Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Síða 12
Ljósmynd: Gísli Sigurðsson Elliöavatn á sólskinsdegi síðastliðið sumar. Bæjarstæðið er framúrskarandi fallegt, en túnið var alitaf lítið og ræktanlegt land ekki í þeim mæli að jörðin gæti orðið álitleg til nútíma búskapar. Hún er hlnsvegar náttúruperla og nýtist fullkomlega sem hluti af útivlstarsvæðinu á Heiðmörk. að um heilan metra og ekkert eftir ofan vatns af engjunum. Frá beitilandi til fri&lands Sigurður Guðmundsson málari var um margt á undan sinni samtíð og hafði fyrstur manna viðrað hugmynd í Kveldfélaginu í Reykjavík 1870 um ráðstafanir tál þess að Reykvíkingar gætu notið útivistar í geðfelidu umhverfi. Það þurfti þó 65 ár til þess að eitthvað gerðist og Há- kon Bjamason skógræktarstjóri á heiðurinn af því. Hann varð fyrstur til að kynna opinberlega hugmynd um útivistarsvæði fyrir Reykvíkinga á því svæði ofan Elliðavatns þar sem nú heitir Heiðmörk. Sumarið 1935 fór Hákon ríðandi ásamt Ein- ari G. E. Sæmundsen, síðar framkvæmdastjóra Skógræktarfélagsins, upp fyrir Elliðavatn til þess að kyxma sér hvemig komið væri fyrir kjarrinu. Ekki reyndist það mjög hávaxið, mannhæð þar sem það var hæst, en afar þétt. Öldum saman hafði þessu landi verið spillt með ofbeit og auk þess var skóginum eytt þegar gert var til kola. Á fyrstu áratugum 20. aldar var svo komið að víða voru moldarbörð og uppblástur, en birkið krækfótt og nagað af sauðfjárbeit, það litla sem eftir var. Hákon taldi þó framfarir á því sjáanlegar árið 1935, enda hafði þá mjög dregið úr fjárbeit frá Elliðavatni og næstu bæj- um. Hugmynd um útivistarsvæði fyrir Reykvík- inga austan- og sunnanvert við Elliðavatn fór að þróast uppúr þessu. Stjóm Skógræktarfélags- ins sendi bæjarráði bréf haustið 1938 um friðun skógarleifa í landi Elliðavatns og hluta jarðanna Vatnsenda og Hólms. Þar var viðmð hugmynd um „allsherjarskemmtistað" eða „þjóðgarð" fyrir íbúa Reykjavíkur. Þeirri hugmynd var vel tekið, en skömmu síð- ar var landið hemumið og er óhætt að segja að þá færi flest uppá rönd. Hugmyndinni var samt haldið vakandi, til dæmis með bæklingi Skóg- ræktarfélagsins 1941 og á sama ári var hug- myndin kynnt í útvarpinu með sérstakri kvöld- vöku, þar sem Sigurður Nordal prófessor hélt erindi. Hann var manna kunnugastur svæðinu eftir ótal gönguferðir. Þar sagði hann meðal annars: „Heiðmörk er fomt heiti á einu fylkinu í Upp- löndum í Noregi. Mörk er skógur. AUir fínna, hversu vel það fer í nöfnum eins og Þórsmörk og Þelamörk. í því er fólginn draumur vor um að klæða landið aftur íturvöxnum tijágróðri. Heiður er bjartur, og Heiðmörk: hið bjarta skóglendi, - er heiti, sem vel mun fara þessu friðsæla landi með tæm lofti og litum.“ í framhaldi af þessu var Elliðavatnsjörðin losuð úr ábúð 1941 og ári síðar fékk rfldð laga- heimild til þess að sefja Reykjavíkurbæ þjóð- jörðina Hólm. Framkvæmdir á Heiðmörk hóf- ust 1948; landið var þá girt, alls um 1.350 ha, en gróðursetning trjáplantna hófst vorið 1949 með því að settar vom niður um 5 þúsund plöntur í reit sem nefndur var Undanfari. Tif vom þeir sem sýndu þessu framtaki fúlfan fjandskap; unnu skemmdarverk á girðingum og töldu að gengið væri á rétt sauðfjár. Ugglaust vora þeir þó öllu fi-emur með rétt sauðfjár- bænda í huga, sem sumum finnst núna, hálfri öld síðar, að sé helgur og nægir að minna á orð Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, sem sagði að það væm mannréttindi á íslandi að geta átt sauðfé. Með samningi frá 1949 var gengið frá því að Ljósm.: Pétur Brynjólfsson. Ljósmynd frá 1910 sem sýnir að þá er búió að byggja timburhús vestan við stelnhlaðna húsið en íbúðarskúr niðri við vatnið vita menn ekki lengur deili á. Ljósmynd: Ógmundur Sigurðsson. Minjasafn Rafmagnsveitu Reylrjovíkur Stíflan sem stækkaði Elliðavatn og um leið var áin Dimma ekkl lengur til. Endanlega hækkaði vatnsborðið um heilan metra við stíflugerðlna. Myndin er frá um 1930, en tvelm árum áður hafði stíflan verið styrkt með grjótvörn og tréþili. Hún var rffin og núverandl stífla byggð 1978-79. Uppdráttur Benedikts Gröndal af Elllðavatni sýnir líkt og kortlð frá 1916, sem birtlst með fyrri hluta greinarinnar, hinar víðáttumiklu Elliðavatnsengjar og stíflugarðinn sem Benedikt Sveins- son lét hlaða. Helzti munurinn á þessum kortum er sá að Benedikt lætur Þingnes skaga út í eyj- una sem nú er í vatninu, en svo er ekki á norska kortinu. Heiðmörk skyldi vera opin almenningi, en Val- týr Stefánsson átti hugmynd að þeirri skipan sem síðan varð og fólst í að landinu var ráðstaf- að til félaga og samtaka með gróðursetningu fyrir augum. Formlega var Heiðmörk opnuð al- menningi 25. júní 1950 og verður haldið uppá 50 ára afmælið þann dag í sumar. Heiðmörk var stækkuð í tveim áföngum, fyrst 1956 með hluta úr landi Vífilsstaða og Garðakirkju, og síðan 1961 með Rauðhólasvæðinu og heimalandi Ell- iðavatns. Rauðhólasvæðið var þá um leið friðlýst sem náttúmvætti, en sem fólkvangur 1974. Kfeppsspítali hafði húsin á Elliðavatni til um- ráða til 1960, en eftir það stóðu þau auð um tíma. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur frá upp- hafi verið umsjónar- og framkvæmdaaðili fyrir borgina og haft húsin á Elliðavatni til umráða frá 1963. Vignir Sigurðsson hefur verið umsjón- armaður og staðarhaldari síðan 1977 og býr hann í húsinu. Enn era breytingar á döfinni á Elliðavatni. Hugmyndin er að nýta gamla steinhúsið hans Benedikts Sveinssonar og varðveita það, segir Vignir. Til bráðabirgða er búið að klæða það að utanverðu með bámjámi, en hleðslusteinninn sést að innanverðu. Þar var upphaflega þiljað en síðar meir var húsið einungis notað sem hlaða og þá hafa klæðningamar verið teknar niður. Steinhúsið var kjallari, hæð og ris, en ætlunin er að þar verði einungis kjallari og hæð. Á neðri hæð gæti orðið aðstaða til fyrirlestra, muna- og myndasýninga. Fjósið, sem er viðbygging við steinhúsið, verður innréttað. Bæði þar og í steinhúsinu er fyrirhuguð náttúra- og fræðsl- ustofa. Þar verður hægt að sjá Heiðmörk í máli og myndum og verður tekið á öllum þáttum með upplýsingum um fuglalíf, vatnsöflun, skógrækt og sérstaklega verður fjallað um sögustaðinn Þingnes. Yfir sumarið em 100-150 unglingar við alls- konar störf á Heiðmörk og upp í 500 þefur sú tala komizt. Gróðurfarið hefur tekið stakka- skiptum frá dögum rányrkjunnar; í Elliða- vatnslandi em nú 150 tegundir plantna og yfir 60 tijátegundir. Gróðursetning hefúr hinsvegar dregizt saman vegna þess að farið er að ganga á það land sem hægt er og æskilegt að gróðurs- etja í. Á fallegum sumardegi má sjá fólk með nestis- pakka og veiðistengur á bökkunum framan við Elliðavatnsbæinn. Veiðifélag Elliðavatns var stofnað 1962 og meðal verkefna umsjónarmann- sins er að sejja veiðileyfi. Veiðin er góð í vatninu, bæði urriði og bleikja, reyndar einnig lax á leið- inni upp í ámar síðsumars. Það hljóðnar og breytist allur bragur á staðn- um þegar haustar og unglingavinnan hættir. Umferð um Heiðmörk heldur þó áfram og hún er ótrúlega mikfl á öllum árstímum. Árið 1998 var umferðin talin og eðlilega var hún mest yfir sumarmánuðina; 25.877 gestir í maí, 33.390 í júní og 27.160 í júlí. Það kemur þó jafnvel enn meira á óvart að í janúar komu þangað 9.456 gestir, 7.910 í febrúar og 9.021 í marz, enda em troðnar skíðagöngubrautir þegar snjór er á Heiðmörk. Fæðingarstaður þjóðskáldsins Einars Bene- diktssonar hefur áreiðanlega staðið honum lif- andi fyrir hugskotssjónum alla ævina, þótt ekki ætti hann að öllu leyti ánægjulega æskudaga þar. Viðskilnaðurinn við móðurina hefur verið sár, því þau vom lík mæðginin. Einar hefur erft skáldskapargáfuna frá henni; það sést á þvi eina ljóðakyns, sem ég veit til að sé varðveitt eftir frú Katrínu. Hún orti svo tfl sonar síns: Ef að þótti þinn er stór, þá er von að mirm sé nokkur. Blóðið sama er í okkur, dropar tveir en sami sjór. Hún hefúr þózt sjá að sonurinn væri dálítið þóttafullur og áreiðanlega var það einn af eðlis- þáttum hans. Ég sé þennan dreng fyrir mér á vatnsbakkanum framan við Elliðavatnsbæinn með lítinn, fmmstæðan bát sem hann hefur smíðað. Ég sé hann ýta honum á flot og horfa á eftir honum. Löngu síðar minntist hann móður sinnar í ljóði sem hefst á orðunum: Móðir, ég sigli minn sjó... Það gerði hann sannarlega. En hann dreymdi ekki um búskap á Elliðavatni; draumar hans vom stærri en svo að þeir gætu snúizt um af- rakstur af búi á einni jörð. Þeir draumar föður hans sem snemst um stór framfaraspor í bú- skap, prentsmiðju og útgáfu á EUiðavatni rætt- ust ekki. Fjárræktartilraunin á 18. öld varð stórslys. Og Benedikt Sveinsson varð að gefast upp, „lítt sár en ákaflega móður“. Hinsvegar rættist draumur Sigurðar málara og Hákonar Bjamasonar um fólkvang og frið- land í Elliðavatnslandi. Helztu heiniildir: Kjalnesinga saga, Landnáma, Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Saga íslands, 1. bindi, eftir Jakob Benediktsson, Reykjavík - sögustaður við Sund. Árbók Ferðafélags íslands 1986. Ævisaga Einars Bene- diktssonar eftir Jónas Jónsson. Ævisaga Einars Benedikts- sonar eftir Guðjón Friðriksson. Ársrit Skógræktarfélags ís- lands 1936. Elliðaárdalur, land og saga. Árni Óla: Reykjavík fyrri tíma III. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 19. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.