Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Page 16
h r fejL í . , . H' . . ; ■ ■ ÉÉ- Henning Mankell, höfundur níu bóka um andhetjuna Kurt Wallander. Tone Myklebost AFRÍKA HEFUR GERT MIG AÐ BETRI EVRÓPUMANNI Rithöfundurinn Henning Mankell baðar sig upp úr vinsældunum og slær hvert sölumetið á fætur öðru með bókunum sínum um lögi reg lumanninn KurtWall- ander. Nokkrar bóka Mankells hafa komið út í ís- 1 enskri þýðingu. í þessari grein eftirTONE MYKLEBOST segir, að margt bendi til að stutt sé í endalokin hjó Wallander, | Dessum kunnasta i ögreg lumanni í Svíþjóð - og þó... AÐ er eitthvað losaralegt við Mankell. Það er eins og allt hangi utan á honum, skyrtan, handleggimir, hárið. Allt nema augun. Hann virðist hranalegur en er það ekki við nánari kynni. Eitt er þó víst. Hann hlýtur að hafa haft sjálfan sig í huga er hann setti saman andhetjuna Kurt Wallander. Bækumar um Wallander hafa selst í þremur milljónum eintaka í Svíþjóð og verið þýddar á margar tungur. Er hann nú í þann veginn að halda innreið sína á enska markaðinn fyrir milligöngu forlagsins Harvili P’ress. Bækumar um Wallander em alls niu en nú er orðrómur um að þær verði ekki miklu fleiri. Wallander býr í Ystad og hann er engin ofur- hetja í amerískum stíl. Hann á við alls konar vandamál að stríða, fyrrverandi eiginkonu og dóttur og erfitt ástarsamband, hann er of feit- ur, þjáist af sykursýki og þegar hann er ekki upptekinn við glæpamálin lætur hann sig dreyma um að taka upp heilbrigðara lífemi. Manneskjan Wallander Mankell segist hafa viljað hafa Wallander eins og fólk er flest og hann er alltaf að breyta honum eitthvað. „Ég þoli ekki bækur þar sem allt er uppi á borðinu á einni blaðsíðu. Það er allt breytingum undirorpið. Wallander efast stundum um sínar eigin skoðanir og þá hugsar hann málin upp á nýtt. Margt hefur breyst frá fyrstu bókinni til þeirrar síðustu og það gerir hann bara trúverð- ugri sem manneskju.“ Lesendum hefur fallið þetta vel í geð enda hafa þeir beðið með eftirvæntingu eftir hverri bók um Wallander. Sumir hafa jafnvel skrifað Mankell og beðið hann um meiri upplýsingar um söguhetjuna, um fortíð hans og ýmis ævi- atriði. Meðal annars þess vegna hefur Mankell ákveðið að skrifa „Píramítann“, síðustu bókina um Wallander og nokkurs konar uppgjör hans við lífið og tilvemna. Þar segir meðal annars frá fyrrverandi eiginkonu hans, æsku hans og sam- bandi hans við foður sinn. Aðdáendur Walland- ers viija fá að vita meira um þessa þætti i lífi söguhetjunnar og þá að sjálfsögðu um ástarlíf- ið. Mankell brosir. „Það gengur nú á ýmsu í ást- arlífinu hjá Wallander eins og hjá okkur flest- um,“ segir hann glettnislega en Mankell og kona hans þurfa að hafa heilmikið fyrir því að hittast. Hún býr í Svíþjóð en hann í Afríku. Mankell hafði hugsað sér að kveðja Wallan- der í „Brunaveginum“, sögu, sem kom út á und- an „Píramítanum“, en ákvað svo að sleppa ekki alveg af honum hendinni. Hann opnaði þó smásmugu fyrir hinum óhjákvæmilegu enda- lokum er hann lét Lindu, dóttur Wallanders, lýsa því yfir, að hún ætlaði sér að verða lög- reglumaður. „Með því að tefla fram dótturinni opnast nýir möguleikar og kannski Wallander fái að rísla sér við eitthvað svona bakatil. í huga mér er dóttir hans komin í lögregluskólann og við sjáum svo hvað setur...“ Gagnrýninn á samfélagið Mankell segir að bækurnar um Wallander séu ekki bara glæpareyfarar, heldur snúist þær líka um réttlætið eða skort á þvi. Um þjóðernis- hyggju og öfgafulla þjóðernis- hyggju. Bæk- umar hefði hann aldrei skrifað hefði hann ekki haft neinar skoðanir á samfélagsmálum enda væri það líklega lyldllinn að vinsældum þeirra. Mankell segist óttast að réttarsamfélagið eigi undir högg að sækja í allri Evrópu. Bresti það, bresti lýðræðið einnig. Afbrot borgi sig nú betur en nokkru sinni fyrr. Bendir hann á að á dögum Gústafs Vasa hafi ástandið stundum verið þannig að fólk hafi tekið lögin í sínar eigin hendur og það sé nú á næsta leiti hjá okkur. Brátt verði hægt að kaupa skammbyssur í næstu matvöruverslun. Mankell var farinn að skrifa um hinar svok- ölluðu borgaralegu vamarsveitir áður en þær sáu dagsins Ijós og hann er ekki á þvi að erfitt sé að spá fyrir um framtíðina. Hann hafi vitað fyrir löngu, að tími borgaralegu vamarsveit- anna væri að renna upp enda væru þær bara tímanna tákn. Mankell segir, að Wallander- bækurnar hafí selst í meira en þremur milijón- um eintaka í landi, sem hefur aðeins átta millj- ónir íbúa, og því hljóti þær að vera eitthvað annað og meira en bara spennandi. Henning Mankell bjó í Ósló í 10 ár á árum áð- ur og var þá kvæntur norskri konu. Þar var hann búsettur er fyrsta bókin hans kom út í Svíþjóð 1972. Þau hjónin skildu en Mankell er nú kvæntur Evu Bergman, dóttur Ingmars Bergmans, en hún stýrir leikhúsinu í Gauta- borg. Afrískur sjónarhóll Fyrir 20 árum fór Mankell fyrst til Afríku. „Mér fannst snemma að til að geta skrifað um það sem ég þekkti, um mitt eigið umhverfi, yrði ég að koma mér burt og velta fyrir mér hlutunum frá öðrum sjónarhóli. Af ýmsum ástæðum varð Afríka fyrir valinu, það var gam- all draumur. Ég lét síðan tilleiðast til að stjóma eina atvinnumannaleikhúsinu í Mósambík og við það hef ég verið í 15 ár ásamt skriftunum. Ég er enginn Afríkumaður en Afríka hefur gert mig að betr Evrópumanni. Nú get ég séð hlutina úr hæfilegri fjarlægð." Mankell er í Evrópu í fjóra mánuði á ári, nægilega lengi til að átta sig á heildarmyndinni án þess að kafna í smælkinu. í Afríku hlustar hann á erlendar útvarpsstöðvar og horfir á BBC-sjónvarpið. „I Mósambík, einu fátækasta landi í heimi, þar sem 80% íbúanna eru hvorki læs né skrif- andi, eru útvarpið og leikhúsið einu miðlarnir, sem endurspeglar lífið og tilveruna með list- rænum hætti,“ segir Mankell. „í leikhúsinu starfa 40 til 50 manns og það nýtur engra styrkja. Aðgangseyririnn verður að standa undir öllu. Sýningamar verða að vera góðar til að fólkið komi og það gerir það líka, allt frá götubömum til forsetans. Leikaramir em svo góðir að þeir gætu sómt sér hvar sem er. Stundum kemur Eva, kona mín, og setur upp sýningu og það er stórkostlegt," segir Mankell, sem hefur látið mikið fé af hendi rakna til þessa óskabams síns. Bók um götubörn Henning Mankell hefur einnig skrifað barna- bækur, fyrir leikhús og kvikmyndir, og sögur frá Afríku. Var ein bóka hans, „Comedie Infan- tíl“, tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. „Ég hef verið skammaður fyrir margt en ekki fyrir leti,“ segir Mankell þegar talið berst að ritstörfunum almennt. „„Comedie Infantil" er annars konar bók. Ég hef lesið svo margt dapurlegt um götubörnin og það er nóg af þeim hér. Mér fannst ég þurfa að minnast þeirra í einhverju, klókinda þeirra og útsjónarsemi við að komast af. í þessari bók hef ég steypt lífl margra þeirra saman í eitt.“ Framhaldið, „Sonur vindsins", kemur út í Svíþjóð í vor en hún segir frá afrískum dreng, sem kom til Svíþjóðar, bjó þar í fimm ár en lést þá skyndilega. Er sagan byggð á raunveruleg- um atburðum. „Ég held hann hafi dáið úr sorg. Ég velti því stundum fyrir mér hvað gerist þeg- ar manneskja er rifin upp með rótum ...“ Henning Mankell hefur ekki misst trúna á bókina: „Hún er hinn fullkomni miðill fyrir listræna tjáningu. Prentun og dreifing breytast en bók- in ekki.“ 1 6 ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.