Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Blaðsíða 7
Ljósmyndir: Hallgrímur Sveinsson Hrafnseyrarkirkja, timburkirkja sem reist var 1886 og síðar klædd bárujárni. Bæjarhús og kirkjan á Hrafnseyri á dögum séra Böðvars og Margrétar, líklega um 1930. Bautasteinn Hrafns Sveinbjarnarsonar, reist- ur af Hrafnseyrarnefnd fyrir forgöngu Jóns Kr. Ólafssonar, söngvara á Bíldudal. Munnmæli herma að Hrafn sé jarðsettur þar sem steinninn stendur, í gamla kirkjugarðinum við hlið kirkju sinnar, en ennþá mótar fyrir veggjum hennar. sinn á bæjarhlaðinu á Eyri 4. marz 1213. Pess skal að lokum getið í sambandi við Hrafn, að synir hans fjórir, Einar, Grímur, Sveinbjörn og Krákur, hefndu hans með því að brenna Þorvald Vatnsflrðing inni á Gillastöðum í Reykhólasveit 6. ágúst 1228. Bæjarstæðið Þegar hér er komið sögunni, hefur orðið sú breyting á höfuðbólinu, að bærinn hefur verið fluttur úr stað og stendur nú í hvamminum rétt fyrir innan Hrafnseyrará, kippkorn frá upp- haflega bæjarstæðinu. Hvammur þessi tak- markast af svokölluðu Gvendarholti að utan en Bæli að innanverðu. Báðar þessar mishæðir gera það að verkum að skjólgott er í hvammin- um. Niður af Bælinu verður allbrött brekka, nefnd Bælisbrekka. Rétt fyrir neðan brekkuna hefur bærinn staðið allt fram á þennan dag. Er þama fagurt og ákjósanlegt bæjarstæði. A 15. öld var jörðin virt á eitt hundrað hundraða, en síðar á 60 hundruð með hjáleigum, sem voru flmm talsins þegar flest var. Hrafnseyri verður prestssetur Ættmenni og tengdafólk Hrafns Svein- bjarnarsonar eiga og sitja Hrafnseyri lengi Séra Böðvar Bjarnason og Margrét Jónsdóttir, seinni eiginkona hans, fyrir framan Hrafnseyr- arkirkju að loknum embættisstörfum. Á kirkju- tröppunum stendur kempan Guðmundur Frið- riksson frá Hjallkárseyri, afi Guðmundar jaka. Ljósmynd úr fórum Baldurs Böðvarssonar. eftir hans dag. Meðal þeirra má nefna Hrafn Oddsson, son Steinunnar, dóttur Hrafns lækn- is og hraustmennið Svarthöfða Dufgusson, sem báðir gerðust traustustu liðsmenn Þórðar kakala ásamt sveitungum sínum, er hann kom að Eyri í liðsbón og átti fáa fylgismenn. Hrafn, þá 16 ára, bauð Þórði að taka við búi á Eyri vorið 1244 og þáði Þórður það. Þegar kemur fram að 1418 hefur Guðmund- ur Arason á Reykhólum eignast Eyri eftir móður sína og fær hana í hendur stjúpmóður sinni, Þorgerði Olafsdóttur. Hennar fólk á síð- an jörðina allt þar til hún er gerð að prests- setri, laust eftir aldamótin 1500. Gerðist það með þeim hætti, að ríkur höfðingi sem þá bjó á staðnum, Jón Dan Björnsson, launsonur Björns Þorleifssonar, hirðstjóra, gaf jörðina ásamt ýmsu fylgifé, til þess að þar mætti ætíð verða prestssetur. Atti kona hans, Kristín Sumarliðadóttir, góðan þátt í því með honum að svo varð. Var staðurinn formlegt prestsset- ur frá þeim tíma og allt fram til 1970, að Hrafnseyrarprestakall var lagt niður sem slíkt. Prestar Fyrsti prestur sem sögur fara af á Eyri er Markús Sveinbjarnarson, bróðir Hrafns. Er hann þar heimilisprestur, líkt og algengt var á þeim tímum. Markús var mikill vexti og rammur að afli. Hann fórst í snjóflóði er „einn hengiskafl" brast undir fótum hans er hann var á ferð úr Feitsdal í Arnarfirði yfir í Tálknafjörð. Eftir daga Markúsar voru ýmsir heimilisprestar á Eyri og er lítið um þá vitað. Frá byrjun sextándu aldar, þegar staðurinn er gerður að föstu prestssetri sem áður segir og til ársins 1961, að seinasti presturinn, séra Kári Valsson, fór héðan, hafa alls 25 prestar setið staðinn. Eftir það var kallinu þjónað frá Þingeyri, en 1970 var það lagt niður að lögum sem áður segir og varð þá Hrafnseyrarsókn annexía frá Þingeyri og hefur svo verið síðan. Hrafnseyrarkirkja Ætla má að kirkja hafi verið byggð á Hrafnseyri þegar á elleftu öld. Þó eru ekki um það öruggar heimildir, en þegar kemur fram á fyrri hluta tólftu aldar, má heita víst, að kirkja hafí hér verið byggð. Var hún helguð Maríu og Pétri postula. Núverandi kirkjuhús á staðnum er frá árinu 1886, reist af séra Þorsteini Bene- diktssyni, byggt úr timbri og klætt utan með bárujárni. Stendur hún fyrir neðan Bælis- brekku sem áður er nefnd, rétt við gamla bæj- arstæðið og er kirkjugarðurinn umhverfis hana. Maður dagsins og ættmenni hans Á Hrafnseyrarhátíð 17. júní 1961 komst Ás- geir Ásgeirsson forseti m. a. svo að orði í ræðu sinni: „Það getur enginn gert sér grein fyrir því, hvemig nú væri ástatt um hag þjóðar vorrar, ef hún hefði ekki eignast Jón Sigurðs- son, þegar mest lá við. Það verður ekki stungið svo skóflu í jarðveg og sögu íslenskrar við- reisnar að ekki komi niður á æfistörf Jóns Sig- urðssonar. Jón Sigurðsson er ímynd íslend- ingsins eins og hann getur verið mestur og bestur." Nú verður gerð stutt grein fyrir ættmenn- um Jóns Sigurðssonar sem tengjast Hrafns- eyri og síðan fjallað lítillega um hvað gert hef- ur verið í minningu forsetans á fæðingarstað hans. Afi Jóns og alnafni Séra Jón Sigurðsson (1740-1821), prestur á Stað á Snæfjallaströnd, sem var bóndasonur frá Ásgarði í Grímsnesi, tók við stað og kirkju á Hrafnseyri vorið 1786. Séra Jón Bjarnason, sem prestur var næst á undan nafna sínum, lýsir húsakynnum á prestssetrinu svo nokkru áður: „Staðurinn er mikið forn og flest hús komin undir fall, hús öll í jörðu grafin og vegg- irnir ekki nema gilding að innan.“ Það er sem sagt köld aðkoman á höfuðbólinu. En skemmst er frá því að segja, að séra Jón Sigurðsson byggði nýjan bæ á staðnum um 1800 og öll önnur hús endurreisti hann í embættistíð sinni með myndarlegum hætti. Séra Jón var þríkvæntur. Fyrsta eiginkona hans var Ingibjörg, dóttir Ólafs lögsagnara Jónssonar á Eyri í Seyðisfirði og konu hans, Guðrúnar Árnadóttur. Með henni eignaðist hann dóttur og þrjá syni sem upp komust. Séra Jón var hinn liprasti prestur, en nokkur drykkju-og skapdeildarmaður og fékk af því viðurnefnið Hrafnseyrar-Orri. Séra Eggert Jónsson, sem prestur var á Álftamýri um skamma hríð, sagði svo frá, að stundum hefði Hrafnseyrar-Orri komið út að Álftamýri um helgar og drukkið þá tvo potta brennivíns á laugardagskvöldi, aðra tvo á sunnudags- morgni fyrir messu og að afioknu embætti bætt á sig enn tveimur pottum og er ekki ólík- legt að nokkuð sé hér fært í stílinn. Kjartan Ólafsson segir frá því í sínu stór- merka riti, Firðir og fólk 900-1900, að er Ebeneser Henderson kom að Hrafnseyri 1815, stóð eftirfarandi latnesk áletrun yfir bæjar- dyrum: „INTRANTIBUS SIT HAEC DOM- US PAX ET QUIES, AT EXEUNTIBUS SALUS“, sem útleggst: „Innkomnum frið og hvíldir hér, heill sé með þeim á brott er fer.“ Slíkar áletranir yfir bæjardyrum munu trú- lega hafa verið sjaldséðar á íslenskum sveita- bæjum í þá daga og mun svo enn. Foreldrar Jóns forseta Yngsti sonur Jóns og Ingibjargar var Sig- urður, fæddur á Stað á Snæfjallaströnd 1777. Hjón á Bæjum þar á ströndinni tóku hann í fóstur hálfsmánaðar gamlan og hjá þeim ólst hann upp til 12 ára aldurs. Þá fluttist hann til foreldra sinna á Hrafnseyri ásamt fósturfor- eldrunum. Jón faðir hans kenndi honum svo rækilega undir skóla, að hann gat sest í miðjan efri bekk Hólavallaskóla beint undan hand- arjaðri hans. Árið 1802 kallaði faðir hans hann sem aðstoðarprest og fékk hann 12 ríkisdali í árslaun. Þann 29. september 1803 kvongaðist hann og gekk að eiga Þórdísi Jónsdóttur, dótt- ur séra Jóns Ásgeirssonar í Holti og konu hans Þorkötlu Magnúsdóttur en Þórdís er lík- lega fædd 1772. Brúðkaupið fór fram í Holti og voru feður brúðhjónanna svaramenn, gamlir skólabræður og miklir vinir og drykkjubræður er svo bar undir. Fékk Þórdís í morgungjöf frá manni sínum 40 spesíudali. Hún var LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 17. JÚNÍ 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.