Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Side 11
Ljósmynd: RAX * *> v'.C ' *v-*T\. „ .* ■V' .'."',' ;. ■"■‘•■- : ■ V' ; '7'■•, f&it, * Hálf öld er nú síðan friðun og trjárækt hófst á Heiðmörk í landl Elliðavatns og árangurinn er undraverður. Þarna var áður beitarland sem búið var að ganga svo nærri að uppblástur var næsta þróunarskref. SKIN OG SKÚRIR Á ELLIÐAVATNI - SÍÐARI HLUTI DRAUMALANDIÐ - OG EINN DRAUMUR SEM RÆTTIST EFTIRGÍSLASIGURÐSSON Elliðavatn varð á alln 3 vörum 1860 þegar Benedikt Sveinsson dómstjór i flutti þangað og ætlaði að koma upp fyrirmyndarbúskap og prentsmiðju. Hvorttveggja mistókst. Vatnið var stækkað um meira en helming með stíl lu 1 924, búskap var hætt á jörðinni 1941 og síðar var hún lögð undir friðland- ið á Heiðmörk. Eftir hálfa öld má segja að draumur um útivistarparadís höfuðborgarinnar hafi ræzt. ARIÐ 1860 beinist kastljósið í fásinni hins íslenzka bænda- þjóðfélags í svo ríkum mæli að Elliðavatni, að staðurinn verður á hvers manns vörum. Benedikt Sveinsson, alþing- ismaður og yfirdómari í . Reykjavík, kaupir þá jörðina af ekkjunni Guðrúnu Jónsdóttur með það íyrir augum að gera hana að stærstu bújörð á íslandi; jafnvel að þar yrði „fyrirmyndarbýli“ eins og Benedikt orðaði það í bréfi til Jóns Sigurðssonar: „Eg skal gjöra Elliðavatnið að Mönstergaard..." Benedikt var stórhuga maður, forframaður úr laganámi í Kaupmannahöfn og þótti höfðinglegra að búa á fallegri jörð en í hinni hálfdönsku Reykjavík, enda sagði hann: „...ég vil heldur láta dysja mig lifandi niður í grænan hól en svelta og kafna héma á mölinni þar sem enginn kraftur, líkamlegur eða andlegur þrífst.“ Kaupverðið var 3.000 ríkisdalir, mikið fé fyrir mann sem var fremur skuldugur en auðugur. Þessu var þó hægt að koma í kring með því að Katrín kona Benedikts, skagfirzk höfðingjadótt- ir, fékk fyrirfram greiddan arf frá foreldrum sín- um á Reynistað. Fyrir utan rúmlega 2.000 ríkis- dali gat Katrín lagt með sér til búsins fjórar mjólkandi kýr, 15 fullorðna sauði, 50 veturgamlar gimbrar, 4 hesta með reiðingum, 20 lömb og þar að auki sængur og kodda. Eitt var víst: Hafi sá áratugar gamli torfbær, sem heldur vafasöm teikning sýnir að hafi staðið á Elliðavatni, þá ætlaði assessorinn ekki að flytja í hann. Úti í Kaupmannahöfn hafði hann kynnst Sverri Runólfssyni steinhöggvara, sem síðar byggði Þingeyrakirkju í Húnaþingi og íþöku, Ijósm.: Gísli Sigurðsson Vegurinn að Elliðavatnl og upp á Heiðmörk liggur á brú yfir álinn milli Helluvatns og Elliðavatns, sem fyrlr daga brúarinnar gat orðið hinn versti farartálml. bókhlöðu Lærða skólans í Reykjavík. Benedikt linnti ekki látum fyrr en hann fékk Sverri til að flytjast heim frá Danmörku; borgaði farið og hét honum ríflegum árslaunum. Það urðu þó van- efndir á launagreiðslunum og Sverrir fór í fússi frá verkinu áður en húsið var risið. Það er því ekki hægt að telja Elliðavatnshúsið eitt af verkum Sverris, en það er engu að síður eitt af elztu stein- hlöðnu húsunum á landinu. Eins og fram kom í fyrri greininni var þetta ekki steinbær með burst- um, heldur hús með venjulegu lagi og fjórum gluggum á suðurhlið, 50 fermetrar að stærð, kjallari, hæð og loft. Þetta hús stendur enn á Ell- iðavatni, bárujámsklætt að vísu og búið að byggja við það. (Sjá forsíðumynd). A árinu 1861 er assesorinn fluttur að Elliða- vatni með fjölskyldu sína og bústofninn er þá 200 fjár, 8 kýr og 7 hestar. í heimili eru 16 manns með vinnukonum og vinnumönnum, en frú Katrín flutti hálfnauðug uppeftir og leið eins og hún væri í fangelsi. Það hafa Ííka verið mikil viðbrigði fyrir hana að láta af sínu hógværa yfirstéttarlífi í Reykjavík og fara að stýra búi. Það hefur hún orðið að gera því húsbóndinn fór ríðandi til vinnu sinnar í Reykjavík að morgni og það sem verra var: Hann kom oft seint heim og var þá drukkinn. Benedikt Sveinssyni var margt vel gefið. En í aðra röndina var hann eins og bandvitlaus maðm-. Áföllin létu heldur ekki á sér standa á Elliðavatni. Fjárkláði tók sig upp og það var reiðarslag. Bene- dikt misstri trú á lækningum og gerðist ákafur niðurskurðarsinni. En fjárbú sitt missti hann og í framhaldi af því lét hann eins og óður maður og réðist ákaflega á stjómvöld í blaði sínu, íslend- ingi. Heimatilbúinn ófriður magnaðist þegar Bene- Ljósmynd: Gísli Sígurðsson Fláinn sem stendur upp úr vatninu og sést á myndinni er það eina sem eftir er og minnlr á hinar víðáttumiklu Elliðavatnsengjar. Ljósmynd: Gísli Sigurðsson Lúpína og trjágróður við Elliðavatn. Líkt og Eliiðavogur og Elliðaár er líklegast að vatnið sé einnig nefnt eftir Elliða, skipi Ketilbjarnar landnámsmanns hins gamla. Ljósmynd: Gísli Sigurðsson Rauðhólarnir eru nú hluti af friðlandinu á Heiðmörk og þar er fjölbreytt fegurð hvort sem er á sumri eða vetrl. dikt hugðist bæta Elliðavatnsengjar með áveitu. Hann lét stífla Dimmu og Bugðu og Elliðaámar þomuðu. Það gat hann vitað fyrirfram og þar með að Thomsen kaupmaður, sem átti laxveiðiréttinn, biði stórtjón. Af þessu spratt langvarandi mála- þras. Elliðavatnsbóndinn herti á drykkjunni samfara öllu þessu. Myrkfælni hans var fræg. Bágt átti hann með að ríða upp að Elliðavatni á kvöldin eft- ir að dimmt var orðið; varð jafnvel að drekka í sig kjark til þess. Menn höfðu orðið úti á þessum slóðum, illa búnir í vetrarveðrum. Til dæmis rakst ég á heimild um að langalangafi minn, Eyvindur bóndi í Miðdalskoti í Laugardal, hafði dmkknað í Bugðu í marzmánuði 1823. Ekki sýnist Bugða þó vera neitt skaðræðis vatnsfall. Á fyrstu búskaparáram Benedikts og Katrínar á Elliðavatni varð Magnús nokkur frá Lækjar- botnum úti við vatnið. Líkið var látið standa uppi í Elliðavatnsbænum og var því um kennt að mikill reimleiki fór að gera vart við sig. Hafði fólk stund- um ekki svefnfrið vikum saman fyrir söng og drykkjurausi á frönsku, höggum og hurðaskell- um. Ymsan annan óskunda gerði þessi aftur- ganga Magnúsar, til að mynda sligaði hún tvö hross. Mest sótti þessi draugur þó að vinnumann- inum Erlendi, sem verið hafði drykkjufélagi Magnúsar. Eftir að Erlendur fór frá Vatni færði draugur- inn sig í beitarhús og loks út í mýri þar sem Magnús hafði orðið úti. Var hann eftir það nefnd- ur Mýrardraugurinn. Átti hann sinn þátt í því að Benedikt bjóst sífellt við því að mæta draugi á leiðinni upp að Vatni. Gæfan varð ekki samferða þessari fjölskyldu að Elliðavatni. Það vora líkt og álög talsvert löngu síðar, 1. júní 1900, þegar sonur þeirra hjóna, efn- ismaðurinn Ólafur Sveinar Haukur, þá 28 ára gamall, átti leið heim að Elliðavatni til að vera við- staddur úttekt á jörðinni fyrir hönd erfingja. Þetta var greið og hættulaus leið ef farið er sunnan vatnsins, en norðan megin þurfti að kom- ast yfir Elliðaámar, Bugðu og álinn milli Elliða- og Hellisvatns. Þeim megin fór Ólafur Sveinar og kallaði á ferju við álinn, en fékk ekki svar. Hann ákvað að sundríða, klæddur þungri kápu og skjöl tók hann úr hnakktösku og stakk inn á sig. En eitthvað óvænt kom fyrir; hesturinn steyptist í ál- inn og flæktist í taumnum. Ólafur varð undir og þótt hann væri vel syndur dugði það ekki; hann sökk og drakknaði. Gæfan brosti hinsvegar við þeim Elliðavatns- hjónum 31. október 1864 þegar frú Katrín varð léttari löngu fyrir tímann og drengur fæddist. Hann var skfrður Einar og varð á fullorðinsáram svo frægur og umtalaður með þjóð sinni sem stór- skáld og ævintýramaður, að núna, 60 áram eftir að hann lézt, selst ævisaga hans eins og heitar lummur. Nútíminn hefur ekki lengur ljóðin hans á hraðbergi eins og menn höfðu á fyrri hluta 20. aldarinnar, en hann dáist að skáldinu og mannin- um sem lifði eins og greifi í útlöndum á því að stofna hlutafélög og gera út á vonir og bjartsýni. Svo segjum við núna: Sem betur fer sluppu hinir fögra fossar okkar frá þessu óskaddaðir. Sama ár og þjóðskáldið tilvonandi fæddist varð assessorinn á Elliðavatni þingmaður Ámesinga. Samtímis átti hann að sinna störfum sínum í húsi Landsyfirdóms við Austurstræti. Uppi á Elliða- vatni mátti frú Katrín una með börnin þeirra; stolt höfðingskona með eigin reikning í verzlun- inni Glasgow. Það var í hæsta máta óvenjulegt. Þar kom að eyðslusemi hennar gekk fram af hús- bóndanum og þóttist hann til neyddur að loka fyr- ir úttektir frúarinnar á munaðarvöra. En um hlöðin á Elliðavatni vappaði Einar litli; þar liggja bernskuspor hans og ugglaust niðri við vatnið sem ævinlega hefur mikið aðdráttarafl á unga sveina með ævintýrahug. Hann var þriggja ára þegar hann eignaðist systurina Kristínu, en ári síðar kom dauðinn og sótti Svein litla bróður hans, sem þá var bara 6 ára. Það vora bæði skin og skúrir á Elliðavatni. Það sem næst bar til tíðinda á Vatni var að hingað til lands kom danskur áveitumeistari, Niels Jörgensen, árið 1869. Næsti draumur í draumalandinu var að hann kæmi á stórkostlegri áveitu; nú skyldu Elliðavatnsengjar bættar svo um munaði. Þá vora 60 menn ráðnir í vinnu við að hlaða kflómetra langan stíflugarð sem náði þvert yfir Dimmu, útrennslið úr Elliðavatni. Með því vannst tvennt: Assessorinn gat veitt vatni á engj- arnar og haft vatnsrennslið í Elliðaánum á valdi sínu. Honum þóknaðist að skrúfa fyrir um leið og laxveiðitíminn hófst sumarið 1869 og allt varð vit- laust. Áður en lögbanni hafði verið komið á hleypti Benedikt úr stíflunni og vatnsflóðið sópaði laxakistunum burt. Þá hefur verið gaman á Ell- iðavatni. En ekki til langframa. Reiðarslagið dundi yfir 19. ágúst 1870 þegar Benedikt Sveinsson var sviptur embætti fyrirvaralaust. Ugglaust var það ekíd að ástæðulausu og ekki fékk hann góða ein- kunn hjá Jóni Sigurðssyni: „Bensi var efnilegur, en hann er strax grunnskemmdur, - og svo er það fylleríið!" Næsti draumur á Elliðavatni snerist um prentsmiðju og blaðaútgáfu. En til þess vantaði fé og næst var Elliðavatnsbóndinn önnum kafinn við fjársöfnun í þessu augnamiði. Sumir gamlir sam- heijar töldu hann nú genginn af göflunum og ekki var það fjarri sanni, því sjálfur hirti hann hluta þess fjár sem tókst að skrapa saman. Blaðið Þjóðólfur birti þá frétt 9. marz 1872 að leturstokkar og pressa væra í smíðum á Elliða- vatni, en von væri á pappír, letri og svertu með næsta skipi. Meinið var, að leyfi þurfti til prentsmiðjureksturs og slflct leyfi hafði Elliða- vatnsbóndinn ekki. Heima á Vatni beið prentari verkefnalaus og fór að verða óþolinmóður. Hann fór að prenta ým- islegt smálegt í leyfisleysi, sem varð til þess eins að sýslumaðurinn kom og innsiglaði græjumar. Leyfið fékkst aldrei. Bensi var sagður þrotinn að kröftum eftir þetta, en þó ekki meir en svo að sumarið 1872 fæddist þeim hjónum sonurinn Ólafur Sveinar Haukur sem áður er frá sagt. Um haustið hafði frú Katrín fengið nóg og flutti til Reykjavíkur með tvö böm sín og varð þar með hálfgerð betli- kerling. En mælirinn var fullur og formlega var gengið frá skilnaði þeirra hjóna í desember 1872. Einsi litli varð eftir hjá hinum galna föður sínum á Elliðavatni. Nú var fátt um fína drætti í steinhúsinu á Ell- iðavatni. Búskapurinn hafði drabbast niðm- og slægjur á hinum rómuðu engjum voru leigðar út til manna í Reykjavík. Sárast hefur verið að hús- móðurina vantaði. Hjón vora fengin til að sjá um heimilishald, en vora ekki vandanum vaxin og sóðaskapurin gekk út yfir allan þjófabálk. Einar litli undi hag sínum illa, enda varð afleiðingin af sóðaskapnum sú að hann fékk sull. Faðir hans unni honum mjög, en hann var út og suður á ferðalögum og gat ekki sinnt börnunum, Einari og Kristínu. Sjálfsagt hefur það bjargað Einsa litla að hann var um tíma sendur í fóstur til Gríms Thomsens, skálds og bónda á Bessastöðum. En það var ekki til frambúðar. Þjóðhátíðarsumarið 1874 ferðbjuggust þeir feðgar frá Elliðavatni og riðu yfir fjöll og fimindi norður í land, því Benedikt hafði verið skipaður sýslumaður Þingeyinga. Búið á Elliðavatni fól hann í hendur Jóni bróður sínum. Svo fór eftir mikið þras, að hann hélt ekki Elliðavatninu leng- ur, enda hafði hann slegið lán fyrir stærstu, gjald- föllnu veðskuldunum og ekki staðið í skilum með afborganir. Haustið 1876 urðu eigendaskipti þegar lán- veitandinn, Sæmundur Sæmundsson í Reykja- koti í Ölfusi, fékk landshöfðingjaritarann til að Ijúka málinu. Hlióðnar um Elliðavatn Kastljós fréttanna hafði oft beinzt að Elliða- vatni í hálfan annan áratug. Nú komu þeir tímar að Elliðavatnsbændur vora ekki fréttaefni. Um 1907 keypti Páll Stefánsson Elliðavatn fyrir and- virði nokkurra jarða sem hann hafði erft. En hon- um búnaðist ekki þar; hann seldi jörðina og flutti að Ásólfsstöðum í Gnúpveijahreppi árið 1917 og varð vel metinn sunnlenzkur höfðingi með höku- toppÁ Ijósmynd sem Pétur Biynjólfsson tók af Elliðavatnsbænum 1910 má sjá að búið er að byggja timburhús vestan við steinhúsið og má gera ráð fyrir að Páll hafi byggt það. Lfldega hef- ur steinhúsið verið kalt, enda var þá ekki um neina góða einangrun að ræða, helzt að mór væri notaður til þess eða moð. Timburhúsið sem sést á myndinni frá 1910 stendur ennþá, en annað hús var byggt vestan við það 1946, einnig úr timbri. Þá var sett upp kúabú, sem kann að virðast undarleg ráðstöfun á túna- lausri jörð, en tilgangurinn var sá að koma á fót vistheimili fyrir vinnuhæfa sjúklinga af Klepps- spítala. Þeir unnu við búið og sú starfsemi stóð til 1960. Á ljósmynd Péturs Brynjólfssonar má sjá skúr niðri við vatnið, sem greinilega hefur verið búið í, en menn vita ekki lengur deili á honum. Þama sést steinbrú sem notuð var til að stikla yfir álinn og auðvelda mönnum að komast á engjarnar. Þar sést einnig bátur á leið yfir álinn; fínir menn og spariklæddir á ferð. Rafmagnsveita Reykjavikur eignast Elliðavatn Síðasti ábúandinn á Elliðavatni, sem bjó þar á hefðbundinn hátt, hætti 1941.Þáhafði verið kippt grandvelli undan þeim búskap á jörðinni, sem reistur var á engjaheyskap og túnið var eftir sem áður afar lítið. Þessi umskipti urðu með því að Rafmagnsveita Reykjavíkur keypti jörðina á ár- unum 1923-28 af Kristjáni Ziemsen, bæjarstjóra í Reykjavík, Þórði Sveinssyni, lækni á Kleppi, og Emil Rockstad, sem var norskur verzlunarmað- ur. Ugglaust hefur þessi þrenning verið með ein- hveijar fyrirætlanir um nýtingu á jörðinni - eða vatninu, en ekki er vitað hveijar þær vora. Þeir fengu hver um sig að halda eftir einum hektara lands. En hversvegna sóttist Rafveitan eftir Elliða- vatni? Forsaga þess er virkjun Elliðaánna, sem hafði verið á döfinni frá 1914, en fram að þeim tíma hafði gas orðið ofaná sem ijósgjafi. Elliða- ámar vora virkjaðar 1920, en veraleg óþægindi urðu á næstu árum af völdum ísmyndunar í ánum annarsvegar og hinsvegar af vatnsskorti yfir sumartímann. Lausnin var vatnsmiðlun með stíflu við Elliðavatn og stækkun vatnsins um helming. Fyrsta tilraun í þessa vera var 600 metra langur torfgarður uppi á Elliðavatnsengj- um, en 1928 var gerð jarðvegsstífla með timbur- þili og gijótvöm. Síðar var stíflan steypt og hækkuð og þá hafði vatnsborð Elliðavatns hækk- 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. FEBRÚAR 2000 + LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. FEBRÚAR 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.