Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Blaðsíða 2
MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árbsejarsafn: Saga Reykjavíkur. Árnastofnun, Árnagarði: Hátíðarsýn- ing handrita. Safnið er opin alla daga í sumar kl. 13-17. Til 1. okt. Ásmundarsafn: Verk í eigu safnsins. Sýning á verkum Ásmundar Sveinsson- ar. Til 1. nóv. Byggðasafn Árnesinga: Kirkjugripir og kirkjustaðir í Arnesþingi. Til 4. júlí. Kirknamyndir Jóns Helgasonar bisk- ups.Til 9. júlí. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Vaxmyndasýning. Til 30. sep. Gallerí List, Skipholti 50: Erlingur Jón Valgarðsson (elli). Til 18. júní. Gallerí OneoOne: Fos. Til 27. júní. Gallerí Reykjavík: Óli G. Jóhannsson. Til 2. júlí. Gallerí Stöðlakot: Soffía Sæmunds- dóttir. Til 2. júlí. Gallerí Sævars Karls: Húbert Nói. Til 29.júní. Garður, Ártún 3, Selfossi: Kaj Nyborg. Til 24. júní. Gerðarsafn: Safn Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsd. Til 8. ág. Hallgrímskirkja: Karólína Lárusdóttir. Til 1. sep. i8, Ingólfsstræti 8: Tony Cragg. Til 2/7 Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Myndir úr Kjarvalssafni. Garðhúsabærinn. Til 23. júní. Listasafn Akureyrar: Ur og í. Til 25/6 Listasafn ASÍ: Magdalena Margrét Kjartansdóttir og M.E. Prigge. Til 2. júlí. Listasafn Einars Jónssonar: Opið lau. og sunnud. kl. 14-17. Höggmyndagarð- urinn opinn alla daga. Listasafn íslands: Lífið við sjóinn. Til 25. júní. Nýr heimur - Stafrænar sýnir. Til 18. júní. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Listasalurinn Man, Skólavörðustíg: El- ín G. Jóhannsdóttir.Til 28. júní. Listasetrið Kirkjuhvoli Akranesi: Sal- óme Guðmundsdóttir og Steinunn Guð- mundsdóttir. Til 2. júlí. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Bjarni H. Þórarinsson og Guðmundur Oddur Magnússon. Til 21. júní. Ljósaklif, Hafnarfírði: Halldór Ás- geirsson. Til 3. júlí. Mokkakaffi: Kristín Pálmadóttir. Til 10. júlí. Norska húsið, Stykkishólmi: Erna Guðmarsdóttir og ljósmyndir Magnús- ar Karls Antonssonar. Til 4. júlí. Norræna húsið: Flakk. Til 18. ág. Nýlistasafnið: Blá. Til 2. júlí. Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Svava Björnsdóttir og Myndlistarskólinn á Akureyri. Til 30. júní. Sex listamenn. Til 29. ág. Sjóminjasafn fs., Vesturg. 8, Hafnarf.: Jón Gunnars_son. Til 1. sep. Slunkaríki, Isafirði: Harpa Árnadóttir. Til 25. júní. Snegla listhús, Klapparstíg: Arnfríður Lára Guðnadóttir. Til 4. julí. Þjóðarbókhlaða: Verk Ástu Sigurðar- dóttur. Til 31. ág. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Sunnudagur Kirkjuhvoll, Garðabær: Sönghópurinn Hljómeyki. Kl. 20:30. Salurinn: Jón Ragnar Örnólfsson og Naomi Iwase. Kl. 20.30. Mánudagur Salurinn: Sönghátíð til heiðurs Halldóri Hansen bamalækni. Kl. 20. Miðvikudagur Seltjarnameskirkja: Sönghópurinn Hljómeyki. KI. 20:30. Föstudagur Hveragerðiskirkja: Tríó Reykjavíkur, Auður Hafsteinsd., Unnur Sveinbjamard., Georg Kleutsch og Jónas Ingimundarson. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Glanni glæpur, sun. 18. jún. Loftkastalinn: Stjömur á morgun- himni, sun. 18., fím. 22. júní. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. Sönghópurinn Hljómeyki. HUÓMEYKIÁ KÓRAHÁTÍÐ SÖNGHÓPURINN Hljómeyki heldur tón- leika í Kirkjuhvoli, Garðabæ, á morgun, sunnudag, kl. 20.30 og í Seltjamarneskirkju miðvikudaginn 21. júní kl. 20.30. Stjórnandi sönghópsins er Bernharður Wilkinson. Tilefni tónleikanna er fyrirhuguð ferð kórsins á kórahátíð Norðurlanda og Eystra- saltslanda sem haldin er í Skien í Noregi síðar í þessum mánuði. Hátíðin er nú haldin í þriðja sinn. Áður hafa hátíðirnar verið í haldnar í Lettlandi 1995 og í Svíþjóð 1997. Búist er við allt að 4.000 þátttakendum á hátíðina, eða u.þ.b. 130 kómm, þar af helm- ingnum frá Eystrasaltslöndunum og er hverju Iandi boðið að senda einn kór sem fulltrúa síns Iands. Kórunum er ætlað að kynna tónlist síns lands sérstaklega, bæði í tali og tónum. Samhliða hátíðinni er haldin kórakeppni. Efnisskrá tónleikanna í Kirkjuhvoli og í Seltjarnarneskirkju verður sú sama og kór- inn mun flytja í Skien og er blanda af ís- lenskri tónlist og erlendri. Meðal höfunda eru m.a. Snorri Sigfús Birgisson, Jón Nor- dal, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Bára Gríms- dóttir, Hafliði Hallgrímsson, Jón Leifs, Britten, Tavener, Debussy, Charles V. Stan- ford, Parry og Ravel. Hátíðin stendur yfir frá 27. júní til 2. júlí og er Norska kórasambandið (NKF) stuð- ningsaðili hátíðarinnar en listrænn stjórn- andi hennar er Káre Hanken, stjórnandi og aðalritari NKF. KIRKNA- MYNDIRJÓNS HELGASON- AR BISKUPS í BORÐSTOFU Hússins á Eyrarbakka hefur verið opnuð sýning á teikningum og vatnslita- myndum eftir Jón Helgason biskup (f. 1866, d. 1942). Á sýningunni eru teikningar af 23 kirkjum í Ámesþingi. Á Þjóðminjasafni íslands eru varðveittar teiknibækur Jóns Helgasonar biskups með myndum sem hann teiknaði á vísitasíuferðum sínum um landið á tímabilinu 1916 til 1938 er hann gegndi embætti biskups Islands. Á hverj- um þeim stað sem Jón heimsótti hafði hann þann sið að mála eða vatnslita kirkjuna sem hann var að vísitera. Einnig teiknaði hann oft prestsetrið og umhverfi þess. Allt eru þetta blýantsmyndir, í sumar er teiknað með bleki, mannssonur þar upp alinn og hefur búið þar alla tíð. Sjór- inn og lífsbaráttan á hafinu við ísland hafa mótað listmannsferil 'nans, þar sem myndir frá sjávarsíðunni, brim og sæbarðar strend- ur, sjómenn, bátar og togarar á hafi úti hafa verið hans helsta myndefni og einkenni, samhliða sterkri tilfinningu fyrir náttúru landsins. Hann er einn örfárra íslenskra sjávarmyndamálara sem hafa helgað sig sér- staklega þessu myndríka viðfangsefni í list- sköpun sinni, segir í fréttatilkynningu. Hjallakirkja, blýantsteikning eftir Jón Helgason biskup. flestar era ólitaðar en einnig eru nokkrar vatnslitaðar. Aðeins voru fjórar kirkjur sem hann kvaðst ekki hafa komist til að vísitera, og á einum stað fyrirfannst engin kirkja. Myndirnar á sýningunni eru flestar frá 3. áratugnum en elstu myndirnar eru mun eldri eða frá 1890, áður en Jón varð biskup. Byggðasafn Ái-nesinga heldur sýninguna í samstarfi við Ámesprófastsdæmi og Þjóð- minjasafn Islands. Sýningin er opin á af- greiðslutíma Byggðasafns Árnesinga, Húsinu á Eyrarbakka og lýkur 9. júlí nk. Safnið er opið kl. 9-12 og 13-18 alla daga í sumai'. Jón Gunnarsson listmálari. Jón Gunnarsson stundaði nám í Handíða- og myndlistarskólanum 1947-49 undir hand- leiðslu þeirra Kurt Zier skólastjóra og Kjartans Guðjónssonar myndlistarmanns. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Iðn- skólanum í Hafnarfirði haustið 1961. Síðasta þrjá og hálfan áratug hefur Jón Gunnarsson haldið nær tuttugu einkasýningar og tekið þátt í íjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. SIGURBJORN EINARSSON A VIGSLUDEGI GRAFARVOGS- KIRKJU 18. JÚNÍ 2000 I dag leikur geisli um Grafarvog, um götur ognes og sund. Hann sendur er hæstum himni frá á heilagri náðarstund. Sá geisli mun lýsa á gluggann þinn, þegar Guð er að vitja þín og benda á helga húsið sitt, þann himin, sem við þér skín. Oggeislinn skal berast í barminn þinn, þar blundarsú lífsins þrá, sem Drottinn þinn, orðið elsku hans, og aðeins hann svala má. Sjá, geislinn bendir á barnið þitt, sem biður um skjól oghlíf en fyrst ogsíðast um frelsara sinn, hans forsjá, styrk og líf. Og hamingja jafnt sem harmur þinn skal helgast við geislann þann frá lausnara heims, sem leið og dó oglífsins sigur vann. Svo vermi sá geislinn Grafarvog, aðgrói hvert blessað sáð ogmannlífíð Kristi verði vígt, hans vilja, ást ognáð. Höfundurinn er biskup. SVIPMYNDIR FRA SJAVARSÍÐUNNI Á SJÓMANNADAGINN opnaði Sjóminjasafn íslands sýningu á verkum Jóns Gunnarssonar listmálara á Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, þar sem viðfangsefnið er sjó- mennska og lífið við sjávar- síðuna. Sýningin verður opin á opnunartíma safnsins í sumar, alla daga frá kl. 13 til 17. Sjómennskan er nærtækt viðfangsefni fyrir Jón Gunn- arsson. Hann fæddist í Hafn- arfirði 30. október 1925, sjó- 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 17. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.