Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Síða 3
LESBÖK MOH(.l \ISI U)SI\S ~ MENNEVG LISTIR
23. TÖLUBLAÐ - 75 ÁRGANGUR
EFNI
Aldarafmæli
póstferða
Á morgrin, 18. júní, eru liðin 100 ár síðan ís-
lendingar áttu þess fyrst kost að setjast upp
í vagn sem flutti þá Iandleiðina milli staða.
Þessi nýjung var tengd póstflutningum og
um þetta aldarafmæli skrifar Heimir Þor-
leifsson sagnfræðingur.
Hrafnseyri
er til umfjöllunar á þjóðhátíðardaginn og
hefur staðarhaldarinn þar, Hallgrímur
Sveinsson, veg og vanda af grein og mynd-
um. Hann rifjar upp söguna frá upphafi
byggðar á Eyri, rekur uppruna Jóns Sig-
urðssonar, sem fæddist þar 17. júní 1811 og
alls þess sem gert hefúr verið síðan til þess
að heiðra Hrafnseyri; þar á meðal er
burstabær Jóns Sigurðssonar, sem hefur
verið endurgerður.
Varðlokkur
List í orkustöðvum
er yfirskrift sýningar sem opnuð var í gær í
Laxárvirkjun. Átta listamenn taka þátt í
sýningunni sem Félag íslenskra mynd-
listarmanna stendur að í samvinnu við
Landsvirkjun. Hér að ofan má sjá mynd af
einu verkanna á sýningunni, Kvöldmáltið,
eftir Sigurð Örlygsson.
Guðríðar Þorbjarn-
ardóttur er heiti á
grein eftir Jón Hnefil
Aðalsteinsson og
fjallar um forn-
eskjulegt kvæði eða
þulu sem Guðríður
kunni utan að og
flutti á Grænlandi.
Jafnframt er bent á
ljóð um Guðríði eftir
Wang Ronghua,
sendiherra Kína á
íslandi, og mynd af henni eftir kínverskan
listamann.
FORSÍÐUMYNDIN
er af nýju glerlistaverki eftir Leif Breiðf jörð í Grafarvogskirkju, altarisglugga
sem um leið er altaristafla. Ljósmynd: Halldór Kolbeins.
r
GUÐMUNDUR INGI KRISTJANSSON
I HRAFNSEYRARKVÆÐI
BROT
Um Eyrí geymist í elstu rítum sú einstæða saga
að Grelöð kom hingað og gjörði hér bú sitt við glaða daga.
En áhrif landsins sem unað hennar og ánægju gjörðu,
þau spruttu frá íslenskum ilmi úr grasi og angan úrjörðu.
Og Sturlunga dregui• upp draumasýnir og dulm)>ndir fleirí.
Þeir byggðu hér virki til bjargar og vamar um bæinn á Eyrí.
Ogsvobar það við þegarhorft varhingað afhollum þegnum,
þeir sáu ljóma sem lék um staðinn ogljós undir veggnum.
Nú kemur þú hingað að garði sem gestur á göngu sinni
með sjálfstæðisbaráttu síðustu aldar í samfylgd þinni.
Þú gengur að steini Jóns Sigurðssonar á sQgrænum velli.
Og Hrafnseyri gefur þérgeisla þess bjarma sem geymist til
elli.
Effylgir þú baráttu faiinnar aldar í frásagnar lín um,
þá finnur þú vel hvernig fólkið stækkar af foringja sínum.
Sé honum manndáð af Guði gefín með göfgi og viti,
þá mannast þjóðin í athöfn og orðum ogyfírliti.
Og sæmd þinnar þjóðar og hamingju hennar bar hetjan
merka
sem aldrei brá sverði ogaldrei hvatti til ofbeldisverka
en trúði á orðið íræðu og ríti og röksemdir góðar.
Seinfaríð var það en samt var það leið hinnar sigrandi þjóðar.
Það snið hefur orðið að eiginleika ííslenskum sálum
og dugað þeim löngum í lýðvörn þeirra og landhelgismálum.
Enn fylgja þærJóni Sigurðssyni til sóknar og varnar.
Með orðsins krafti þærkoma til móts við kynslóðir farnar.
Guðmundur Ingi Kristjónsson er fæddur 1907 ó Kirkjubóli í Önundarfirði og
þor var hann bóndi í marga óratugi, en er nú vistmaður ó dvalarheimili fyrir
aldraða. Fyrsta Ijóðabók hans, Sólstafir, kom út 1938.
RABB
HU,GSJÓNR í
STJORNMALUM
HUGSJÓNIR eru vandmeðfarin fyrir-
bæri, ekki sízt í stjórnmálum. Þess eru
fjölmörg söguleg dæmi að hugsjónir hafa
verið notaðar til þess að réttlæta harð-
stjórn og ofbeldisverk. Þær geta líka auð-
veldlega orðið að innantómum klisjum sem
dregnar eru fram til hátíðabrigða, al-
gjörlega slitnar úr tengslum við raunveru-
leika stjórnmálanna. í ljósi þessa gætu
menn freistazt til að álykta að bezt sé að
varpa öllum hugsjónum fyi'ir róða og láta
einfaldlega verkin tala. Þetta held ég að sé
misráðið. Þegar hugsjónir eru notaðar sem
einber kúgunartæki eða sem klisjur í
stjórnmálaumræðu, þá er vitaskuld verið
að misnota þær. I raun eru stjórnmál án
hugsjóna jafnhræðilegt fyrirbæri og
stjórnmál sem misbeita hugsjónum.
Stjórnmál án hugsjóna verða ekki annað
en líflaus tækni, einber viðbrögð við áreiti
líðandi stundar og gagnrýnislaus þjónkun
við ríkjandi öfl. Slík stjórnmál skortir alla
sýn á viðfangsefni sín, þau vantar þann
sköpunarkraft sem er hreyfíafl lifandi
stjórnvizku. Hugsjónir án raunsæislegra
stjórnmála eru innantómar, pólitík án hug-
sjóna er blind.
Vandinn er hins vegar sá hvemig hægt
er að láta pólitískar hugsjónir og athafnir í
stjórnmálum spila saman, þannig að tog-
streitan á milli þeirra veiti í senn gagn-
kvæmt aðhald og verði aflvaki þeirra
breytinga sem stjórnmálahreyfing vill
koma á. Mér virðist að hugsjónir stjórn-
málanna í nútímanum rúmist innan hins
klassíska fernings sem myndar hornsteina
vestrænnar stjórnmálahefðar: jöfnuður,
réttlæti, frelsi og lýðræði. En þessi kunn-
uglegu hugtök segja okkur ein og sér harla
lítið; af langri sögu bera þau ef til vill í sér
of margvísleg og misvísandi skilaboð til að
þau geti veitt okkur nokkra handfestu. En
þá verður að hafa í huga að þessi hugtök
verður jafnan að endurskoða í ljósi
breyttra aðstæðna og þau öðlast þá aðeins
merkingu að þau séu tengd þeim aðstæð-
um.
Jöfnuði hefur til að mynda lengi verið
haldið fram sem hugsjón í stjórnmálum.
En hvað felur hún í sér? Ef átt er við efna-
hagslegan jöfnuð og hann skilinn bókstaf-
lega er næsta víst að slík hugsjón yrði ekki
að veruleika nema í alræðissamfélagi. Ef
átt er við siðferðilegan jöfnuð, þá hefur
jafnaðarstefnan enga sérstöðu, því að sú
krafa gengur eins og rauður þráður gegn-
um alla siðfræði og stjórnspeki samtímans.
Hinn fræðilegi ágreiningur snýst einkum
um það, hvernig þessi hugsjón verði bezt
tryggð. Ef til vill er meginvandinn við jafn-
aðarhugsjónina sá að hún gefur í skyn að
hægt sé að lýsa því jákvætt sem varasamt
er að lýsa nema með neikvæðum for-
merkjum. Með þessu á ég við að það er
villandi að gefa í skyn að markmiðið sé að
koma á jöfnuði þegar hin pólitíska viðleitni
miðast í bezta falli við að draga úr ójöfnuði.
Og það sem meira er: jafnaðarhugmyndin
sjálf veitir í raun enga raunhæfa viðmiðun
fyrir hið pólitíska verkefni. Því að sú stað-
reynd að ójöfnuður viðgangist einhvers
staðar felur ekki í sér nein rök fyrir því að
grípa til jöfnunaraðgerða. Fyrst verður að
leita svara við þeirri spurningu hvort um-
ræddur ójöfnuður sé réttlætanlegur eða
ekki. Jafnaðarmenn geta því með góðri
samvizku einungis barizt fyrir því að upp-
ræta óréttmætan ójöfnuð. Sannur jöfnuður
er þá ekki annað en sú staða sem upp er
komin þegar ranglátur ójöfnuður hefur
verið afnuminn. En þá erum við í raun far-
in að tala um réttlætishugtakið sem megin-
atriði. Þar með er ekki sagt að jafnaðar-
hugsjóninni sé ofaukið, því að án hennar
verður sjálft réttlætishugtakið hai'la rýrt.
Frægasta réttlætiskenning samtímans,
kenning bandaríska heimspekingsins
Johns Rawls, felur í sér hugmynd um jöfn-
uð, enda er hún oft kennd við frjálslynda
jafnaðarstefnu. Jöfnuðurinn sem þar um
ræðir tekur til svonefndra frumgæða.
Hugmyndin er sú að hver svo sem lífs-
áform manna kunni að vera, þá þarfnist
allir ákveðinna lágmarksforsendna til þess
að geta hrint þeim í framkvæmd. Samfé-
laginu ber að tryggja öllum þegnum sínum
slík frumgæði því að þau eru forsendur
þess að þeir geti lifað með reisn. Frum-
gæðunum má skipta í tvo flokka: Annars
vegar er um að ræða frelsisréttindi sem
öllum mönnum ber að tryggja jafnt. Hins
vegar er um að ræða ýmiss konar efna-
hagsleg og félagsleg gæði sem samfélaginu
ber einungis að tryggja öllum jafnt að
sanngjörnu lágmarki. Að þessu leyti er
kenningin lágmarksjafnaðai'stefna, en
meginhugmyndin er þó sú að réttlæti sé
fólgið í því að hámarka þetta lágmark, ef
svo má segja. Þess vegna er ójöfnuður í
mannlegu samfélagi einungis réttlætanleg-
ur ef hann er til hagsbóta þeim sem verst
eru settir. Framtaki og frumkvæði hinna
betur settu er því umbunað á sanngjarnan
hátt svo lengi sem það bætir hag hinna
verst settu. Hér er því sett fram viðmiðun-
arhugmynd sem visa má til þegar við leit-
umst við að greina á milli réttmæts og
óréttmæts ójöfnuðar.
Að baki þessari réttlætiskenningu býr
sýn á manninn og mannlegt samfélag sem
felur i sér mikilvæga röksemd fyrir jafnað-
arstefnu og félagshyggju. Megin-
hugmyndin er sú að enginn verðskuldi gáf-
ur sínar eða hæfileika frekar en hann
verðskuldar þá félagslegu stöðu sem hann
er fæddur til. Hér hafa menn ýmist hagn-
azt í líffræðilegu lotteríi eða notið félags-
legra gæða sem eru sameiginlegur af-
rakstur genginna kynslóða. Samfélagið er
líkt og samofinn vefur þar sem engin leið
er að greina framtak einstaklinga al-
gjörlega frá því umhverfi sem hefur fóstr-
að þá. Þetta hlýtur að vega þungt í afstöðu
jafnaðarmanna til kvótakerfisins í fiskveið-
um, svo að dæmi sé tekið.
Frjálslynd jafnarstefna nærist á þeim
hugsjónum sem liggja vestrænni lýðræðis-
menningu til gi'undvallar. Hún boðar ekki
nein róttæk ný sannindi heldur dregur hún
sjálfum sér samkvæmar ályktanir af þess-
um hugsjónum og beitir þeim gegn því
þjóðfélagi sem hefur alið þær af sér. Hún
hlýtur að kortleggja og greina skipulega
þann óréttmæta ójöfnuð, það ranglæti, þá
kúgun og þau ólýðræðislegu vinnubrögð og
valdníðslu sem fjölmörg dæmi eru um í
okkar veruleika og skera upp herör gegn
þeim. Við munum aldrei komast á einhvern
áfangastað þar sem hugsjónir eru orðnar
að veruleika, heldur fara aðeins fetið — via
negativa — með því að uppræta tiltekna
þætti sem ógna þeim. Þannig er veruleiki
í'aunsæislegi-a stjórnmála sem hefur hug-
sjónir að leiðarljósi.
VILHJÁLMUR ÁRNASON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 17. JÚNÍ 2000 3