Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Blaðsíða 20
ISLENSKUR VERULEIKI í STÖÐLAKOTI í Stöðlakoti verða opnað- ar tvær myndlistarsýning- ar í dag. Það eru mynd- listarmennirnir Bubbi og Soffíg Sæmundsdóttir sem eiga heiðurinn af sýningunum. Sýning Bubba nefnist Krossgötur, en hann sýnir höggmynd- ir í garðinum. A sýningu ± Soffíu, í eilífu Ijósi, eru málverk unnin á tréplötur. INGA MARÍA LEIFS- DÓTTIR hitti listamennina að máli,; >purði þá út í verk ; þeirra og komst að -hugmyndi jm þeirra um \ ^jóðfélagsmál in, heimspekina og lífið. SÓLBJÖRTUM júnídegi hittir blaðamaður lista- mennina tvo sem eru í óða önn að undirbúa sýningar sínar í gamla húsinu Stöðla- koti við Bókhlöðustíg i Reykjavík. í Stöðlakoti er l nú gallerí sem hefur verið 'starfandi í næstum 12 ár. Upphaflega var því ætlað að vera sýningarstaður fyrir listiðnað, þó að hinar hefðbundnu listgreinar haii meira og minna ráðið þar ríkjum. En skilin milli listar og listiðnaðar eru oft óljós og sýningamar- sem verða opnaðar um helgina færa galleríið nær upphaflegum tilgangi sínum, þar sem báðir listamenn vinna með tré á mismunandi vegu. Sýningarnar tvær hafa ákveðinn samhljóm þrátt fyrir að verk þeirra séu gjöróiík, þar sem unnið er með sama efni. Báðar hafa líka þjóð- lega skírskotun, hvor á sinn hátt. Pað er því ákaflega viðeigandi að opnunardagur sýning- anna sé á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Krossgötur Bubba Náttúra íslands hefur að jafnaði verið yrkis- efni myndhöggvarans Bubba, sem svo margra /Sienskra myndlistarmanna. Virkjunarmál á há- lendinu er meginþema sýningarinnar. „Þegar ég var beðinn um að halda þessa sýningu snemma í ár, fór ég að velta fyrir mér hvaða þema ég gæti unnið út frá. Á þeim tíma var um- ræðan um hálendið mikil, um virkjanir, álver, náttúru og svo framvegis. Þá ákvað ég að vinna útfrá því þema og nota náttúruefni, sem sagt tré og ál, bæði álfleyga og brætt ál. Einnig vildi ég móta verkin eftir svæðinu hér í Stöðlakoti, en ég reyni oftast að taka mið af því umhverfi sem verkin eiga að vera hluti af,“ segir Bubbi. Hann á eitt af listaverkunum við strandlengjuna og nefnist það 360°. „Það verk tekur til dæmis mið af umhverfinu í ríkum mæli. Þar sem það stend- tlr við strandlengjuna er eini staðurinn á stígn- um sem hægt er horfa í gegn um verkið á rétt- um stað og sjá sjóndeildarhringinn tengjast verkinu." En hvemig er nafnið Krossgötur komið til? Morgunblaðið/Þorkell Titilmynd sýningar Soffíu, í eilífu Ijósi. Bubbi við verk sitt Krossgötur 4. Myndlistarmaðurinn Soffía Sæmundsdóttir. „Mér finnst við vera stödd á krossgötum hvað hálendið varðar, við vitum ekki hvað er fram- undan eða hvað verður gert, þannig að nafnið hefur beina skírskotun í það. En svo nota ég mikið landfræðileg kennileiti í verkum mínum, til dæmis ferhyrninga, og þar sem ferhyrningar mætast, þar eru krossar," svarar Bubbi. „Verk- in á sýningunni bera heitin Krossgötur 1, 2,3,4 og 5. Eiginlega má segja að þau séu samfleytt ferli sem hefst með Krossgötum 1, þar sem ég vinn með femingana og krossana, og fleygamir standa í þeim. Þannig heldur þetta áfram þar sem til dæmis ál og tré mætast með beinum hætti, bræddu áli er hellt beint í viðardrumbinn og efnin snertast án þess að maðurinn hafi í raun stjóm á því. Krossgötur 5 eru svo úr hreinu áli. Það verk var gert þannig að ég vann í viðinn og mótaði hann og tók svo afsteypu úr áli afhonum.“ Bubbi hefur unnið mikið í tré og talsvert með málmsteypu. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hann vinnur með ál og tré saman. „En það er engin tilviljun að ég vinn í þessi efni núna. Með þvi er ég að reyna að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál.“ Soffía í eilífu Ijósi Soffia Sæmundsdóttir er myndlistarmaður og hefur ekki setið auðum höndum í ár. I vor tók hún við viðurkenningu úr hendi Karls Breta- prins þar sem hún var ein af tólf sem valin var úr hópi 250 myndlistarmanna frá öllum heims- hornum í málverkasamkeppni Winsor & Newton í Bretlandi. Myndirnar sem Soffía sýnir í Stöðlakoti eru olíumyndir unnar á tré og bera yfirskriftina I ei- lífu ljósi. „í þessari sýningu er ég að fást við birt- una og eilífðina. Síðasta sýningin mín hét Dal- búamir og þá voru þeir inni í djúpum dal, en nú eru þeir komnir út úr dalnum. í þessum mynd- um má ennþá sjá ána sem rann í dalnum og þeir hafa eiginlega fylgt henni út í víðáttuna," segir Soffía. Með „þeim“ á hún við litlar fígúrur sem einkenna myndir hennar. En hvaða fígúrur eru þetta? „Þetta eru ferðalangar í víðasta skilningi þess orðs, með vængi og eru í einskonar þjóð- búningum. Mjög þjóðlegar verur.“ Soffía málar olíumálverk sín á tré í stað hins hefðbundna striga. „Mér fmnst gaman að vinna með tré, en það hæfir líka efninu. Ég er líka að reyna að ná fram ákveðinni gamalli stemmningu og tíma í myndimar og mér finnst tréð hjálpa mikið við að skapa þannig stemmningu, viðurinn hjálpar myndunum. Ég útskrifaðist úr grafík- deild á sínum tíma, þannig að fyrst skar ég í tréð og þrykkti með því, en síðustu ár hef ég farið meira út í að mála á það.“ En um hvað snúast myndir Soffíu Sæmunds- dóttur? „Þessar myndir eru um hringrás tím- ans,“ svarar Soffía. „Yfirskriftin gæti verið að öll verk sem góður Guð skapar ganga réttsælis og enda þar sem þau byrjuðu. Þess vegna er ferðalangurinn alltaf að fylgja þessari á, tíman- um og hringrásinni. Alveg eins og við og alveg eins og lífið allt. Svo er bara spurning hvað tek- ur við, er þetta ekki bara allt eilif hringrás?" Ólíkt verkum Bubba í garðinum em verk Soffíu kyrrlát og friðsæl verk. I sýningar- skránni stendur: Skapar maður tíma eða skapar tími mann? „Það sem ég er að fást við núna er þessi spuming um tíma og þessa hringrás. Ég reyni bæði að kalla fram ákveðinn tíma og ef til vill stöðva hann líka.“ Sýningu Soffíu lýkur 2. júlí en sýning Bubba stendur til 17. ágúst. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 17. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.