í kjölfarið, náð að
skjóta rótum þar sem Frakkar höfðu haft við-
dvöl. Stjómkerfi Napóleons var innleitt í mörg-
um nágrannaríkjum Frakklands. Evrópa var
ekki söm og áður. Gamla skipulagið bar sigur
úr býtum í bili en undir niðri kraumaði hug-
sjónaeldurinn sem smám saman vann á hinu
aldagamla forréttindakerfi innan frá.
Höfundurinn er sagnfræðingur.
4
HALLDÓRÁRMANN
SIGURÐSSON
CAMPO
DEI
FIORI
Hvarstytta þín stendur
störrum að leik
fnykur af sviðnu holdi
svai'tur mökkur
kuflaðir klerkar
köstur í múgsiðu
brennur tunga
bálarhugur
óslökkvanda kyndli
kastað á braut umjörð!
Öldum síðar
angan afpapardelle...
sól á stétt
söngurígarði
berfættur krakki
brjóstug mamma
og ávaxtasali
ekur vagni á torg
svo sáraeinfaldur
er sannleikurinn
Giordano
ÞJOÐNIÐ-
INGURINN
BRUNO
FYRIR RÉTTI
Það er svo margt fólk
og mörg heilabrot
hvern varðar um hugsanir
annars
en úr því að þið æruverðugir
erindrekar máttarvaldanna
spyrjið
get ég svo sem sagt ykkur það
alheimurinn er endalaus
og það eru til milljónir sólna
milljónirjarða og urmull af
lífum
allt sem við höldum er
hégiljur
hugmyndir okkar
hvikull skuggi sannleikans
ogguð er allsverandi
óræður uggvænn
en mest óttist þiðþó eigin
dóm
Höfundurinn er landflótta prófessor í
útlöndum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. FEBRÚAR 2000 9